Tíminn - 09.09.1980, Page 6
6
Þriðjudagur 9. september 1980
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigurösson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Haligrlmsson. Aug-
lýsingast jóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og augiýsingar Siöumúla 15. Sími 86300. —
Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20: 86387. Verö I
iausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun:
V^Blaöaprent._________________ ____________________________________y
Þórarínn Þórarínsson
Erlent yfirlit
Fall Giereks varð
fyrr en spáð var
Spilltu vestrænir fjölmiðlar fyrir Olszowski?
Albert og átökín
í Sjálfstæðisflokknum
t laugardagsblaði Visis er skýrt frá þvi, að á fundi
hjá JC i Hafnarfirði siðastl. fimmtudagskvöld, hafi
Albert Guðmundsson rætt um málefni Sjálfstæðis-
flokksins og fórust m.a. orð á þessa leið:
,,Ég hef gert tilraun til að sætta þá Gunnar og
Geir, en sú tilraun mistókst. Ef ekki er hægt að
sætta þessa menn verða þeir báðir að fara og finna
verður þriðja aflið til að taka við forystu flokksins.
Það verður að sameina flokkinn á ný og enginn einn
einstaklingur er meira virði en flokkurinn sjálfur.”
Sú afstaða Alberts Guðmundssonar, sem birtist i
þessum ummælum hans er harla eðlileg frá sjónar-
miði einlægs fylgjanda Sjálfstæðisflokksins eins og
Albert er.
Það er að sjálfsögðu frumskilyrði þess, að eining
skapist i Sjálfstæðisflokknum, að þeir Gunnar
Thoroddsen og Geir Hallgrimsson sættist. Litlar
likur virðast hins vegar til þess meðan Geir og
stuðningsmenn hans setja það skilyrði, að Gunnar
rjúfi núverandi stjórnarsamstarf og fyrr verði ekki
tekið höndum saman. Slikt skilyrði af hendi Geirs
er i reynd yfirlýsing þess, að hann vill ekki sættast
við Gunnar.
Þar sem engar likur eru á sættum af framan-
greindum ástæðum, væri það næst liklegast til ein-
ingar i Sjálfstæðisflokknum, að þeir Gunnar og Geir
drægju sig báðir i hlé og nýr maður veldist til for-
ustu.
A þessu er hins vegar sá stóri hængur, að Geir vill
ekki draga sig i hlé og hefur þegar lýst yfir fram-
boði sinu. Meirihluti flokksstjórnarinnar og þing-
flokksins virðist fylkja sér fast um hann.
Það styrkir lika Geir, að þótt margt megi finna
honum til foráttu sem flokksformanni, ber hann
höfuð og herðar yfir þá, sem helzt hafa verið til-
nefndir sem eftirmenn hans. Albert Guðmundsson
er þá undanskilinn, en hann lýsti yfir þvi á áður-
nefndum fundi, að hann gæfi ekki kost á sér til for-
mennsku.
Af framangreindum ástæðum virðast sáttahorfur
i Sjálfstæðisflokknum vera harla litlar, enda virðist
beinlinis stefnt að þvi af Geir og fylgismönnum
hans, að sættir takist ekki. Geir setur óaðgengilegt
skilyrði fyrir sáttum við Gunnar og hann vill heldur
ekki draga sig i hlé sem flokksformaður.
Það er ekki fyrirsjáanlegt—að þessir þröskuldar
verði yfirstignir.
Enn er þó of snemmt að fullyrða að þetta þurfi að
leiða til stoínunar nýs flokks. Hér kemur einnig til
greina, að menn yfirgefi Sjálfstæðisflokkinn án
þess að nýr ílokkur komi til sögunnar. Sundurlyndið
i flokknum hefur þegar haft þau áhrif, að margir
hafa yfirgefið hann. Slik þróun mun áreiðanlega
halda áfram.
Flokksstofnun er hins vegar ekki útilokuð, ef
sjálfur kjarni Sjálfstæðisflokksins splundrast.
Þvert á móti er hún sennileg þá. Slik flokksstofnun
gæti valdið miklum usla. Hún gæti leitt til verulegra
breytinga á skipan Alþingis.
Það verður þvi ekki annað sagt en að Geir og
félagar nans tefli nú áhættusaman leik, sem getur
reynzt Sjálfstæðisflokknum verstur áður en lýkur.
Þ.Þ.
Stanislaw Kania.
ÞVÍ HAFÐI veriö spáð af
mörgum fréttaskýrendum, að
Edward Gierek myndi fljótlega
hrökklast frá eftir þá atburði,
sem hafa orðið i Póllandi
undanfarnar vikur.
Þetta var m.a. rökstutt með
þvi, að hann hefði með þeim
breytingum, sem hann gerði á
stjórn sinni siðastl. vetur, boriö
mesta ábygð á þvi, aö hinn nýi
forsætisráðherra fór inn á þá
brautað hækka verðlag, án þess
að hafa kynnt sér nægilega hver
viðbrögö verkamanna myndu
verða. Þannig hefði hann og
helztu ráðgjafar hans verið
komnir úr tenglsum við fólkiö.
Þá mætti kenna Gierek um þá
stefnu, að megináherzla hefur
verið lögð á uppbyggingu stór-
iönaðar, en ýmis neyzluiönaður
og landbúnaður mætti afgangi.
Til að efla stóriðnaðinn hafi
verið tekin stórlán vestan-
tjalds og væri vaxta og af-
borganabyrðin orðin allt of
þung.
Fleira var fært þvi til
stuðnings, að valdatið Giereks
myndi brátt ljúka.
FráförGiereks kom samt fyrr
en spáð hafði verið. Hin opin-
bera skýring á því er sú, að
hann hafi veikzt skyndilega.
Hann hafi verið hjartveikur
fyrirog ekki þolað hina miklu á-
reynslu siðustu vikna. Veikindi
hans hafi reynzt svo alvarleg,
að réttþætti, að hann legði strax
niður flokksforustuna og nýr
maður valinn i stað hans, þar
sem miðstjórnarfundur
Kommúnistaflokksins stæði yf-
ir.
Astæða er til að taka þessari
sögu um veikiridi Giereks með
varfærni. Frá honum hefur
engin yfirlýsing komiö, engin
tilkynning um afsögn. Flest
bendir þvi til, að hann hafi verið
settur af. Ef til vill hefur hann
veikzt eitthvað og það verið
gripið tii að réttlæta afsetning-
una.
JAFNFRAMT þvisemfráför
Giereks hafði verið spáö, hafði
þvi verið spáð nokkuð sam-
hljóða, hver eftirmaður hans
myndi verða. Fréttaskýrendur
voru nokkuð á einu máli um, að
Stefán Olszowski fyrrverandi
utanrikisráðherra, væri likleg-
asti arftaki Giereks.
Olsowsky hafði það tvennt til
að bera, að hann var talinn i
góðu áliti hjá Rússum og að
hann hafði mælt með allróttæk-
um breytingum á efnahags-
stefnunni i þá átt, sem féll
verkamönnum i geð.
Gierek hafði á siðastl. vetri
látið vikja Olszowski úr fram-
kvæmdanefnd flokksins og jafn-
framt látið hann hætta sem
utanrikisráðherra. Hann var þá
skipaður sendiherra í Austur-
Berlin. ÞegarGierekgerði aftur
breytingar á framkvæmda-
stjórninni i síðastl. mánuði, fékk
Olszowski sæti i henni að nýju.
Flest benti þá til, aö hann yrði
annar mesti áhrifamaður
landsins næst á eftir Gierek.
Það er ekki Iiklegt, að það hafi
spillt fyrir Olszowski og haft af
honum formannsembættið, að
vestrænir fjölmiðlar hafa hælt
honum að undanförnu og dregið
mjög taum hans. Slikt lætur
ekki vel i eyrum ráðamanna
austantjalds. Vafalitið hafa
Rússar ekki talið þetta með-
mæli með honum.
Það hefur ekki heldur bætt
stöðu verkfallsmanna i Pól-
landi, að bandarisk verkalýðs-
samtök hafa efnt til fjársöfn-
unarþeim til stuðnings og stofn-
aðsjóð i þvi skyni. Muskie utan-
rikisráðherra reyndi að koma i
veg fyrir þetta, en ráðum hans
var hafnað. Sennilega hefur
ekki veriðhægtaðgera pólskum
verkfallsmönnum meiri
ógreiða.
VALIÐ á eftirmanni Giereks
kom flestum á óvart. Það féll á
Stanislav Kania, sem að undan-
förnu hefur borið ábyrgð á
öryggisgæzlu i landinu og ann-
azt samskipti rikis og kirkju.
Kania, sem er 53 ára gamall,
hófst til metorða i Kommúnista-
flokknum eftir valdatöku Gier-
eks 1970. Hann hefur unnið störf
sin i kyrrþey og er þvi næstum
óþekktur i Póllandi. Fréttaskýr-
endur hafa þvi ekki getað fullyrt
neitt um, hvaða armi flokksins
Kania tilheyrir.
Sumir fréttaskýrendur telja,
að Kania hafi orðið fyrir valinu
vegna þess, að ekki hafi orðið
samkomulagum mann úr hægri
armi eða vinstri armi flokksins.
Val hans hafi verið málamiölun.
Sumir færa Kania það til
framdráttar, aö hann hafi sem
yfirmaður öryggisþjónustunnar
gætt þess vel, að hún hefði ekki
afskipti af verkföllunum. Þá
hafi hann haft áhrif á að kirkjan
beitti sér fyrir sáttum.
Kania hefur lýst yfir þvi, að
reynt verði að bæta sambúð
milli almennings og stjórnvalda
og að samkomulagið við verk-
fallsmenn verði haldið. Unnið
veröi aö bættu samstarfi rikis
og kirkju.
Brésnjef var fyrsti erlendi
valdamaðurinn, sem óskaði
Kania til hamingju og lýsti
trausti sinu á honum.
Óneitanlega hafa hin snöggu
formannsskipti i Kommúnista-
flokki Póllands skapað nokkra
óvissu. Næstu atburða i Póllandi
er þvi beðið með aukinni for-
vitni.
Þ.Þ.
Felldu vestrænir fjölmiölar Olszowski?