Tíminn - 09.09.1980, Side 11

Tíminn - 09.09.1980, Side 11
Þriðjudagur 9. september 1980 SÞROTTIR 15 Mark aldaiinnar hjá Magna — Valsmenn íslandsmeistarar • sigruöu ÍBK í Keflavlk 2:1 og tryggöu sér þar með íslandsmeistaratitilmn i 17. sinn . vann Kefiavik 2:1 Atli með sigurmarkið þegar B. Dortmund sigraði Schalke 04 2:1 Atli Eðvaldsson atvinnuknatt- spyrnumaður með þýska liðinu Borussia Dortmund virðist vera STADAN Þór tryggði sér réttinn til að leika i 1. deild Islandsmótsins i knattspyrnu á næsta ári er liðið sigraði Hauka i 2. deild um helg- ina. Þór frá Akureyri sigraði 1:0 og hitt Akureyrarliðið KAngraði Austra á Eskifirði 2:0. Völsungur sigraði Fylki á Húsavik með tveimur mörkum gegn engu og Armann og tsa- fjörður gerðu mikið markajafn- tefli á Laugardalsvelli 3:3. Staðan i 2. deild er nú þessi eftir leiki helgarinnar: KA....... Þór...... Þróttur N tsafjörður Haukar .. Selfoss ... Fylkir ... Armann.. Völsungur að gera það heldur betur gott i þýsku knattspyrnunni. Um helgina skoraði hann sigur- markið fyrir Dortmund er liðið sigraði Sehaike 04 2:1 og skoraði Atii þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksioka. Frami Atla i þýsku knattspyrn- unni er með ólikindum. Hann er nú þegar búinn að vinna sér fast sæti i einu af besta iiði Þýska- lands og skorar þýðingarmikil mörk fyrir lið sitt. Er nú bara að vona að framhald verði á siíku hjá Atla. Atli Eðvaldsson er hér á æfingu hjá Borussia Dortmund. Um heigina skoraði hann sigurmarkið gegn Schalke 04. Valsmenn eru islandsmeistarar í knattspyrnu 1980. Þeir léku gegn Keflvíkingum á laugardag og náðu að sigra í leiknum með tveimur mörkum gegn einu og var st aðan bannig er liðin höfðu leikið f yrri 45 mínútur leiks- ins. Valsmenn voru sprækari til að byrja með og sóttu nokkuðstiftað marki IBKán þessþóaðgeta orðið sér úti um góð marktækifæri. Keflvíkingar vörðust vel og bar- átta liðsins var mjög mikil. Þeir tveir leikir sem fram fóru á sunnudaginn í 1. deild lslands- mótsins i knattspyrnu báru þess greinilega merki að úrslit lægju fyrir. Ahugaleysið var slikt og meira að segja hjá liðum sem voru að keppa að UEFA-sæti i deildinni. Við skulum taka leik Skaga- manna og Breiðabliks sem dæmi. Breiðablik sigraði i þeim leik með tveimur mörkum gegn engu og voru það þeir Hákon Gunnarsson og Vignir Baldursson sem skor- uðu mörk Blikanna. En Skaga menn sem höfðu fyrir leikinn alla möguleika á að hljóta 3. sætið i mótinu, sem gefur rétt til þátt- töku i Evrópukeppni á næsta ári, ÁHUGALEYSIÐ ALGERT • þegar UBK vann ÍA og Fram vann KR léku þennan leik með hálfum huga og áhugaleysið var slikt að vart var mönnum bjóðandi. Það gekk meira að segja það langt að einn leikmanna tA sat á hækjurn sér i rólegheitum i siðari hálfleik þegar félagar hans voru i sókn. Eru forráðamenn félagsins að ætlast til að liðið vinni leik með svona vinnuhesta . innanborös? Þá léku einnig Fram og KR a sunnudag og var áhuginn ekki meiri þar. Fram náði að sigra og gulltryggja sér 2 sætið i mótinu en ekki var mikill glæsibragur á leik liðsins. Að visu vantaði þrjá af fastamönnum i lið Fram, Pétur Ormslev, Guðmund Torfason og Jón Pétursson, en það afsakar ekki lélega frammistöðu liðsins i leiknum og það áhugaleysi sem rikjandivar. KR-ingar voru engu betri þrátt fyrir að liðið sé i bull- andi fallhættu. Það var Gunnar Orrason sem skoraði sigurmark Fram i siðari hálfleik eftir fyrirgjöf frá Simoni Kristjánssyni. Staðan i 1. deild islandsmótsins i knattspyrnu eftir leikina um helgina er þessi: Valur......... 17 12 2 3 38:14 26 Fram...........17 1« 3 4 21:19 23 Vfkingur...... 17 7 6 4 23:20 20 Akranes ...... 17 7 4 6 26:20 18 Breiöablik ....17 8 1 8 25:20 17 Vestm.eyjar ..17 5 6 6 25:27 16 KK ........... 17 6 3 8 15:24 15 Keflavik...... 17 3 7 7 16:23 13 FH............ 17 4 5 8 21:31 13 Þróttur....... 17 2 5 10 11:23 9 Markahæsti maður: Matthias Hallgrimsson Val ... 11 Næstu leikir: Leikirnir i siöustu umferðinni, sem fram fer um næstu helgi, eru þessir: Þróttur — FH á föstudag, Fram — Breiðablik, Akranes — Keflavik, Vestmannaeyjar — KR á laugardag og V'alur — Vikingur á sunnudag. En sóknarþungi Valsmanna bar loks árangur á 15. minútu þegar þeir náðu að skora fyrsta mark leiksins. Það var Magnús Bergs, sem það gerði, eftir að hafa fengið knöttinn innan vita- teigs. Eftir markið lifnaði heldur yfir leikmönnum beggja liða en fátt skeði þó þar til á 27. minútu leiksins. Þá voru Valsmenn i sókn. Boltinn barst til Magnúsar Bergs eftir aukaspyrnu þar sem hann var staddur inni i vitateig Keflvikinga. Magnús var i góðu færi en renndi knettinum út á Magna Pétursson, sem kom á mikilli siglingu og negldi á mark- ið. Skipti það engum togum, að knötturinn þaut i samskeytin á markinu og festist þar, Var það almennt mál manna, að þetta væri mark mótsins og jafnvel ald- arinnar. En fögnuður Valsmanna stóð ekki lengi. Brosið var vart farið af andlitum þeirra þegar Ragnar Margeirsson náði að skora laglegt mark eftir að hafa einleikið á nokkra Valsmenn. Staðan orðin 1:2 Val i vil og þannig var staðan i leikhléi. 1 siðari hálfleik voru leikmenn beggja liða mun rólegri og minni barátta hjá báðum liðum. Um- talsverð marktækifæri voru frek- ar fá og markatalan breyttist ekki. Valsmenn stóðu þvi uppi með Islandsmeistaratitilinn i höndunum, titil sem þeir urðu að sjá af i fyrra til Vestmannaeyinga á siðustu stundu. Það var þvi ekki einkennilegt að Valsmenn fögn- uðu innilega i Keflavik á laugar- daginn. Sigurlaunin voru i höfn og árangur erfiðisins kominn i ljós. Þeir Guðmundur Þorbjörnsson, Magnús Bergs, Dýri Guðmunds- son og Hermann Gunnarsson voru bestir Valsmanna i þessum leik. Vinnsla þeirra Magnúsar og Guðmundar er hverju liði ákaf- lega dýrmæt og Dýri Guðmunds- son öryggið uppmálað i vörninni og hlýtur hann að koma sterklega til greina þegar islensku landsliði verður stillt upp i næstu lands- leikjum. Keflvikingar börðust m jög vel i þessum leik og verða að endur- taka það á Akranesi i siðasta leik Islandsmótsins, þvi liðið er engan veginn sloppið við fall i 2. deild. Það er erfiður róður framundan en með slikri baráttu sem á laug- ardaginn ætti þeim að takast að sigra Skagamennina sem léku illa og án áhuga gegn Breiðabliki á sunnudag. Þeir Guðjón Guðjónsson, Óskar Færseth og Ólafur Júliusson voru bestir Suðurnesjamanna i leikn- um gegn Val en annars var liðið nokkuð jafnt. Gisli Torfason lék að nýju með liðinu en er engan veginn eins góður og áður. Þróttur féll Þrótlarar töpuðu fyrir Vik- ingum og féllu þar með i 2. deild er liðin mættust i 1. deild ís- landsmótsins i knattspyrnu á laugardag. Víkingar skoruðu þau tvö mörk sem skoruð voru i ieiknum og hafa meö þessum sigri svo gott sem tryggt sér 3. sæti deildarinnar. Það voru þeir Helgi Helgason og Heimir Karlsson sem skor- uðu mörk Vikinga i leiknum. Allt útlit er nú fyrir að nokkrir ieikmenn úr liöi Þróttar yfirgefi félagið og má þar nefna nöfn eins og Sverri Einarsson, Jóhann Hreiðarsson, Sigurkarl Aðalsteinsson og Þorvald Þorvaldsson. Þá hefur það einn- ig frést að Páll Ólafsson sem verið hefur einn skæðasti sókn- arleikmaður liðsins að undan- förnu sé jafnvel að hugsa um að hvila sig á knattspyrnu. BÓMULLAR- ÆFINGA- GALLAR blússa með rennilás, litir f dökkblátt og grátt Verð kr. 19.300.- Póstsendum Sportvöruvers/un INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 44 Sími 11783 Magnús Bergs sem sést hér á fleygiferð gegn ÍBK í «.ojyrri léik liðanna i sumar hefur skorað ákaflega .. .............. . __ ■ ‘ t i sumar. Hann Edström ekki í landsliðshópnum Það hefur vakið mikla athygli i Sviþjóð og Belgiu að hinn marksækni leikmaður Standard Liege, Ralf Edström komst ekki i 22 manna hópinn sem sænski landsliðseinvaldurinn valdi ný- lega en Sviar eiga að leika gegn Skotum i vikunni. Sænski landsliðseinvaldurinn var i Belgiu fyrir stuttu til að njósna um þá sænsku leikmenn sem þar leika en leist ekki of vel á Edström.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.