Tíminn - 28.06.1980, Page 5
Laugardagur 28. júni 1980.
5
Hestamannafélagið Sindri:
Kappreiðar á Sindra-
völlum
Þann 28. júni n.k. veröa
kappreiöar hestamannafélagsins
Sindra haldnar á Sindravelli viö
Pétursey. Vænta má mikillar
þátttöku likt og verið hefur und-
anfarin ár. Kappreiöar hefjast kl.
2 e.h. og keppt veröur I A og B fl.
góöhesta, 250 m skeiöi, 800 m
brokki, 250 m unghrossahlaupi,
300 m hlaupi og 800 m hlaupi.
Einnig fer fram sölusýning
hrossa.
SU nýjung hefur veriö tekin upp
aö veittir veröa farandbikarar til
efsta hests i eign félagsmanns i
hverri grein. Bikarana hafa
nokkur fyrirtæki og einstaklingar
gefiö. Einnig veröa veittir verö-
launapeningar til þriggja efstu
hrossa i hverri grein auk pen-
ingaverölauna. Þátttökutilkynn-
ingar þurfa aö hafa borist til
Asmundar Sæmundssonar
Hryggjum s. 99-7298 eöa Jóhanns
Albertssonar Skógum s. 99-5111
fyrir fimmtudagskvöld 26. júni.
Aö kvöldi kappreiöardagsins
veröur siöan stiginn dans i Leik-
skálum Vik i Mýrdal og mun
hljómsveitin Casinó sjá um fjöriö.
Stjórn hestamannafélagsins
Sindra skipa nú: Formaöur Sr.
Halldór Gunnarsson, Holti,
Gjaldkeri Sigurlaug Gunnars-
dóttir, Vik, ritari Vigfús Magnús-
son, Vik. Meöstjórnendur Jónas
Hermannsson, Noröur-Hvammi,
Sigurbergur Magnússon, Stein-
um.
H.Í.:
Brautskráning kandídata
Afhending prófskirteina til
kandídata frá Háskóla Islands fer
fram viö athöfn I Háskólabfói
laugardaginn 28. júni 1980 kl.
13:30. Athöfnin hefst meö samleik
á flautu og sembal, Manuela
Wiesler og Helga Ingólfsdóttir
leika. Rektor háskólans, prófess-
or Guömundur Magnússon flytur
ræöu. Siöan veröur lýst kjöri
heiöursdoktors og afhent doktors-
bréf. Forseti heimspekideildar,
dr. Alan Boucher, lýsir kjöri Har-
alds Sigurössonar bókavaröar.
Deildarforsetar afhenda próf-
skirteini. Háskólakórinn syngur
nokkur lög, stjórnandi frú Rut
Magnússon. Aö þessu sinni veröa
brautskráöir 278 kandidatar.
St. Jósefsspitali fær úthljóðskanna að gjöf:
Tímamarkandi
geislagreiningar
HEI — St. Jósefsspitali hefur ný-
lega þegiö aö gjöf svonefndan út-
hljóöskanna. Tæki þetta hcfur þá
sömu eiginleika og röntgentæki,
aö þaö má nota jafnt viö gegnum-
lýsingar og myndatökur.
Sagt er aö tæki þetta marki
timamót 1 sögu geislagreiningar á
Islandi aö þvi leyti, aö viö mynda-
tökureru ekki notaöar jónamynd-
andigeislar. Þess i staö eru notuö
hátiönihljóö, svokölluö úthljóö.
Úthljööin — I þeim mæli sem þau
eru notuö viö myndatökur —
valda ekki efnabreytingum i
mannslikamanum, aöeins litils-
háttar hitamyndun. Rannsóknir
meö þessu tæki eru þvi sagöar al-
gjörlega hættulausar og megi þvi
endurtakast svo oft sem þurfa
þyki.
A myndum teknum meö þessu
tæki, má greina á milli mismun-
andi vefja og sjá hvernig æxli af-
markast frá heilbrigöum vef.
Skuggaefni eru ekki notuö.
í sögu
Gefendur úthljóöskannans eru
Thorvaldsensfélagiö I Reykjavik,
Kvennadeild Reykjavikurdeildar
Rauöa Krossins og Kvenfélagiö
Hringurinn. Tækiö er keypt frá
Bandarikjunum og kostaöi 75 þús.
dollara eöa rúmlega 35 milljónir
ísl. króna miöaö viö núverandi
gengi.
BIIKKVER
Skeljabrekka 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040.
GRJÓTHLÍFAR
fyrir alla bíla
SÍLSALISTAR
úr krómstáli
BLIKKVER
SELFOSS1
Hrismýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.
f/Æ/tÆ/Æ/Æ/AVÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ fr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^
\ PPcinum x í |
j
L
*****
I
KÓPAVOGUR
Látid kunnáttumennina smyrja bílinn á smur-
stöðinni ykkar
SMURSTÖÐ ESSO
Stórahjalia 2, Kópavogi
Sojótfur Fanndal
í fl I
jtvÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A ‘^T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já
Auglýsing
um adalskoðun bifreiða í
lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur
Þriöjudagur l.júli R-44501 til R-44700
Miövikudagur 2. júli R-44701 til R-44900
Fimmtudagur 3. júli R-44901 til R-45100
Föstudagur 4. júli R-45101 til R-45300
Mánudagur 7. júli R-45301 til R-45500
Þriöjudagur 8. júli R-45501 til R-45700
Miðvikudagur 9. júii R-45701 til R-45900
Fimmtudagur 10. júli R-45901 til R-46100
Föstudagur 11. júli R -46101 til R-46300
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins,
Bildshöfða 8 og verður skoðun fram-
kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til
16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé
greiddur og vátrygging fyrir hverja bif-
reið sé i gildi.
Athygli skal vakin á 'þvi, að skráningar-
númer skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera
gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt
ökugjald á hverjum tima. Á leigubif-
reiðum til mannflutninga, allt að 8 far-
þega, skal vera sérstakt merki með bók-
stafnum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Aðalskoðun bifreiða mun ekki fara fram á
timabilinu frá 14. júli til 8. ágúst n.k.
Lögreglustjórinn i Reykjavik
25; júni 1980.
Sigurjón Sigurðsson.
Útboð
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til-
boðum i uppsetningu og tengingu mæla-
grinda, 4. hluta fyrir 350 hús.
Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstof-
unum i Vestmannaeyjum gegn 30 þús. kr.
skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð i
ráðhúsinu Vestmannaeyjum þriðjudaginn
8. júli kl. 16.00.
Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyja-
bæjar
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem
studdu mig og styrktu i veikindum
minum, utanför og uppskurði i Bandarikj-
unum á siðastliðnum vetri, með stórgjöf-
um, góðum óskum og hlýjum handtökum.
Sérstakar þakkir vil ég færa vinum min-
um og ættingjum, kvenfélagskonum úr
kvenfélaginu Hvöt, Lionsklúbbnum
Bjarma, kvenfélaginu Iðju, spilanefnd
Laxahvamms, svo og öllum þeim mörgu
sem stuðluðu að þvi á einn eða annan hátt
að ég gat farið til lækninga á þennan stað.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi Valdimarsson
Fosshóli