Tíminn - 29.11.1980, Page 3
Laugardagur 29. nóvember 1980
tar ■ ' ^
3
AB — 1 dag er merkisdagur I út-
gerðar- og fiskvinnslusögu
Djúpavogs. Klukkan 14.00 i dag
verður frystihúsið á Djúpavogi,
Búlandstindur hf. vigt við hátlð-
lega athöfn. Viðstaddir athöfnina
verðá auk fbúa Djúpavogs, heistu
framámenn samvinnu-
hreyfingarinnar, fyrrverandi
framkvæmdastjórar frystihúss-
ins, fyrrverandi og núverandi
þingmenn kjördæmisins og for-
stjóri Fiskveiðasjóðs.
Frystihús þetta verður eitt full-
komnasta frystihús landsins,
tölvuvætt og tæknilega fullkomið.
Það er vel viðeigandi að vígsla
þessifari nú fram,þviá þessuári
eru 60 ár liðin frá stofnun Kaupfé-
lags Berufjarðar, en það er ein-
mitt einn aðaleigandi frystihúss-
ins.
Landsþing FÍB:
Djúpivogur:
Nj it frys itihús
Búlandstinds
Ví{ rt forn ílega
Leiðrétting
t viðtali við Erlend Einars-
son forstjóra Sambandsins i
blaðinu I gær urðu þau mis-
tök að orð féll niður I einni
setningunni þannig að merk-
ing hennar breyttist. Setn-
ingin var: „Það vita allir
sem setja sig inn í málin, að I
flestum tilfellum koma
tekjurnar sem nægja til þess
að”... en þarna á orðið
„ekki” að koma á eftir
„tekjurnar”
Biðjum við veivirðingar á
þessum mistökum.
Tímarit
Þroska-
hjálpar
komið út
EKJ — Starfsemi Landssamtak-
anna Þroskahjálpar er margþætt.
Samtökin gefa út m.a. timarit
sem kemur út einu sinni á ári.
Timaritið er mest kynningarrit, á
starfsemi, þjónustu og nýjungum
sem koma, gagnmerkt fyrir að-
standendur þroskaheftra ernauð-
synlegt að vita skil á.
t nýjasta hefti Þroskahjálpar
eru birt ný lög sem tóku gildi i
byrjun þessa árs, sem marka
mikil timamót, i' málum þroska-
heftra, þar sem miðað er að þvi
að þroskaheftir skuli njóta sama
jafnréttis i reynd á við aðra þjóð-
félagsþegna. 1 timaritinu eru
kynntar þjónustustofnanir
þroskaheftra, fréttir frá Lands-
þingi 1979, grein um nám og störf
þroskaþjálfa, grein um árið 1981,
sem Sameinuðu þjóðirnar hafa
valið: Ar fatlaðra, og fleira efni.
Cr myndiðatima i
Öskjuhliðarskóla
á notkun bílbelta
Frá Landsþingi F.t.B. sem haldið var f Borgarnesi
Breyting á rekstri
Norrænu félaganna
— samþykkt á fundi Sambandsstjórnarinnar
— Framkvæmdastjóranum sagt upp starfi
BSt — A fundi I stjórn Sambands
Norrænu félaganna a tslandi,
sem haldinn var sl. laugardag,
var samþykkt ályktun um
breytingu á rekstri Norrænu
félaganna á tslandi. i ályktun-
inni, sem samþykkt var sam-
hljóöa á fundinum, fólst m.a., aö
framkvæmdastjóra Sambands-
ins, var sagt upp störfum.
Alyktunin cr svohljóðandi:
„Sambandsstjórn Norrænu
féiaganna á islandi telur brýna
nauðsyn á aö endurskipuleggja
skrifstofuhald og rekstur Nor-
ræna félagsins með hiiðsjón af
þeim mikla kostnaði, sem nú-
verandi skipan hefur i för með
sér. óhjákvæmilegt er, að hjá
félaginu starfi áfram skrifstofu-
maöur I fullu starfi, auk þess
sem nauðsynlegt má telja, að
stjórnarmaður i framkvæmda-
ráði sinni ýmsum fram-
kvæmdastörfum. Þar sem
framkvæmdaráð hefur nú
ákveðið að tölvuvæða hluta af
skrifstofustörfum félagsins tel-
ur sambandsstjórn ekki þörf á,
aö i þágu þess starfi sérstakur
framkvæmdastjóri allt árið um
kring, svo sem átt hefur sér stað
undanfarln ár. Þess vegna
ákveður sambandsstjórnin að
leysa framkvæmdastjórann frá
störfum, frá og með í. desem-
ber n.k., en hann njóti launa i
þrjá mánuði frá og með 1. des.
1980 aö telja, samkvæmt al-
mennri venju, þó hvorki bif-
reiöastyrks né simakostnaöar.”
Þessi tillaga var samþykkt
samhljóða á fundinum af þeim
sem þennan fund sátu, en þeir
voru: Grétar Unnsteinsson,
skólastjóri i Hveragerði, Gylfi
Þ. Gislason fv. ráðh., form.
Norræna félagsins i Reykjavik,
Vilhjálmur Skúlason, prófessor
i Hafnarfiröi, Þorvaldur Þor-
valdsson, kennari á Akranesi,
Karl Jeppesen, sem er i fram-
kvæmdastjórninni og Hjálmar
ólafsson, ólafur Guðmundsson,
skólastjóri á Egilsstöðum. Auk
þess er i stjórninni Báröur Hall-
dórsson á Akureyri, en hann var
veðurtepptur, en hann heyröi
tillöguna simleiðis og sam-
þykkti hana þannig.
BS— Það kom fram á landsþingi
Félags islenskra bifreiöaeigenda,
scm haldið var i Borgarnesi 7.-9.
nóvember s.L, að tsland er eitt
Norðurianda þar sem ekki hefur
orðið fækkun á slysum i umferð-
inni undanfarin ár. Mikið var rætt
á þinginu um hvcrjar væru helstu
orsakir hinnar háu tiðni umferða-
slysa hér á landi. Gerðar voru
samþykktir um öryggismál og
eru þessar helstar:
Samþykkt var ályktun þess
efnis, að mælt skuli með, að notk-
un bilbelta verði lögboðin.
Hvatt var til að aukin verði lög-
gæsla i umferðinni og tækni-
búnaður á þvi sviði gerður sem
bestur.
Lögð verði aukin áhersla á nán-
ari rannsóknir á orsökum um-
ferðarslysa, og itrekaðar voru
ábendingar F.t.B.um að taka upp
„punktakerfi” i sambandi við
eftirlit með umferðarlagabrot-
um. Reglum um ökuleyfis-
sviptingar verði breytt, og taka
þurfi upp aukna skyndiskoðun
bifreiða.
Landsþingið lagði mikla
áherslu á það, að hraðað veröi
lagningu bundins slitlags á vegi
landsins, og benti þingið m.a. á,
að arðsemi bundins slitlags á vegi
er meöal arðvænlegustu fjárfest-
inga sem völ er á og kemur allri
þjóðinni að gagni.
Landsþing F.l.B. 1980 átelur
harðlega þær geigvænlegu
skattaálögur, sem lagðar eru á
bifreiðaeigendur og verðhækkan-
ir sem orðið hafa á bensini að
undanförnu.
Mörg önnur mál voru rædd á
þinginu og kosnar nefndir til aö
fara með veigamestu mála-
flokka.
Ný stjórn var kosin og hlutu
þessir kosningu: Arinbjörn Kol-
beinsson læknir, Tómas H.
Sveinsson viðskiptafræöingur,
Sturla Þórðai;son lögfræðingur,
Daviö Gunnarsson verkfræðing
ur, Þórarinn Óskarsson deildar-
stjóri.
Gestur landsþingsins að þessu
sinni var ólafur Ólafsson land-
læknir, og flutti hann erindi um
umferðarslys og notkun bilbelta.
Fulltrúar á þinginu voru alls 31
frá öllum héruðum landsins.