Tíminn - 26.11.1980, Qupperneq 11
IÞROTTIR
IÞROTTIR
Miðvikudagur 26. nóvember 1980.
U'MiiLÍ
15
Nj arðvíkíng
ennþá ósigrc!
★ sigruðu KR í úrvalsdeildinni i körfu
í gærkvöldi 97:90
„Ástæðan fyrir því að ég
hitti ekki eins vel og venju-
lega var einfaldlega sú að
dómararnir leyfðu KR-
ingunum að trufla mig
ólöglega í skotunum. Ég
náði ekki að einbeita mér.
En ég er engu að síður
mjög ánægður með leikinn
og sérstaklega er ég
ánægður með það hversu
hinir leikmennirnir komu
sterkir út úr þessum leik,"
sagði Danny Shouse þjálf-
ari og leikmaður UMFN í
körfuknattleik eftir að lið
hans hafði lagt KR-inga að
velli 97:90 í Laugardals-
höllinni í gærkvöldi er liðin
léku í úrvalsdeildinni.
„Mér fannst liðið mitt
leika vel og leikmennirnir
komu svo sannarlega upp á
réttum tíma. Þrátt fyrir að
við unnum hér i kvöld er-
um við ekki búnir að vinna
deildina. Það eru 13 leikir
eftir og það getur allt
skeð," bætti Danny við.
Þaö má svo sannarlega taka
undir þau orð Danny Shouse að
aðrir leikmenn UMFN náðu að
sýna stórleik. Danny Shouse hef-
ur oft leikið betur og skotanýting
hans var ekki góð hverju sem um
var að kenna. En þegar Danny
náði ekki að sýna sitt besta tóku
aðrir leikmenn við. Jónas Jó-
hannesson fór á kostum og lék
sinn besta leik i mörg ár og skor-
aði 18 stig. Þá áttu þeir einnig
mjög góðan leik Guðsteinn Ingi-
marsson og Jón Viðar og sterkir
voru þeir einnig Þorsteinn
Bjarnason og Arni Þór Lárusson.
Danny var stigahæstur, skoraði
36 stig.
KR-ingar léku ekki illa að þessu
sinni, siður en svo. Manni fannst
það svolitið vitlaust af þeim að
keyra upp hraðann i siðari hálf-
leik i stað þess að taka lifinu með
ró og reyna að skora öruggar
körfur. Það er staðreynd að
aldrei er erfiðara að glima við
Njarðvikinga og þegar hraðinn i
leik andstæðinga er sem mestur.
Þá hafði það sitt að segja i leikn-
um að Njarðvikingarnir hirtu
mikið af sóknarfráköstum. En
þrátt fyrir þennan ósigur KR i
kvöld er vesturbæjarliðiö enn
með i baráttunni um titilinn og
litil ástæða fyrir leikmenn liðsins
að örvænta. Keith Yow skoraði
mest, 25 stig en Agúst skoraöi 19
og lék vel.
Gangur leiksins i stuttu máli
var sá að KR-ingartóku forystuna
til að byrja með, komust i 27:19
eftir 10 minútur og staðan i leik-
hléi var 47:42 þeim i vil. Njarð-
vikingar mættu siðan ákveðnir til
Jeiks i siðari hálfleik og þegar 5
minútur voru eftir var staöan
84:77 UMFN i vil. KR minnkaði
muninn i 84:82 þegar 3 minútur
yoru eftir en Njarðvikingar voru
sterkari i lokin og sigruðu 97:90.
Guðsteinn Ingimarsson átti mjög
góðan kafla i lokin og skoraði
margar körfur með frábærum
langskotum. ,,Ég vissi að ég gæti
þetta og ákvað að taka þessi skot
Framhald á bls 19
Jónas Jóhannesson átti
stórleik meö UMFN
gegn KR í gærkvöldi. Á
þessari mynd Róberts
sést hann rífa niður
eitt af mörgum frá-
köstum sinum i leikn-
um.
Alfreð Gíslason er
Semur Trausti
með slitín liðbönd
— gekkst
uppskurö í morgun —
Gíslason frá keppni í tvo mánuöi
Alfreð
frá keppni fram
ijanúar
Eins og kunnugt’ er þá
meiddist Alfreð Gislason
landsliðsmaður í hand-
knattleiká æf ingu hjá KR
s.l. föstudag.
Við læknisskoðun í
fyrradag kom í Ijós að
hann var með slitin lið-
bönd, Alfreð var skorinn í
morgun og mun hann
verða frá keppni fram í
miðjan janúarmánuð.
Þetta er mjög bagalegt
fyrir KR-inga að missa
Alfreð þar sem hann hef-
ur verið aðal markaskor-
ari liðsins, þá er það ekki
á bætandi að bæði Konráð
Jónsson og Björn Péturs-
son eiga við meiðsli að
stríða og óvíst hvort þeir
geti leikið með KR á móti
Þrótti á fimmtudaginn.
röp—.
Athugasemd
frá Jóni
í fyrradag setti þýski
umboðsmaðurinn Willy
Reinke sig i samband við
Trausta Haraldsson lands-
liðsmann í knattspyrnu og
bað Trausta að koma til
Þýskalands til viðræðu við
þýska liðið Stuttgart
Kickers.
Er Timinn hafði samband við
Trausta i gærkvöldi þá var hann i
óða önn að pakka niöur þvi hann
hélt til Þýskalands i morgun.
Trausti sagði að enn væri allt
óráðiö hvað yrði, þetta væri á við-
ræöustigi ennþá og timinn yrði að
leiða i ljós hvort af samningi yrði.
röp-.
Trausti Haraldsson
Jón Hermannsson knattspyrnu-
þjálfari kom að máli við iþrótta-
siðuna i gær og vildi að eftirfar-
andi yröi birt:
Vegna greinar undir nafninu'
Heyrt og Hlerað i Timanum 25.
11. 1980 vil ég taka fram eftirfar-
andi:
Engar viðræður hafa átt sér
staö milli min og Þróttar Nes-
kaupstað um þjálfun m.fl. i knatt-
spyrnu.
Þessi frétt er þvi tilhæfulaus
með öllu.
við Stuttgart?