Tíminn - 26.11.1980, Qupperneq 5
Miövikudagur 26. hóvember 1980.
5
Dagblöð og
fréttamennska
og þá einkum siögæöi fjölmiðlunar, aðalefni
nýs leikrits sem frumsýnt verður i Þjóðleik-
húsinu á föstudagskvöld, „Nótt og dagur”
Kás — Á föstudagskvöldið
verður frumsýnt i Þjóðleikhúsinu
á stóra sviðinu leikritið Nótt og
dagur eftir Tom Stoppard. Leik-
urinn gerist i imynduðu Afriku-
riki sem heitir Kambawe, þar
sem borgarastyrjöld er yfirvof-
andi og blaöamenn og ljósmynd-
arar streyma að i fréttaleit. í at-
burðarásinni gefst mikið rúm
fyrir umræðu um dagblöð og
fréttamennsku og þá einkum sið-
gæði fjölmiðlunar.
Leikritð Nótt og dagur er þýtt
af Jakopi S. Jónssyni, en leik-
stjórn þess er i höndum Gisla Al-
freðssonar. Leikmynd og bún-
ingar eru eftir Gunnar Bjarnason
og lýsingu annast Kristinn Dani-
elsson.
t hlutverkum eru Arnar Jóns-
son, sem leikur Richard Wagner,
þekktan blaðamann við breska
stórblaðið Sunday Globe: Hákon
Waage sem leikur George Gut-
hrie, virtan og viðförlan blaða-
ljósmyndara: Gunnar Rafn Guð-
mundsson leikur Jakob Milne,
sem er ungur litt reyndur blaða-
maður og annað hvort afburða-
snjall sem slikur eða ótrúlega
heppinn, en jafnframt óþægur og
erfiðursinustéttarfélagi: Gunnar
Rafn leikur nú sitt fyrsta hlutverk
fyrir Þjóðleikhúsið. Anna Kristin
Arngrimsdóttir og Gunnar Ey-
jólfsson leika Ruth og Geoffrey
Carson, breskhjón sem búa i Af-
rikurikinu Kambawe og lifa þar
af námarekstri. Róbert Arnfinns-
son leikur Mageeba, þeldökkan
forseta Kambawe og heimilisvin
Carson-hjónanna. Randver Þor-
láksson leikur blakkan þjón hjón-
anna og Valdimar Hannesson
leikur son þeirra.
Tom Stoppard fæddist i Tékkó-
slóvakiu árið 1937 en fluttist
ungur að árum til Bretlands.
Hann starfaði lengst af i blaða-
mennsku, en upp úr 1960 hóf hann
að semja leikrit og ávann sér
fljótt miklar vinsældir og þótti þá,
og þykir enn, vera einn hug-
myndarikasti leikritahöfundur
Breta.Hérlendis hefur aðeins eitt
verka hans verið leikið til þessa.
mynd: Rdbert.
Námskeið um sjálfsþekkingu og sjálfs-
tjáningu um næstu helgi:
Utflutningur á sjávarafuröum:
Nær lafnmlklll
E og USA
EKJ — t skýrslu sinni til Fiski-
þings, sem nú stendur yfir, fiutti
Már Elisson greinargóða lýs-
ingu yfir starfsárið 1979-1980.
Þar kom fram að frá þvi tolla-
samningur Islands og EBE var
undirritaður 1976, þá hefur út-
flutningur okkar til bandalags-
rikjanna vaxið svo að nú flytj-
um við út þangað sjávarafurðir,
sem að verðmæti er svipað og til
Bandarikjanna, sem fram að
þessuhefur jafnan verið stærsti
kaupandi isl. sjávarafurða. Á
s.l. ári var um nær 70 milljarða
króna að ræða. Þá kom einnig
fram að ef að viðskipta-
samningur sá sem nú er i gildi
milli Islands og EBE kæmi ekki
til, hefðum við þurft að greiða
tolla sem svara til 10 milliarða
króna á vörur sem fluttar eru til
EBE-rikja á þessu ári.
1 stjórn fiskifélagsins hefur
verið rætt itarlega um stærð
fiskiskipastólsins og endurnýj-
un hans. Það var samdóma álit
manna að fjöldi stórra afkasta-
mikilla skuttogara væri of mik-
ill — bæði varðandi ástand fisk-
stofna og afkastagetu vinnslu-
stöðvar i' ýmsum verstöðvum
landsins. Þá kom i ljós að báta-
flotinn hefur dregist nokkuð
saman og að aldur bátanna sé of
hár. Má nefna að af um 770
þiljuðum bátum voru yfir 460
bátar 15 ára og eldri. Stjórnin
ályktaði að nauðsynlegt væri að
huga hið fyrsta að hóflegri
endurnýjun þessa hluta fiski-
skipaflotans. Eftir að ályktun
hafði verið rædd við sjávarút-
vegsráðherra skipaði hann
starfshóp undir forystu fiski-
félagsins til að kanna málin
nánar. Það hefur verið gengið
frá áfangaskýrslu, sem er flestu
áþekk ályktun félagsstjórnar-
innar. Og nú er starfandi nefnd
á vegum sjávarútvegs- og
iðnaðarráðuneytisins um rað-
smiði fiskiskipa. Fiskifélagið á
fulltrúa I þeirri nefnd.
Verkefni tæknideildar fyrir
Fiskveiðisjóð drógust töluvert
saman, borið samar. við sl. ár.
Stafar það af minni nýsmiðum
og breytingum fiskiskipa. Voru
alls afgreidd 34 mál vegna fisk-
veiðisjóðs. Voru 9 vegna ný-
smiða, 15 vegna breytinga véla-
og tækjakaupa og 10 vegna
tæknilegrar úttektar skipa.
LIU býður okkur upp
rýrnun”
AB —„LítJ hefur nú sent samtök-
um sjómanna samningskröfur
sem fela I sér kjararýrnun fyrir
sjómenn, og ýmis önnur þau at-
riði sem einsdæmi mega teljast i
samningsgerð á siðari timum”.
Svo segir I fréttatilkynningu sem
Tlmanum hefur borist frá for-
mannaráðstefnu Farmanna- og
fiskim annasambands ísiands
sem haldin var í Reykjavik nú um
helgina.
Timinn hafði samband við
Ingólf Stefánsson framkvæmda-
stjóra sambandsins og spurði
hann I hverju þessi kjararýrnun
fælist.
„Þeir hjá Llú vilja lækka
skiptaprósentuna i nokkrum
greinum,sem er ekkert annað en
kjaraskerðing. Þá má nefna það
að fiskimenn sem veikjast þeir
taka sem veikindalaun hlut fyrstu
tvo mánuðina. Nú vilja útgerðar-
menn breytingu á þessum lið, og i
staðinn fyrir hlut, vilja þeir
greiða dagpeninga. Þeir hafa að
visu boðiö upp á langt veikindafri,
en samkvæmt lögum sem sett
voru i vor um starfskjör launþega
o.fl. var veikindatimabil fiski-
mannalengt. Við getum þvi ekki
séð annað en að útgerðarmenn
vilji skerða stórkostlega þau kjör
sem fiskimenn hafa haft að þessu
leyti.
Þá er nánast boðið upp á það að
sjúkrasjóðir verði felldir niður,
þ.e. að hjá sjómönnum verði ekki
lengur greitt i sjúkrasjóði. Hjá
okkur sjómönnum hefur þetta
verið þannig að greidd hafa verið
0.7% af kauptryggingu i sjúkra-
sjóð, og 0.25% hafa verið greidd I
orlofsheimilasjóð. Útgerðarmenn
fara nú fram á það að greiðslur i
þessa sjóöi báða verði 0.3%. Þetta
finnst okkur sjómönnum vera all-
mikil nýmæli i kjaraviðræðum,
svo ekki verði meira sagt”.
Þá kom fram i máli Ingólfs að
útgerðarmenn fara fram á að
fólki á rækjubátum verði fækkað
og að prósentuhlutur hvers og
eins lækki, þannig að útgerðar-
menn fara i' raun fram á að menn
taki á sig meiri vinnu fyrir lægri
laun.
Það verður þvi ekki sagt að
horfurnar i samningaviðræðun-
um séu bjartar.
AÐ H0RFAST
I AU6U VIÐ
SJALFAN SI6
AUt frá þvl að menntunarhefð
vesturlanda enduruppgötvaöi
rætur slnar I forn-grlzkri menn-
ingu hefur verið Ijóst mikilvægi
fyrirm æianna „þekktu sjálfan
þig”.
Þó hefur þróunin orðið sú að
hlutlæg tæknivisindi hafa ruðst
framúr þeim visindum sem um
manninn fjalla og tæknibyltingin
heldur stöðugt áfram að breyta
umhverfi okkar og lifnaðarhátt-
um, án þess að þvi hafi verið
nægilegur gaumur gefinn fyrr en
núnahin seinni ár aðtaka tillit til
þarfa mannsins.
Viðhöfum meðfædda mannlega
þörf fyrir að birta okkur sjálf og
vera skapandi i lifi og starfi.
Fjöldaframleiðsla, fjölmiðlar,
lifsgæðakapphlaupið og álag frá
streitu lifi samfélagsins gerir allt
meiri kröfur til einstaklingsins.
Sjálfsþekking og sjálfs-
tjáning
Sjálfsþekking og sjálfstjáning
eru samverkandi hliðar mann-
legs vaxtar. Vitund um sjálfan sig
og tjáning á sinum innra manni er
forsenda þess einstaklingsfrelsis
sem vestræn menning og islenzk
menning byggja á.
Margir finna hins vegar fyrir
þvi að finnast lifið geta boðið
meira, finna sig eiga innri sjóði
hæfileika og eiginleika sem löng-
un er til þess að virkja. 1
uppvextinum leiða samskiptin við
umhverfið og samfélagið til
bælingar hluta sjálfiiis. Skapgerð
og persónuleiki eru þvi háð höml-
um sem vaxandi fólki er nauðsyn
að losa um.
Þú getur valið að bregðast við
reynslu á nýja vegu.
Námskeið eru vinsæl leið til
þess að gefa fólki tækifæri til þess
,að reyna nýjar leiðir I sam-
skiptum. A næstunni heldur Geir
Viöar Vilhjálmsson sálfræðingur
40 kennslustunda námskeið sem
tekur fyrir sjálfsþekkingu og
sjálfstjáningu. Þetta er námskeið
fyrir venjulegt, heilbrigt fólk,
sem gjarnan vill þekkja sjálft sig
beturog kynnast nýjum hliðum á
lífinu.
Eina skilyrðið fyrir þátttöku er
að allir sem i hópnum verða,
þurfa að skuldbinda sig til al-
gjörrar þagmælsku um það sem
sagt er og gert á námskeiöinu.
Aðeins með þeim hætti getur
skapast sá trúnaður sem er for-
senda árangurs.
Hægt er að skrá sig á nám-
skeiðið i sima 16160 milli kl. 17 og
19 næstu daga. Kynning á nám-
skeiðinu fer fram n.k. fimmtu-
dagskvöld kl. 21.00, en sjálft nám-
skeiðið hefst siðan næsta laugar-
dag kl. 10.00 f.h. og stendur alla
helgina.
(fréttatilkynning)