Tíminn - 04.07.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1980, Blaðsíða 1
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 - Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 * Kvöldsímar 86387 & 86392 FLUGMENN FRESTA VERKFALLINU Kás — A fundum sfnum 1 gær- kvöldi samþykktu stjórnir og trúnaöarmannaráö Félags is- lenskra flugmanna og Félags Loftleiöafiugmanna aö fresta fyrirhuguöu verkfalli sinu sem koma átti til framkvæmda á miönættif kvöld. Verkfalliö sem boöaö er 12. júlf nk. stendur enn i fullu gildi. Flugmenn samþykktu aö fresta fyrra laugardagsverk- falli sinu vegna formlegrar ósk- ar frá Steingrimi Hermanns- syni, samgönguráöherra, þess efnis. Hefur Steingrimur jafn- framt lofað aö taka aö sér aö stýra umræöunum. 1 fyrramálið kl. 11 verður fundur hjá Steingrimi, þar sem saman koma auk hans, Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiöa, Baldur Oddsson, formaöur Fé- lags Loftleiöaflugmanna, Krist- ján Egilsson, formaöur FÍA, Gunnar G. Schram varasátta- semjari og Birgir Guðjónsson, sem er annar rikisskipaöi eftir- litsmaðurinn sem fylgjast á meö rekstri Flugleiða. í gærmorgun höfnuðu flug- menn tilboöi Flugleiöa sem gekk nokkru lengra en það til- boö sem Flugleiöir höföu lagt fram nóttina áöur, en flugmenn einnig hafnaö. Sömuleiöis höfn- uöu Flugleiðir tilboöi flug- manna sem þeir geröu i fyrri- nótt. Töldu Flugleiöamenn aö i þvi fælist afsölun á vissum stjórnunarþáttum, sem ættu aö heyra undir stjórn félagsins og forstjóra, i hendur eins hags- munahóps. í gær sendu flugafgreiðslu- menn Flugleiða á Keflavikur- flugvelli frá sér samþykkt þar sem skoraö var á deiluaðilana að jafna ágreining sinn svo ekki hlytist af verkfallinu varanlegt tjón. Rekstrartap hjá Járn- blendinu JSG — A fystu 7 starfsmánuöum Járnblendiverksmiðjunnar, frá byrjun júni til ársloka á siöasta ári, var tap á rekstri hennar er nam 964 milljónum króna. Greiöslutap á sama tima var um 100 milljónir króna. Útlit er fyrir aö rekstrartap á þessu ári veröi yfir 3000 miiljónir króna. A fundi meö fréttamönnum i gær þar sem framangreindar upplýsingar komu fram, töldu forráöamenn Járnblendifélagsins ekki óeölilegt aö tap væri á verk- smiöjunni á fyrstu árum hennar. Nefndu þeir aö enn væri ekki lokiö Framhald á bls. 15 Fiskeldistöð Hólalax á Hólum i Hjaltadal: Hitaveitu- fram- kvæmdir að hefjast Kás —Framkvæmdum miöar vel viö uppbyggingu fiskeldisstööv- arinnar Hóialax á Hólum i Hjaltadal, og er reiknaö meö aö hún geti hafiö starfsemi sina á komandi hausti. I byrjun þessarar viku voru opnuð tilboö I verkþátt hitaveitu fyrir stööina. Tvö tilboö bárust i allt verkiö. Lægra tilboöið hljóö- aöi upp á 89.5 millj. kr. og var frá Eli Halldórssyni, Kristjáni Magnússyni og Valgeiri Guö- mundssyni. Hærra tilboöiö hljóð- aöi upp á 121 millj. kr. og var frá Birni Nielssyni á Hofsósi. Auk þess barst tilboö I hluta verksins frá Guöjóni lsberg. Aö sögn Gisla Pálssonar, stjórnarformanns hitaveitunnar, veröur hægt aö hefja fram- kvæmdir viö hitaveituna I næstu viku. Sagöi hann liggja i augum uppi, aö lægsta tilboöinu yröi tekiö. Sem fyrr segir, er fastlega gert ráð fyrir aö hægt veröi aö hefja starfsemi fiskeldistöövarinnar I haust. A hún aö geta framleitt 200 þús. gönguseiöi árlega, auk 300 þús. minni seiða. Miöað viö þaö verö sem nú fæst fyrir þessar afuröir, er rekstrargrundvöllur stöövarinnar tryggöur. Fjölskyldan I Punktur, punktur, komma, strik. Frá vinstri Erlingur Gislason, sem faðirinn, Pétur Jónsson sem Andri 10 ára, Kristbjörg Keldsem móöirin og Hallur Helgason sem Andri 15 ára. Undirbúnings- vinna fyrir kvikmyndatökuna er nú á lokastigi en nánar er sagt frá myndinni á bls. 3. Timamynd Róbert. Loðnuveiðar á sumar- og vetrarvertið Vandi frystihúsanna: Uppsafnaður vandi Akveðinn kvóti á hvern bát? frá árinu 1979 Kás — Grundvöliur þess vanda sem frystihúsin I landinu eiga nú viö aö etja, er ekki vegna markaðsörðugleika I Banda- rikjunum, og þeirri birgöasöfn- un sem þeim fylgja. Hins vegar auka þessi atriði á þann vanda sem til hefur stofnast frá árinu 1979, sagöi Steingrimur Her- mannsson, sjávarútvegsráö- herra, á fréttamannafundi i gær. Undirrót vanda frystihúsanna nú kvaö Steingrimur vera þá þróun sem hófst áriö 1979 og staöiö hefur fram á þennan dag, sem væri hækkun launa og fisk- verös á þessu tímabili. Laun og fiskverö heföu hækkaö um 55% á meöan aö erlent markaösverö heföi hækkaö um 30%, miðað viö Islenskar krónur. Taldi hann aö frystihúsin heföu getaö staðist þann vanda sem markaðsöröugleikarnir erlendis skapa, ef ekki hefði verið til aö dreifa þessum heimatilbúna vanda. Kynnti Steingrimur þær að- geröir sem rikisstjórnin heföi ýmist komiö til framkvæmda, eöa sem til stæöi aö gera, til aö bjarga mesta vanda frystihús- anna. Megináhersluna lagði hann þó á aö tekin yröi upp ný fiskveiöi. Sjá nánar viötal viö Steingrim Hermannsson á bls. 2. ’Kás -1 samræmi viö tiilögur fiski- fræöinga og samkvæmt samningi Islands viö Noreg, veröa loönu- veiöar tslendinga á komandi sumar- og vetrarvertiö mun um- fangsminni en undanfarin ár. Þannigkoma ihlut tsiendinga 650 þús. lestir af loönu, samkvæmt samkomulaginu viö Norömenn. Þaö er þvi ljóst aö umtals- veröur niöurskuröur veröur á þvi loðnumagni sem veitt veröur á þessu timabili. Starfsmenn sjávarútvegsráöuneýtisins vinna nú aö tillögugerð sem miöar aö þvi aö finna hagstæöustu leiöina til aö nýta þann afla sem i hlut ís- lendinga kemur sem best. Loönu- skipstjórarhafa sjálfir lagt til viö ráðuneytið aö tekin veröi upp kvótaskipting á veiöunum I sumar og vetur, þannig aö ákveö- inn afli komi I hlut hvers skips. Þaö yröi siöan mál hvers skip- stjóra hvenær sá afli yröi dreginn aö landi. Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráöherra, sagöi á fundi meö blaöamönnum i gær að sér þætti þessi tillaga loönuskip- stjóra athyglisverö og yröi hún skoöuö. Tók Steingrimur jafnframt fram aö afkoma loönuflotans væri sér mikið áhyggjuefni, en loönu- flotinn hefur sem kunnugt er aö mestu eöa öllu leyti veriö útilok- aöur frá sild- og þorskveiöum. Taldi hann ekki ósanngjarnt nú, i samræmi viö breyttar aöstæður, aö loönubátum yröi leyft aö stunda einhverjar aörar veiöar, auk loönuveiöanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.