Tíminn - 05.09.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1980, Blaðsíða 9
8 Föstudagur 5. september 1980 Föstudagur 5. september 1980 13 ® Útboð Til sölu Tilboð öskast i húsið Vesturgötu 18. Húsið verður til sýnis laugardaginn 6. sept. ki. 13-16 og þriðjudaginn 9. sept. á sama tima. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 og ennfremur á Vesturgötu 18 á auglýstum sýningartima. Tilboö berist Innkaupastofnuninni fyrir þriðjudaginn 16. sept. kl. ’4. e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útboð Tilboð óskast i málningu utanhúss á húsi Sambandsins Tryggvagötu 15, Reykjavik. Útboðslýsing verður afhent á Teiknistofu Sambandsins, Hringbraut 119. Tilboðin verða opnuð á sama stað 12 septembei; kl. 11. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Umsjón fasteigna ‘Ch. Malibu Classic siation Pontiac Grand Prix Opel Itecord 4d L Vauxhall Viva de lux Oldsni. Cutlass Brough. D Mazda 929, 4ra d. Ch. Malibu Classic Ch. Biazer Cheyenne Ford Cortina Ch. BlazerC heyenne Ch.MalibuZ Citroen GS X3 Ford Maveric 2ja d. Lada 1600 ScoutU VI, sjálfsk., Range Rover Volvo 244 DL beinsk. Pontiac Grand Am, 2ja d. Ford Bronco Ranger Ch. Malibu Classic station M.Beus 230,sjálfrk, M. Bens 230, sjálfsk. Ch. Nova Conc. 2ja d. Mazda 121 Cosmos Lada Sport Range Rover Peugeot 304 station Lada Topaz 1500 '78 ’78 •77 ’77 ’79 '74 ’78 •76 ’71 '77 ’79 ’79 ’70 '78 '74 •75 ’78 '79 '76 ‘79 '72 ’72 ’77 ’77 ’79 ’76 ’77 ’78 Ch. Suburban m/framdrifi ’69 Pontiac Grand Le Mans Oldsm. Delta diesel Volvo 144 <11. sjálfsk. Ch. Nova sjálfsk. Austin Mini Austin Allegro Ch. Chevette Ch. Nova Concours 2d Range Rover Mazda 626 2,0 Datsun 220 C diesel Ch. Nova sjálfsk. Ch. Malibu Sedan sjálfsk. Ford Bronco V8, sjálfsk. Man vörubifreiö Samband Véladeild ’78 ’79 ’74 •77 ’75 ’79 ’79 ’78 ’76 ’80 ’77 ’74 •79 ’74 ’70 8.500 9.950 5.500 3.300 12.000 3.200 7.700 7.800 1.000 9.000 7.900 7.000 2.000 3.500 3.800 8.500 7.400 11.000 6.500 10.300 5.500 5.200 6.500 5.750 4.900 9.500 4.900 3.200 2.500 10.300 10.000 4.300 5.700 1.600 4.000 5.950 7.500 9.500 7.100 6.000 3.250 8.500 4.800 9.500 ÁRMÚLA 3 SÍMI3MOO Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferð.. FERÐAR Erich Follath AUGA DAVÍÐS Skýrt frá ýmsu um leyniþjónustu Israela, sem talin er hin harðskeyttasta í heimi ADDíiF hlutí þjóðsögur um Mossad”, segir hann. ,-Ég tel aö allur galdurinn sé sá að við leggjum meira að okkurog söfnum meiri upplýsing- um en aðrar leyniþjónustur. Ekk- ert land hefur jafn mikla þörf fyrir örugga leyniþjónustu og Israel. ísrael er umlukiö fjand- mönnum sinum. Við höfum enga sendiráðsmenn i þessum löndum og útsendarar þeirra hrella okkur með hryðjuverkum sinum. Mossad er okkur bein lifs- nauðsyn”. Á hverjum miðvikudegi kl. 16 hittast fimm æöstu menn leyni- þjónustunnar i skrifstofubygg- ingu i útjaðri Tel Aviv. Ekkert sést hið ytra á byggingunni að hér séu höfuöstöðvar Mossad. I hinni hversdagslegu byggingu er stór fjárfestingarstofnun með útibú sitt, mörg tryggingarfélög og lög- menn hafa þar skrifstofur á miðhæðunum. En „út og inn- flutningsfyrirtækið” á efstu hæð- inni hefur sérstakan inngang úr b&ageymslunum undir húsinu og þangað verður ekki komist upp stigann. Öliklegt er aö þangað komist neinir óæskilegir gestir. Hér sitja um það bil 100 af 900 starfsmönnum Mossad, en til samanburöar má geta þess aö starfsmenn CIA munu um 20 þús- und. Yfirmennirnir fimm koma úr ýmsum áttum og þeir koma aldrei á sama tima inn i húsið. „Memune” stofnunarinnar nú er Jitzak Hofi. Hann skiptir daglega um bil og hann er oftast i Volvo með skotheldum rúðum og númerum, sem skipta má um frá degi til dags. Hann er i forsæti á hinum vikulegu fundum, sem samverkamennirnir i Mossad kalla „kaffiklúbbinn”. Næstur yfirmanninum situr yfirmaður „Aman” fréttaþjónustu hersins, sem fjallar um fyrirætlanir er- lendra óvinveittra herja. Vinstra megin situr yfirmaður „Shin Beth”, stofnunar sem vinnur að gagnnjósnum og baráttu viö hryöjuverkamenn. Sá fjórði stjórnar rannsóknadeild i utan- rikisráðuneytinu og hinn fimmti er yfirmaður israelsku lög- reglunnar. Sjaldan munu hinar mikilvæg- ustu ákvarðanir vera teknar á þessum vikulegu fundum yfir kaffi og kökum, heldur eru þeir ætlaðir til upplysingamiölunar fyrir stofnanir, sem fara með há- leynileg málefni. Hin fullkomna samvinna margra deilda er enda ein meginorsök þess hve israelska leyniþjónustan skýtur svo oft öðrum ref fyrir rass. Eftir stórmistökin 1973, þegar menn sinntu ekki einum 400 visbending- um útsendaranna um að árás Araba (Jom Kippur striðið) stæði fyrir dyrum, stendur ekki á þvi að menn taka öll skilaboð mjög al- varlega. Yfirmaður leyniþjónustunnar .eyrir beint undir forsætis- Iráðherrann og er ekki ábyrgur Ifyrir öðrum en honum. Sjálfur ivarnarmálaráðherrann er ekki [annað en starfsbróðir hans og hann má ekki gefa honum nein [fyrirmæli. Flestar ákvarðanir um hin fáheyrðu verkefni leyniþjón- ustunnar eru teknar i stjórnar- nefnd sem ráðherrar utanrikis og varnarmála, eiga sæti i — auk forsætis og fjármálaráðherra og yfirmanns Mossad. Eftir að Begin komst til valda, 1977 hafa áhrif „Memunsins” á stjórnmálin farið vaxandi. Begin, sem sjálfur er gamall neðan- jarðarhreyfingamaður (og Bret- ar hétu fé til höfuðs) hefur miklar mætur á störfum leyniþjónust- unnar. Vikulega hittast þeir Jit- zak Hofi og skiptast á hugmynd- um. Hann hefur einn manna að- gang aö Begin hvenær sem er. Hofi mun hafa tekið við starfi yfirmanns leyniþjónustunnar haustið 1974. Þvi er haldið leyndu hvenær hann tók við, en upplýs- ingum um menn er haldið vaod-. lega leyndum. Þegar blaðamenn „Stern” fóru fram á viðtal við hann var aðeins hlegið að þeim. Enn hefur yfirmaður Mossad aldrei rætt við blaðamann, — ekki einu sinni um veðriö. Jitzak Hofi er 51 árs gamall og er „sabre”, en það þýðir að hann erfæddur i landinu. 17 ára gamali gekk hann i sveitir hins leynilega hers Gyðinga, ‘'Haganah”, sem vann neðanjarðar, meðan Bretar fóru með umboðsvöld í Palestinu. Þegar ^g/tir stofnun rikisins árið / 1948, leiddi Hofi baráttuflokk gegn Áröbum. Þá gat hann sér orðstir I israelska hernum, en I hann gekk „Haganah”. Hann varð kennari við herskóla og herforingi meöan Moshe Dyan var varnarmálaráðherra. Hann barðist i Sinai-striðinu 1956 sem næstæðsti maöur i fallhlifaher- deild. Yfirmaður hans Ariel Scharon er nú landbúnaðarráð- herra og einn hinna herskáustu i Begin-stjórninni. 1964 fór Hofi á námskeið hjá US Army Command and General Staff College í Houston i Texas og 1968-9 varð hann yfirmajór. Hofi varaði margsinnis við yfirvofandi innrás fyrir Jom-Kippur striðið, en upplýsingaþjónusta hersins daufheyrðist við öllum aðvörun- um. Hofi var þá yfirmaður á norðurlandamærunum og hann fékk vin sinn Mosche Dyan, varn- armálaráðherra til þess að senda sér aukaherdeild norður eftir til Golan hæða. Þess vegna héldu sýrlensku landamærin, meðan Egyptum tókst að brjótast yfir Súez. Hofi er ekki vinmargur meðal undirmanna sinna. Þessi búldu- leiti hershöfðingi er þekktur fyrir skipulagshæfileika sina og ótrú- legt minni og óbifanlega hörku, þyki honum menn slá slöku við. Stynji einhver manna hans undan byrðinni, kemur hann með uppá- haldsorðtak sitt: „Þegar mest á riður, gefst mönnum ekki færi á að endurtaka mistök, sem þeir kunna aö gera”. Enginn veit um fjölskyldumál Hofi, né fristunda- áhugamál, — aðeins er vitað að hann er sundmaöur góður og þjálfar sig þannig. Hann hefur fastskorðaðar hug- myndir um óvininn: Þvi sam- ræmdist það illa hans hugmynd- um, að israelir nálgist Egypta með friðarhótum. Honum er ó- skiljanlegt allt tal um aö sættast skuli við PLO, sem Begin hefur nefnt „morðingjasveitir”. Einn Mossad-maður hefur sagt: „Sú hætta er fyrir hendi, að menn ofmeti hættuna af PLO. Hofi hefur svo marga útsendara á meðal Palestinumanna, sem si- fellt verða að senda heim upplýs- ingar um nýjar árásir i uppsigl- ingu, til þess að halda starfinu, að úr verður órjúfanlegur vitahring- ur, þvi Mossad bregður hart við. israelska leyniþjónustan er af- ar óaölaðandi atvinnuveitandi. Hún krefst mikils og launin eru lág. Starfsmenn Mossad verða að hafa stúdentspróf og hafa fengið góða umsögn fyrir frammistöðu á herskyldutlmanum. Þeir eru em- bættismenn og laun þeirra fyrstu þrjú árin eru innan við 1500 mörk. Þeir fá goldin eftirlaun, sem nema 70% þess sem þeir höfðu i laun er þeir hættu. Njósnari kemst vanalega á eftirlaun 52ja ára, en fyrr, hafi hann vogaö lffi sinu sérlega oft og mikið. Ekki eru til neinar fastar reglur um þaö hvernig njósnari á að vera. Mestar likur á að fá inn- Jitzak Hofi, núverandi yfirmaður Mossad. Ameriska tímaritið Time likir leyniþjónustu smárikisins Israel við KGB, CIA og MI 6 (bresku leyniþj.) Enski njósnasérfræöingurinn Richard Deacon kveður fastar að orði, þegar hann segir: „tsraels- mönnum hefur tekist að sameina það sem mest er sérkennandi fyrir leyniþjónustur stórveldanna hverrar fyrir sig. Þar er átt við framkvæmdasnilli Rússanna lipurð og samhygð gömlu bresku leyniþjónustunnar (fyrir 1945), og gáfur og hugmyndariki Frakk- anna. Viö þetta bætist eldmóður ungrar þjóðar, sem tengist bönd- um I ævafornum trúarhefðum sinum. „Þeir sem innvigðir eru, nefna israelsku leyniþjónustuna „Auga Daviðs”. Isser Harel, hinn fyrsti „Memune” (yfirmanna) Mossad, frá 1953-1963 sem var viö völd, þegar Eichmann var numinn á torott, er þó ekki svo stóryrtur. Hann er nú á eftirlaunum og býr I hverfi heldri manna i Tel Aviv. Hann er um 1.65 á hæö, iþrótta- mannlegur I limaburði og með af- ar fjörleg augu. „Menn ættu að hætta að semja A jdlakvöld 1969 námu israelsmenn þessa fimm hraðbáta á brott úr höfninni i Cherbourg og sigldu þeim til israel. Frakkar höfðu neitað að afhenda israelsstjórn bátana, sem þeir höfðu smiðað fyrir þá sam- kvæmt fyrri samningi. Þessa s; flugma ju rússnesku MIG-þotu fengu útsendarar Mossad franskan flugmann til þess að lenda með á flugvellinum ITel Aviv. Fyrlr snúð sinn fékk i góða borgun og nýtt vegabréf. göngu hafa þeir, sem ekki lita út eins og James Bond, né haga sér sem hann. Fremur er kosið aö maðurinn sé sem hversdagsleg- astur. Sá sem menn hafa fengið augastað á og hefur lýst sig reiöu- búinn til að gegna „sérstökum verkefnum fyrir land og þjóð” er fyrst skoðaöur hvað varöar sam- bönd hans viö Araba, veikleika á borö við spilaflkn, eða lausmælgi og litið er á aðra hæpna hluti i for- tfð hans. Aðeins þeir sem þessa eldraun standast eru teknir I þjálfun, en hún tekur eitt ár. Fyrstu mánuðirnir fara I þaö aö læra stafróf allra njósnara og er trúlegt að hlutirnir gangi á svip- aöan hátt fyrir sig i Moskva og Washington. Þar er um að ræða að lesa úr dulmálslyklum og að fara með handsprengjur og sjálfsvarnaræfingar i júdó og karate. Þá er um aö ræða ýmis tæknileg atriði sem Mossad hefur soðið saman, ■— svo sem notkun bréfdúfna, sem geyma elek- tröniskan sendi milli fjaðra sér og notkun flugmódela, sem bera sjónvarpssendi og ljóstra upp um palestinskar æfingabúðir. „Minnisæfingarnar gera menn þó mest taugaveiklaða”, segir einn þeirra, sem gengið hafa i gegn um þessi námskeið. Þátt- takendum er sýnd kvikmynd, og skyndilega er sýningin rofin og slökkt á kvikmyndavélinni. Nem- endurnir verða þá að geta lýst þvi nákvæmlega.sem þeir siðast sáu. „Nefniö mér tiu hluti, sem stóðu á borðinu til vinstri”, kann kennar- inn að segja. í sifellu verða menn aö fara yfir myndir, skjöl eða kort og geyma öll atriði sér i huga. Þeir verða að læra að veita manni eftirför, án þess að hann verði var við það. Oft eru gamlir leyniþjónustumenn látnir reyna að hrista þá ungu af sér en annar leyniþjónustumaður fylgist með hvernig þeim tekst til. Að þrem mánuðum liðnum er hismið skiliö frá kjarnanum. A milli 30 og 45 prósent nemenda eru annað hvort taldir á að hætta, eða þá aö þeir gera það af frjáls- um vilja. Siðari hluta timans eru menn búnir undir þau verkefni sem þeir eiga aö gegna—hver i sinu landi. Þá er mikilvægt að þeir tali sem best máli viðkomandi lands og veki þar enga athygli með útliti slnu. Mossad kemur nú til góða hve margbreytilegir ibúar I ísrael eru. Þar er enginn vandi að hafa uppi á manni sem talar fullkomna þýsku og litur út eins og nasista- foringi. Ekki er örðugara aö finna mann með útlit arabans, sem tal- ar arabisku, eða „ekta Rússa”, hvaö þá mann sem talar „slang” amerisku stórborganna eins og innfæddur. Mikilvæg atriöi eru: „Hvernig eiga menn að vera klæddir i þvi landi, þar sem þeir starfa? Hvernig skemmta menn sér I við- komandi landi? Hve mikið þjórfé greiöa menn? Þeir sem starfa eiga f V-Þýskalandi verða á hverjum mánudegi að læra utan að hvað til umræðu er á sam- bandsþinginu. Það hendir meira að segja að kennarinn vill vita hvernig v-þýska landsliðinu er stillt upp. A sffiasta hluta námskeiðsins hefst svo alvara njósnaralifsins. Ungu njósnararnir fá ný skilriki. Falsaði passinn sýnir að þeir eru svo að segja ættmennalausir, til þess að þeir lendi ekki i vanda vegna skyldmenna og auövitað eru þeir rikisborgarar nýja landsins. Fyrrverandi Moss- ad-maður segir: I Englandi. Einn tengiliöur okkar sótti mig út á flugvöll og við mæltum okkur mót um kvöldið. Þar átti ég að fá peninga og fá að heyra hver þau verkefni væru, sem ég átti að leysa. Ég kom á stefnumótið, — en þar var þá eng- an aö sjá. Ég reyndi aftur siðar. Þá varð mér allt ljóst: Mossad hafði leitt mig i gildru. Þeir létu mig standa uppi alveg peninga- lausan I Englandi, — þeir vildu sjá viöbrögð min. Þessi maður hefði nú annað hvort getaö gefiö sig fram við lög- regluna eöa israelska sendiráöið, en i báðum tilvikum hefði hann orðið aö koma upp um hver hann var. Hann braut þvi upp peninga- kassa I vöruhúsi i Manchester að næturlagi, keypti sér farmiða til Tel Aviv og gaf sig fram við kenn- ara sina. Hann hafði þar með staðist prófið. Aðrir fengu enn harðari móttökur. Einn njósnar- inn var tekinn höndum af starfs- mönnum erlendrar leyniþjónustu við komuna til Frakklands og bæði barinn og yfirheyrður. Hefði hann komiö upp um sig, hefði litið orðið úr frekari ferli hans sem njósnara, en auövitað voru þarna Mossad-menn aö verki. Að námskeiöinu loknu fær hver og einn sina einkunn. Þeir sem standa sig I meðallagi vel eru gerðir að skrifstofumönnum 1 höfuðstöðvum Mossad og taka þeir viö upplýsingum og greina þær i utanrfldsmáladeildinni, eða annast samskipti við vinveittar leyniþjónustur i Samskiptadeild- inni. Þá kunna þeir að fá starf i „leynilega utanrikisráðuneyt- inu”, þar sem fengist er við mál þeirra rikja, þar sem tsraelir hafa enga sendifulltrúa. Þeir sem standa sig afburða- vel eru ætlaðir til „sérverk- efna” og sendir til annarra landa til hættulegra og skuggalegri verkefna. A þriggja mánaða sér- námskeiöi sem fram fer I undra- fögru húsi meö sundlaug og öðr- um lystisemdum i grennd baðs- staðarins Herzlya, er þeim sýnt inn i alla afkoma þeirrar kúnstar að drepa menn. Stundum eru kennarar frá CIA gestir I Herzlya og þar hefur illræmdasta leyni- þjónusta heims, lært til verka i pyndingum og drápum: það var SAVAK, hin alræmda leynilög- regla transkeisara. Margir æðstu og hæstsettu foringjar hennar lærðu til verka hjá Mossad-mönn- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.