Tíminn - 29.11.1980, Síða 7
Laugardagur 29. nóvember 1980
7
LSiiii!'!'
Matthías í úrvali
Matthias Jóchumsson
Ljóö
tJrval.
Ólafur Briem bjó til prentunar.
Rannsóknastofnun i bók-
menntafræði og Menningar-
sjóöur.
Þetta er, svo sem vænta má,
vönduð útgáfa meö skrá yfir
allar útgáfur á verkum skálds-
ins og ritgerðum um það og
hefur Ólafur Pálmason tekið
saman en það yfirlit tekur 22
blaðsiður. Framan við ljóð-
mælin er itarleg ritgerð um
skáldið og skáldskap hans eftir
Ólaf Briem. Sú ritgerö erröskar
80 blaðsiður meö drjúgu letri.
Aðdáendur Matthiasar munu
fagna þessari útgáfu. Enda þótt
margt hafi verið skrifað vel um
Matthias er fæst af þvi á mark-
aði nú. Auk þess er vafasamt að
gerð hafi verið jafngóð yfirlits-
ritgerð um hann og þessi. Ekki
hef ég talið saman hversu
margartilvitnanir eru i ummæli
annarra en þær eru margar og
sýnir það tvennt: Að höfundur
hefur vandlega lesiö ritgeröir
um skáldið og kunnað að njóta
þess.
1 hugum þeirra sem hand-
gengnir eru islenskum ljóðum
frá nitjándu öld mun geymast
nokkuð glögg mynd af séra
Matthiasi. Flestir myndu nefna
hann fyrstan ef spurt væri um
innblásin skáld. Enginn neitar
tilþrifum hans þegar andinn
kom yfir hann. Hann var hrif-
næmur tilfinningamaður, mis-
tækur i skáldskap að visu en
mikilvirkur svo að tók flestum
fram. Það orð hefur einnig legið
á að hann væri litill staðfestu-
maður i skoðunum.
Ólafur Briem haggar litt við
þessum skoðunum i ritgerð
sinni nema staðfestuleysinu.
Þar vitnar hann m.a. i þessi
ummæli Guðmundar Hannes-
sonar um skáldiö:
„Hann er allra heimspekinga
vinur, en engum trúr”. TUlkun
sliks manns var svo fjölbreytt
að menn fundu ekki alltaf hið
sameiginlega, þráðinn sem
aldrei slitnaði.
Matthias var frábærlega
mælskur. "i ræðum hefur mér
fundistaö mælskanbæri andann
stundum ofurliði. Vera má að
stundum gæti þess i ljóðum en
oft eru þar upptalningar af
snilldarlegri mælsku:
dilla, blinda, töfra, trylla
— hið, tvista, gleymda, hrakta,
spillta, pinda
— að frelsa, leysa, hugga, sefa,
græða.
Hvaða skáld annaðhefur haft
mælsku tii að raða sagnorðum
eða lýsingarorðum þessu likt
þannig að yrði skáldleg
snilldartilþrif?
Ólafur Briem fjallar auðvitað
um þekkingu og skilning skálds-
ins á sögunni. Það er áberandi
hve næmur Matthias hefur oft
veriðá aðalatriði sögunnar. Ég
veit ekki hvort breytingunum
örlagariku I byrjun sextándu
aldar hefur verið betur lýst á
jafnfáum orðum en Matthias
gerði I flokknum um Hólastifti:
Núfara menn um þvera jörð að
þreyta skeiö,
til Ameriku og Indialands er
opin leið.
Mát hringakrynjum bændur
setja byssuhlaup,
og ránsherranna, „borgir”
bjóða bestu kaup.
Sem drifa fljúga fáséö rit með
frjálsa mennt,
sjálf bömin kunna lærdómsríkt
að lesa prent.
Og skáldin kveða kerskinn óö
um klerk og múk,
sjálf kirkjan þykir orðin ær og
ellisjúk.
Hérerminnt á heimsmyndina
nýju, prentið og púðriö og
hvernig þetta raskaði fornum
hugmyndum og valdahlut-
föllum. Og I kjölfar siðaskipt-
anna á Islandi segir skáldið I
sama flokki:
En ljósið færði lika reyk,
og langt vor enn að biða,
Þvi kónginum fyrr en Kristi
varð að hlýða.
Og fólkið draup og kóngi kraup,
þótt kirkjan þess ei biðji.
„Frelsi oss Kristján Friðriksson
hinn þriðji”.
Þessi yfireýn Matthiasar og
næmleiki hans fyrir aðalat-
riðum segja svo viða til sin i
ljóðum hans að þau eru mjög
einkennandi.
Það er býsna vlöa sem ein-
Matthfas Jochumsson
kenni hins mikla sjáanda koma
fram í þeim kveðskap Matt-
hlasar sem aldrei er tekinn I úr
val. Það finnum við I heildarút-
gáfum. Ég held aö þetta úrval
gefi rétta og fulla mynd af
skáldinu eftir þvi sem úrval gefi
rétta og fulla mynd af skáldinu
eftir þvi sem úrval getur gert.
Auðvitað finnst okkur aö ýmis-
legt heföi komið til greina aö
vera með og svo er jafnan. Ég
heföi t.d. mælt meö þvi að erfi-
ljóðiö eftir Þorvald Sigurjóns-
son á Laxamýri hefði verið haft
með. Að visu dregur það ekki
neinn nýjan drátt I svip skálds-
ins hvað boðskap varðar.
I úrvalinu stendur:
Aldrei fýkur fis né strá
fram úr alvaldshendi
ogisannleikhvaö sem sólin skln
er sjálfur guð að leita þln.
Erfikvæöi Þorvaldar hefur
verið prentað með þeirri skýr-
ingu aöheitrof I ástamálum hafi
orðið til þess að hann svipti sig
llfi. í tilefni þess segir skáldiö:
Ó, hvað er hreysti sveina,
og hvað er trú og ást, —
mun gröfin ei hið eina,
sem engum manni brást?
Hér táknar gröfin dauða þvi
aö ýmislegt hefur farið með leg-
staði. En kvæðið endar á bæn
þar sem örvæntingu er lýst svo
að betur verður varla gert:
Og bili trú að berjast
og brotni þessi reyr,
og voninhætti að verjast
er viljinn sjálfur deyr.
Þá lát oss, Guð, ei gleyma
að gata sérhvers manns
hún enda hjá þér heima
við hjarta kærleikans.
Fullvist má telja að aðrir
nefni önnur ljóð sem þeir hefðu
kosið i þetta úrval. Um það er
ekkert aö segja. Snilld Matt-
hiasar verður aldrei tæmd i
nokkru Urvali. En hver sá sem
les þessa bók á aö vita að lestri
loknum hver Matthlas
Jochumsson var.
Sá mun vera tilgangur útgáf-
unnar.
H.Kr.
bókmenntir
Lýsing
tuttugustu aldar
Erlingur Daviðsson skráði.
Aldnir hafa orðið.
Frásagnir og fróðleikur.
Bókaútgáfan Skjaldborg.
Þetta er niunda bindið i flokk-
num og það segir að sjálfsögðu
nokkuð til um vinsældir hans.
Það eru sjö sögumenn I þessu
bindi eins og herju hinna svo að
samtals eru þeir þá orönir 63
sem þennan flokk fylla. Ekki er
aðsjá neina afturför i mannval-
inu a.m.k. eru konurnar tvær i
þessu bindi -sögumenn sem
vekja áhuga. öll hafa þau
reyndar ýmislegt athyglisvert
að segja þó að misjafnlega
nýstárlegt sé. Þaö er engin von
að komi nýjar opinberanir frá
hverjum sögumanni.
Vel má vera að einhverju
skeiki á stöku stað um minni
manna um ártöl og aðrar tölur
og þess háttar. Þannig er það nú
oft og raunar er það löngum svo
aðmennslá varnagla og sgja aö
mig minnir.
Mikill fróðleikur um þjóðlíf
þessarar aldar er samankominn
I þessu ritverki. Vissulega er
gott til þess aö vita að slikar
bækur séu vinsælar og mikið
lesnar einmitt á þeim timum er
margur uggir um tengslin við
fortiðina og þjóðlegar erfðir.
Staðgóð þekking á þróun mála
frá morgni aldarinnar ætti að
treysta tengslin og skerpa skiln-
ing á þvi sem viö erum sprottin
frá. Og sfst er vanþörf á þvi.
Það kemur greinilega fram i
þessum minningaþáttum hve
riker trúin á máttaröfl utan viö
manninn sjálfan. Sagt er frá
ýmiskonar vitrunum og bend-
ingum meira og minna örlaga-
rikum. Það er mörgum manni
þáttur úr lífsreynslu að hafa
þreifað á slíku með einum og
öðrum hætti. Þessar frásagnir
eru heimild um líf og lifsskoðun,
llfsreynslu og trú engu siður en
kjör og afkomu.
Hér verður ekki rætt um mun,
sögumanna eöa reynt að raða
þeim eftir einhverju mati.
Bindiðstendur fyrir sinu og fyll-
iruppíþá miklu þjóðlifslýsingu
tuttugustu aldarinnar sem þetta
safn er orðið.
Væntanlega fyllir Erlingur
sjöunda tug heimildarmann-
anna á næsta ári.
Erlingur Daviðsson.
CUOBJÖRO
mm m
Viða Ixcscfi*
Im
Víða liggja leiðir
Nú sendir Guðbjörg Hermanns-
dóttir frá sér þriðju bók slna. Hún
hefur nú eignast traustan og vax-
andi lesendahóp og bækur hennar
njóta sivaxadi vinsælda. Þessi
nýja bók nennar, Vlöa liggja
leiöir, er hörkuspennandi og
bráðskemmtileg aflestrar. Það
koma margar persónur við sögu
og örlögin spinna sinn vef frá
upphafi til enda. Niðurstaðan
verður sú, að „viða liggja leiðir”
og enginn veit slna ævina” fyrir
fram. En allt fer vel að lokum
eins og ávallt I skemmtilegum
ástarsögum.
Dolli Dropi
EKJ — Dolli Dropi er agnarlltill
* dropi, sem á heima I skýi og
stofnar til kunningsskapar, bæði
við kallinn I tunglinu og mann-
fólkið á jörðinni og lendir með
þeim I ýmsum ævintýrum.
Af Dolla Dropa segir I nýút-
kominni bók eftir Jónu Axfjörð,
sem bæði hefur samið texta og
myndir. Bókin höfðar sérstaklega
til yngstulesendanna. Skjaldborg
hf. gefur bókina út, en prent-
smiðja Björns Jónssonar á Akur-
eyri hefur annast offsetprentun
og bókband. Bókin er 16 bls. að
stærö.
Þrjár „rauðar
ástarsögur”
Bókaútgáfan Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út þrjár
bækur i bókaflokknum „Rauðu
ástarsögurnar”. Alls hafa þá
komið út I þessum flokki 15
bækur. Nýju bækurnar heita
Barnlaus móöir eftir Else-Marie
Nohr, I þýðingu Skúla Jenssonar,
öriögin stokka spilin eftir Sigge
Stark, I þýðingu Skúla Jenssonar,
og Astin er enginn leikur eftir
Signe Björnberg, I þýðingu Sig-
urðar Steinssonar. „Rauðu ástar-
sögurnar” hafa notið mikilla vin-
sælda undanfarin ár og þessar
þrjár nýju bækur gefa hinum
fyrri ekkert eftir.
„Rauðu ástarsögurnar” voru
settar, prentaðar og bundnar I
Helluprenti hf.
Ég er köll-
uð Ninna
- ný ung-
lingabók
Út er komin unglingasagan Ég er
kölluð Ninnaeftir sænska höfund-
inn önnu-Gretu Winberg.IÐUNN
gefur bókina út. Höfundur sög-
unnar hefur samið allmargar
unglingabækur sem kunnar hafa
orðiðá Norðurlöndum.en þetta er
fyrsta saga hennar sem út kemur
á Islensku. — Sagan segir frá ung-
lingsstúlku sem býr hjá móöur
sinni, en faðir hennar hafði farist
af slysförum áður en hún fædd-
ist. Fjölskyldu hans hefur stúlkan
aldrei kynnst og veit fátt um
hana, enda hefur móöir hennar
aldrei viljað tala um slikt. Stúlk-
an unir þessu illa og tekur sjálf aö
aflasér upplýsinga um fööur sinn
og frændfólk.
Völundur Jónsson þýddi söguna
Ég er kölluð Ninna.Bókin er 136
blaðslður. Prisma prentaði.