Tíminn - 28.06.1980, Page 7

Tíminn - 28.06.1980, Page 7
Laugardagur 28. júnl 1980. 7 Starfsemi stuðningsmanna forseta- frambjóðendanna á kjördag Svanhildur Halldórsdóttir á kosningaskrifstofu Vigdísar. STUÐNINGSMENN VIGDÍSAR JSS — Stuðningsmenn Vig- disar Finnbogadóttur verða með allmikla starfsemi á kjördag eins og stuðnings- menn annarra forsetafram- bjóðenda. Aðalskrifstofan á Laugavegi 17 veröur opin, og sama máli gegnir um hverfaskrifstofur i Garðastræti 21, Vesturbergi 199 og i Austurveri. Þarna verða kjósendum veittar allar umbeðnar upplýsingar, auk þess sem bilaþjónusta stendur til boða. A kjördag veröur opið hús I Lindarbæ. Þar verða kaffi- veitingar. Klukkan 10 um kvöldiö verður opið hús i Klúbbnum að Lækjarteig 2, fyrir alla þá sem þar vilja mæta. Veröur þar fylgst meö talningu og horft á kosninga- sjónvarp. Þorvaldur Mawby á kosningaskrifstofu Alberts STUÐNINGSMENN ALBERTS JSS — Stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar verða með opnar skrifstofur á Lækjar- lorgi og i Drafnarfelli á kjör- dag. Þeir veröa einnig með bíla- þjónustu i öllum hverfum Reykjavikur, auk þess sem allar umbeðnar upplýsingar verða veittar á skrifstofunum. A kjördag verður opið fyrir stuönings- og starfsmenn i Þórskaffi milli kl. 2-6. Húsið verður siðan opnað aftur kl. 9 um kvöldið og hefst þá kosn- ingavaka. Þar verður fylgst með talningu og horft á kosn- ingasjónvarp. STUÐNINGSMENN PÉTURS JSS — Stuöningsmenn Péturs J. Thorsteinssonar verða með opnar hverfaskrifstofur á kjör- dag, auk aðalskrifstofu að Vesturgötu 17. Eru hverfaskrif- stofurnar fyrir öll hverfi borgarinnar aö Vesturgötu 3, Grensásvegi 11 og Fremristekk 1. Þar geta kjósendur fengiö upplýsingar um ýmsa þætti kosninganna, svo sem um kjör- skrá, þ.e. hvar hverjum beri að kjósa. 1 Sigtúni nánar tiltekiö 1 stóra salnum, verður opið hús á kjör- dag. Þar veröa veitingar á boð- stólum, auk þess sem stuönings- mönnum og velunnurum gefst tækifæri til að spjalla saman. Uppi I Sigtúni verður bilaþjón- usta o.fl. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvort stuðningsmenn Péturs veröa meö kosninga- vöku, en viömælandi Timans á kosningaskrifstofunni kvaðst reikna með aö svo yrði. Óskar Friöriksson á kosningaskrifstofu Péturs. STUÐNINGSMENN GUÐLAUGS A kjördegi, sunnudaginn 29. júni n.k., munu stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar veita kjósendum almenna kjördags- þjónustu. Miðstöð þeirrar.þjón ustu verður að Brautarholti 2. Þjónusta þessi verður i megin- atriðum þriþætt: 1 fyrsta lagi verðum viö með bilaþjónustu sem starfrækt veröur frá sunnudagsmorgni til loka kjördags. I ööru lagi verðum við með upplýsingar um kjörskrá, þar sem við svörum spurningum kjósenda um það hvar þeir eigi að kjósa. 1 þriðja lagi aðstoðum við kjósendur sem þurfa aö kjósa utankjörfundar og komum atkvæðum þeirra áleiðis til viökomandi kjörstjórnar. Upplýsingar um alla sima skrifstofunnar á kjördag verða i dagblöðunum á kjördag. Fyrir utan þessa almennu þjónustu við kjósendur verðum við með opið hús á Hótel Sögu eftir hádegi á kjördag fram á kvöld. Þar verða kaffi- og köku- veitingar allan daginn. Stuön- ingsmenn munu sjálfir leggja til allar veitingar á staönum. Auk þess er gert ráð fyrir að á Hótel Sögu veröi yfir daginn ýmsar fyrir þá sem starfaö hafa fyrir uppákomur til skemmtunar. Aö Guölaug Þorvaldsson á kjördag. loknum kjördegi kl. 11.00 e.h. Kosningavakan verður á Hótel munum við hafa kosningavöku Sögu. Óskar Magnússon ásamt öðrum á kosningaskrifstofu Guðiaugs. Forsetakosningarnar: Kosiö í 15 kjördeildum — í Reykjavik JSS — A morgun verða kjör- staðir I Reykjavik opnaðir kl. 9 og verða þeir opnir til kl. 23. Kosið verður á 15 stöðum, þ.e. í 12 skólum, auk þess sem kjör- deildir verða á Hrafnistu, elli- heimilinu Grund og I Sjálfs- bjargarhusinu. Eftir kl. 23 hefst talning atkvæða og verður samtals talið á átta stöðum. Ctvarp og sjónvarp munu ekki láta sitt eftir liggja með að flytja landsmönnum fréttir af talningunni og verða frétta menn beggja á öllum talninga- stöðunum. Verða nýjustu tölur lesnar samtlmis i útvarpi og sjónvarpi. 1 útvarpi veröa leikin létt lög milli kosningafrétta og einnig rætt við frambjóöendur eftir birtingu fyrstu talna. 1 sjónvarpi verður svipaður háttur hafður á og I aiþingis- kosningum. Kosningaspáin verður á sinum stað og eftir birtingu fyrstu talna verður rætt viö frambjóðendur. Einnig veröur rætt við Kristján Eldjárn forseta tslands, Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, auk þess sem fulltrúar fram- bjóöenda koma fram. Þá veröur rætt við kjósendur, kosninga- skrifstofur heimsóttar og ýmis legt annaö til skemmtunar veröur á skjánum fyr.r þá t-nl- mörgu sem ekki kemur dur á auga á kosninganótt Kosningaútvarpið stendur alla aðfaranótt mánudags, en ekki er vitað hversu leng; útsending sjónvarps stendur að þessu sinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.