Tíminn - 24.06.1980, Qupperneq 7

Tíminn - 24.06.1980, Qupperneq 7
Þriðjudagur 24. júni 1980. 7 Mark gamla mannsins Okkur er sagt að það séu stóru búin sem fari verst út úr kvúta- kerfinu — meira aö segja að það komi litið við þá smærri. Ég ef- ast um að hægt sé að fyrirgefa þeim er svo tala á þeirri for- sendu að þeir viti ekki hvað þeir eruað gjöra. Það væri einum of gróft að bregða þeim um slika vanvisku. Það mun ætlunin að leyfi allra bænda skerðist um 8% upp að 300 ærgildamarkinu. Það sem umfram er 300 ærgilda framleiðslu skerðist um 20% — aðeins það sem er umfram 300 ærgildi. Bóndi með 1200 ærgildi fær því rétt til aö framleiða áfram 1000 ærgildi afuröa á meöan bóndi með 200 ærgildi færekkinema 184 (eða rúm 18% af skammti stóra búsins. Þetta er þó ekki nema einn hluti af árásinni á smærri búin. Vegna þessa litla framleiðslu- magns sem þeim er úthlutað verðaþau að halda sig alveg við strikið sem þeim er markað, og lenda strax yfir markið ef eitt- hvað skánar. Ennþá minni bú hafa ekki verið talin lifvænleg. Þau hafa mörg búið við þá að- stöðu að hafa ekki náð há- marksafurðum af fé sinu. Ef þessir bændur ætla að þróa sinn smábúskap með meiri afurðum af hverri kind — fara nákvæm- lega 2 af hverjum 3 viðbótar kjötkg. á altari hákarlanna — með góðri aðstoð flestra fulltrúa smábændanna sjálfra. Þá er ekki spurt um nýtingu náttúru- auölinda við framleiðslu á kjöti — enda sá tilgangur löngu lagð- ur til hliöar af forráöamönnum — sbr. páskalambaframleiðsl- una frægu og alla aðra tilhleyp- ingastarfsemi á afbrigðilegum árstima. 1 stað náttúruauðlinda kemur árlegur rekstrarstyrkur. Þetta er ekkert nýtt af nálinni hjá þeim ráöamönnum sem mest hafa fullyrt að þeir hafi aldrei hvatt til aukinnar kjötfram- leiðslu og stækkunar búa. Þeir hafa til skamms tima átt óskipt mál i þessu efni. Seinni hluti Formaður Tilraunaráðs land- búnaðarins fullyrti i blaðagrein að ég færi með rangt mál, — þegar ég hafði eftir sauðfjár- ræktarráðunaut að hann teldi eðlilegt að i venjulegu árferði væri helmingur lambanna ekki slátrunarhæf þegar þau koma af fjalli. Ef formaður Tilrauna ráðsins les þetta bendi ég hon- um á að lesa grein AGP. á bls. 260 i Handbók bænda 1975. Ráöunauturinn er ekki einn um þessa skoðun hjá Bf. Islands. Þeir eru fleiri ráðgjafar okkar sem hafa hælt sér af þvi að hafa verið frumkvöölar að dilka- kjötsframleiðslu á kálökrum og i krafti sinnar aðstððu fengið rikið til að greiða úr sinum vasa þann aukafóöurskostnað sem verður við að framleiða dilka- kjöt. Þar sem eðlilegt er i venju- legu árferði að helmingur lamb- anna sé ekki slátrunarhæfur þegar þau koma af fjalli. Arangur starfs þessara manna sjá og finna venjulegir bændur næsta haust. Margir þeirra hafa s.l. haust fækkað ánum á sinum smáu búum um 8% og talið sig þá standa á jörð- inni með hitt. Þeir sem fá út- hlutað margföldum fram- leiðslurétti geta fækkað sinu fé það mikið að þeir lenda ekki yfir strikið. Smærri bændur veröa að halda sig alveg á linunni og hljóta þvi að fara yfir markið i flestum árum. Ef dilkar verða vænni i haust en verið hefur kemur sá sem bú- inn var að stökkva upp i jötuna — (af þvi að rikisvaldið var — að beiðni nokkurra ráðamanna — búið að brjóta jötubandið.) — og hirðir i sinn sjóð 2 af hverjum 3 kg sem við bættust vegna skárra sumars eða bættrar fóðrunar. Nú þegar sauðburður hefst veitir hver ný tvilemba okkur ekki aukinn arö. Af hverjum 3 viðbótar tvilembing- um fara 2 i varginn. Þá skiptir okkur ekki máli hvort sá vargur veröur i kápu gömlu Skálholts- biskupanna og snfður eyrun af við hausinn — eða i nýrri klæð- um og kallar markið búmark. Markið mun verða soramark og likjast marki gamla mannsins, sem á þririfað og þristift og þrettán rifur ofan i hvatt. Þetta mark vinnst ekki i skrám frá Játvarði, Hákoni eða Grimi. Að minu mati á fyrst af öllu að hætta að greiöa af opinberu fé árlega rekstrarstyrki til fram- leiðslu kjöts þar sem ÁGP. telur eðlilegt að helmingur lambanna Halldór Þórðarson, Laugalandi séu ekki markaðshæf i venju- legu árferði — þegar þau koma af f jalli. Hvorki þar eða annars staðar. Eins og ég benti á hér að framan er það enginn smáakur sem rikið ber á árlega. Einnig á aðstórfækka fénaði á rikisbúum, 300 ærgilda bú eiga að fá fullt verð fyrir alla sina framleiðslu, hver sem hún verð- ur. Einhver smáskeröing verð- ur ef til vill að koma á bilið frá 300 upp að visitölubúi en skerð- ingarstiginn þvi brattari sem ofar dregur með 100 ærgilda þrepum. Þaö finnst ekkert rétt- læti i þvi að hlutur smærri bú- anna sé skertur á meðan stórbú- um er rétt leyfi til sölu á marg- földu magni. Smærri bú en 300 ærgildi má ekkert skerða — ef ekki er ætl- uninaðútrýma þeim. Þau valda ekki offramleiðslu. — Ég tek fram að ég á við bú með 300 ær- gilda bústofni. Mér skilst að stóru búin skili minni nettóarði af grip til bóndans — en þau hlaða jafnt upp kjötfjallið með hverjum gripsem þau fella. Frá þvi sjónarmiði virðist sam- dráttur þeirra ekki eins tilfinn- anlegur og bústofnsskerðingin bendir til. Svona kvótaútreikn- ingur byggist á þvi að við séum vissir um að offramleiðslan sé sök smábúanna. Breytist við- horfið auðvitað og kemur til álita að eyða þeim — þau verða ekki minnkuð — það er ekki hægt. Þá hefur stefna ráðamanna verið rétt þegar þeir hvöttu til bústofnsaukningar og sumar- eldis sauðfjár á kálökrum i stað fjallabeitar. Viö verðum að gera upp hvora leiðina á að fara. Hvað sem hver segir verða þær ekki famar báöar — ef fram fer sem horfir um markaðsmögu- leika. :: : ' - ■ ■ ■' : igf vé 1 Frá kynningarfundinum á Reykhólum. Kvnninffarfundui r Vigdísar á Reykhólum Stuðningsmenn Vigdisar Finn- Barðstrendingum opinn og mikill bogadóttur gengust fyrir kynn- hluti ibúana hér sóttu fundinn. ingar og umræðufundi á Reykhól- Umræður urðu fjörugar og að um 16. júni sl. lokum drukku fundarmenn sam- Fundurinn var öllum Austur- eiginlegt kaffi. Breytingar á helgi- siðum kirkjunnar — aðalefni Prestastefnunnar sem sett verður í dag HEI — Tillögur sem handbókar- nefnd kirkjunnar leggur fram um breytingar á helgisiöum kirkj- unnar, verða aðalefni Presta- stefnunnar, sem sett verður i dag, og stendur þrjá daga. Búist er við aö Prestastefnan verði fjölmenn að þessu sinni, þótt margir þurfi aö flýta sér heim vegna forseta- kosninganna, enda prestar oft- lega i kjörstjórnum. I ofannefndum tillögum er gert ráö fyrir lengra og itarlegra formi hinnar venjulegu sunnu- dagsguðsþjónustu, m.a. að altarisganga verði þar algengari en nú er. En þátttaka i altaris- göngu er sögð hafa aukist m jög á undanfömum árum. Þá er i til- lögunum nýtt form fyrir skýrnar- athöfn, og endurskoðað val þeirra texta sem liggja til grundvallar predikun guðsþjónustunnar. Handbókarnefnd, sem skipuð er 13 prestum og organistum, sem munu hafa all fjölbreytilegar skoðanir um messuform og mál- stil, leggur þessar tillögur fram einróma og hafa þær verið sendar öllum prestum landsins til kynn- ingar. Prestastefnan hefst með guðs- þjónustu I Dómkirkjunni kl. 10.30 i dag og munu prestar ganga hempuklæddir til kirkju, frá Menntaskólanum i Reykjavik. Form guösþjónustunnar þar verðurbyggt á þeim tillögum sem eru aðalefni Prestastefnunnar, eins og fyrr er getið. Nokkrir stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldsson- Kosningaskrifstofa Guðlaugs í Bolungarvík Þar hafði Pétur betur A hverjum morgni mætist fjöl- menni I sundlaugum Reykja- vikur, og er þar margt rætt og lifsgáturnar jafnan leystar dag- lega. 1 vikunni var skoðana- könnum um forsetakjör i pott- flokkinum „Morgunroöinn” i - sundlaugunum i Laugardal i Reykjavik, en sem vænta má eru forsetakosningarnar ofarlega á baugi I umræðum manna um þessar mundir, jafnt I heitu pott- unum I laugunum sem annars staðar. Orslit skoðanakönnunarinnar uröu þessi: Pétur Thorteinsson hiaut 50,0’, Albert Guðmundsson 22,7%, Vigdis Finnbogadóttir 18,2% og Guðlaugur Þorvaldsson 9,1%. Pottflokkurinn „Morgun- roðinn” áformar að hafa skoöanakönnun að nýju undir lok næstu viku, rétt fyrir forseta- kosningarnar. Stuðningsmenn Guðlaugs Þor- valdssonar i Bolungarvik hafa opnað skrifstofu i félagsheimili verkaiýðs- og sjómannafélags Bolungarvikur. Skrifstofan verður opin virka daga frá kl. 17-22 en um helgar frá kl. 14-19. Simi skrifstofunnar er 94-7425. Sveifla á Selfossi ,, Þaö er ljóst að hér hefur orðið mikil sveifla siðustu daga”, sagði einn af stuðningsmönnum Péturs J. Thorsteinssonar á Selfossi eft- ir fundinn, sem Pétur og stuöningsmenn hans héldu þar á fimmtudagskvöld. „Það er ekki langt siðan, að við þurftum að leita hér að stuönings- mönnum Péturs, en nú hefur orð- ið á mikil breyting, og greinilegt að fleiri og fleiri eru orðnir ákafir stuðningsmenn hans”. Fundurinn á Selfossi var fjöl- sóttur^á fjórða hundrað manns komu i iþróttahúsið, glæsilegt mannvirki, á Selfossi. Pétur J, Thorsteinsson.>

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.