Tíminn - 28.06.1980, Síða 6

Tíminn - 28.06.1980, Síða 6
6 Laugardagur 28. júnl 1980. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddúr Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Slóumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldstmar biaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO I lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 ó mánuöl. Blaöaprent. Þórarinn Þórarinsson Erlent yfirlit Stjórnleysið færist í aukana í íran Beheshti vill gera Bani-Sadr valdalausan Þjóðin stóð sameinuð Dagana 26.-28. júni stóð yfir á Þingvöllum vegleg- asta þjóðhátið, sem haldin hefur verið á Islandi. Hátiðina sóttu milli 30-35 þúsund manns eða um þriðjungur allra landsmanna. Nú 50 árum siðar, likist það kraftaverki, að hægt skyldi vera að halda á Þingvöllum svo fjölmenna hátið, sem stæði yfir i fleiri sólarhringa, miðað við þau skilyrði, sem þá voru i landinu. Þegar tslendingar héldu landnámshátið 44 árum siðar, treystu þeir sér ekki til að láta hátiðahöldin standa lengur á Þingvöllum en einn dag. Allt önnur og betri skilyrði voru þó fyrir hendi þá til að halda Þingvallahátið. Þetta sýnir vel þann stórhug og bjartsýni, sem rikti hjá íslendingum fyrir 50 árum. Að vissu leyti mætti lika kalla það ofdirfsku. Ekki mátti neitt út af bera með veðráttu, ef hátiðahöldin áttu ekki að mis- takast. En þetta heppnaðist. Veðurguðirnir voru hliðhollir. Alþingishátiðin 1930 var haldin til að minnast þess, að 1000 ár voru liðin frá stofnun Alþingis og alísherjarrikis á íslandi. Forseti sameinaðs Al- þingis, Asgeir Ásgeirsson, rifjaði upp i snjallri ræðu þá þakkarskuld, sem þjóðin hefði að gjalda Alþingi fyrir 1000 ára starf. Alþingi hið forna hefði haldið betur uppi merkjum jafnréttis og félagshyggju en dæmi voru um sam- timis. Alþingi hið nýja hafi undir forustu Jóns Sigurðssonar og arftaka hans haft forustuna i endurreisnarsókninni. Fyrir tilverknað þess hófst mikil framfaraöld á Islandi. A þeim fimmtiu árum, sem liðin eru frá Þing- vallahátiðinni, hefur Alþingi ekki siður dugað þjóð- inni vel en áður fyrr. óviða i heiminum hafa orðið meiri framfari'r en á íslandi á þessum tima. Lifskjör á Islandi eru nú ein hin beztu i heiminum. Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur, mik- illi ræktun landsins, fullkomnum fiskveiðiflota, byggingu orkuvera, fiskvinnslustöðva og margs konar verksmiðja hefur verið búið svo i haginn, að lifskjörin eiga enn að geta bat'nað, ef þjóðina skortir ekki dug, djörfung og bjartsýni til að halda fram- farasókninni áfram. Framsóknarmenn hafa af eðlilegum ástæðum oft miiinzt þess með nokkru stolti, að flokkur þeirra fór með stjórn á þjóðhátiðarárinu 1930. Rikisstjórn Framsóknarflokksins sat þá að völdum, studd af Alþýðuflokknum. Allir þingforsetarnir voru lika Framsóknarflokksmenn. Rikisstjórnin hafði hafið mikla umbótasókn og naut þess, að góðæri var i landinu. Það rikti vaxandi trú á land og þjóð á þessum árum. Það leiddi af róttækri stjórnarstefnu Fram- sóknarflokksins, að miklar stjórnmáladeilur voru i landinu, ef til vill þær mestu á þessari öld. Þó tókst að halda Alþingishátiðinni utan og ofan þeirra. Römmustu andstæðingar áttu sæti i undirbúnings- nefndinni, en einn af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti, var formaður hennar. Nefndin starfaði i fjögur ár kaup- laust og hélt 80 fundi. Þar rikti full eining um að gera hátiðina sem veglegasta. Meðan Alþingishátiðin stóð yfir hurfu flokka- drættir úr landinu. Þjóðin stóð sameinuð. Alþingis- hátiðin er sönnun þess, að þrátt fyrir allar deilur, geta íslendingar staðið saman, þegar mest á riður. Þ.Þ. HINN kunni bandaríski blaðamaöur Joseph C. Harsch lýsti nýlega i einni greina sinna þeirri skoðun, aö allar refsiað- gerðir gegn Iran vegna glsla- tökunnar I Teheran, væru meira og minna út I bláinn, sökum þess, að raunverulega væri þar ekki nein rlkisstjórn, sem hægt væri að semja við. íran væri að miklu leyti stjórnlaust land. Meðan þannig væri ástatt I lran, væru refsiaðgerðir aðeins llklegar til að gera illt verra. Rlkisstjórn sú, sem Khomeini biskup setti á laggirnar eftir að keisaranum var steypt af stóli, var að mestu leyti valdalaus . Khomeini ómerkti hvað eftir annað gerðir hennar og rak hana að lokum frá völdum. Sjálfur gerði Khomeini hins vegar ekki tilraun til að taka stjórn landsins I slnar hendur. Hann greip aðeins I taumana, þegar honum þótti sérstök ástæða til, en lét stjórnina af- skiptalausa aö öðru leyti. Hún hvorki gat stjórnaö undir þess- um kringumstæðum né þoröi það, þar sem hún átti ógildingu Khomeinis stöðugt yfir höfði sér. Ýmsir gerðu sér vonir um, að þetta myndi batna eftir aö for- setakosningar höfðu farið fram og Bani-Sadr hafði verið kjörinn forseti með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Bani-Sadr reyndi llka I fyrstu að sýna nokkurn myndugleika. Það hélst hins vegar ekki lengi. Hvað eftir annað hefur Khom- eini gripið I taumana og ógilt verk hans. Um skeið horfði t.d. svo, að Bani-Sadr væri á góðri leið meö að leysa gIsladeiluna.Aður en af þvl yrði, greip Khomeini inn I og lýsti yfir þvl, að það skyldi verða verkefni vætanlegs þings að ráða glslamálinu til lykta. EFTIR að stjórn Bani-Sadr hafði þannig reynzt getulitil, bundu menn nokkrar vonir við þingið, en endanlegri kosningu til þess lauk um miðjan mal. Það kom saman nokkrum dög- um siöar og hefur slðan setið að störfum. Eitt fyrsta verk þess átti aö vera aö velja forsætis- ráðherra. Þvl starfi hefur þaö ekki lokið enn og er með öllu ósýnt nú hvenær það verður. Þessi dráttur stafar af þvl að risin er mikil valdabarátta milli leiðtoga Islamska lýðveldis- flokksins, Beheshti biskups annars vegar og Bani-Sadr hins vegar. Islamski lýðveldis- flokkurinn, sem er undir leiö- sögu Beheshtis, fékk meirihluta á þingi, og gerir þvl kröfu til Bani-Sadr forseti. þess aö ráða þvi, hver forsætis- ráðherrann verður. Bani-Sadr telur hins vegar, að forsetinn eigi að velja forsætisráðherr- ann. Khomeini hefur dregið aö skerast I leikinn. Meðan situr þingið aðgerðalaust. Svo langt hefur þessi deila gengið, að 18. þ.m. birti mál- gagn Bani-Sadr frásögn af þvl, að einn helzti leiötogi Islamska lýðveldisflokksins, Hassan Ayat að nafni, væri að undirbúa sam- særi gegn Bani-Sadr, sem stefnt sé að þvl að hrekja hann frá völdum eða að gera hann valda- lausan. Slðar voru birt þessu til sönnunar samtöl, sem Ayat hafðiátt viðtilgreinda menn um þetta efni, en þau höfðu verið hljóðrituö. Bani-Sadr lýsti yfir þvl I framhaldi af þessu, að hann myndi aldrei fallast á að afsala sér völdum né samþykkja að forsetaembættiö yröi valda- laust. Khomeini hefur enn ekki viljað fella úrskurð I þessari deilu, en á meöan eykst stjórn- leysi I landinu. Hins vegar hefur Khomeini endurtekið, að það verði að vera verk þingsins aö leysa glsladeil- una, en engar llkur viröast til þess, að þingiö taki hana til meðferðar I náinni framtlö. MEÐAN þeir, sem nú fara að nafni til meö völd I Iran, halda áfram aö deila meö framan- greindum hætti, eykst óánægjan hjá almenningi. Hún er vatn á myllu róttækra vinstri hreyf- inga, sem viröast llka óðum færast I aukana. Þau, sem eru hliðholl Rússum, láta þó ekki bera mikið á sér að sinni. Hinn 12. þ.m. söfnuöust fylgis- menn þessara róttæku vinstri samtaka saman I nánd við bandarlska sendiráöið. Frétta- skýrendur telja, að þar hafi komiö saman um 100 þús. manns, en aörir nefna 150 þús- und manns. Þetta þoldu hægri menn ekki og létu þeir þjálfaðar varðsveitir sínar ráðast á mannfjöldann. Átök urðu mikil og stóðu I fleiri klukkustundir. Þetta og fleira bendir til, að róttæk vinstri öfl hugsi sér orðið til hreyfings. Þau eiga vafalaust eftir að koma meira við sögu áður en lýkur. 1 næstu framtlð veröa það þó að llkindum átökin milli Bani- Sadr og Beheshti, sem munu setja mestan svip á Irönsk stjórnmál. Meöan þau verða ekki leyst með einhverjum hætti, heldur íran áfram að verða stjórnlltið eða stjórnlaust. Endalokin geta orðið þau, aö þriöji aöili vlki þeim Bani-Sadr og Beheshti báðum til hliðar, ásamt stuðningsmönnum þeirra. Sennilega er það rétt- mæli hjá Joseph C. Harsch, að byltingin I Iran hafi hafizt 16. janúar 1979, þegar keisarinn flúöi úr landi, en henni sé hvergi nærri lokiö enn, eða úrslitin séð fyrir. Byltingin hafi verið gerö af öflum, sem voru ósammála um flest annað en það, að vera á móti keisaranum. Þau eigi eftir að berjast um völdin og ómögu- legt er að segja um hvenær þeirri gllmu lýkur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.