Tíminn - 09.09.1980, Page 3

Tíminn - 09.09.1980, Page 3
IIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilH Þriðjudagur 9. september 1980 99 Lögreglan iimsiglaði húsgagnaverslanir á sunnudag: Fyrirtækin gætu farið að flýja borgina” JSG — „Ef það er meiningin aö hafa svona lokunarstefnu hér i Reykjavík, á meðan að ná- grannabyggðalögin eru meö galopiö hjá sér, og stunda jafnvel sölu. þá er ekki um annaö að ræða en fyrirtæki flýi borgina. Það liafa t.d. verið sýningar á sunnu- dögum á Smiðjuveginum i Kópa- vogi, við borgarmörk Reykjavik- ur og þar sem stærsti byggða- kjarninn og yngsta fólk borgar- innar væri, i Breiðholti. En þessu missum við nú af vegna þess aö við megum ekki sýna.” Þetta sagði Haukur Óskarsson eigandi Borgarhúsgagna i sam tali við Túnann i gær, en á sunnu- dag komu fulltrúar frá lögreglu- stjóra i verslun hans, þar sem stóð yfir húsgagnasýning og inn- sigluðu dyr verslunarinnar. Þess- ar aðgerðir náðu til nokkurra fleiri verslana, en i sumum þeirra urðu lögreglumenn að standa vörð i dyrunum vegna þess að hurðir höfðu verið teknar af hjör- um og fjarlægðar. Haukur Óskarsson sagði að stuttu áöur en Heimilissýningin opnaði heföi borgarráö samþykkt fyrir sitt leyti beiðni nokkurra húsgagnaverslana um að fá að halda eigin sýningar á húsgögn- um á meðan á sýningunni stæði. Kaupmannasamtökin hefðu hins vegar lagst gegn þvi við lögreglu-' stjóra að leyfið yrði veitt. Hann ákvað hins vegar að þessir aðilar mættu sýna húsgögn sin til kl. 10 öll kvöld, og til kl. 6 á laugardög- um, en ekki á sunnudögum. Haukur tók fram að Borgarhús- gögn hefðu ekki tekið þátt i að biðja um leyfið, en verslunin hafði þegar haldið nokkrar sýn- ingar utan opnunartima frá ára- mótum. Þrátt fyrir reglur lögreglu- stjóra sýndu margar húsgagna- verslanir sunnudagana 31. ágúst og 7. september. „A Heimilissýn- ingunni var m.a. verið að sýna og selja erlend húsgögn, sem við framleiðendur islenskra hús- gagna hafa orðið að berjast við til að standast samkeppni. Meira að segja virtust erlendir aðilar taka þátt i kostnaði við að sýna hús- gögnin, eins og i norsku deildinni. A sama tima og þetta gerist er okkur meinað aö sýna i okkar eig- in fyrirtækjum hér i Reykjavik,” sagöi Haukur. Haukur Óskarsson sagði aö fólk hefði tekið húsgagnasýningunum mjög vel, og þætti hagræði af þvi að geta skoöað húsgögnin utan segir Haukur Oskarsson annatima. „Ég vil bara hvetja alla góöa menn sem með þessi mál fara hér i borginni til aö taka á þeim með skynsemi, svo að ai' menningur geti áfram notiö þess sem viö höfum boðið,” sagöi Haukur að lokum. 99 Skálkaskjól tíl að haía opið” JSG — „Mér finnst þessar sýn- ingar i húsgagnaverslununum vera svona skálkaskjól til þess að geta haft opið. Þeir sem hafa haft sýningar i sfnum verslunum séu nánast að finna sér tilefni tii að hafa opið", sagði Björgvin Guð- inundsson borgarráðsmaður i samtali við Timann. „Ef farið væri að leyfa svona sýningar i verslunum um helgar þá gæti þetta oröið skriða sem breiddi úr sér. Ég er langtum meira fylgjandi jivi að afgreiðsiu- timinn almennt sé lengdur og rýmkaður sérstaklega á laugar dögum”. Björgvin Guömundsson sagði pað sina skoðun að opnun og lok- unsölubúða ætti aö vera frjáls, en það þýddi þó ekki að opið yrði á sunnudögum, sem samkvæmt lögum væru friðhelgir. Hefur þessi stefna borgar- stjórnar rýrt samkeppnisaöstöðu reykviskra verslana samanborið við verslanir i nágrannasveitar félögunum? „Ég held að það hafi nú verið þannig i Kópavogi, likt og i Reykjavik, að þegar menn hafa haft sýningar á sunnudögum þá hafi þeir gert það i leyfisleysi. Menn hafa þá sömu aðstöðu til að brjóta reglugerð hvar sem beir eru”, svaraði Björgvin. „Ég held að það sé alveg á mörkunum að sýning eins og Heimilissýningin réttlæti al- menna opnun húsgagnaverslana á sunnudögum meðan hún stend- ur yfir”, sagði Björgvin Guð- mundsson að lokum. Ferðaleikhúsið 15 ára Aðstandendur Ferðaleikhússins, talið frá vinstri: Magnús Snorri Halldórsson, Halldór Snorrason og Kristln Magnúsdóttir. Timamynd:G.E. Kás — Ferðaleikhúsið er 15 ára um þessar mundir, en það var stofnað i ágúst árið 1965. Upphaflega var það stofnað til að kynna áður óþekkt leikrit á íslandi, en sl. tiu ár hef- ur starfsemin aðallega w****œ**mmmmmmB*mamm beinst að því að kynna islenska list erlendis og fyrir erlendum ferða- mönnum, sem koma til Reykjavikur að sumar- lagi. Um tvö hundruð manns hafa starfað hjá Ferðaleikhúsinu frá upphafi, og hefur fjöldi þátttakenda i hverri uppfærslu verið frá 3 upp i 30 manns. Sýningar hafa farið fram á 50 stöðum hér á landi og 11 stöðum erlendis. Hagkvæmni hitaveitu frá Laugalandi i Holtum? Hagkvæmnis-1 útreikningur ( ekki verið gerður abýRuth -'ið veSbekkta ameríska sælgæti Heildsölubirgðir: Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. — af Verkfræðiskrif- § stofu Sigurðar § Thoroddsen i •awiwwiiwiw Kás — „Niðurstöður sem Tilefni þessarar athugasemd- = einv öröungu má lesa út úr okk- ar var frétt sem birtist i Timan- j|' ar athugun er heildarkostnaöur um 2 sept. sl. og höfð var eftir = við lagningu aðveitu frá Lauga- qiví Karlssyni, oddvita Asa- = landi að Hellu og siöan áfram að hrepps, og önnur frétt frá 4. = Hvolsvelli. Verkfræðistofa sept. sem höfö var eftir Sigurði = Sigurðar Thoroddsen hefur ekki öskarssyni, formanni Atvinnu- = H 8ert ne>na hagkvæmnisathugun málanefndar Rangárvallasýslu, M = á þessari framkvæmd. Ég tel en báðar fjölluðu þær um fyrir- 2 g hins vegar miklar llkur á að hugaða hitaveitu sem lögð yrði = = þetta hvoru tveggja sé hag- frá Laugalandi I Holtahreppi til | = kvæmt, og er þvi leitt ef lesa má nágrannabyggðanna. = H út úr fréttaskrifum af þessu máli að verkfræðistofan hafi framkvæmt einhverja sllka út- reikninga sem siðan hafi fyllt menn vonleysi og svartsýni um aö hægt yrði aö fara út i hita- veituframkvæmdir á þessum stööum”, sagöi Narfi Hjörleifs- son, starfsmaður Verkfræöi- stofu Siguröar Thoroddsen, samtali viö Timann. „Það sem við einfaldlega = gerðum”, sagöi Narfi, „var að = áætla lauslega markað fyrir = heitt vatn á þessu svæði, þar = sem tekið var tillit til væntan- E legra kaupenda, og kostnað við = lagningu aðveitu frá Lauga- = landi. Jafnframt áætluðum við = 1 hita vatnsins á hverjum stað = fyrir sig, þangaö komið.” = BIIKKVER Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Simi: 44040. BUKKVER SELFOSSI Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040. =lllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllillllllllll!IIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIII!llllllllllimilllllllllllllllllll!lllllllllllllllllll=

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.