Tíminn - 29.11.1980, Page 9

Tíminn - 29.11.1980, Page 9
Laugardagur 29. nóvember 1980 13 Bdkaútgáfan örn og örlygur hf hefur sent frá sér bókina: Is- lenzkar tónmenntir, eftir dr. Hallgrlm Helgason. Meö riti þessu er lagöur grundvöllur aö fræöilegum tónmenntum Islands með grundvallarrannsóknum á þeirri elztu hljómandi arfleifö, sem tslendingar hafa átt og ástundaö allt til vorra daga. Fyrir rit þetta hlaut Hallgrimur Helgason doktorsgráðu viö há- skólann I Ziirich I Sviss áriö 1954. Er rit þetta fyrsta músikvisinda- legt rit á háskólastigi, sem samiö er af Islendingi, og þvi um braut- ryðjandaverk að ræða. Iformála bókarinnar segir höf- undur m.a.: „Við Islendingar höfum löngum veriö hreyknir af fornbókmennt- um okkar. Þar hefir skerfur okk- ar til samfélags þjóöanna veriö viðurkenndur. En menning er ÍSLENZKAR TÖNMENNTIR Kvaóalög. fbrsaga þefrra bygging og flutningsháttur HaUgrimurHdgason Islenskar tónmenntir Kvæðalög, forsaga þeirra, bygging og flutn- ingsháttur eftlr dr. Hallgrim Helgason fjölstrengja harpa, og tjóar litt aö knýja aöeins einn þeirra. Streng- ur tónmennta hefir of lengi legið i þagnargildi. Afleiðing er þjóð- menningarlegt andvaraleysi, skeytingarléysi um þjóöleg verð- mæti og þar af leiðandi skortur á menningarlegri sjálfstæðis- stefnu, sem m.a. kemur fram i gagnrýnislausri upptöku lánslaga eftirýmsaerlenda höfunda, undir yfirskini tónsettra i islenzkra öndvegisljóöa. Þannig deyr út ekta þjóðlegur lifandi arfur. Upp risa undir fölsku flaggi „islenzk” alþýöulög: og mörgum íslendingi hefur orðið hált á þvi að kynna erlendis þessa söngvategund und- ir nafni íslands.” Aðalkaflaheiti ritsins eru: Galdraljóð, Edduljóð, Drótt- kvæði, Fornir dansar, Uppruni rimna, Þjóöfélagslegt gildi þeirra og Formfræði rimnalaga. I bókinni er einnig útdráttur ritáskrár Hallgrims Helgasonar, sem hefur verið mjög afkasta- mikill höfundur bæði tónverka og rita um tónmenntir. Bókin tslenzkar tónmenntir er gefin út i 599 tölusettum eintökum sem árituð eru af höfundi. Bókin er sett, prentuð og bundin hjá Waldheim-Eberle i Vinarborg. Upplag bókarinnar er aðeins 599 eintök, tölusett og árituð af höfundi og verður bókin aðeins til sölu hjá forlaginu. Söguleg bók um sögulegan atburð: Forsetakjör 1980 eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elisson Bikaútgáfan Orn og Orlygur hf. hefur sent frá sér bókina, FOR- SETAKJOR 1980, eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Ellsson. Eins og bókartitillinn ber með sér fjallar þessi bók um hið sögulega forsetakjör sem fram fór á ís- landi 29. júni 1980, en þá var Vig- dis Finnbogadóttir kjörin forseti Islands, og. varð þar með fyrsta konan sem kjörin er til þjóöhöfð- ingjaembættis i lýðræðislegri kosningu i heiminum. I bók sinni reka þeir Guöjón og Gunnar sögu forsetaembættisins á Islandi, en taka siðan fyrir for- setakjörið s.l. sumar. Er þar fyrst fjallað um kosningabaráttuna, siðan kosningarnar sjálfar, úrslit þeirra og viðbrögð bæði hér heima og erlendis. Þá er i bókinni æviágrip forseta Islands, Vigdis- ar Finnbogadóttur, fjallaö um embættistökuna og fyrsta em- bættisverk hennar sem forseti, Hrafnseyrarhátiðina, er minnst varhundruðustu ártiðar Jóns Sig- urðssonar i ágústbyrjun. Fjölmargar ljósmyndir eru i bökinni, margar þeirra i lit. Méð- al myndanna eru margar myndir úr einkasafni forsetans, Vigdisar Finnbogadóttur. Bókin FORSETAKJÖR 1980 mun einnig koma út á ensku. Nefnist sú bók Mrs. President. Þýðingu önnuðust Sonja Diego, Paul Richardson og Bogi Agústs- son. FORSETAKJÖR 1980 er sett, umbrotin og prentuð i Odda hf. en bundin i Sveinabókbandinu hf. Hönnun og útlit bókarinnar önn- uðust Guðjón Sveinbjörnsson og Ólafur Ingi Jónsson. Teikningar á fremstu og öftustu opnu bókar- innar eru eftir Hring Jóhannes- son, listmálara. 300 drykkir Setberg hefur sent frá sér hand- bókina 300 DRYKKIR. Þar er að finna kokkteila, langa drykki, toddý, bollur og óáfenga drykki, ásamt fjölda islenskra verð- launadrykkja. Sem sagt drykkir við öll tækifæri. Þessi bók er tilvalin hjáipar- hella fyrir heimabarþjóninn. All- ar tegundir drykkja er hægt aö laga með litilli fyrirhöfn: stutta og langa, 'sterka, létta og óáfenga, kalda og heita, sigilda og draumórafulla. Auk uppskriftanna 300 eru i bókinni litmyndir og teikningar. 300 DRYKKIR Kokkteilar, langir drykklr, toddý.bollur óáfengir... Fjöldi íslenskra verðlaunadrykkja S&non Sigurjónsson barþjónn í Nausti annaðist útgáfu bókarinn- ar. Auglýsingasími Tímans 86-300 íslenskt orðtakasafn 2. bindi eftir Halldór Halldórsson - Önnur útgáfa aukin Almenna bókafélagið hefur gef- ið út I annarri aukinni útgáfu sið- ara bindi tslenzks orðtakasafns eftir Halldór Halldórsson, pró- fessor. 1 fyrra kom út slik aukin útgáfa af fyrra bindi þessa verks. I kynningu á kápu verksins stendur m.a. „Islenskt orötaka- safn er samið og búið til prentun- ar af einum fremsta málvisinda- manni þjóðarinnar, dr. Halldóri Halldórssyni prófessor... I ritinu er að finna meginhluta islenskra orðtaka, frá gömlum tima og nýj- um, og er ferill þeirra rakinn til upprunalegrar merkingar. ts- lenzkt orðtakasafn ... er ómiss- andi uppsláttarrit námsmönnum, kennurum og öðrum, sem leita þekkingar á tungu sinni, og jafn- framt brunnur skemmtunar hverjum þeim, sem skyggnast vil aðtjaldabaki daglegs máls i' ræðu og riti.” Þetta annað bindi orðtaka- safnsins er 339 bls., og af þvi er viðbætirinn 33 bls. Bókin er unnin I Prentsmiðjunni Odda. Öll eru þau önnum kafin í Erilborg Ný Scarrybók frá Erni og Örlygi Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefiö út bókina ÖLL ERU ÞAU ONNUM KAFIN I ERIL- BORG eftir Richard Scarry. Að- dáendur þessa vinsæla barna- bókahöfundar hafa lengi beðið eftir þessari bók Scarrys sem er ein .hans stærsta og vinsælasta bók. Þýðendur bókarinnar eru þeir Jóhann Pétur Sveinsson og Ólafur Garðarsson. Ihinninýju bókhittum við fyrir ýmsar hinna þekktu og vinsælu söguersóna úr fyrri bókum Scarrys svo sem Lása Löggu, Ormar einfætta og Skafta skútu- karl, en jafnframt hafa nú komið fjölmargir aðrir til sögunnar. Bókin fjallar um lifið i hinni er- ilsömu Erilborg, þar sem allir verða að vinna hörðum höndum til þess aö sjá fjölskyldunni fyrir nægum mat, fötum og þaki yfir höfuöiö. Það gerast allskyns skoplegir og stundum alvarlegir atburöir i Erilborg og þegar lestri er lokið hafa börnin notiö góðrar skemmtunar og jafnframt fræðst talsvert um dagleg störf alls þess fjölda sem þarna kemur við sögu. Bókin er unnin á prentstofu G. Benediktssonar en prentuð á Ital- iu. verslun iðnaður vinnsla landbúnaðarafurða vinnsla sjávarafurða allt í einu númeri 214 QO gefur samband viö allar deildir kl. 9-18 KAUPFELAG EYFIRÐINGA AKUREYRI - MTUHD SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 Austurver S.WIVINNUTR'IGGINGAR Ármula 3 - Reykjavik - Simi 38500 Tilboð óskast i efittaldar bifreiðar, sem skemmst hafa i umferðaróhöppum: Range Rover B.M.W. 320 Datsun 120 VW1200 Mazda 323 Cortina Daihatsu Austin Mini árg.1974 árg. 1976 árg.1977 árg. 1974 árg. 1978 árg. 1970 árg.1979 árg. 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi mánudaginn 1. desem- ber 1980 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t., Ármúla 3, Reykjavik, fyrir kl. 17. 2. desember ’80. m Umsjónarmaður 'I' óskast Umsjónarmaður óskast i fullt starf fyrir Heilsuverndarstöð Reykjavikur svo og annað húsnæði á vegum Heilbrigðisráðs Rey kj avíkurborgar. Aðeins lagtækur, umgengnisgóður og reglusamur maður kemur til greina. Umsónarmaður annast m.a. minni háttar viðhald, hefur umsjón með umgengni, ræstingum og viðhaldi. Umsóknir er greini aldur, búsetu og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra, fyrir 10. desember nk. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi i afgreiðslunni, að Barónsstig 47. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.