Tíminn - 02.07.1980, Blaðsíða 4
4
MiOvikudagur 2. júli 1980.
Stein-
runnin
eftir
lokalögin
á tónleik-
unum
Hér sjáum við Silvie
Vartan eina af þekktari
söngkonum Frakklands.
Hún hefur nýlega sagt í
viðtali, að þá daga, sem
hún syngi opinberlega sé
hún svo taugaóstyrk, að
hún geti ekki lyft litla
fingri allan daginn, og
eftir síðasta lag er hún
eins og steinrunnin í
margar mínútur. Hún
hefur sungið í ein
fimmtán ár, byrjaði í
rokkinu, þegar hún var
aðeins sextán ára. „Þá
skildi fólk ekki, hvað við
vorum að gera og réðst á
okkur á tónleikum, tók
hátalara úr sambandi og
reyndi að yfirgnæfa okk-
ur uppi á sviði. Ég man að
á þessum tíma gaf
Juliette Greco út þá yfir-
lýsingu, að við værum
ekkert skyldar í listinni.
Síðan hefur margt
breytst og ég hef náð til
fólksins”. Silvie gengur
ekki of vel í hjónabandinu
með söngvaranum
J ohnny Hollyday, en seg-
ist ekki vilja skilja vegna
sonarins, Davíðs, sem er
13 ára gamall. Þegar
Silvie á frí tekur hún
myndir af börnum.
„Börn eru óþvinguð og
frjálsleg, nokkuð sem
mér er ekki alveg
eiginlegt". Enginn hefur
enn fengið að sjá mynd-
irnar hennar Silvie. — A
meðfylgjandi mynd líkist
Silvie lifandi höggmynd
— og svo mun hafa verið
ætlun Ijósmyndarans.
í spegli tímans
bridge
krossgáta
3341.
.árétt
) Lofar góöu. 6) Æði. 7) Andstæðar áttir.
) Drykkur. 10) Álögur. 11) Nes. 12) Eins.
3) Maður. 15) Sleiktir.
ióðrétt
) Sérstæð. 2) Efni. 3) Lyfjaskammtur. 4)
1.5) Glingur. 8) Hallandi. 9) Verkur. 13)
'imi. 14) Hreyfing.
Ráöning á gátu No. 3340
,árétt
) Danmörk. 6) Mór. 7) UV. 9) Fa. 10)
elafar. 11) LL. 12) ST. 13) Eið. 15) Rak-
ðir.
,óðrétt
) Druslur. 2) NM. 3) Móravía. 4) ör. 5)
fvartar. 8) Vel. 9) Fas. 13) Ek. 14) ÐÐ.
Tilað kastþröng virki þarf venjulegast -
aö gefa vörninni þá slagi sem hún má fá,
áður en vélin fer i gang.
Norður.
S. 652
H. AK3 V/NS
T. D942
L. A92
Vestur.
S. KG109843
H. 98
T. 3
L. G85
Austur.
S. 7
H. DG652
T. 76
L. D10763
Suður.
S. AD
H. 1074
T. AKG1085
L. K4
Vestur Noröur Austur Suður.
3spaðar pass pass 3grönd
pass 4grönd pass 6grönd
Vestur spilar út hjartaniunni og suður
þarf að fá 12 slagi. Vestur á örugglega
spaðakóng og þar sem tæplega er hægt að
endaspila hann inná lauf, (ef hann á
drottningu þriðju getur hann sett hana
undir kónginn) þá verður 12. slagurinn að
koma með þvingun. Þar sem vestur
verður að passa spaðann og austur
hjartað, eins og liklegt er eftir útspilið,
getur hvorugur gætt laufsins. Sem sagt
tvöföld kastþröng. En til þess að hún virki
verður vörnin að fá sinn slag áður. Og
hvará að gefa hann? Ekki á hjarta þvi þá
er eitt þvingunarspilið farið. Og ekki
heldur á lauf af sömu ástæðu. Það verður
að gefa spaðaslag og suður tekur þvi
útspilið i blindum og spilar spaða á
drottningú. Vestur spilar vafalaust hjarta
til baka og þá tekur suður á spaðaásinn og
alla tigulslagina. í siðasta tigulinn verður
vestur að henda laufi og þá er spaðahundi
hent i borði. Austur má ekki henda siðasta
hjartanu og hendir þvi laufi og laufatvist-
urinn i borði verður 12. slagurinn.
— Hvernig ætti ég að vita hvar
Alútaeyjar eru? Hvað ert þú að
skipta þér af þvi sem þér kemur
ekki við?
— Hvers vegna borðar þú ekki heldur morgun-
matinn i rúminu?
— Mér væri sama þótt hann fylgist svona vel með
timanum ef hann væri ekki svona nærsýnn.