Tíminn - 09.08.1980, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 9. ágúst 1980
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 250. Askriftargjald kr.
SOOOámánuöi. Biaöaprent.
Veiðitakmarkanir og
skynsamleg nýting sjávarafla
Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra
hefur nú kynnt tillögur um strangari reglur en gilt
hafa til þessa um takmörkun á þorskveiðum fram
til áramóta. Þorskafli landsmanna hefur þegar náð
því magni sem fiskifræðingar lögðu til að veitt yrði
á árinu en af eðlilegum ástæðum eru þeir fremur
varkárir i spám sinum um vöxt og viðgang fiski-
stofna heldur en að lofa meiri afla en siðar kemur i
ljós að óhætt er að veiða.
Þær tillögur um veiðitakmarkanir sem nú eru til
athugunar hjá þeim aðilum sem hlut eiga að máli
og hagsmuna eiga að gæta miða að þvi jöfnum
höndum, að vernda þorskstofninn og þá atvinnu-
vegi sem á honum byggja. Það er áreiðanlega
heilladrýgra fyrir útgerð og fiskvinnslu og þá sem
að þeim atvinnugreinum starfa að dreifa veiðinni
yfir lengri tima með skynsamlegum takmörkunum
en að þurfa að stöðva þorskveiði alveg i lengri tima
þegar hámarksafla er náð.
En það er að fleiru að gæta en einungis þvi að ná
sem mestum afla úr sjó. Fiskurinn þarf að komast i
vinnsluhæfu ástandi til vinnslustöðvanna og þaðan
sem fullboðleg vara á markað. Samkeppni á fisk-
mörkuðum erlendis fer harðnandi og hefur jafnvel
gættsölutregðu vegna mikils framboðs. Er þvi ljóst
að menn verða að leggja sig alla fram um að hvergi
verði slakað á gæðakröfum og að vandfýsnir neyt-
endur geti ávallt gengið að þvi sem visu að islensk-
ur fiskur sé öðrum betri.
í athyglisveðri grein sem Árni Benediktsson
skrifaði fyrir Timann og birtist i gær og fyrradag og
fjallar um rekstraraðstöðu frystihúsanna segir:
„Nú er meira og meira farið að stunda tog-
veiðarnar þannig að ekkert tillit er tekið til mögu-
leika á vinnslu aflans. Frystihúsin ráða hreint ekki
við að breyta þessum háttum. Og þar sem þetta er
mikið hagsmunamál fyrir þjóðfélagið i heild verð-
ur að f ara fram á það við rikisvaldið að settar verði
þær reglur um fiskveiðar að tryggt sé að öll fram-
leiðslan sé af sömu gæðum hvað snertir það hráefni
sem notað er. Þegar meiri afli berst á land en ræðst
við að vinna verða framleiðslugæðin að sjálfsögðu
minni. Það hefur orðið mikil framför i meðferð hrá-
efnis á undanförnum árum, vel frágenginn fiskur i
kössum sem settur hefur verið i kælda geymslu i
frystihúsunum er nú uppistaðan i hráefninu viða
um land. Og það er von manna að fyrr en seinna
næðist að skapa það álit að ekkert kæmi til greina
annað en það hráefni sem bærist að landi væri
fyrsta flokks. En þess hefur orðið vart nokkuð viða
að afturkippur er að verða i þessum málum”.
Af framansögðu er ljóst að margs er að gæta i
stjórnun fiskveiða. Ekki dugir að einblina á veiðiþol
einstakra fiskstofna og taka úr þeim leyfilegt magn
á alltof skömmum tima. Það verður að dreifa veiði-
timabilinu þannig yfir allt árið að ekki sé skipað á
land öðru en úrvalshráefni og ekki meiru i senn en
svo að timi gefist til að vinna aflann áður en hann
fellur i gæðaflokki. Að þessu er nú unnið og væntan-
lega lita tillögur um skynsamlega veiðitilhögun
með tilliti til gæða útflutningsafurðanna brátt dags-
ins ljós.
Mikilvægt er að sem viðtækust samstaða náist
meðal allra þeirra aðila sem um þessi mál fjalla.
Það er stefna núverandi sjávarútvegsráðherra að
kynna allar tillögur sem hann gerir varðandi
stjórnun fiskveiða og að allir hagsmunaaðilar fjalli
um þær áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.
En þótt talað sé um ákveðna hagsmunaaðila i þessu
sambandi er sönnu nær að þjóðin öll á hagsmuna að
gæta að skynsamlega sé staðið að fiskveiðum,
vinnslu aflans og markaðsmálum erlendis.
Kjartan Jónasson
Erlent yfirlit
Billygate og banda
rísku forsetakosn
ingamar
Enn hafa horfur Jimmy Cart-
ers Bandarikjaforseta á að ná
endurkjöri i forsetakosningun-
um i nóvember versnað til
muna og samkvæmt siðustu
skoðanakönnunum nýtur
kepppinauturhans.Reagan, allt
að helmingi meiri stuðnings
meðal kjósenda. Til að kóróna
vandræði Carters skýtur siðan
upp kollinum undureinkennilegt
hneykslismáli fjölskyldu hans,
hið svonefnda Billygate.
Mál þettá snýst um bróður
Carters, Billy Carter, sem orðið
hefur uppvis að þvi að þiggja
220.000 dollara ,,lán” frá Libýu.
1 raun er um þóknun eða um-
boðslaun að ræða, sem enginn
bandariskur dómstóll mundi
fetta fingur út i hefði Billy að-
eins skráð sig á mála hjá Libýu-
stjórn og gefið upphæðina upp
sem þóknun. Af þvi hann hélt
þessu leyndu á hann yfir höfði
sér málssókn af hálfu rikissak-
sóknara.
Þetta er ekki i fyrsta skipti
sem fjölskylda bandarisks for-
seta kemur honum i vandræði
með atferli sinu. Af þvi málið
snertir Araba, og það af öllum
Aröbum Libýumenn, er það
mjög alvarlegt I augum banda-
riskra Gyðinga og raunar alls
almúga. Verst er þó fyrir Carter
að athyglin beinist að þeim
möguleika að hann sjálfur og
stórn hans sé flækt i málið á ein-
hvern óviðeigandi hátt. Eftir að
starfsliö Hvita hússins hafði
gefið út yfirlýsingu um að
Líbýutengsl Billys hefðu á eng-
an hátt verið notuð eða tengst
stjórninni kom nokkuð annað i
ljós. Eiginkona Carters mun
hafa verið hvatamaður að þvi
að Llbýustjórn var á sinum tima
beðin aðstoðar i gislamálinu
fyrir milligöngu Billys! Kaddafi
Llbýuforseti brást vel við og
skoraöi á Irani að sleppa gislun-
um, en það kom fyrir ekki, og
skömmu siðar snerist libýskur
almúgi gegn Bandarlkjunum á
áþreifanlegan hátt er hann réðst
að og brenndi sendiráð Banda-
rikjamanna þar i landi.
öll mál hafa tvær hliðar, séu
þau ekki hnöttótt, og svo mikið
er vist aö Arabaþjóðir skilja
ekki upphlaupið vegna Billy-
gate. Þær benda réttilega á að
sennilega hefði enginn sagt orð,
forsetabróðirinn miklu fremur
öölast vinsældir heima fyrir,
hefðu tengsl hans verið við Gyð-
inga og ekki Libýumenn.
Það sem upplýst hefur verið i
Billygatemálinu er raunar öllu
fremur hjákátlegt en glæpsam-
legt þó ekki sé fyrir það að synja
að eitthvaö það geti enn komið
fram sem þyngt getur róður for-
setans að endurkjöri meira en
orðið er.
Billygate er hinsvegar skýr
vitnisburður um þá staðreynd
að fullt upp af flokksmönnum
Carters, Kennedymenn og fjöl-
margir þingmenn, virðast til-
búnir til að gripa hvaða hálm-
strá sem vera skal er gæfi ein-
hverja von um að hægt yrði að
skipta Carter út fyrir sigur-
stranglegra forsetaefni. Þannig
fór það saman að Billygate
komst I hámæli og tilraunir ým-
issa demókrata, þar á meðal
fjölmenns þingmannahóps, til
að koma þvi til leiðar að kjör-
menn á flokksþingi demókrata,
sem útnefnir forsetaframbjóð-
andann, fái alveg óbundnar
hendur I kjöri sinu. Auk Kenne-
dys hafa þar verið tilnefndir
Mondale varaforseti og Muskie
utanrikisráðherra. Mjög ólik-
legt er þó að til sliks komi, hvort
sem þeim likar það betur eða
verr sitja demókratar uppi meö
Jimmy.... nema kannski eitt-
hvað enn frekar gerist i
Billygatemálinu.
Eins og áður segir benda
skoðanakannanir til þess að
Carter eigi litla möguleika á þvi
að sigra Reagan i nóvember þó
að hinir allra bjartsýnustu af
fylgismönnum hans-bendi á að
samkvæmt skoðanakönnunum
fyrir siðustu forsetakosningar
hafi yfirburðir Carters gagn-
vart Ford forseta verið svipaðir
og Reagans nú og þó hafi Ford
nærri þvi verið búinn að vinna.
Af Reagan er það að segja að
hann hefur ekki aðeins treyst
sig I sessi meðal bandariskra
kjósenda heldur og meðal er-
lendra rikisstjórna. Svo illa liö-
inn er Carter að ekki er grun-
laust um að meirihluti rikis-
stjórna i heiminum kjósi Reag-
an fremur á forsetastól. Kin-
verjar eru þar athyglisverð
undantekning en nærri fullvist
er að Sovétmenn og bandamenn
þeirra flestir kjósa fremur
Reagan en Carter, sem þeir
ekki treysta til að forðast alvar-
leg heimsátök á nýju kjörtima-
bili. Þá grundvallast þessi af-
staða á gamalli reynslu af kjaft-
forum repúblikönum (t.d.
Nixon), þeir slá af á forsetastóli
og reynast oft ákveðnari og út-
reiknanlegri. Þá hefur útnefn-
ing George Bush sem varafor-
setaefnis enn styrkt stöðu Reag-
ans heima og erlendis.
Hins vegar hefur verið á það
bent, og það réttilega, að Carter
sé liklegri til að sýna einurð og
ganga gegn almenningsálitinu
heima fyrir á seinna kjörtima-
bili þegar hann ekki-þarf að
hafa áhyggjur af endurkjöri.