Tíminn - 24.12.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1980, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur '24. desember 1980 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjóifsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hailgrimsson. Biaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (Aiþing) Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir),. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúia 15, Reykjavik. Sími: 86500. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i iausasölu: kr. 350. Askriftargjald á mánuði: kr. 7.000. — Prentun: Blaðaprent h.f. Um jólin Jólin eru hátið friðar, ljóss og endurlausnar. En eins og högum mannanna er háttað skina þau i skærri andstæðu yfir það skammdegismyrkur sem að mörgu leyti verður sagt að riki i veröldinni. Að þvi leyti eru þau ekki aðeins fagnaðarhátið, heldur ekki siður áminning og ábending um það sem miklu betur mætti fara. Það væri vist ofmælt að friðvænlega horfi i heiminum nú á þessum jólum. Margt það hefur gerst á þessu ári sem veldur þvi að horfur á góðum friði virðast minni og daufari vonirnar en stundum hefur verið þrátt fyrir allt. Ófriðarbál hefur verið kveikt við Persaflóann, og enginn veit hvort eða hvenær það bál glæðist og nær til fleiri landa og heimssvæða. 1 Mið-Asiu geisar þjóðfrelsisstrið Afgana gegn ofurefli Ráðstjórnarrikjanna. í Evrópu hefur spenna aukist og magnast vegna viðbragða yfirvalda við mannréttinda- og þjóð- frelsisbaráttu Pólverja. Enn veit enginn hvort eða hvenær draga kann til verri tiðinda austur þar. í alþjóðamálum er óneitanlega mikil óvissa af öllum þessum ástæðum og fleirum, en að auki er ekki með vissu vitað hver verður stefna eða fram- kvæmd nýrrar rikisstjórnar i Bandarikjunum á sviði utanrikis- og alþjóðamála. En það er ekki nóg með ófriðinn, þvi að sam- kvæmt heimildum aukast brot gegn mannréttind- um heldur en hitt, og langt er frá að svelti milljón- anna i fátæku löndunum hafi verið bætt eða þrautir öreiganna þar linaðar. lnn i þessa veröld kemur birta og friður jólanna ekki aðeins sem gleði, heldur ekki siður sem áminning. í neyslu- og velsældarþjóðfélögunum vantar ekki að fólk veitir sér sjálfsagðan daga- mun, en hætt er við að andi jólanna kunni að gleymast eða vikja að minnsta kosti undan i erlin- um og viðskiptaamstrinu siðustu dagana. En andi og tilefni jólanna má ekki gleymast, og er með þessum orðum sist verið að lasta þá viðleitni fólks- ins að gleðja aðra með gjöfum og treysta fjöl- skyldu- og vináttubönd i skammdeginu á fæðingarhátið frelsarans. Það er með öðrum orðum i mörgum skilningi sem jólin verða hátið sem ris upp yfir heiminn með ljós i myrkrinu, með frið i karpi og ófriði, með fyrirheit um endurlausn i amstri og vandræðum lifsins. Og vissulega er það fagnaðarefni að okkur eru gefin jólin, til að gleðjast og gleðja aðra og jafnframt til að hefja hugann upp úr amstri dag- anna og gefa gaum þeirri ábyrgð og þeim fyrir- heítum sem þvi fylgja að vera maður, gjöfinni sem gefin er á jólum. Gleðileg jól. JS Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Alvarez verður þjóð- hetja í E1 Salvador Auömaöurinn, sem féll fyrír þá fátæku Enrique Alvarez Cordova. HINN 27. nóvember si&astliöinn héldu forustumenn vinstri manna I E1 Salvador fund i höfuöborginni San Salvador. Fundurinn var haldinn i San José High School. Tilefni fundarins var aö ræöa um viöræöur, sem voru aö hef j- ast viö stjórnarvöldin um aö koma á sáttum milli striöandi afla i landinu og binda þannig enda á borgarastyrjöldina, en um 9000 manns hafa falliö af völdum hennar á þessu ári, aö þvi taliö er. Sumar tölur, sem nefndar eru, eru hærri. Nokkru eftir aö fundurinn hófst, var fundarstaöurinn um- kringdur af um 200 mönnum I hermannabúningum. Nokkru siöar brutust allmargir menn i borgaralegum klæöum, en vel vopnum búnir, inn i fundarsal- inn. Þeir tóku þar höndum um þrjátiu fundarmenn og höföu á brott meö sér. Tuttugu klukkutimum siöar fundust lik sex þessara manna I einu úthverfi höfuöborgarinnar. Meöal þeirra myrtu voru En- rique Alvarez Cordova, leiötogi nýstofnaörar Lýöræöislegrar byltingarfylkingar, sem mynd- uöhaföi veriö af 48 mismunandi samtökum, og Juan Chacon, leiötogi Byltingarsinnuöu al- þýöufylkingarinnar, en hann var þekktasti leiötogi þeirra samtaka, sem álitin eru lengst til vinstri, og þekktasti foringi vinstri aflanna i landinu. Enrique Alvarez var þó mun þekktari bæöi innan lands og utan. Margt þykir benda til, aö hann eigi eftir aö veröa eins konar þjóöardýrlingur i E1 Salvador. ENRIQUE Alvarez var i hópi auöugustumanna i ElSalvador. Hann var einn stærsti landeig- andinn þar. A uppvaxtarárun- um liföi hann i samræmi viö þann auö, sem hann var borinn til aö erfa. Ahugi hans beindist þá fyrst og fremst aö iþróttum. Hann þótti fremstur landa sinna i körfubolta, tennis og póló. Hann naut kvenhylli i sam- ræmi vib i'þróttamennsku sina, en hann var sagöur dansa allra manna bezt. Hann giftist þó aldrei. Fljótlega á þessum árum fékk Alvarez áhuga á félagsmálum. Honum rann til rifja fátæktin i landinu, einkum þó hjá leiguliö- um og verkafólki i sveitum. Hann tók þess vegna þvi boöi, sem hann fékk 1968, aö gerast aöstoöarlandbúnaöarráöherra. Hann tilheyröi þá ekki neinum flokki og varö aldrei flokks- bundinn. Alvarez fékk litlu áorkaö sem aöstoöarráöherra og lét þvi af starfinu eftir nokkra mánuöi. Stjórnin vildi ekki missa hann úr þjónustu sinni og fékk hann skömmu siöar til aö veröa land- búnaöarráöherra. Alvarez undirbjó fljótlega til- lögur um jaröaskiptingu. 1 fyrstu skyldi henni komiö á hjá rikinu, en þaö réöi yfir nokkrum jaröeignum. Tillögur hans þykja ekki rót- tækar nú, en þóttusvo röttækar þá, aö landeigendur snerust meöhörku gegn þessum stéttar- svikara. Tillögurnar voru félld- ar og Alvarez fór úr stjórninni. Þetta geröist 1973. Eftir brott- förina Ur rikisátjórninni sneri Alvarez sér aöallega aö búi sinu og náöi m.a. meiri árangri i kynbótum nautgripa og nýtingu beitarlands en dæmi voru um i E1 Salvador. Alvarez haföi þó meiri áhuga á ööru en kynbótum og ræktun beitarlands. Hann haföi hina ör- snauðu verkamenn efst i huga. Hann breytti búi sinu i sam- vinnubú. Rúmlega sjötiu verka- menn, sem höfðu veriö fast- ráðnir hjá honum, urðu eigend- ur þess. Sjálfur lánaöi hann þeim þau framlög, sem þeir þurftu aö inna af höndum. IOKTÓBER 1979 geröu ungir og umbótasinnaöir liösforingjar byltingu i E1 Salvador. Hum- berto Romero forseti, sem þótti mjög ihaldssamur, var rekinn frá völdum. Liðsforingjarnir settu stjórn á laggimar, sem var skipuö bæði óbreyttum borgurum og herforingjum. Alvarez var fenginn til aö taka aö sér embætti landbúnaðarráð- herra. Hann gegndi þvi starfi þó aö- eins skamma hriö. Hann var i hópi þeirra, sem settu það skil- yröi, aö hermálaráöherrann yröi látinn vikja og komiö yröi i veg fyrir pólitisk afskipti hers- ins.Þegarþaö fékkst ekki fram, sagöi hann af sér. Rikisstjómin hefur siðan ver- iö stööugt aö færast til hægri. Alvarez ákvað því að ganga til liös við vinstrii menn. Hann sagðist ekki gera þaö vegna þess, aö hann,væri marxisti, heldur sökum þess, að hann væri kristinn. Eftir aö Alvarez fór úr stjórn- inni, vann hann aö þvi að sam- eina ýms samtök, sem voru andvig rfkisstjórninni, i eina fylkingu, sem stefndi aö þvi aö koma á breytingu á eignaskipt- ingunni I landinu, en ynni jafn- framt aö þvi aö koma á lýö- ræöislegum stjórnarháttum. Siðastliöiö haust fór hann til Bandarikjanna og Vestur- Evrópu og hvatti stjórnarvöld þar til aö styðja ekki stjórnina i E1 Salvador, nema hún breytti um starfshætti. Taliö er, aöhon- um hafi orðiö allvel ágengt. Hann kom aftur til E1 Salva- dor i október. Jafnhliöa þvi, sem hann starfaði að þvi aö treysta samtöksi'n, vann hann að þvi aö komiö yröi á viöræðum vinstri manna og stjórnarvaldanna. Hægri menn höföu illan bifur á þessu, þvi' aö þeir óttuðust áhrif Alvarez. Svar þeirra var aö ryöja honum úr vegi. Frá útifundi i San Salvador.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.