Tíminn - 24.12.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1980, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 24. desember 1980 slagsmál Olivia Newton John Jólamynd Laugarásbiós er að þessu sinni dans og söngva- myndin Xanadu með Oliviu Newton John i aðalhlutverki.i Lög úr þessari mynd hafa heyrst i diskótekum, útvarp- inu, og viðar að undanförnu og hafa notið nokkurra vinsælda. Myndin gerist á diskóteki, söguþráðurinn mun vera nokkuð þunnur, en áhersla lögð á söng og dansatriðin. Leikstjóri er Lawrence Gordon. Gamla brýnið Gene Kelly fer með hlutverk i myndinni og hann ku vera bara nokkuð léttur á fæti enn þótt kominn sé vel á efri ár. Lögin i myndinni eru flutt af, auk Oliviu, hljómsveitinni Electric Light Orchestra (ELO), sem eins og margar aðrar frægar sveitir hefur far- ið út i diskóið, en þar munu peningarnir vist liggja i tón- listarbransanum. Þrátt fyrir aö jólamyndirnar í ár séu óvenju f jölbreyttar, getur engin þeirra talist skera sig úr eins og raunin hefur oft orðið a'ður. Kvikmyndaunnendur áttu þó von á að nokkrar athyglisverðar myndir yrðu teknar til sýninga og má sem dæmi nefna Apocalypse Now og Manhattan/ en af einhverjum orsökum verða þær ekki sýndar nú um jólin. Athyglisverðustu myndirnar að þessu sinni eru Alien (Nýja Bíó)/ //10“ (Austurbæjarbíó) og The Jazz Singer (Regnboginn) en auk þess má geta grín- myndarinnar Airplane (Háskólabió) sem slegið hefur nokkur aðsóknarmet vestra. Vegna f jölbreytninnar að þessu sinni ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi i kvikmyndahúsunum um þessi jól, en meðal myndanna má finna dans og söngvamynd, grínmynd, hrollvekju, þriller o.sv.fr. _J0L AMY N DI Laugarásbíó — Xanadu: Vinsæl lög Austurbæjarbíó — „10”: Kynbomba komandi ára Jólamynd Austurbæjarbiós ,,10” er leikstýrt af Blake Edwards sem er þekktur fyrir leikstjórn sina á myndunum með Bleika pardusnum. Myndin fjall- ar um Webber (leikinn af Dudley Moore) sem er rúmlega fertugt tónskáld en hann á vingott við Sam (leikin af Julie Andrews). Webber verður var við draum- fagra stúlku er hann er á leið i af- mælið sitt og eftir það slitnar upp úr vinskap þeirra Sam. Hún held- ur burt i fússi en Webber fer að leita að stúlkunni fögru. Hann hefur upp á henni en hún reynist gift. Hann gefst þó ekki upp og allt fer vel að lokum. Stúlkan er leikin af Bo Derek en hún hefur, eftir þetta hlutverk, verið kölluð kynbomba niunda áratugarins. Ekki er erfitt að sjá hvers vegna af myndum af henni, en hún er óneitanlega vel vaxin og á mælikvarðanum 1 til 10 mundi hún fá 10 eins og titill myndarinnar gefur til kynna. Bo Derek Stjörnubíó — Odds and Evens: Hefðbundin Stjöriiubió sýnir enn eina af slagsmálamyndunum ineð þeim félögum Bud Spencer og Terence Ilill. Sergio Corbucci leikstýrir, en flestir aðstandendur myndar- innar eru italskir eins og i fyrri myndum þeirra félaga. Héreiga þeir i höggi við frægan fjárglæframann. Eins og i fyrri myndunum, er inikið um slags- mál i myndinni og þeir sem gam- an hafa haft af fyrri myndum þeirra „bræðra” ættu ekki að verða sviknir af að sjá þessa. Dæmigert atriði úr myndinni. Borgarbíó — Night Moves: Flókið mál Jólamynd Borgarbiós er Night Moves, sem leikstýrt er af gömlu kempunni Arthur Penn, en hann hafði ekki gert mynd lengi er hann gerði þessa. Með aðalhlut- verkið fer Gene Hackman en hann leikur einkaspæjara sem fær það verkefni að hafa uppi á ungri stúlku. Það reynist ekki eins auðvelt og i upphafi var haldið, þvi inn i mál- ið fléttast eiturlyf og skuggalegir karakterar. Myndin hefur viðast hvar feng- ið ágæta dóma, en Penn er ekki vanur aö senda frá sér lélegar myndir og áöur hafa verið sýndar hér m.a. Little Big Man og Alice’s Restaurant geröar af honum. Þeir sem gaman hafa af pott- þéttum þrillerum, ættu ekki aö láta þessa mynd fara framhjá sér. Gene Hackman og Jennifer Warren I hlutverkum slnum. Hafnarbíó — The Border: Mikill hasar Jólamynd Hafnarbiós er aö þessu sinni The Border með þeim Telly Salvalas og Eddie Albert i aðalhlutverkum. Þetta mun vera ein af þessum hefö- bundnu hasarmyndum með miklu af skotbardögum, kapp- akstri og ofbeldi. Sögusviðið er landamæri Bandarikjanna og Mexikó og söguefnið ólöglegir flutningar af ýmsu tagi um þau landamæri. Salvalas hefur varla fengið hlutverk af viti i kvikmyndum eftir að hann hætti þátttöku sinni i lögguþáttunum Kojak, en þessi mynd er sennilega sam- nefnariyfir það sem honum hef- ur boðist. Eddie Albert hefur maður ekki séð lengi á hvita tjaldinu, en þar með er ekki sagt aö þaö sé miður. Einn annar er titlaður i aðal- hlutverk, en það er Danny De la Paz og leikur hann sennilega einhvern „grease-ball” Telly Salvalas

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.