Tíminn - 26.11.1980, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 26. nóvember 1980.
7
Spámaður
fyrir
þessa
þjóð
„Ef einhver sem færi meö hé-
góma og lygar hræsnaöi fyrir
þér og segöi: Ég skal spá þér
vlni og áfengum drykk — þaö
væri spámaöur fyrir þessa
þjóö”.
Mika. 2. kapituli 11-12.
Þessi orö Mika spámanns
koma mér oft i hug I sambandi
viö islensk stjórnmál. Nú heyr-
um viö t.d. aö Framsóknar-
flokkurinn fari meö stjórn verö-
lagsmála og honum séu þvi hæg
heimatökin aö telja verölag
niöur.
Hvers vegna
hækkar Þjóð-
viljinn?
Ég veit ekki betur en Þjóövilj-
inn hafi hækkað I veröi likt og
önnur blöð undanfariö. Þar er
öllum kostnaöarauka hleypt út i
verðlagið.
Ég held aö forlagsbækur Máls
og menningar fylgi hinni al-
mennu verölagsþróun — öllu
velt út i verölagið.
Ég held aö verölag i sölubúö-
um Kron fylgi almennt hinni
venjulegu þróun.
Þetta segi ég ekki af þvi aö ég
sé á móti Kron. Ég er sam-
vinnumaöur og held aö Kron sé
vel rekiö fyrirtæki.
Ég er heldur ekki á móti Máli
og menningu, enda félagsmaöur
þar.
Ég tel lika að Þjóöviljinn hafi
hlutverki aö gegna og eigi sér
tilverurétt.
En ég nefni þessi nöfn til að
minna á að útgefendur og fyrir-
tæki hækka ekki verö hjá sér af
einskærri illmennsku, heldur
brýnni og beinni nauösyn yfir-
leitt. Alþýöubandalagsmenn
verða að lúta lögmálum
viðskiptalifsins af illri nauðsyn
rétt eins og aörir. Þar eru ekki
viðhaföir neinir loddaratil-
buröir. Kostnaöaraukinn fer út I
verðlagiö. Annaö er ekki hægt.
Hver á að
bera
fjármagns-
kostnaðinn?
Ýmsir kveinka sér undan há-
um vöxtum og ekki að ástæöu-
lausu. Þá er talað um aö bæta
hlut atvinnuveganna með lægri
vöxtum. Litum ögn á þaö mál.
Þaö fé sem bankarnir geta
lánað er aö nokkru innlent
sparifé, aö öörum hluta erlent
lánsfé.
Lengi hefur spariféö innlenda
veriö veröfellt og afskrifaö
vegna útflutningsfram-
leiöslunnar. Erlenda lánsféö
veröurhinsvegaraö greiöa fullu
veröi i þeirri erlendu mynt sem
um var samið.
Hver á aö borga fjármagns-
kostnaöinn ef fé er lánaö fyrir
minna en það kostar?
Þessu verða þeir aö svara
sem gaspra nú um vaxtalækkun
HALLDÓR
KRISTJÁNSSON
til hjálpar atvinnulifinu að ööru
óbreyttu.
Auövitaö getum viö hækkaö
söluskatt til aö bæta sparifjár-
eigendum og standa undir
gengistryggingu erlendra
skulda. En hver græöir á þvi?
Og hver mælir meö þeirri leiö?
Orsök og
afleiðing
Viö getum sagt aö allar launa-
hækkanir samkvæmt visitölu sé
afleiöing þess sem á undan er
fariö. Sú afleiöing veröur þó
jafnframt orsök nýrra verö-
hækkana.
Viö getum lika meö sanni sagt
aö háir vextir séu afleiðing þess
sem á undan fór. En þar gerist
sama sagan, aö sú afleiöing
veröur jafnskjótt orsök nýrra
hækkana.
Eins er þaö meö verölagiö.
Veröhækkanir eru oft afleiðing
þess sem á undan fór. Sú af-
leiöing veröur jafnframt orsök.
Og svo er haldiö áfram.
Hégómi og
lygar
Spámaöurinn talar um ein-
hvern sem færi meö hégóma og
lygar. Vist eru þeir til sem fara
meö slikt, mæla af hræsni og
spá þjóð sinni vini og áfengum
drykk og margs konar munaði:
„Það væri spámaöur fyrir þessa
þjóö”, sagði Mika foröum.
Þeir sem segja nú að ekki
þurfi aö greiöa fyrir lánsfé eins
og þaö kostar fara með hégóma
og lygar. Hvort spádómar
þeirra eru við hæfi þjóöarinnar
og vinna hylli hennar skal ósagt
látiö. Ef svo skyldi reynast má
minna á önnur orö úr sama spá-
mannsriti. Þaö er nefnilega
nokkur hætta á aö svipuð fram-
tiöarsögn yrði veruleiki. Þaö
eru þessi orö:
„A þeim degi munu menn háð
kvæöi um yöur kveöa og hefja
harmatöl ur á þessa leið. —
ökrum vorum er skipt á milli
þeirra sem oss hafa hertekið”.
Þarf að leggja út af þessu?
Þaö er örlagaspurning hvort
islenska þjóöin ber gæfu til aö
þekkja og varast þá sem fara
meö hégóma og lygar, hræsna
og spá hverskonar munaöi i
fullu andvaraleysi.
H.Kr.
Undarleg sjúkrasaga
Læknamafian. Litil pen bók
eftir Auði Haralds.
Iðunn 1980.
178 bls.
Þvi verður vist ekki á móti
mæit að Læknamafian er lítil
bók, a.m.k. hvað blaðsiðufjölda
snertir. Hitt er svo aftur meira
áhorfsmál hversu pen hún er.
Undirrituðum finnst ósköp litið
„pent” að lesa um innyfli og
geðshræringar sem af þeim
leiða.
Eins og fyrri bók Auðar,
Hvunndagshetjan, er Lækna-
mafian lifsreynslusaga, annað
verður ekki af sögunni ráðið.
Hún er sögð i fyrstu persdnu og
lýsir atburðum, sem ekki eru
ýkja skáldlegir.
Söguefnið er sjúkrasaga höf-
undar. Hún hefst á hlaupasting
vitlausu megin og greinir siðan
frá ótrúlegum þrengingum
sögumanns (konur eru lika
menn). Söguþráðurinn verður
ekki rakinn hér, en meginefni
bókarinnar er barátta
sjúklingsins við að fá sjúkdóm
sinn viðurkenndan. Sú saga er
öll ihæsta máta ótrúleg i augum
Jón Helgason
þeirra, sem ekki hafa orðið fyrir
alvarlegum veikindum.
Heimilislæknirinn heimtar botl-
angabólgu og vaktlæknir til-
Auöur Haralds.
kynnir sjúklingnum að enginn
deyi úr verk. Þegar inn á
spitalann er komið hefst barátta
sem endar með þvi, að
sjúklingurinn er útskrifaður
sem móðursjúkur. Sjúkrahús-
læknirinn svikst um að panta
tima hjá sérfræðingi og þegar
uppskurður er loks gerður eftir
mikið japl og jaml og fuður
kemur i ljós, að „kvilli”
sjúklingsins er miklu alvarlegri
en jafnvel það ágæta rit
Britannica hafði gefiðtil kynna.
Eins og nafn bókarinnar gefur
til kynna andar hér heldur köldu
til læknastéttarinnar og skyldi
engan undra, ef sagan er sönn.
Meðferð höfundar á sumum
þeim læknum er hún kynntist á
þessari þrautagöngu er ærið
harkaleg og marga þeirra tekst
henni að gera hlægilega, nánast
aumkunarverða. Lýsingin á
hinu þunga heilbrigðiskerfi,yfir-
fullum sjúkrahúsum og óhemju
álagi á starfsfólki er aftur móti
miklu sannferðugri. Meira máli
skiptir þó, að höfundur dregur
upp dapurlega mynd af þvi
þjóðfélagi, sem við lifum i. Hún
sýnir, hve ósjálfbjarga fólk get-
ur verið. mitt i allri velferðinni.
Einstæð móðir með þrjú börn
veikist. Hún á ekki aðra að en
nokkra vini og systur, sem
vinnur úti, auk þess að annast
sitt eigið heimili. Þegar móðirin
fer á sjúkrahús lenda börnin h já
systurinni, sem siðan ráðstafar
þeim til annarra, allt eftir þvi
hvað hægt er hverju sinni, jafn-
vel á hverjum degi. Allir geta
Af bókum
séð, hversu erfitt slikt hlýtur að
vera fyrir alla aðila: móðurina,
systurina, vinina, — og ekki sist
börnin. Þegar heim kemur er
móðirin ófær um að annast
heimiliðog öll forsjá þesslendir
áherðum átta ára barns. Þarna
er greinilega þverbrestur I sam-
félagi okkar. Gamla stórfjöl-
skyldan er horfin og ekkert
hefur kómið i staðinn. Hversu
margir kannast ekki við sömu
aðstöðu og þarna er lýst.
Oldin sextánda komin
út
Út er komið hjá Iðunni nýtt
bindi hinna svonefndu „aida-
bóka”. Er það öldin sextánda,
fyrri hluti, minnisverð tiðindi
1501-1550. Jón Helgason tók sam-
an. Þetta er tiunda bókin i þess-
um flokki, en áðureru út komnar:
öldin sautjánda, öldin átjánda
I-II, öldin sem leiö I-II og öldin
okkar I-IV, og er i þessum bókum
rakin saga lands og þjóðar i
fréttaformi frá 1601-1970.
öldin sextánda.fyrri hluti, rek-
ur ýmsa sögulega viðburði á sið-
skiptati'munum, deilur kirkju og
leikmanna, langvinnar erjur út af
jarðeignum, og svo hin miklu
átök er hinn nýi siður ruddi sér til
rúms. Lýkur frásögnum þessa
bindis þegar mótspyrna lands-
manna gegn lútherskunni og kon-
ungsvaldinu sem við hana studd-
ist er endanlega brotin á bak aft-
ur með aftöku Jóns biskups Ara-
sonar og sona hans, I nóvember
1550.
öldin sextánda er likt og önnur
bindi þessa bókaflokks prýdd
myndum af ýmsu tagi, eftir þvi
sem föng voru til og getur hér að
lita margar myndir úr gömlum
ritum sem fáséð eru. Bókin er 184
blaðsiður aðstærð. Oddi prentaði.
Þá er annað atriði athyglis-
vert og lýtur að sérstöðu
kvenna. Vegna þess að konan
er nýbúin að ala barn er hún
grunuð um móðursýki á spital-
anum og útskrifuð sem slik.
Þetta viðhorf mun vera ótrúlega
algengt, en hver myndi segja
karlmanni, sem legðist inn á
sjúkrahús vegna kvala að hann
væri móðursjúkur. Það dytti
auðvitað engum i hug, jafnvel
ekki þótt ekkert sæist á röntgen-
myndum.
Auður Haralds er óneitanlega
athyglisverður rithöfundur.
Henni lætur vel að segja frá,
skrifar lipran stil og öll frásögn
hennar hefur á sér raunveru-
leikablæ. Persónu og um-
hverfislýsingar hennar eru
ljósar og samtöl og tilsvör skýr,
sum stórskemmtileg.
Sá galli er helstur á þessari
bók að vaðallinn er einum of
mikill. Höfundur gerir sér far
um að vera fyndinn og tekst það
oft, en þegar til lengdar lætur
verður fyndni þreytandi og það
gerir bókina langdregna úr hófi.
Einkum á þetta við um hug-
renningar sjúklingsins, allt sem
hún ætlaði aö segja við læknana,
en sagði ekki. Þarna vantar
meiri ögun I frásögnina.
Iðunn gefur bókina út og er
allur frágangur hennar með
ágætum. JónÞ.Þór