Tíminn - 09.09.1980, Page 1

Tíminn - 09.09.1980, Page 1
Eflum Tímann Síðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Flugleiðir eiga vel fyrir skuldunum skv. skýrslu endurskoðenda félagsins Gert ráð fyrir 900 millj ón króna hagnaði JSS — 1 skýrslu um fjárhags- lega stöðu Flugleiöa sem stjórn félagsins sendi Steingrimi Her. mannssyni samgönguráðherra i gær, kemur m.a. fram, að þrátt fyrir tap félagsins á siðasta ári svo og yfirstandandi ári, eru eignir Flugleiða verulega um- fram skuldir. Samkvæmt bréfi endurskoðenda félagsins og mið að við þær forsendur, sem þar eru raktar, er endurmetið eigið fé félagsins þann 30. júní sl. um 13 milljarðar króna. Á fundi, sem forráðamenn Flugleiða héldu með frétta- mönnum i gær kom enn fremur fram, að samkvæmt þeirri áætl- unsem nú liggur fyrir um rekst- ur Flugleiða timabilið 1. nóvember-31. október 1981, er gert ráð fyrir að rekstur félgsins verði jákvæður um 900 milljónir króna á þvi timabili. Afskriftir á þeim tima eru reiknaðar 3 mill- jarðarkróna. Greiðslufjárstaða félagsins er hins vegar mjög erfið. 1 rekstraraætluninni er ekki gert ráð fyrir flugi til Luxem- burgar eftir 1. nóvember n.k. heldur aðeins tveim ferðum i viku i vetur milli Islands og Bandarikjanna, og 5 ferðum i viku i sumar. Þá er gert ráð fyrir sölu 2ja Boeing véla til Júgóslaviu. Er áætlaö söluverð hvorrar vélar 1,5 milljarður isl. króna. Ræðst salan væntanlega 15. september nk. Enn fremur er gert ráð fyrir, að Flugleiðir taki eina Boeing-vél á leigu, en þar hefur engin endanleg á- kvörðun veriö tekin. Ekki er reiknað með öðrum eignabreyt- ingum. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði, aðspurður um afkomu félagsins fyrri hluta þessa árs, að hún hetöi orðið neikvæð um 5,5 milljarða króna. Væri búist viö betri afkomu sið- ara hluta ársins m.a. vegna aukinna flutninga á þeim árstima. Sagði hann, að tjar- hagsstaða félagsins væri svipuð þvi sem menn hefðu átt von á. t upprunalegri áætlun fyrir þetta ár hefði verið gert ráð fyrir 3ja milljarða tapi en staðan hefði versnað siðan. Þá kom fram, að gert er ráð fyrir 120 milljóna dollara veltu félagsins á þessu ári, en 80 millj. króna veltu á næsta ári, eftir samdráttinn. Sagði Siguröur, að eftir þær breytingar og endurskipulagn- ingu á starfsemi félagsins sem nú hefðiátt sér stað, og enn væri unnið að, teldi stjórn félagsins tryggt, að myndaöur hafi verið öruggur rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi innan þeirra marka sem fyrir- huguð séu. Loks kom fram, að forráða- menn Flugleiða hafaóskaö eftir viðræðum við rikisstjórn ís- lands m.a. varðandi aðstoö rikisins til að breyta skamm- timaskuldum i föst lán. Þessa dagana eru krakkarnir i Skólagörðunum i Reykjavik að uppskera erfiði suinarsins og sáningarinnar i vor, og koma nú dag eftir dag færandi hendi heim með ýmis konar græn- meti. Þessa mynd tók G.e. ljós- mvndari Timans I gær I skóla- görðunum upp I Breiöholti. Krakkarnir voru yfirleitt ánægð mcð uppskeruna, nema þau sem garða áttu næst veginum, þvi þar höfðu einhverjir tekið ófrjálsri hendi hluta uppsker- unnar. Kás Samkomulag BSRB og ríkisins Samþykkt með miklum meirihluta JSS — Um helgina fór fram talning atkvæöa úr allsherjaratkvaöagreiðslu opinberra starfsmanna um samkomulag fjármálaráö- herra og stjórnar og samn- inganefndar BSRB. Alls voru 10012 á kjör- skrá. Af þeim fjölda kusu 4815, eöa um 48%. Af þeim sögðu rúm 76% eða 3604 já, og 23,3% eöa 1099 nei. Auðir seðlar voru 107, ógildir 5. Af hverju er saltfiskverð meira leyndarmál en verð allra annarra fiskafurða? HVAR LIGGUR 10-12 MILLJARÐA MUNURINN? HEI — Sölusamband islenskra fiskframleiöenda (StF) sendi frá sér all hressilega athuga- semd I gær um skrif blaöa — sérstaklega þó Timans «• um fisksölumál i Portúgal, sem þeir segja hafa einkennst af æsi- fréttastil og dylgjum. Er at- hugasemd þessi birt orðrétt á bls. 5. Hins vegar verður vart hjá þvikomist, sérstaklega þar sem SIF leggur áherslu á að hafa það sem sannara reynist — að vekja athygli á a.m.k. einu atr- iði athugasemdarinnar. Samkvæmt upptalningu SIF á afskipunum á saltfiski og salt- fiskflökum nemur útflutningur- inn til ágústloka samtals 38.900 tonnum. Útflutningsverðmætið segja þeir nálægt 50 milljörð- um. Ef við litum hins vegar i ágústhefti Hagtiðinda kemur i ljós að útflutningur þessara af- urða i júlilok nam þá orðið 35.300 tonnum til þessara sömu landa, að útflutningsverðmæti 34,4 milljörðum króna. Saman- burður þessi gefur til kynna að útflutningurinn i ágúst hafi þvi numiö um 3.600 tonnum. Þótt reiknað væri með að um 4 mill- jarðar hafi fengist fyrir ágúst- útflutninginn, sem væri gott verð miðað við fyrri hluta árs- ins, næði heildarupphæðin þó ekki nema um 39 milljörðum i ágústlok. SÍF segir útflutnings- verðmætið hins vegar um 50 milljaröa. Það hlýtur að vera æskilegt að fá skýrt nánar i hverju þessi 11 milljarða munur liggur. Þá verður ekki alveg ljóst hvernig á að skilja þá röksemd SIF, að allar upplýsingar um söluverð þeirra og umboðslaun liggi fyrir, þannig að ljóst sé að um sölur SIF riki engin leynd. En síöan er þvi svo bætt við að upplýsingar um verð séu ekki fjölmiðlaefni. Þýðir það ekki einmitt að verðið fáist ekki upp gefið. Með sama hætti er hrakið 2.600 dollara verð Jóhönnu Tryggvadóttur og sagt að SIF hafi samið um hærra verð, en hvaða verð segja þeir heldur ekki. Er þvi óeðlilegt að fólk spyrji hvort einhverju sé veriö að leyna? Hver man ekki eftir að hafa ótal sinnum heyrt útvarp og blöð segja frá verði á þorsk- blokk, karfaflökum, frystri rækju, loðnuhrognum, fiski- mjöli og skreið og raunar nán- ast öllum fiskafurðum okkar, þegar verð þeirra hækkar eða lækkar á erlendum mörkuðum. Hvaða hætta getur þvi falist i þvi að upplýsa um verð á þess- ari einu fiskafurð — saltfiski?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.