Tíminn - 03.12.1980, Blaðsíða 11
ÍÞROTTIR
IÞROTTIR
rúmi hjá Nettelstedt”
— segir Viöar Símonarson, þjálfari Hauka, sem leika viö Þjóöverjana í Hafnarfirði í kvöld kl. 20,30
Milan La/.ai'cvic' hefur leikift 88 landlseiki fyrir Júgóslava og verftur llaukum erfió í kvöld
„Það er engum blööum
um það að fietta að i liði
Nettelstedt er valinn
maður i hverju rúmi"/
ságði hinn þrautreyndi
þjálfari Haukanna, Viðar
Símonarson, er hann var
spurður álits á andstæðing-
um liðsins í kvöld. „Ég
þekki sjálfur vel til tveggja
leikmanna liðsins, Júgó-
slavanna Lazarevic og
Miljak, og veit þvi af eigin
reynslu að þar fara sterkir
leikmenn. Miljak er einn
markahæstu manna v-
þýsku 1. deildarinnar nú í
haust. Lazarevic er meira
fyrir liðsheildina, en um
leið afar sterkur „fintari".
Aðalmarkvörð liðsins,
Wöller, þekkjum við frá
landsleikjunum gegn V-
Þjóðverjunum tyrir
skemmstu."
Auk þessara landsliðsmanna
eru fjórir A-landsliðsmenn innan
vébanda Nettelstedt svo og einn
rúmenskur unglingalandsliðs-
maður.
Hvernig hefur þú hagað
þinum undirbúningi fyrir
leikinn hér heima?
,,Ég hafði fljótlega, eftir að
ljóst var hverjum við drógumst
gegn, samband við Axel Axelsson
og hann gat frætt mig á ýmsu
varðandi liðið enda þaulvanur úr
v-þýsku 1. deildlnni sjálfur. Þá
fékk ég einnig upplýsingar frá
Björgvin Björgvinssyni, svo og
Geir Hallgrimssyni. Það er ætl-
unin að reyna að leika stifa
pressuvörn gegn þeim og láta
bakkarana taka á móti þeim
framarlega á vellinum. Klippa út
hornamennina og hugsanlega
taka tvo leikmenn hjá þeim úr
umferð ef ástæða þykir til. Það er
langalgengast að leikin sé 6-0
vörn i Þýskalandi og þvi eigum
við von á að pressuvörn gæti
komið þeim i opna skjöldu. Það er
annars dálitið erfitt að reyna að
spá svona fyrirfram hvernig leika
skal gegn þeim — það verður
bara að ráðast af þvi hvernig
leikurinn fer af stað og þróast.”
Árangur Haukanna
hefur verið slakur í 1.
deildinni i vetur. Áttu von á
því að liðið nái að rífa sig
upp úr deyfðinni og standi í
Þjóðverjunum?
„Vissulega höfum við verið
afar lélegir það sem af er Islands-
mótinu, en það eru skýringar á
þvi. Ég hef orðið fyrir miklum
vonbrigðum með liðið i heildina
þvi það er enginn vafi á að mun
meira býr i þessum mannskap en
hann hefur náð að sýna. Mark-
varslan hefur verið i ágætu lagi
hjá okkur i vetur en vörnin harla
baráttulitil. Sóknarleikurinn
hefur verið stirður og ég kenni
þar um fyrst og fremst skort á út-
sjónarsemi hjá mörgum leik-
manna. Þessi skortur kann að
reynast okkur hættulegur gegn
Nettelstedt. Ég er ekki hræddur
um að likamsstyrkur leikmanna
liðanna sé svo verulega frábrugð-
inn en þeir eru vafalitið útsmogn-
ari en við. Þá er bara að reyna að
mæta þvi með réttum aðferðum.”
Ef við vikjum örlitið
aftur að leiknum gegn
Nettelstedt, sem fram fer í
Hafnarfirði i kvöld.
Telurðu það koma Hauk-
unum til góöa að leika þar?
,,Já, tvimælalaust. Það er
enginn vafi á þvi að við eigum
eftir að hagnast á þvi. Við höfum
alltaf haft góða áhangendur, sem
hafa látið vel i sér heyra. Þeir eru
i nánari snertingu við leikinn, en
ef leikið væri i Laugardalshöll-
inni. Ahorfendur á leiknum hafa
hreint ekki svo litla þýðingu og ég
vonast til að með þeirra stuðningi
náum við að velgja Nettelstedt
rækilega undir uggum.”
„Valinn maður í hverju
Hvað gerir Víkingur gegn 1
ungverska liðinu Tatabanya?;
— fyrri leikur liöanna i Evrópukeppni meistaraliöa í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20
Tveir leikmenn Tata-
banya voru á dögunum
valdir í heimsliðið í hand-
knattleik, þeir Bartalos og
Kontra. Segir það mikla
sögu um styrkleika þess
liðs, sem mætir Víkingum i
kvöld og sömuleiðis um
hve hátt ungverskur hand-
knattleikur er skrifaður í
heiminum. Heimsliðið tap-
aði þá 20-21 fyrir Gumm-
ersbach.
Ungverjar hrepptu þriðja sætið
á Ólympiuleikunum i Moskvu i
sumar og i landsliði Ungverja
voru fjórir burðarásar frá Tata-
banya, þeir Kontra, Bartalos, Pál
og Gubányi. Sá siðastnefndi var i
fararbroddi gifurlega sterks ung-
verks landsliös i B-keppninni
handknattleik á Spáni 1979. Ung-
verjar unnu Islendinga i þeirri
keppni með 32mörkum gegn 18 og
skoraði Gubányi 7 mörk i þeim
leik.
Bartalos er einn albezti mark-
vörður heims og hefur leikið 253
landsleiki fyrir Ungverjaland,
Gubányi er með 161 landsleik,
hinn eldsnöggi Kontra er með 135
landsleiki að baki og hann er nú
markahæstur i ungversku 1.
landsleiki. Tveir elztu leikmenn
Tatabanya eru hinn 35 ára gamli
Szabo með 51 landsleik að baki og
Katona, sem hefur 12 sinnum
klæðzt ungverska landsliðs>-
búningnum.
Tatabanya kemur frá sam-
nefndri 100 þú^und manna borg,
sem er um 60 kilómetra frá Búda-
pest. Borgin byggðist upphaflega
‘i kringum kolanámur, en þar er
nú mikill rafiðnaður. Rétt utan
við bæinn er mikið iþróttasvæði
og þangað eru beztu iþróttamenn
Ungverjalands sendir i æfinga-
búðir fyrir stórmót eins og Ólym-
piuleika og heimsmeistaramót.
„Allt að vinna
Páll Björgvinsson fyrirliöi Vikings, leiðir hann liö sitt til sigurs i kvö
engu að tapa”
segir Jóhann Ingi um leik
Víkinga i kvöld
i ímamvna KODeri
„Víkingar eiga án nokk-
urs vafa á að skipa sterk-
asta félagsliði á islandi i
dag. Bogdan Kowalczyk er
ákaflega fær þjálfari og
hann hefur mótað mjög
sterka heild. Ef Vikingar
spila eðlilega að getu og
verða óhræddir — fara
með þvi hugarfari að allt
sé að vinna og engu að tapa
þá eiga þeir góða mögu-
leika gegn Ungverjunum,"
sagði Jóhann Ingi Gunn-
arsson, fyrrum landsliðs-
þjálfari.
„Ungverjar hrepptu bronzið á
OL i Moskvu i sumar. Þeir eiga i
dag á að skipa einu af 4 sterkustu
félagsliðum heims og einnig
landsliði. FH lék hér um árið eft-
irminnilega leiki gegn ungverska
liðinu Honved og ég er sannfærð-
ur um, að viðureign Vikings og
Tatabanya verður hörkuviður-
eign tveggja sterkra liða”, sagði
Jóhann Ingi ennfremur. JjI