Tíminn - 24.06.1980, Qupperneq 6
6
Þri&judagur 24. júni 1980.
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigur&sson. Rltstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Elrikur S. Elriksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar
Si&umúla 15. Siml 86300. — Kvöldsimar bla&amanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Ver& f lausasölu kr. 240.
-Askriftargjald kr. 4.800 á mánufti.____________BlaOaprent. j
Þórarinn Þórarinsson
Erlent yfirlit
Dauði Ohira tryggði
flokki hans sigur
Efnahagsástandið
í Skandinavíu
Reykjavikurbréf Morgunblaðsins á sunnudaginn
var, fjallaði að venju um rikisstjórnina. Þvi var lýst
með mörgum orðum, að efnahagsvandinn væri
mikill og vaxandi.
Af Reykjavikurbréfinu mátti helzt skilja, að
mestallur þessi vandi hefði orðið til á þeim tveimur
árum, sem liðin eru siðan Sjalfstæðisflokkurinn lét
af stjórnarforustunni, þótt verðbólga væri þá um
50%.
Það mátti svo lesa á milli linanna i Reykjavikur-
bréfinu, að eiginlega væri hvergi efnahagsvandi
nema hér, Annað hljóð var hins vegar i strokknum á
19. siðu blaðsins, en Reykjavikurbréfið var á 16.-17.
siðu.
1 grein, sem birt er á 19. siðunni, segir frá efna-
hagsástandinu i Skandinaviu. M.a. segir þar:
„Mikil óvissa hefur rikt i efnahagsmálum i Dan-
mörku og Sviþjóð, og einnig i Noregi, þó i minna
mæli sé. Sviar eru nýstaðnir upp úr allsherjarverk-
falli, sem lamaði nær allt atvinnulif og á timabili
leit út fyrir algera ringulreið. Sérfræðingar i Stokk-
hólmi sjá fram á harðindatimabil, allt til ársins
1985. Bankastjóri i Sviþjóð orðaði það þannig:
„Veislunni er lokið, reikningarnir eru að koma
inn”. Til þess að öðlast efnahagslegan stöðugleika á
ný, neyðast löndin til að minnka útgjöldin og halda
sivaxandi launakostnaði i skefjum.
Danir eiga ekki annarra kosta völ. Þeir hafa lifað
vel um efni fram frá miðjum siðasta áratug og eiga
i sifelldum kreppum. Bankastjóri Centralbanken,
Eric Hoffmeyer, varar við þvi að litið sé á Dan-
mörku erlendis sem „efnahagslega óábyrga”, og
lánstraust þjóðarinnar sé i hættu. Stjórnin i Kaup-
mannahöfn hefur beðið þjóðina um „umtalsverðar
fórnir” i þvi augnamiði að minnka skuldabaggann,
sem nú hljóðar upp á 16 milljarða dollara. í þessari
áætlun verður reynt að minnka útgjöldin og skattar
verða hækkaðir.
Virðisaukaskattur, sem er almennur skattur á
vörur og þjónustu, mun hækka úr 20 i 22%. Oliu-
skattur og fasteignaskattur munu einnig hækka
verulega. Sérfræðingar álita að launakostnaður
verði að vera kominn niður um 11-13% fyrir 1985.
Norðmenn hafa einnig neyðst til að taka upp
stranga stefnu i efnahagsmálum, með aðhaldi i
verðlags- og launamálum. Þó hafa Norðmenn
tekjulind, sem kemur til með að auðvelda þeim
vandann til muna, oliuna. Verð og eftirspurn á oliu
fer vaxandi i heiminum og gróðinn af henni á eftir
að vega þungt á metunum þegar lagt verður til at-
lögu við skuldasummuna, sem nemur 22 milljörðum
dollara.
Af þessum þrem löndum standa Sviar eflaust
verst að vigi. Áratuga örlæti er farið að siga ó-
þyrmilega i pyngjuna. Mettekjuhalli verður á fjár-
lögum næsta árs, en eyðsla umfram tekjur mun
nema yfir 11% af heildareyðslunni”.
En þótt ástandið sé svona ömurlegt hjá skandi-
navisku þjóðunum gæti Mbl. birt enn ömurlegri lýs-
ingar á ástandi þessara mála i Bretlandi og Banda-
rikjunum.
Staðreyndin er sú, að efnahagsvandi fer nú vax-
andi um allan heim og hlýtur það ekki að bitna
minnst á íslendingum, sem eru háðari utanrikisvið-
skiptum en nokkur önnur þjóð. Það er þvi alveg til-
gangslaust af Mbl. að ætla að kenna núverandi
stjórn um aukinn vanda. Betra hlutverk væri fyrir
Mbl. að reyna að draga úr ágangi þrýstihópanna i
stað þess að reyna að espa þá upp á allan hátt. Þ.Þ.
En erfitt getur oröiö að velja eftirmanninn
Nakasone, Miyazawa og Komoto.
MASAYOSHI Ohira gat dauft-
ur tryggt flokki sinum sigur i
þingkosningunum i Japan, en
sennilega heföi honum ekki tek-
izt þaö i lifanda lifi. Nær allir
spádómar bentu til þess, aö
flokkurinn myndi tapa veru-
lega, þangaö til Ohira lézt
óvænt rúmri viku fyrir kosn-
ingarnar.
Miklar deilur i Frjálslynda
flokknum höföu leitt til þess, aö
stjórn Ohira beiö ósigur viö at-
kvæöagreiöslu um vantrauststil-
lögu i þinginu 16. mai siöastl.
Tveir fyrrverandi forsætisráö-
herrar, Fukuda og Miki, létu
fylgismenn sina i Frjálslynda
flokknum vera fjarverandi.
Þeir reiknuöu meö þvi, aö Ohira
myndi þá biöjast lausnar og nýr
maöur mynda stjórn, ef til vill
annar hvor þeirra, þótt báðir
séu þeir komnir talsvert á
áttræöisaldur.
Viöbrögö Ohira urðu þau, aö
efna til þingkosninga innan
rúms mánaðar, eöa 22. júni. Von
hans var sú, aö hann gæti styrkt
aöstööu sina i kosningunum og
héldi þvi stjórnartaumunum
áfram.
Fréttaskýrendur töldu þetta
ekki sennilegt, heldur spábu
flokknum ósigri. Ýmis spilling-
armál höföu komiö til sögu, sem
tengd voru viö flokkinn og juku
tortryggni i garö hans. Mestu
réöi þó ef til vill þaö, að and-
stæðingar Ohira i flokknum
héldu aö sér höndum. Flokkur-
inn gekk margklofinn til
kosninganna.
ALLT þetta breyttist viö frá-
fall Ohira. Um mánaðamótin
lagöist Ohira á spitala og sögöu
læknar hans, aö hann þjáöist af
ofþreytu, sem heföi orsakað
minniháttar hjartaáfall. Góöar
vonir væru til þess, aö hann
myndi jafna sig á fáum dögum.
Næstu daga benti lika flest i þá
átt.
Daginn fyrir andlát sitt til-
kynnti Ohira aö hann myndi
meta meira aö sækja fund æðstu
manna iönaöarrikjanna i Fen-
eyjum en taka þátt i kosninga-
baráttunni. Hann var þá glaöur
og reifur og gaf ýmis fyrirmæli
varöandi kosningarnar. Um
kvöldið lét hann lesa fyrir sig
kafla úr uppáhaldsbók sinni eft-
ir ameriska rithöfundinn Dale
Carnegie (How to Win Friends
and Influence People )JIann lést
i svefni um nóttina.
Viö fráfall hans féllu niöur all-
ar deilur i Frjálslynda flokkn-
um og klikuforingjarnir keppt-
ust viö aö skora á flokksmenn að
standa vel saman. Margir óháö-
ir kjósendur fengu samúö meö
flokknum, sem haföi oröiö fyrir
þvi áfalii aö missa foringja sinn.
Straumurinn, sem haföi legið
frá flokknum, snerist alveg við.
Þegar þetta er ritaö, eru end-
Ohira var hress og gla&ur daginn á&ur en hann dó.
anleg úrslit i kosningunum ekki
kunn, en Ijóst er,aö Frjálslyndi
flokkurinn mun a.m.k. fá 259
þingsæti af 511 alls.
i si&ustu kosningum, sem fóru
fram i október I fyrra, fékk hann
248 þingsæti, en auk þess studdu
hann ýmsir óháöir þingmenn,
svo aö rikisstjórn hans hafði
stuöning 257 þingmanna. Búast
má viö, aö hann muni áfram
njóta stuönings nokkurra ó-
háöra þingmanna.
Ljóst er þvi af þessu, aö
Frjálslyndi flokkurinn mun fara
meö meirihlutastjórn áfram og
sennilega veröur stjórnmála-
ástandiö i Japan stööugra eftir
en áöur.
Auk fráfalls Ohira virðist
tvennt hafa styrkt Frjálslynda
flokkinn mest.
Annaö var, aö miklar fram-
farir hafa orbiö i landinu i
þann aldarfjðröung, sem flokk-
urinn hefur farið samfleytt meö
völd. Að sjálfsögðu hefur þetta
oröiö flokknum til framdráttar,
þótt sumt hafi mistekizt.
Hitt var þaö, aö stjórnarand-
stööuflokkarnir voru ekki viö-
búnir kosningum og fengu
skamman tima til stefnu, þvi aö
kosningarnar voru boöaðar meö
rúmlega mánaöar fyrirvara.
ÞAÐ þykir sennilegt, aö þaö
gangi ekki vandræbalaust hjá
Frjálslynda flokknum aö velja
eftirmann Ohira. Margir munu
gefa kost á sér, en ekki getur
nema einn oröið fyrir valinu.
Til þess aö losna við Fukuda
og Miki úr þessu valdatafli,
þykir ekki óliklegt, aö sú leið
veröi valin aö velja nú mann,
sem sé talsvert innan viö sjö-
tugt, en þrir siöustu forsætis-
ráöherrar hafa allir veriö viö
það aldursmark , þegar þeir
hafa oröiö forsætisráöherrar.
Þrir menn hafa oftast veriö
nefndir aö undanförnu sem lik-
legustu forsætisráðherraefni
flokksins. Þessir menn eru:
Kiichi Miyazawa, fyrrv. utan-
rlkisráöherra. Hann er 60 ára.
Hann hefur átt mikinn þátt i aö
móta stefnu flokksins i efna-
hagsmálum og utanrikismál-
um. Hann styöst hins vegar ekki
við neina ákveöna kliku i
flokknum, en hefur stuöning
ýmissa yngri mann. Hann lýsti
þvi yfir eftir andlát Ohira, aö
hann myndi ekki sækjast eftir
stjórnarforustunni, en böndin
geta ekki siður borizt aö honum
fyrir þaö.
Yasuhiro Nakasone, fyrrver-
andi v iöskiptaráöherra.
Hann er 62 ára. Hann hefur vak-
ið á sér sérstaka athygli
sökum þess, aö hann hefur hvatt
öörum frekar til þess, aö Japan-
ir ykju vigbúnað sinn. Þetta
gæti þó breytzt, þvi aö hann er
talinn tækif ærissinnaöur.
Nakasone er sagður gera sér
vonir um aö fá stuðning Tanaka
fyrrv. forsætisráðherra, sem er
áhrifamikill I flokknum þótt
hann yrði aö fara frá vegna
þess, aö hann var talinn hafa
þegiö mútur af Lockheed-fyrir-
tækinu ameriska.
Toshio Komoto, sem einnig er
fyrrverandi viöskiptamálaráö-
herra. Hann er 69 ára. Hann er
sagöur einnig gera sér vonir um
stuðning Tanaka.
Þá ganga sögur um, aö
Komoto og Miyazawa hafi gert
meö sér samkomulag þess efn-
is, aö Komoto veröi forsætisráð-
herra tvö næstu árin, en siðan
taki Miyazawa vib.