Tíminn - 25.11.1980, Qupperneq 6
6
Þriðjudagur 25. nóvember 1980.
1isr <S>
tmmm
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson.
Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur,
Stefánsdóttir, Elisabet Jökulsdóttir, Friðrik indriðason, Frfða
Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiður Heigadóttir, Jónas Guð-
mundsson, Jónas Guðmundsson (Alþing), Kristin Leifsdóttir,
Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einars-
son.Guðjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla
Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Slðumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300.
Kvöldslmar: 86387,86392.—Verö I lausasölu: kr. 280. Áskriftar-
gjaldá mánuöi: kr.5500,— Prentun: Blaöaprent hf.
Stefnumörkun
ífjöl-
skylduvernd
Tveir Framsóknarformenn, Haraldur ólafsson
og Alexander Stefánsson, hafa lagt fram á Alþingi
tillögu um stefnumótun i fjölskylduvernd.
Efni tillögunnar er að Alþingi feli „rikisstjórn-
inni að skipa nefnd til þess að undirbúa lögg jöf um
samræmda stefnu i málum, er varða eflingu og
vernd fjölskyldunnar með tilliti til mikilvægis
hennar i þjóðfélaginu og gera henni kleift að sinna
vel uppeldis- og umönnunarhlutverkum sinum”.
í upphafi greinargerðarinnar er vikið að þeim
gifurlegu þjóðfélagsbreytingum, sem hafa breytt
stöðu og hlutverki fjölskyldunnar. Siðan segir:
„Að undanförnu hafa átt sér stað miklar um-
ræður um stefnumörkun i fjölskyldumálum. Hefur
þetta verið kallað „fjölskylduvernd. Við hvað er
átt með hugtakinu „fjölskyldupólitik”? Það eru
úrræði til þess að stuðla að þvi, að fjölskyldan
verði áfram mikilvægasti kjarni þjóðfélagsins
þrátt fyrir breytta þjóðfélagshætti og án þess að
slakað sé á kröfum um jafnrétti karla og kvenna.
Við mótun stefnu i fjölskyldumálum skal miðað
við að vernda fjölskylduna og efla hana svo hún
getisinnt mikilvægum hlutverkum sinum til gagns
fyrir land og lýð.
Kanna þarf hvort einhver ákvæði laga og reglu-
gerða beinlinis stuðli að þvi að sundra fjölskyldum
eða gera þeim erfitt fyrir að halda saman. Þar
verður að athuga tryggingamál, framfærslu-
skyldu, dagvistunarmál, skólatima, sifjalöggjöf.
Þá verður að kanna atvinnumál og vinnutima.
Vinnumarkaðurinn er kröfuharður og vinnutimi
hentar ekki ætið vel fjölskyldulifi, og til athugunar
er hvort sveigjanlegur vinnutimi getur að ein-
hverju leyti auðveldað fjölskyldulif. Skattamál og
launamál hafa veruleg áhrif á f jölskylduna og þarf
að athuga rækilega hvemig stefnumörkun i þeim
málum hefur áhrif á fjölskyldugerð og möguleika
fjölskyldna til að lifa góðu og heilbrigðu lifi. Hús-
næðismál eru stór liður og áhrifamikill, sem taka
þarf til athugunar i þessu sambandi. Möguleikar
til iþróttaiðkana og fristundastarfs snerta fjöl-
skyldur mjög mikið og stefnumörkun i þeim mál-
um af hálfu opinberra aðila getur haft vemleg
áhrif á fjölskyldulif.
Ýmsar stofnanir koma nú i stað fjölskyldunnar
og annast uppeldi og ummönnun ungra og aldinna.
Enda þótt þær séu i eðli sinu hjálparstofnanir, sem
eiga að taka við, þegar önnur ráð þrýtur, þá er
þróunin sú, að þær taka að sér æ meira af verk-
efnum fjölskyldunnar. Draga verður i efa að slikt
stofnanauppeldi og slik stofnanaforsjá fyrir heilt
samfélag standist”.
í lok greinargerðarinnar segir: „heimili og fjöl-
skylda eru sá grunnur, sem framtið hvers og eins
er á reist. Það skiptir miklu að sá grunnur sé
traustur”.
Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Reagan felur Meese
og Baker mikil völd
Þeir verða nánustu samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu
\
Reagan hafi ekki ráðfært sig
öllu meira við annan mann. 1
kosningabaráttunni nú var hann
eins konar hægri hönd Reagans.
Eftir að Reagan lét af rikis-
stjóraembættinu, varð Meese
prófessor við háskólann i San
Diego. Hann heldur enn em-
bættinu þar, en hefur fjarveru-
leyfi i ótiltekinn tima.
Meese er sagður mikill starfs-
maður, sem talar ekki meira en
nauðsyn krefur. Hann flikar
yfirleitt ekki skoðunum sinum
og hefur þvi hvorki verið flokk-
aður til hægri eða vinstri. Hann
er talinn hafa haft áhrif á að
Reagan gerði ýms frávik frá
yfirlýstri hægri stefnu sinni
meðan hann var rikisstjóri.
Meese er giftur og eiga þau
hjón tvo syni og dóttur.
JAMES Addison Baker er rétt
fimmtugur, fæddur 28. april
1930. Hann er fæddur og uppal-
inn i Houston i Texas en þar
stofnaði afi hans eitt helzta mál-
flutningsfyrirtækið, Baker &
Botts.
Baker nam fyrst lög við há-
skólann i Princeton, en siðar við
lagaháskólann i Texas. Hann
fékk ekki starf við fyrirtæki afa
sins að námi loknu, þvi að þar
gilti sú regla, að væntanlegir
erfingjar mættu ekki vinna við
það, þar sem þvi væri ekki ætlað
að verða fjölskyldufyrirtæki.
Baker fékk þvi starf hjá öðru
málflutningsfyrirtæki.
Baker var upphaflega demó-
krati, en gekk siðar i flokk repú-
blikana. Hann vann fyrir Ford i
prófkjörunum 1976 og gerðist
siðar kosningastjóri hans. Hann
var kosningastjóri George Bush
i prófkjörunum i vetur, en þeir
eru nánir vinir. Eftir að Reae-
an hafði verið valinn forsetaefni
repúblikana en Bush varafor-
setaefni, gekk Baker i lið með
Reagan ogtók mjög virkan þátt
I kosningabaráttunni. Reagan
fékk fljótt mikið álit á honum
eftir það.
Það er talið, að Baker hafi
ráðið mestu um, að Reagan
féllst á sjónvarpseinvigi þeirra
Carters, en aðrir ráðunautar
hans réðu frá þvi. Nú er yfirleitt
talið að það hafi orðið mikill
ávinningur.fyrir Reagan.
Baker hefur verið talinn
frjálslyndur I skoðunum og þyk-
ir val hans sýna, að Reagan ætl-
ar að hafa breidd i vali sam-
starfsmanna sinna.
Baker er giftur og eiga þau
hjónin átta börn.
Leiðrétting
1 forustugrein Timans siðstl.
sunnudag var sú meinlega prent-
villa, að sagt var að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri að undirbúa til-
lögur i samræmi við leiftursókn-
ina um 35 milljarða hækkun út-
gjalda. Hér átti að vera lækkun
útgjalda.
Meese og Anne Armstrong á blaðamannafundi.
Edwin Meese og James A. Baker
RONALD Reagan vinnur
kappsamlega að þvi að mynda
stjórn sina. Hann hefur leitað
ráða margra forustumanna
repúblikana og skipað nefnd
þriggja náinna samstarfs-
mánna sinna, sem á að vera
honum sérstaklega til ráðuneyt-
is.
Formaður þessarar nefndar
er William J. Casey, 67 ára
gamall lögfræðingur, sem
gegndiýmsum trúnaðarstörfum
i stjórnartið Nixons. Aðrir
nefndarmenn eru Paul Laxalt,
58 ára gamall öldungadeildar-
maður frá Nevada, og Anne
Armstrong, 52 ára gömul, sem
gegndi ýmsum veigamiklum
embættum i stjórnartið Nixons
og Fords, unz Ford skipaði hana
sendiherra Bandarikjanna i
London.
Anne Armstrong hóf fyrst
þátttöku i stjónmálum, þegar
hún vann sem sjálfboðaliði
fyrir Truman i forsetakosning-
unum 1948. Skömmu siðar gerð-
ist hún repúblikaniog vann fyrir
Eisenhower i forsetakosningun-
um 1952.
Reagan hefur látið i ljós, að
það sé erfiðara að koma saman
rikisstjórn en hann hugði. Hann
segist ætla að athuga val sitt vel
og reyna að rasa ekki um ráð
fram. Hann vonist þó til, aðhafa
tilnefnt menn i helztu ráðherra-
embættin i byrjun desember.
Eftir það hefst að velja menn i
þau embætti i ráöuneytunum,
sem losna við stjórnarskiptin.
Reagan hefur gefið til kynna,
að hann muni styrkja stöðu ut-
anrikisráðherrans með þvi að
draga úr þvi valdi, sem ráðu-
nautur forsetans i öryggismál-
um hefur haft hjá fyrrverandi
forsetum, en hann hefur jafn-
framt verið formaður svonefnds
öryggisráðs rikisins.
Reagan virðist þó stefna að
þvi, að völdin verði áfram mest
i Hvita húsinu og ráðuneytin
geti ekki orðið eins konar riki i
rikinu. Fyrstu embættaveiting-
ar hans snertu þvi Hvita húsið.
Það er nú orðið ljóst hverjum
hann ætlar að verða valda-
mestum þar næst á eftir honum
sjálfum.
Hinn 14. þ.m. lét Reagan til-
kynna, að hann hefði valið Ed-
win Meese sem sérstakan ráðu-
naut sinn og talsmann bæði i
innanrikis- og utanrikismálum.
Meese virðist bersýnilega ætlað
valdameiri störf en öryggis-
málaráðunauturinn hafði og
ætla ýmsir, að hann verði nú
látinn heyra undir Meese. Sum-
ir fréttaskýrendur telja, að
Meese verði eins konar aðstoð-
arforseti.
Jafnframt þessu tilkynnti
Reajan að James Addison
Baker yrði starfsmannastjóri i
Hvita húsinu, en það var það
starf, sem Haldeman gegndi i
stjórnartið Nixons og siðar Haig
hershöfðingi.
Samkvæmt þessu verða
Meese og Baker vaidamestu
menn Hvita hússins, aðrir en
forsetinn. Meese mun verða enn
áhrifameiri en Baker hvað
stefnumörkun snertir.
EDWIN MEESE er 48 ára
gamall, Kaliforniumaður að
uppruna. Hann lauk laganámi
við háskólann i Yale 1953, en
stundaði siðan framhaldsnám
við lagaskólann i Berkeley.
Þaðan útskrifaðist hann 1958.
Skömmu siðar var Meese ráð-
inn i þjónustu Reagans, sem þá
var rikisstjóri. Hann var fyrst
lögfræðilegur ráðunautur Reag-
ans, en siðar starfsmannastjóri
hans,
Meese vann sér fljótt mikla
tiltrú Reagans. Það er talið, að