Tíminn - 14.12.1980, Side 12
12
Sunnudagur 14. desember 1980
maður beið i skini gasljósanna
undir trjánum fyrir utan. Hann
var kominn til þess að kveðja
skáldiö. Lögregluþjónn vísaði
honum inn og fletti dúknum ofan
af Dan Andersson.
„Þarna sá ég Dan Andersson,
sem ég haföi svo oft dvalizt hjá I
huganum bæði daga og nætur, —
þarna sá ég hann I fyrsta og
slöasta sinn”, sagði þessi maöur
um komu sfna i likhúsið.
Þetta var Ivar Lo-Johansson.
Lik Dans Andersson var flutt i
heimabyggðina til greftrunar.
Ungur verkfræðingur Lars Arvid
Eugen Vestman, kom með kistu
til Stokkhólms til þess að sækja
það. Þeir, sem báru hann til graf-
ar, drukku kaffi úti á grænni ver-
önd hússins, þar sem hann og
Olga kona hans, bjuggu, og á
þessari sömu verönd hafði gest-
um verið veitt i brúðkaupsveizlu
þeirra. Kennarinn trúaði faðir
Dans, sagði:
„Dan var eini hjáguðinn, sem
ég hef haft á ævinni, og nú hefur
guö tekið hann frá mér”.
Tæpum sjö mánuöum eftir út-
förina ól Olga dóttur, Móniku.
Hún var eina barn þeirra hjóna.
Dan Andersson kynntist aldrei
öðru en fátækt. Hann ólst upp við
mikla einveru i miklu strjálbýli,
þar sem fólk geymdi i minni sér
hvers konar sagnir og sögur og
gamla alþýöusöngva. Allt var
þetta iðulega rifjað upp i skálum
snauðra, þrælkaðra og drykk-
felldra skógarhöggsmanna við
rjúkandi kolagrafir og heima i
kotunum. Hann vandist snemma
miklu erfiði,lenti I harðræðum og
öölaöist bitra lifsreynslu. Oft
speglaöist sorg i kyrrum augum
hans, en þó var hann líka fullur af
leik og gamansemi, þegar svo
snerist. Rödd hans var rödd skóg-
anna, hreinsuð og skirð og fáguð,
kveikjan sótt til skógarhöggs-
manna og sjómanna sem hann
starfaöi með.
Gamalt fólk i Gónesi minnist
hans enn frá þeim fáu misserum
er hann átti þar heima. Oft kom
hann út I garðinn, þegar veöur
var gott og lék þar á fiðlu sina,
börnum I grenndinni til
skemmtunar, en hundi nágrann-
ans sem varla linnti spangóli til
mikils ama. Hann orti kvæði á
merkisdögum fólksog las þau svo
innilega I samkvæmum að fólk
klökknaði. Sumum gaf hann bæk-
ur sinar áritaðar þegar þær komu
út.
„Ég minnist siðasta dags hans
heima” segir Valborg Eiriksson,
sem fyrrum var simastúlka.
„Hann tók sig til og málaði kofa,
þar sem hann ætlaði aö vera, þeg-
ar hann vildi vera einn og
ótruflaður og þegar hann kom
þaban var hann allur útklindur i
málningu jafnvel i framan. Hann
þvoði sér og hafði fataskipti i
miklum flýti, honum lá svo á,
hann ætlaði að ná lestinni til
Stokkhólms”.
Þótt átta bækur eftir Dan
Anderson kæmu út á meöan hann
var á lifi var tæpast, að hann sæi
sér farborða.
Sjálfum reiknaðist honum svo
til, að hann hefði borið sex
hundruð og sjötlu krónur úr být-
um siðustu árin.
„Það skiptir engu máli, þótt
buxurnar séu slitnar og skórnir
götugir”, sagði hann. „Það er
annab sem bætir það upp: sú gleöi
að fá að lifa og yrkja”.
Frægð hans varð mikil — þegar
hann var dauöur. Tveim árum
eftir fráfall hans voru verk hans
gefin út I fjórum bindum og
söngvar hans um naub og fögnuð
innna snauðu og fótumtroðnu,
sem engan málsvara áttu, fóru
um landið eins og þytur úr regn-
þungum skógi. Enginn hafði fyrr
bundið tilfinningar einmanans,
sem hvergi á sér vist hæli nema á
berangrinum, svo haglega i orð.
Skáldið frá Loussa komst á
hvers manns varir. Dan varð að
þjóðsögu. Og landamærin
stöövuðu ekki þessa söngva. Þeir
eru meira að segja sungnir á
spænsku I Ameriku, Paraguay og
Mexikó.
I heimabyggð hans hefur verið
stofnað sérstakt félag til þess að
vaka yfir minningu þessa manns,
sem eiginlega átti ekkert nema
bakpokann sinn og fiðluna. Þar er
haldinn árlega sérstakur Loussa-
dagur, sem er helgaður honum.
Hinir talfærustu ræðumenn klæða
kennarasoninn i viðhafnar-
skrúða, ofnum úr fögrum oröum.
Sumt er ekki með öllu skiljanlegt
þeim, sem hópast saman framan
við gamla húsiö hans, til þess aö
hlýða á. Annaö skilja menn bet-
ur:
„Hann gaf okkur undur náttúr-
unnar, gula stör mýranna, þungt
sefið við ströndina, lyngheiðarnar
i Loussa, þar sem vindurinn þýtur
og býflugurnar suða.isilögð vötn-
in og snarkandi bálið, gulliroðna
sólin, villirósirnar, sem hrópa til
okkar og ilm smárans við veg-
inn”.
Þannig sannaðist það á honum
sjálfum, er hann forðum kvað um
óvissa för sjómanns um veraldar-
hafiö:
„Kannski dauðinn bak við
kóralrif þig hrifsi i hramminn
bráða — þetta er hrotti en ærlegt
skinn og syng hó og hæ”.
Blásýruhótel maddömu Karinar Jónsdóttur stendur enn við
Bruggaragötu.
'j&M
Tilkynning til
söluskatts-
greiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem-
bermánuð er 15. desember. Ber þá að
skila skattinum til innheimtumanna rikis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið
8. desember 1980
Jólahapp-
drætti SUF
Vinningar:
þriöjudaginn 2. des. nr. 3201
miövikudaginn 3. des. nr. 198
fimmtudaginn 4. des. nr. 762
föstudaginn 5. des. nr. 3869
laugardaginn 6. des. nr. 4615
sunnudaginn 7. des. nr. 4761
mánudaginn 8. des. nr. 4276
þriöjudaginn 9. des. nr. 1145
miövikudaginn 10. des. nr. 2251
Jólahappdrætti SUF
Vinningur dagsins nr. 1038
laugardaginn 13. des. nr. 3077
föstudaginn 12. des. nr. 3248
fimmtudaginn 11. des. nr. 2422
sterkog stflhrein
KirkiMMdi. ifmi 1SM3.
tJtsölustaöir:
Jón Loftsson hf. Hringbraut 121
Sóló húsgögn hf. Kirkjusandi
Versl. Bjarg hf. Akranesi
Húsg.versl. Patreksfjaröar,
Patreksfiröi
J.L. húsið Stykkishólmi
J.L. húsið Borgarnesi
Húsgagnaversl. tsafjarðar, tsafirði
Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri
Vöruhús KEA, Akureyri
Vörubær, Akureyri
Versl. Askja hf. Húsavik
Lykill, Reyðarflrði
Bústoð hf. Keflavfk.
SVú»n
kuldahúfur
Islenskar, kínverskar og finnskar
skinn kuldahúfur á börn
og fulloröna.
yfir 20 gerðir fyrirliggjandi.
»1 j (illjLj
- "ffTTj
RAfllÍAOERÐfN
Hafnarstræti 19
Auglýsið í Timanum