Tíminn - 29.11.1980, Side 6
6
Laugardagur 29. nóvember 1980
1lV <$■
%mmm
Útgefandi: Framsóknarflukkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrlmur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Hitstjórnarfull-
trúi: Oddur V. ölafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson.
Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur,
Stefánsdóttir, Elisabet Jökulsdóttir, Friörik .ndriöason, Friöa
Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur IlelgaJóttir, Jónas Guö-
mundsson, Jónas Guömundsson < Alþing), Kristin Leifsdóttir,
Hagnar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einars-
son, Guöjón Hóbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria
Anna Þorstejnsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300.
Kvöldsimar: 86387,86392.—Verö I lausasölu : kr. 280. Askriftar-
gjald á mánuöi: kr. 5500.— Prentun: Blaöaprent hf.
Ný forusta Alþýöu-
sambandsins
Þing Alþýðusambandsins, sem lauk störfum i
gær, getur átt eftir að marka timamót i sögu þess.
í fararbrodd hafa valizt menn úr nýrri kynslóð og
vafalitið með ný viðhorf og ný sjónarmið.
Það hefur verið notað eitthvað gegn þeim Ás-
mundi Stefánssyni og Birni Þórhallssyni, að þeir
séu háskólagengnir menn. Þetta er úrelt viðhorf.
Það var eðlilegt, að fyrstu frumherjar verkalýðs-
samtakanna væru úr hópi verkamanna. Þó lögðu
ýmsir skólagengnir menn þar hönd á plóginn.
Það má nefna Héðin Valdimarsson, sem var
þróttmesti leiðtoginn sem Dagsbrún hefur átt.
Þeir Jónas Jónsson og Ólafur Friðriksson voru að
visu ekki með háskólapróf, en þeir voru eigi að sið-
ur skólagengnir á þeirra tima mælikvarða. Þeir
höfðu forustu um stofnun Alþýðusambandsins og
hefði það vart komizt á legg á þeim tima, ef þeirra
hefði ekki notið við.
Kjarabarátta verkalýðssamtakanna er nú háð á
öðrum grundvelli en áður. Þá var glimt við harð-
skeytta atvinnurekendur, sem högnuðust óeðlilega
á vinnu starfsfólks sins. Nú er hins vegar oft glimt
við atvinnurekendur, sem berjast i bökkum, svo að
ekki sé meira sagt.
Nú er oft og tiðum ekki minna mikilvægt að
tryggja atvinnuöryggið en kaupmátt launanna.
Þegar þannig er komið, skiptir miklu máli, að for-
ustu verkalýðssamtakanna skipi menn með rika
þekkingu á efnahagsmálum og séu fullkomlega
jafningjar fulltrúa atvinnurekenda á þvi sviði.
ÞeirÁsmundur Stefánsson og Björn Þórhallsson
hafa lengi unnið saman og gengið vel. Hin nýja
stjórn Alþýðusambandsins, sem þeir veita forustu,
er eins konar þjóðstjórn. Á erfiðum og viðsjár-
verðum timum er mikilvægt, að samheldni geti
verið sem mest innan verkalýðssamtakanna og
fullt jafnvægi milli flokkslegra sjónarmiða.
Verkalýðssamtakanna biða mikil og mörg veík-
efni á næstu árum. Þar þarf bæði að fást við dæg-
urmál og framtiðarmál. Dægurmálin eru að
tryggja atvinnuöryggið og kaupmáttinn, en það
verður ekki gert, nema taumhald náist á verðbólg-
unni. í þvi starfi verða verkalýðssamtökin að eiga
drjúgan þátt, ásamt vinnuveitendum og rikisvald-
inu.
Framtiðarmálin eru að endurbæta lifeyrissjóða-
kerfið og undirbúa lausn þess vanda, sem fylgir
þeirri tæknibyltingu, sem nú fer um heiminn. Þar
er á ferðinni stærra vandamál en menn gera sér
yfirleitt ljóst enn sem komið er.
Það er vel ráðið, að nýir menn skulu veljast til
að fást við þessi miklu og erfiðu viðfangsefni.
Nokkrir eldri menn og reyndari menn eru með i
förinni, þótt ýmsir úr þeim hópi hafi dregið sig i
hlé. Þannig þurfaáhugi og þekking hinna ungu og
reynsla og aðgætni hinna eldri að haldast i hendur.
Að óreyndu hljóta menn að gera sér góðar vonir
um hina nýju stjórn Alþýðusambandsins og óska
henni velfarnaðar.
Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Yfirlýsing Machels og
Brésnjefs vekur umtal
Hafa Rússar náð fótfestu í Mósambík?
NÝLEGA er lokiö heimsókn
Samora Machel, þjóöhöföingja
Mosambik, til Moskvu, þar sem
hann ræddi viö Brésnjef forseta
og fleiri ráöamenn austur þar.
Aö heimsókn Machels lokinni
var birt sameiginleg yfirlýsing
hans og Brésnjefs. Yfirlýsing
þessi hefur vakiö talsveröa at-
hygli vestrænna fréttaskýr-
enda, því Machel tekur öllu
meira I streng meö Brésnjef en
þeir áttu von á. Sumir frétta-
skýrendanna velta þvi nú fyrir
sér, hvort Mósambik sé aö
veröa nýtt fylgiriki Sovétrikj-
anna.
Fyrir Sovétrikin væri þaö
vissulega mikill ávinningur, þvi
aö Mósambik getur haft mikla
hernaöarlega þýöingu.
Strandlengja Mósambik
meöfram Indlandshafi er hvorki
meira né minna en 2000 milur.
Þar eru ágætar hafnir eins og
Maputo (áöur Lourenco Marqu-
es), Beira og Nacala. Erlent
riki, sem heföi aögang aö þess-
um höfnum fyrir flota sinn, gæti
oröiö mikils ráöandi á suöur-
hluta Indlandshafs.
Undan ströndinni liggja
eyjar, þar sem hægt er aö hafa
flugvelli og radarstöövar.
Hernaöarlegar stöövar þar
gætu oröiö mjög mikilvægar.
Samora Machel
EF LITIÐ er á útdrátt úr yfir-
lýsingu þeirra Machel og Brés-
njefs, sem rússneskar frétta-
stofur hafa birt, mætti vissulega
halda, aö samstaöa Mósambík
og Sovétrikjanna væri oröin all-
náin. 1 útdrætti APN segir á
þessa leiö:
„Báöir aöilar lýstu áhyggjum
sinum vegna ástandsins I Af riku
og tilraunum sem geröar væru
til aö koma af staö deilum og til
ihlutunar i innanrikismál rikja
þar, jafnframt þvi sem Banda-
rikin héldu áfram aö auka vig-
búnaö sinn á þessum slóöum.
„Allt þetta ógnar friöi og öryggi
rikja i' Afriku”, segir i álits-
geröinni.
Aöilar bentu á nauösyn þess
aö slökunarstefnan næöi fót-
festu i öllum heimshlutum, þar
á meöal i Afriku. Þeir bentu á
nauösyn þess aö gera Afriku aö
kjarnorkulausu svæöi og lýstu
stuöningi sinum viö kröfur
strandrikja viö Indlandshaf um
aö friölýsa bæri þaö haf fyrir
öllum hernaöaraögeröum og aö
fjarlægja bæri þaöan allar
erlendar herstöövar, en allt
þetta dgnaöi öryggi og sjálf-
stæöi strandrikjanna i þessum
heimshluta.
Sovétrikin og Mosambik for-
dæma þá stefnu aö eyöileggja
slökunina og hefja nýja hring-
rás vigbúnaöarkapphlaups, og
benda á aö mikla nauösyn beri
til aö viöhalda þeirri slökun i
alþjóöasamskiptum sem
áunnizt hafi, og aö efla beri
alþjóölega samvinnu.
Báöir aöilar fordæmdu harö-
lega hervæöingarstefnu Banda-
rikjanna og hernaöarumsvif
þeirra viö Persaflóa og i Miö-
Austurlöndum. Aöilar létu I ljós
miklar áhyggjur vegna styrj-
aldarinnar milli Irans og Iraks
og sögöu aö brýna nauösyn bæri
til aö finna pólitiska lausn á
henni hiöallra fyrsta.yröu rikin
sjálf aö setjast aö samninga-
boröi og finna lausn á ágrein-
ingsefnum sinum, án utan-
aökomandi ihlutunar. Aöilar
létu I ljós samstööu sina meö
afgönsku þjóöinni, sem reynir
aö viöhaida sjálfstæöi fööur-
lands sins. Aöilar lýstu einnig
samstööu sinni meö baráttu
þjóöa Vletnam, Kamputseu og
Laos gegn heimsvaldastefnu og
afturhaldi, og fyrir friöi i
Suöaustur-Asiu.”
SÉ ÞESSI útdráttur athug-
aöur nánar, kemur i ljós, aö sitt-
hvaö vantar i yfirlýsinguna,
sem RUssar heföu gjama viljaö
hafa I henni. Þaö er t.d. ekkert
beint vikiö aö Kinverjum, en
Kinverjar hafa veitt Mósambik
verulega aöstoð.
Þaö kemur hvergi fram neinn
stuöningur viö Eþiópiu, sem
Rússar reyna aö koma aö sem
viðast. Þaö er lika opinbert
leyndarmál, aö Mósambik hefur
veitt hinni sósialisku upp-
reisnarhreyfingu i Eritreu
verulega aöstoö.
Þaö, sem segir um Afgan-
Machel og Brésnjef
istan, má lika túlka á ýmsa
vegu.
Þá er hvergi minnzt á Zim-
babwe, en Machel fór lofsam-
legum oröum um stjórnina bar i
ræðum, sem hann hélt I Moskvu.
Uppreisnarhreyfingin, sem
sigraöi i' Zimbabwe, hafði bæki-
stoðvar sinar i Mósambik og
naut styrks Kinverja. Hin
hreyfingin, sem beiö ósigur,
haföi bækistöövar sinar i Zam-
biu og var studd af Rússum.
Valdhafar Mósambik sýndu
meö þessu, aö þeir vildu ekki
siöur eiga gott samstarf viö
Kinverja en RUssa og viö þaö
hafa þeir siöarnefndu taliö rétt
aö sætta sig.
Orörómur hefur ööru hvoru
gosiö upp um þaö, aö Rússar
væru búnir að fá hernaöarlegar
bækistöövar i Mósambik, en
Machel hefur jafnan svaraö
meö þvi aö bjóöa erlendum
blaöamönnum aö heimsækja
umrædda staöi, en þeir jafnan
gripiö i tómt.
Samvinna Sovétrikjanna og
Mósambik rekur rætur til þess,
aö Rússar veittu uppreisnar-
hreyfingunni gegn yfirráöum
Portúgala, Fremlimo, sem nú
er stjórnarflokkurinn, veru-
legan stuöning, en vesturveldin
studdu Portúgal i lengstu lög.
Eftir aö Mósambik öölaöist
sjálfstæöi 1975, hélt aöstoð
Rússa ekki aöeins áfram,
heldur jókst.Vestrænu rikin hafa
veitt Mósambik litia aöstoð, aö
undanskildum Noröurlöndum.
Þaö hefur frá upphafi verið
yfirlýst stefna Machels, aö
Mósambik væri óháö riki, sem
ætti ekki aöild aö neinum
hernaöarlegum bandalögum.
Mikil áherzla hefur veriö lögö á
friölýsingu Indlandshafs, eins
og yfirlýsing þeirra Brésnjefs
og Machels ber merki.
För Machels til Moskvu og
yfirlýsing hans og Brésnjefs,
mun ekki sizt rekja rætur til
þess, aö vestræn riki hafa mjög
sparað stuöning sinn viö
Mósambík. Þaö hefur ýtt stjórn-
inni þar til meira samstarfs viö
Rússa en ella. En þaö þarf ekki
aö þýöa, aö hún vilji vera háö
Rússum eöa sé þaö.
Þetta myndi vafalitiö koma
betur I ljós, ef þau vestræn rfki,
sem mest mega sin, hættu aö
einangra Mósambik og veittu
landinu aukna aöstoö. Gömul
tortryggni i garö þeirra ræður
miklu um, aö Machel hefur
hallaö sér aö Rússum.