Tíminn - 14.12.1980, Qupperneq 2

Tíminn - 14.12.1980, Qupperneq 2
2 Sunnudagur 14. desember 1980 Fáeinar laglegar visur úr gmsum áttum: „Undirheima ýlfra í potti Einhvern tima hefur Iialldór Laxness farið um þaö oröum, ef rétt er munað, hversu Sunn- iendingar séu yfirlætislausir og hógværir í tali og frábitnir þvi aö trana sér sjálfum fram eöa þvi, sem þeirra er, næstum þvi eins og óspilltir inúitar, sem foröast jafn- gróft orö og ,,ég” eins og heitan eldinn. Aö þeir fylgja ekki lika þeim gamla og góöa Inúitasiö aö hafa sem formála i viöskiptum, hversu óduglegir þeir séu og bág- borin verkunin á þvi, sem þeir vilja selja, kann aö stafa af þvi, aö Sláturfélag Suöurlands og Mjólkurbú Flóamanna er aö likindum andsnúiö þess konar vörukynningu. Núer ekkert án undantekninga. Helgi á Hrafnkelsstöðum þúaði ófeiminn þá herra, sem i ofur- móði lærdóms sins misfóru með Njálu og hugðu á þaö stórræði að taka Ingólf Arnarson af við skrif- borð suður i Reykjavik. Jón frá Stóru-Reykjum stendur á þvi fastar en fótunum, að hreppa- skipan sé uppfinning hugkvæmra manna i heimakjördæmi Gissur- ar jarls. Og i haust íylltist maður nokkur á Selfossi þeim hofmóði að bekkjast til við sjálfa Þingey- inga, sem ekki hafa verið frekar við annað kenndir siðustu öldina, frátalinni skáldgáfunni, sam- vinnu hugsjóninni og saltreyöinni mývetnsku, en undirhyggjulausa hreinskilni, þegar það ber við, að þeir viki að sjálfum sér. Ingimundur Einarsson mun hann heita, þessi Selfyssingur, og setti saman visu, er birtist hér i þáttunum, þar sem hann hreykti sér af þvi, að á Suðurlandi væri miklu merkilegra eldfjall en Þingeyingum er gefið, og hefði Hekla spýtt mórauðu i sumar til þess að spotta grautargerðina i Kröflu. Svo vill til, að greiðfær leið er milli jökla, ef dregin er bein lina frá Selfossi til Húsavikur, og með þvi að eldflaugar skáldanna, knúnar andriki og orðgnótt, eru ekki siður langdrægar og mark- vissar en atómflaugar morðtóla- bændanna i veröldinni, hefur skeyti Ingimundar náð þangað, er þvi var ætlað. I Þingeyjarsýslu er enn sem fyrr búið vel að púðri. Enginn raki hefur spillt þvi, enda þurrviðrasamara þar en sunnan fjalla, og nú svarar sjálfur Egill Jónasson fyrir sig og sina: Heyrðist norður „Heklu spott”, henni þykir lofið gott, var á gjall og flúor flott, fljótt þó lagði niður skott. Kröfluhæðir þurfa ei þvott, þingeysk gos þvi bera vott. Illa þola þögult glott þeir, sem dá sinn eiturpott. SKARTGRIPIR við öll tœkifœri SIGMAR 6. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Simi 21355. Hljómsveitin Aría AUGLÝSIR Féfagasamtök, starfshópar, og aðrir veluimarar innimmmi HLJÓMS VEITINA RÍA tekur aö sér að leika alla almenna dans- , MÚSÍK , yiTITI¥TTTTITTT^|a|^f Einka- samkvœmifj I.yil T T T HlTTTnitH Almenna dans/eiki '>*%>*■ nH ij. jqiymyiHim: \i.umiiin j/ PANTIÐ SEM FYRST Upplýsingar í símum 72250, 43484 og 99-4586. ys og þys helvítis’ ’ Hekla býr við glaum og glys, gerir viða tjón og slys. Undirheima ys og þys ýlfra i strompi helvitis. Með þessu skeyti hallar bar- daganum bersýnilega á eitur- pottsmennina minna á Suðurlág- lendinu og hafi einhvern tima verið þörf á að rétta úr sér og gripa til grófyröa eins og ,,ég”, þá er það nú nauðsyn. Ekki er samt vert að gera skáldunum of heitt i hamsi, sizt þegar þau eru komin i eins konar badalag við eldfjöllin sin, iðrafull af eisu, og þess vegna skulum viö snúa okkur að öðru, sem nokkuö er farið að fyrnast og ekki jafn- viðkvæmt mál. Jón Eyþórsson veðurfræðingur var á sinni tið einn kunnasti út- varpsmaður lslendinga, og kom þar margt til. Hann flutti iðulega útvarpserindi, hann mótaði þann útvarpsþátt, er langlifastur hefur orðið, spjallið um daginn og veg- inn, og hann flutti landsmönnum útvarpsspár sinar. Vegna þeirra vinsælda, er hann hafði áunnið sér, kusu hlustendur hann i út- varpsráð á þeim árum, er stjórn- málaflokkarnir höfðu ekki alfarið dregið val manna i það undir sig, og alllengi var hann formaður út- varpsráðs. A þessum árum var viða litið á þá, sem tiðast létu til sin heyra i útvarpi, eins og nokkurs konar heimilisvini, og margir gerðu sér til gamans að yrkja visur — um þá eöa til þeirra. Mörgum þess- ara visna var beint til Helga Hjörvars, Þorsteins Stephensens, Jóns Eyþórssonar og Sigrúnar Ogmundsdóttur, sem var út- varpsþulur viö mikla mannhylli. Nú var það um veðurspárnar að segja, að þær þóttu ekki óbrigðul- ar fremur en enn er, og stóðu þá á þeim mun veikari fæti, að veður- skeyti voru ófullnægjandi framan af, og á styrjaldarárunum var oft nálega ókleift að gera sér grein fyrir veðrabrigðum, er i vændum voru. Þau missmiði, sem reyndust á veðurspám, fæddu af sér visur eins og annað, og var þeim spjót- um beint gegn Jóni Eyþórssyni öðrum mönnum fremur. Til dæmis um þetta eru visur all- margar eftir Agúst Benónýsson: Gegn um húms og hriðartjöld hljómar röddin frána, þegar Jón um koldimm kvöld kyrjar veðurspána. Um veðurfar og veðurspá virðist deila sprottin, þar sem greinir einkum á Eyþórsson og drottinn. Spái hann vestan veðragný, en verði austangjóla, spilinu er eflaust i afl frá himnasjóla. Þetta olli þvi, að sumir tóku veðurspánum með varúð, en aðr- ir vildu ekki annað heyra en Jón vissi fyrir veðrabrigðin til jafns við hvern sem var. Þessari tvi- drægni lýsti Agúst þannig: Sumir efast, enda von, öllum kann aö skeika. Aðrir trúa á Eyþórsson og hans hæfileíka. Sigurður Árnason á Raufarhöfn var einn þeirra, sem lagði orð i belg, og færði Jóni til afbötunar, að við ramman væri að draga, þar sem var sjálfur drottinn alls- herjar. Hann sagði: Mikill liggur munur i maður og guð að vera. Annar getur upp á þvi, hvað ætli hinn að gera. Þetta gat sannarlega heitið að standa misjafnt að vigi og nálgast eiginlega að misbjóða réttlætis- kennd góðra manna, sem sætta sig illa viö ójafnan leik. Að lokum skulum við svo koma aftur að Ingimundi á Selfossi, ef þaðskyldi verða til þess, að hann bærist betur af eftir norðankveðj- una. Eftir hann eru nýjar visur, sem tileinkaöar eru þeim er fara með hlutverk oddvitanna i þjóð- leikhúsi stjórnmálanna og má segja að þar fái hver maður sinn skammt. Framsókn er efst á blaði hjá Ingimundi: Steingrimur með strengda kló stóra boða klýfur, þar sem andi Óla Jó yfir vötnum svifur. Næst kemur röðin að hinum brotakennda Sjálfstæðisflokki: Hvað hefur frétzt um GunnarogGeir — þeir gisti Valhöll i striðsmannaklæðum ? Um brákaðan eða brotinn reyr er bezt að lesa i helgum fræðum. Til Alþýðuflokksins er þessum orðum beint: Nú er rétt um krata kraft, Kjartans stjórn á glæstum vonum, að ekki vanti Vilmund kjaft. En vitiö til að stjórna honum? Alþýðubandalagið rekur lestina hjá Ingimundi: Þá er loksins komið kvöld, að kalla lokið dagsins önnum. Nú hefur Lúðvik lyklavöld lagt i hendur yngri mönnum. Það kvöldar hjá fleiri en Lúð- viki Jósefssyni, og svo segir lfka að hætta skuli hverjum leik, þá hæst fram fer. JH. ORÐALEPPAR (dáldið - dulítið - doltið) „Fár þar mælti erriö skýrt", sagði Einar Benediktsson og átti við Dani. Sama mátti segja um langflesta þá, sem á nýliðnu „barnaári" létu til sín taka í útvarpi og sjónvarpi ársins vegna. AAargur var orðinn leiður á þessum eilífu baddnaheimilum, baddnavandamálum og baddnabók- um. Útvarp og sjónvarp ættu að láta dyravörð krefjast þess af hverjum þeim, sem ætlar að taka til máls, að hann beri greinilega fram þessa setningu: Barnabörn Árna Bjarnasonar eru á Hornafirði. En þrjózkist hann við og segi samt sem áður „baddnaböddn", ætti hann ekki að fá grænan eyri fyrir komu sina í Varpið. Auðvitað er skaftfellski framburð- urinn fallegastur. En vel má una við okkar f ramburð, ef errið fær að vera á sínum stað. Latmælin þaddna og héddna heyrast í útvarpi og sjónvarpi, jafnvel til leikara. Álappaleg tíska er það að líkja eftir latmælum og rita tæpitungu mál eins og „soldið" og dáldið". Ef til vill eru þetta áhrif frá Sálminum um blómið, þar sem hugsun og málfar smábarns- ins er vandlega stælt, svo gaman er að. TæpStungumenn blaðanna halda lík- lega, að þeir verði ofurlitlir snillingar líka, ef þeir bregða fyrir sig barna- hjali. Orðið dálítill er að hverfa. AAenn skrifa dáldið eða dulítiö. Ef til vill er þetta af brigði, dulítill, einhvers staðar til, en ástæðulaust er að þrengja því upp á allan landslýðinn. Nýjasta af- birgðið er „doltið". „Doltið skondið", segir blaðamaður í AAorgunblaðinu. Gæti þó verið prentvilla og varasamt fyrir aðra blaðamenn að taka það eft- ir, ef svo væri. Allt roskið fólk hér um slóðir segir greinilega dálitið og svolit- ið. En eðlilegt er, að unglingar dragi dám af málfari útvarps og blaða. Þórhallur Vilmundarson samdi bækling til leiðbeiningar við söfnun örnefna. Hann biður menn þess lengstra orða að stafsetja nú nöfnin eins og þau séu borin fram, til dæmis rita ekki Tjörnes, Breiðdalur og Geit- land, heldur: Tjöddnes, Breiddalurog Geittland. Engan Þingeying hef ég heyrt segja Tjöddnes, engan Breið- dæling segja Breiddalur. Hvers vegna þarf að geðjast þeim, sem tala svona, ef einhverjir eru? (Þ.V. biður skrá- setjendur, sem hljóðritun kunni, að nota hana!) Til eru menntamenn, sem krefjast þess, að hvert latmæli sé haf ið til vegs i ritmáli. En til eru þeir, sem telja slíkt stefna að hnignun tungunnar. Oddný Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.