Tíminn - 03.12.1980, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 3. desember 1980
Baldvin Kristjánsson:
í jöklanna skjóli
SKAFTFELLINGUR
Ritstj.og ábm. Friðjón Guðröðar-
son
Ctgef: Austur-Skaftafellssýsla
bað trausta manndómsfólk,
sem til sjávar og sveita byggir
Austur-Skaftafellssýslu hefur nú
þegar fengið að reyna það, hver
fengur er að ungum og áhuga-
sömum menntamanni á þeirra
nýja sýslumannsstól „staðsett-
um” heima i héraði.
bótt embættisferill Friðjóns
Guðröðarsonar sé ennþá
ekki langur, hefur hann þegar
sýnt ekki aðeins, hversu vakandi,
ókvalrátt og röggsamt yfirvald
hann er, heldur og — sem ég tel
ekki minna um vert — hver lif-
andi og athafnasamur áhuga-
maöur hann er fyrir mannlifinu
þar eystra i lögsagnarumdæmi
sinu. Mætti nefna mörg dæmi
þessu til sönnunar, þótt ekki verði
gert hér og nú. Mér er til efs, að
nokkur sýslumaður á landi voru
hafi siðustu árin verið lausari við
að einskorða lif og starf við strip-
aðar embættisskyldur einar sam-
an en Friðjón.
Til nokkurs marks um þennan
athafnasama sans, Friðjóns (þvi
hann er frumskilyrðið), og íyrir-
ferð hans i framkvæmd, nefni ég
hér aðeins eitt tiltækið: útgáfu
nýs ársrits þeirra Austur-Skaft-
fellinga sem hann hratt úr vör
1978 og er sjálfur ritstjóri og
ábyrgöarmaður að. Annað heftið
kom svo út á s.l. vori.
bessi nýi vorgróður á annars
fjölskrúöugum akri héraðsrit-
anna, ber ótviræðan vott menn-
ingu, félagshyggju og ræktarsemi
núlifandi heimamanna gagnvart
fortiðinni, en samtimis einnig
eigin mannlifi, sem i dag er lifað
þar eyrstra milli hafs og jökla i
faðmi einnar stórbrotnustu nátt-
úrufegurðar, sem land vort neiur
af að státa.
Meðal annars fyrir ókunnug-
leika sakir treysti ég mér ekki til
að gera að umtalsefni einstaka
efnisþætti i þeim tveim heftum
„SKAFTFELLINGS” sem út eru
komin, en allt er þetta bæði fróð-
legur og skemmtilegur lestur,
sem lofar góðu um framhaldið
svo yfirgripsmikið og trúverðugt,
sem þetta myndprýdda lesmál er
Fyrra hefti ritsins, hafði ein-
hvern veginn runnið mér um
hendur fljótar en átt hefði að
vera, en þegar hið siðara barst
fannst mér það kalla á hitt, svo nú
hefi ég bæði fyrir framan mig.
barna kenniróneitanlega margra
grasa svo enginn þarf að fara
bónleiður til búðar. Efnið er
margvislegt i um 25 greinum auk
kvæðaflokka i báðum heftunum
og annála allra hreppanna 6 og
andlátsfregna prestanna i þvi
seinna.um slokknuð mannslif að
austan og vestan fljóta árin 1978
og 1979. bessi fjölþætti fróðleikur
er yfirleitt settur fram i skýru og
skiljanlegu máli, hvað alls ekki er
unnt aðsegja um allt prentað mál
I landinu þessi árin, þegar lang-
skólagengnir moðhausar skera
sig gjarnan úr sem methafar I
þvælulegu og jafnvel óskiljanlegu
orðbragði
Vist hefði verið freistandi að
vikja nánar að einstökum fróð-
legum og skemmtilegum grein-
um i „SKAFTFELLINGI” eftir
hina merkustu menn og lands-
kunna. Eg má þó til aö láta mér
nægja aö staldra við eina, tvo
þætti sem með vissum snerta mig
persónulega öðrum fremur.
Sá fyrri.grein ritstjórans, Frið-
jóns sýslumanns: „KAUP-
FELAGSSTOFNUN 1920
GRUNDVOLLUÐ Á FÉLAGS-
HUGSJÓN." Sú grein er frá upp-
hafi til enda byggð á nýlegu sam-
tali greinarhöí. við þann gagn-
merka öldung og heiðursmann
Jón lvarsson sem var kaup-
félagsstjóri þeirra Austur-Skaft-
fellinga á óróa árunum 1922—1943
— og er af þvi sérstæð saga og
raunar landskunn á þeim árum,
en margt I henni er þess eðlis, að
hún gerir miklu meira en aö
„standa fyrir sinu”. bess vegna
Jón tvarsson.
er fengur að þessu langa samtali
þeirra Jóns og Friðjóns sem nær
yfir einar tólf siður i ritinu.
Jón ivarsson sem nú er á 90.
aldursári, byrjar á að lýsa för
sinni austur 5. nóv. 1921, þá
þri'tugur að aldri. Fyrir rás við-
burðanna reyndist til að byrja
með ekki i fögnuö aö flýta sér,
heimskreppan hin fyrri að kom-
ast I algleyming og afkoma hins
nýstofnaða kaupfélags „langt
undir núlli” i þó nýkeyptum stór-
eignum af vinsælum kaupmanni.
Allar hindranir uröu þó yfirstign-
ar fyrir ábyrga og úthaldsgóða
forsjá stjórnar íélagsins og
þrautseiga samstöðu félags-
mannanna. En svo þegar rétta
tók út kútnum eftir nokkur ár reiö
heimskreppan hin siðari og enn
meiri yfir, sem m.a. gaf kaup-
félagsstjóranum gamla ástæðu til
að mæla þessi harla eftirminni-
legu orð: „Sannleikurinn var sá,
aö þeir (bændurnir) höföu I raun-
inni ekki getu til að kaupa á sig
fötin á þessum árum."bessi orð
segja mikla sögu og gefa flestu
öðru betur til kynna við hvern
lifsvanda var að etja þótt nú sé
flestum fjarlægt og gleymt.
Kannski er frásögn Jóns fyrst
og fremst órækt vitni um þann
anda ábyrgðar og heiðarleika,
sem hinir beztu menn samvinnu-
hreyfingarinnar hafa jafnan leit-
ast við að sýna, og er enda i fullu
samræmi við hugsjón og kenning-
ar hennar um ráðvendni og rétt-
læti i viðskiptum. Áralöng
barátta þeirra Austur-Skaftfell-
inganna við fátækt og erfiðleika
undir hraustmannlegum áratök-
um Jóns Ivarssonar endaði með
frægum sigri. En ekki var sú
viðureign ámælislaus i garö hans
meðan hún stóð yfir. Fáir menn
munu hafa hlotið harðari né
ósanngjarnari dóma. Samt — i
sinu lengstaf vanþakkláta hlut-
verki — varð Jón ekki óvinsælli en
svo meðal sýslunga sinna, aö
hann var kosinn þingmaður kjör-
dæmisins.og sýnir það manndóm
þessa dugmikla drengskapar-
manns. Og ennþá eimir eftir af
ádáun og virðingu fyrir Jóni þar
eystra. Um það er mér persónu-
lega kunnugt. Hann óx i minning-
unni með árunum, eítir aðhann á
sæmilegum aldri var svo kallaður
Friðjón við fundarstjórn 1968, á
fulitriiafundi Landssamtaka
Klúbbanna ÖRUGGUR AKST-
UR, þar sem hann er i stjórn.
„suður” til viðtækari starfa fyrir
land og þjóð á viðsjárveröum
timum.
Ég má svo að lokum til með að
nefna seinni þáttinn og bæta við
fáum orðum i þakklætisskyni fyr-
ir ágæta minningargrein Svövu
Kristbjargar Guðmundsdóttur á
Höfn — prófritgerð úr Samvinnu-
skólanum 1971 — um gamlan góð-
vin minn Jón Eiriksson frá Vola-
seli.Auk þess að sinna i áratugi
margháttuðum trúnaöarstörfum
fyrir sveit sina og sýslu, var hann
einn fulltrúaráðsmanna Sam-
vinnutrygginga frá upphafi
þeirra til dánardægurs hans,
1945—1962 eða i 16 ár. Fyrir utan
aðra góða eiginleika var Jón allra
manna skemmtilegastur, og ekki
hefi ég hlegið með neinum svo
hjartanlega sem honum i Kvi-
skerjastofunni forðum daga þeg-
ar við sátum þar saman með
mörgu ferðafólki I góðu yfirlæti
Á einum stað I þessari prýði-
legu ritgerð um Jón, er vitnað i
visdómsorð, sem hann á banabeöi
mælti við mig og ég hefi oft haft
eftir honum bæði i ræðu og riti:
„Mér finnst nú enginn hlutur vera
orðinn eign fyrr en hann er
tryggður."
Ef svo heldur áfram sem horfir
varðandi útgáfu „SKAFTFELL-
INGS” má i framtiðinni búastvið
eigulegu, fróðlegu og skemmti-
!egu riti, sem tilhlökkunarefr.i er
að eiga von á. Hafi Friðjón sýslu-
maður og hans friða liö þökk og
heiður fyrir mjög svo virðingar-
vert lramtak.
Baldvin b. Kristjánsson
Frá aðalfundi sýslunefndar Austur-Skaftafeltssýslu 1980, höldnum I
„Gömlubúð" á Höfn. Sýslumaður I ræðustóli.
vinnsla
landbúnaðarafurða
vinnsla
sjávarafurða
allt
í einu
númeri
214 00
gefur samband viö allar deildir kl. 9-18
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
AKUREYRI
Auglýsið í Timanum
Ný skáldsaga eftir Jón Dan.
Stj örnuglópar
Ot er komin ný skáldsaga eftir
Jón Dan. Nefnist hún Stjörnu-
glópar. bettta er sjötta skáld-
saga Jóns og auk þess hefur hann
gefiö út eitt smásagnasafn og
eina ljóðabók.
Stjörnuglópar er kynnt þannig
á kápu bókarinar.
„Jón Dan er sérstæöur höf-
undur og alltaf ýr. Nú verður
honum sagnaminniö um vitring-
ana þrjá að viöfangsefni — fært I
islenzkt umhverfi bænda og sjó-
manna á Suðurnesjum. bessir
vitringar hafa reyndar ekkert
Jesúbarn til að gefa gull, reykelsi
og mirru, en þeir horfa á stjörn-
umar eins og þeir austurlenzku,
þó að þeir stari ekki eftir þeim.
Og umhverfi meö álverksmiðju
og kanavelli er andstætt þeim.
Flestir aörir falla þar betur inn i
og semja sig ð þvi, kannski ekki
allir sársaukalust. En vitring-
unum er þar ofaukið, sumum en
ekki öllum finnst þeir þar eins og
ankannalegar ójöfnur. Má vera
að þeir jafnist út i umhverfið eins
og aðrir, en þá verða þeir ekki
lengur vitringar.”
I kynmngunni er minnst á
Suðurnes, en Jón Dan tekur
fram i upphafi bókar aö allt það
sem sagan segir frá sé tilviljun og
tómur skáldskapur „sprottinn af
hugmyndaflugi en ekki minnis-
gáfu.” Ög hann varar viS þ’vl
„að leggja annarlega merkmgu I
þau undur sem öllum að óvörum
birtast á himinhvelinu ellegar I
ryskingarnar sem verða til þess
aö tortima sólkerfi okkar.”
Almenna bókafélagið gefur
bókina Ut. Hún er 248 bls. að stærö
I allstóru broti og unnin I Prent-
smiðju Árna Valdimarssonar.
Verður i Sigtúni við
SUÐURLANDSBRAUT:
Fimmtudaginn 4. desember.
Húsið opnar kl. 19.30.
Bingóið hefst stundvislega
kl. 20.30. AÐGANGUR ÓKEYPIS