Tíminn - 25.11.1980, Page 2
2
Þriöjudagur 25. nóvember 1980.
Landlæknir fylgjandi flúortöflugjöf í skólum landsins:
Túnnskemmdir bama í
Noregi minnkuðu um 50%
BSt — „Þaö er borin von aö þaö
takist aö bæta tannheilsu lands-
manna aö verulegu ráöi nema
gripiö sé til fyrirbyggjandi aö-
feröa i þvi sambandi svo sem
meö reglulegri flúortöflugjöf til
barna”, sagöi Ólafur ólafsson
landlæknir er blaöamaöur Tim-
ans haföi tal af honum vegna
nýútkominnar skýrslu sem
landlæknisembættiö hefur gefiö
út og nefnist „Tannlæknisþjón-
usta á islandi”. Skýrslan er
unnin af Magnúsi R. Gislasyni
tannlækni.
Aö sögn landlæknis er langt
komiðathugunum á vatnsbólum
á landinu til rannsókna á flúor-
magni vatnsins. Þær rannsóknir
fara fram i samvinnu viö heil-
brigðiseftirlitið og Tryggingar-
stofnun rikisins.
Landlæknir sagðist leggja
áherslu á að regluleg flúortöfiu-
gjöf færi fram i skólum i landinu
en erfitt yrði að eiga við það að
flúórb*ia drykkjarvatnið, þó
þess væri sums staðar þörf.
Norðmenn hafa gefið börnum
flúortoflur i skólum i um 7-8 ár
sagði landlæknir og haldið
gdðar skýrslur um árangurinn,
enda er hann glæsilegur — allt
að 50% minnkun á tann-
skemmdum varð á þessum ár-
um hjá skólabörnum i Noregi.
Þessi skýrsla um tannlæknis-
þjdnustu á íslandi greinir frá
könnun á fjölda tannlækna
staðsetningu tannlæknigatækja,
ástandi þeirra og húsnæðis tií
tannlækninga á tslandi, aðal-
lega þó utan þéttbýliskjarnanna
i Reykjavik og á Akureyri.
ttUefniaf þessari skýrslu var
flestum sveitarstjórnum skrifaö
bréf og mælst til aö endurbætur
færu fram á þeim þáttum tann-
lækninga sem helst væri ábóta-
vant.
í fyrsta lagi að sveitarstjdrnir
hefðu forgöngu um útvegun
tannlæknatækja, þar sem skort-
ur á þeim væri aðalvandamálið
eða að endurnýjum yröi gerð
þar sem gömul og óhentug tæki
væru i' notkun.
1 öðru lagi að komið væri á fót
skólatannlækningum, þar sem
tannlæknar væru á staðnum og
tæki væru fyrir hendi.
Nú er verið að ganga frá út-
gáfu bæklinga sem fjalla um
fyrirbyggjandi starf varðandi
tannhirðu og flúorgjöf. Þessir
bæklingar eru unnir af Þorgrimi
Jónssyni tryggingatannlækni og
gefnir út i samvinnu land-
1 æ kn is em b æ 11 is in s og
Tryggingarstofnunar rikisins.
Vaxtahækkun fyrir áramót
„Förum að lögum”
— segir Daviö Ólafsson Seðlabankastjóri
AB —
Eins og kunnugt er þá er
ákvæöi i hinum svokölluöu
Ólafslögum sem kveöa á um aö
raunvöxtum skuli náö i árslok
1980. Enn vantar u.þ.b. 10% á aö
vextirnir séu raunvextir. Tim-
inn snéri sér til Daviös Ólafs-
sonar Seölabankastjóra og
spuröi hann hvort vaxtahækk-
ana væri aö vænta nú á næstu
vikum.
„Um það get ég ekkert sagt.
Að Ólafslögum óbreyttum verö-
um viö aö sjálfsögðu aö fara eft-
ir lögunum, en forsætisráðherra
lýsti þvi yfir i stefnuræðu sinni
að rikisstjórnin hefði það til at-
hugunar að framlengja frestinn
til að ná raunvöxtum um eitt til
tvö misseri. Til þess þarf laga-
breytingu, en hún er ekki enn
farin að sjá dagsins ljós,” var
svar Daviðs Ólafssonar.
„Frestun ligg-
ur í loftinu”
— sagöi Tómas Árnason viðskiptaráðherra
JSG/AB — „Frestun á lögunum
um raunvextina hefur ekki ver-
iö ákveöin, en hún er eitt af
þeim atriöum sem fyrirhuguö
eru sem aögeröir I efnahags-
málum,” sagöi Tómas Árnason
viöskiptaráöherra i viötaii viö
Timann er hann var inntur eftir
þvi hvort rikisstjórnin heföi tek-
iö ákvöröun um aö fresta fram-
kvæmd laganna. Tómas sagöi
jafnframt aö legiö heföi i loftinu
aö lengja aölögunartimann i
sambandi viö fullar veröbætur á
lánum. Þar heföi veriö talaö um
svona eitt til tvö misseri, en þau
mál væru ekki enn fullfrágeng-
in.
Tómas sagði að til þess að
þessi frestun næöi fram að
ganga þyrfti lagabreytingu, og
hún þyrfti að koma til fyrir ára-
mót, þvi I lögunum er ákvæði
sem segir til um aö raunvöxtum
skuli náð fyrir árslok 1980.
Stéttabaráttuhópurmn:
„Samábyrgð með
auðvaldinu...
— sett í stað baráttu
hagsmunum
HEI — Nú um helgina var haldin
ráöstefna vinstri andstööunnar I
verkalýöshreyfingunni, sem
nefnir sig STÉTTABARATTU-
HÓPINN, aö þvi er segir I til-
kynningu frá hópnum.
1 samþykkt ráðstefnunnar segir
m.a., að Verkalýðshreyfingin hafi
veriö á undanhaldi s.l. 3 ár. Hvað
eftir annaö hafi hagsmunir
verkafólks lotiö i lægra haldi fyrir
sameiginlegum aögerðum rikis-
valds og atvinnurekenda. Orsak-
anna til undanhaldsins segir
hópurinn fyrst og fremst að leita
innan verkalýöshreyfingarinnar
sjálfrar, til þeirrar stefnu, að
samábyrgö meö auðvaldinu sé
sett i staö baráttu sem eingöngu
grundvallist á hagsmunum
verkafólksins sjálfs.
Þessari óheillaþróun vill Stéttar
er grundvallast á
verkafólks”
baráttuhópurinn snúa viö og
hyggst vinna aö nýrri stefnu inn-
an verkalýðshreyfingarinnar.
Meginatriði þeirrar stefnu eru
sögö: Aö verkalýðshreyfingin
hætti að taka tillit til hagsmuna
atvinnurekenda, að starfsemi
verkalýðshreyfingarinnar verði
óháð rikisvaldinu og að virku lýð-
ræði verði komið á I hreyfingunni,
sem feli i sér stööuga þátttöku
verkafólks i mótun baráttunnar
og skapaöir veröi möguleikar til
þess að verkafólk geti haft stöð-
ugt eftirlit með geröum forystu
sinnar.
Þátttakendur á ráöstefnunni
hafa opið hús kl. 20.30 að Hall-
veigarstöðum mánudags-, þriöju-
dags-, og miövikudagskvöld á
meöan ASt-þingið stendur yfir.
Þar ætla þeir aö ræöa mál sem
eru á dagskrá þingsins og leggja
á ráðin.
Leitarmenn aö störfum um helgina. Tlmamynd —GE
K0NAN SEM HVARF
ERKDMINFRAM
EKJ — Mikil leit var gerð um r
helgina aö 43 ára gamalli konu, '
Huldu Haröardóttur til heimilis |
aö Reynimel 58. Hulda haföi fariö I
af heimili slnu eftir kl. 10 á
laugardagsmorgun.
SVF-deildirnar Ingólfur og Al- !
bert leituðu að Huldu, einnig !
skátasveitir úr Reykjavik,
Hafnarfiröi og Kópavogi. Leitað
var á auðum svæðum frá Sunda-
höfn og út með allri strönd út Sel- ■
tjarnarnesið inn Skerjafjörð, um-
hverfis Kársnes og útá Alftanes. |
Þá var fenginn sporhundur til í
ieitarinnar og hann rakti slóð frá i
Reynimel að fjörunni við Ægis- :
siðu |
Hulda fannst siðan laust fyrir j
hádegi á mánudag, i gær, i
kjallaranum heima hjá sér.
Hússtjórnarskóli
Reykjavíkur
Sólvallagötu 12
Umsóknir um hússtjórnardeild sem hefst
5. jan, þurfa að berast sem fyrst eða eigi
siðar en 15. des.
öll námskeið i matreiðslu, fatasaumi
vefnaðiog jurtalitun erufullskipuð til jóla.
Námskeið eftir áramót verða auglýst i
byrjun janúar.
Skólastjóri.
VARIST STEIN-
SKEMMDIR
OG LEKA
KLÆÐIÐ MEÐ BLIKKI. FRAMLEIÐUM
ALLAR GERÐIR BLIKKHLÍFA.
y^T) BUKKVER Y^) se1lfo?sYER
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrismýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040