Tíminn - 29.11.1980, Qupperneq 5

Tíminn - 29.11.1980, Qupperneq 5
5 Laugardagur 29. nóvember 1980 Árnagarði berst vegleg gjöf: EBUÐ FYRIR FRÆÐIMENN í NORRÆNUM FRÆÐUM EKJ — llandritastofnun Arna Magnússonar hefir veriö gefin höföingleg gjöf, sem er ibúö Þöru Vigfúsdóttur og Kristins E. Andréssonar. Af þvi tilefni var efnt til blaöamannafundar, þar sem Jónas Kristjánsson rakti ævi og störf Kristins og tók viö Iyklum aö Ibúöinni úr hönd Höllu Hallgrimsdóttur, fóstur- dóttur Þóru. Þóra S. Vigfúsdóttir andaðist fyrr á þessu ári, og arfleiddi Stofriun Árna Magnússonar aö ibúðsinni að Hvassaleiti 30hér i borg. Þaðskilyrði fylgir gjöfinni að ibúðin verði notuð sem heimili fyrir erlenda eða inn- lenda fræðimenn sem vinna að norrænum fræðum. Ibúðin er gefin til minningar um eigin- mann Þóru, Kristinn E. Andrés- son, og skal vera við hann tengd. < Kristinn E. Andrésson var mikill áhugamaður um endur- heimt handritanna frá Dan- mörku. Hann átti sæti i ,,samninganefnd Dana og Islend- inga, af hálfu Sósialistaflokks- ins eftir heimsstyrjöldina, og beitti sér þar af alefli að lausn handritamálsins. Siðar sat hann i handritanefndinni sem hér starfaði uns lausn var fengin á handritamálinu 1961, er danska þingið samþykkti afhendingu handritanna. Bæði hjónin voru sem endranær einhuga i þessu tbúöin er f þessu húsi viö Hvassaleiti 30 máli og Stofnun Arna Magnús- sonar mun kenna ibúðina við þau bæði. „Ekki þarf að orðlengja hvi- likur fengur Arnastofnun og is- lenskum fræðum er að þessari gjöf,” sagði dr. Jónas Kristjánsson er hann þakkaði gjöfina. „Jafnframt þvi sem handritin berast heim til Islands fjölgar stöðugt þeim erlendum fræðimönnum sem hingað leita um lengri eða skemmri tima til rannsóknarstarfa við stofnun- ina. Vinnuskilyrði eru góð i Arnagarði, en fram að þessu hefur ekki verið unnt að bjóða erlendum gestum neitt húsnæði til ibúðar. Nú er úr þvi bætt með þessari höfðinglegu gjöf. Og handritafræðingar eru boðnir velkomnir, ekki aðeins til starfa i Arnastofnun á íslandi heldur og til vistar i ibúð Þóru og Krist- ins. Fyrst um sinn munu búa þar erlendir fræðimenn.” „Mér segir svo hugur um aö Ibúðin verði fullsetin,” sagði Jónas ennfremur, „en ef okkur Hjónin Kristinn E. Andresson og frú Þóra S. Vigfúsdóttir, en Þóra arfleiddi Arnagarö aö ibúö þeirra hjóna i minningu Kristins E. Andréssonar. tekst ekki að fylla hana af hand- ritafræðingum, þá ber þess að gæta að Árnastofnun svo ná- tengd sem hún er Háskóla Is- lands, mun ljá skólanum afnot af ibúðinni”. Þrir menn skulu ákveða hverjir búa i ibúðinni á hverjum tima, sem eru: Forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar, einn tilnefndur af háskólarektor og einn af stjórn Bókmennta- félags Máls og Menningar, en eins og alþjóð veit, þá stofnaði Kristinn E. Andrésson það fé- lag. Beinar greiöslur lána og bóta til bænda: Undirbúningi ekki lokið — þingsályktanir ótímasettar JSG — Tvær fyrirspurnir um framkvæmd þingsáiyktana ann- ars vegar um greiöslu afurðalána og rekstrariána og hins vegar greiöslu útfiutningsbóta og niöur- greiöslna, beint til bænda, voru ræddar á Alþingi á þriðjudag. Eyjólfur Konráö Jónsson bar fram þessar fyrirspurnir, en hann haföi staðið aö fyrrnefnduin þingsályktunum, sem samþykkt- ar voru á Alþingi i mai 1979. Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra, svaraði fyrri fyrir- spurninni, og sagði frá bréfa- skiptum landbúnaðarráðuneytis og þriggja banka, Búnaðarbanka, Landsbanka og Seðlabanka um hvernig reglur mætti setja til að tryggja að bændur fengju afurðar og rekstrarlán ihendur um leið og þau væru veitt. Bankarnir telja ýmsa annmarka á að taka upp beinu greiðslurnar. í fyrsta lagi Stærsta skipulega átakið í kynningu á landinu og útflutningi þess AM — Nú er ákveöið aö Feröamálaráö, Flugleiöir, samtök útflytjenda og utan- rikisþjónustan standi fyrir mjög viötækri og almennri kynningu á Islandi og út- flutningsvörum á næsta ári i fjórum löndum. Heimir Hannesson for- maður Ferðamálaráðs sagði okkur aðhér ræddi um þrjár borgir i Sviþjóð, amk. tvær borgir i Þýskalandi, tvær borgir i Bandarikjunum og tvær borgir i Bretlandi. Verður þetta hið stærsta og skipulegasta átak sem til þessa hefur verið gert i slik- um efnum. Þá sagði Heimir ákveðið að meðan stendur á heim- sókn forseta Islands til Dan- merkur sem fyrirhuguð er i vetur, muni ráðiö efna til umfangsmikillar kynningar á Islandi i Danmörku. telja þeir að eingöngu sé hægt að veita afurðalánin til sláturleyfis- hafa, þar sem þeir hafa i vörslu sinni vörurnar er lánað er út á. Þar með er ekki sagt að andvirði lánanna gætu ekki runnið beint til bænda, mæltu lántakendur svo fyrir um. 1 öðru lagi telja bankarnir nær útiiokað að hver bóndi verði lántakandi rekstrar- lánanna: sllkt hefði mikla vinnu og kostnað i för með sér fyrir bændur og lánastofnanir. Þá væri þess að gæta að rekstrarlán væru greidd af afurðalánum, sem greidd eru út á haustin og þvi væri eðlilegt að lántakandi beggja lána væri sá sami, þ.e. sláturleyfishafar eða umboðs- menn þeirra. Viðskiptaráðherra skýrði frá þvi að nefnd sem vinnur að endurskoðun á afurða og rekstrarlánum, og i eiga sæti m.a. fulltrúar þingflokka, Stétta- sambands bænda, sláturleyfis- hafa, Seðlabanka Islands, Búnaðarbanka Islands, og Lands- banka tslands, hefði fengið það hlutverk að gera tillögu um breytingar á afgreiðslu lánanna i samræmi við ályktun Alþingis. Formaður nefndarinnar er Vil- hjálmur Hjálmarsson. Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, svaraði siðari fyrir- spurninni um greiðslur út- flutningsbóta og niðurgreiðslna, og sagði enn ekki hafa fundist heppilegt fyrirkomulag um bein- ar greiðslur þeirra. Leit að sliku fyrirkomulagi væri i höndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, en verkið gengi hægt vegna skorts á vinnuafli hjá ráðinu. Hann nefndi þó að i bráðabirgðakönnun Framleiðsluráðsins hefði komið fram að við að taka upp beinu greiðslurnar gæti kostnaður auk- ist nokkuð, þannig að litrinn af mjólk hækkaði um 70 krónur, en kiló af dilkakjöti um 486 krónur. ( Eyjólfur Konráð kvað allt of 'langan tima hafa liðið án þess að vilja Alþingis hafi verið komið i framkvæmd. Hann kvað bankana eiga aðhlita þvi sem Alþingi hefði mælt fyrir um. Páll Pétursson sagði að sér kæmi ekki á óvart þó nokkurn tima þyrfti til að koma þingsályktuninni um útflutnings- bætur og niðurgreiðslur i fram- kvæmd. Allar umsagnir um hana hefðu verið neikvæðar og bændur hvergitekiðundirhana. „Égverð þvi að biðja Eyjólf Konráð um að sýna nokkra biðlund”, sagði Páll, „en að segja að lög landsins séu brotin þó að ekki sé búið að fram- kvæma þetta er nú of langt gengið, þvi eins og komið hefur fram var tillagan ótimasett og svona heldur i lausara lagi”. ,Hagkvæm orkunotk- un í sjáv- arútvegi’ Prófessor Valdimar K. Jónsson flytur fyrirlestur á vegum Verkfræöistofnunar Háskóla íslands þriðjudaginn 2. desem- ber. Fyrirlesturinn nefnist „Hagkvæm orkunotkun í sjávarút- vegi" og fjallar um svartoliunotkun, siglingarhraða og rétta notkun á skrúfum m.a. Fyrirlesturinn verður haldinn i húsi verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla tslands við Hjarðarhaga i stofu 158 og hefst kl. 17:15. Þessi fyrirlestur er annar i röð fyrirlestra til kynningar á starfsemi Verkfræðistofn- unar. Næsta fyrirlestur held- ur dr. Þorgeir Pálsson, dó- sent, 22. janúar 1981 og fjall- ar um tölvukerfi islensku flugstjórnarmiðstöðvarinn- ar. Vaidimar K. Jónsson. Nýskipaður sendiherra Ungverjalands, Dr. Laszlo Nagy afhenti i gær for- seta íslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Ólafi Jóhannessyni utanríkis- ráðherra. Siðdegis þá sendiherrann boð forseta að Bessastöðum ásamt fleiri gestum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.