Tíminn - 18.01.1981, Qupperneq 7

Tíminn - 18.01.1981, Qupperneq 7
Sunnudagur 18. janúar 1981 7 Þórarinn Þórarinsson: Ályktanir flokksþinga Vetrarsól viö Skerjafjörð. Tlmamynd Róbert. um Ályktunin 1944 Stjórnarskrárnefnd vinnur nú að því að gangafrá tillögum um önnur atriði stjórnarskrárinnar en kjördæmaskipun og kosning- ar. Beðið er eftir tillögum um það efni frá þingflokkunum. 1 tilefni af þvi, að stjórnar- skrármálið mun vafalitið verða til umræðu i náinni framtið, þykir rétt að rifja hér upp álykt- anir, sem flokksþing Fram- sóknarmanna hafa gert um stjórnarskrármálið siðan 1944. A 7. flokksþinginu, sem haldið var 12.-18. marz 1944 var gerð svohljóðandi ályktun: „1. Flokksþingið lýsir ánægju sinni yfir ákvörðun Alþingis um stofnun lýðveldis á komandi sumri, enda er sú ákvörðun i fullu samræmi við ályktanir 6. flokksþings Framsóknarflokks- ins árið 1941. Jafnframt skorar flokksþing- ið á Framsóknarmenn um land allt að vinna að þvi, að þátttak- an i þjóðaratkvæðagreiðslunni um skilnaðinn við Dani og lýð- veldisstjómarskrána verði al- menn og einhuga. 2. Flokksþingið telur það brýna nauðsyn, að stjórnar- skráin verði tekin til endurskoð- unar svo fljótt sem þvi verður við komið eftir stofnun lýðveld isins. Við þá endurskoðun vill flokksþingið leggja áherzlu á það, að eftirtalin atriði komi til sérstakrar athugunar: a. Að forseti veröi þjóðkjör- inn. b. Að gefa forseta vald til þess að skipa rikisstjórn með sér- stöku valdi, ef ókleift hefir reynzt að mynda þingræðislega stjórn, enda viki hún fyrir stjórn, er styðst við meirihluta Alþingis. c. Að forseti hafi frestandi synjunarvald. Lagafmmvarp, er forseti synjar staðfestingar, skal borið undir þjóðaratkvæði, og gengur fyrst i gildi, er það hefir náð samþykki meira hluta alþingiskjósenda, er mætt hafa við atkvæðagreiðsluna. d. Að takmarkaður verði rétt- ur einstakra þingmanna til þess að bera fram hækkunartillögur við fjárlög. 3. Flokksþingið leggur sér- staka áherzlu á: a. Að öllu landinu verði skipt i einmenningskj örd æmi. b. Að allir þingmenn verði kjördæmakjörnir. c. Aö þingmönnum veröi fækkað. d. Að sett verði itarleg ákvæði um ýms þegnréttindi, t.d. um eignarrétt, tryggingar og fé- lagslegt öryggi”. Ályktunin 1946 A 8. flokksþinginu, sem haldið var28.nóvember —3. desember 1946, var gerö svohljóðandi á- lyktun: „Flokksþingið átelur þann drátt, sem orðinn er á endur- skoðum stjórnarskrárinnar, og vill að nú þegar sé nefnd, er skipuð sé fulltrúum allra þing- flokka, faliö að gera tillögur i málinu.er siðanséu lagðar fyrir sérstakt stjórnlagaþing, sem samkyæmt breytingum á nú- verandi stjórnarskrá, væri falin afgreiösla þess. Frumvarp það er stjórnlagaþingið samþykkir, yrði siðan lagt undir þjóðarat- kvæði til staðfestingar eða synj- unar. Flokksþingið telur, að i hina nýju stjórnarskrá ætti að setja ákvæði, sem miða að þvi: 1. Að auka vald héraðanna til eflingar sjálfsforræði þeirra og fjárhagsafkomu. 2. Að þjóðkjörinn forseti hafi vald til að skipa rikisstjóm, ef Alþingi reymist ókleift að mynda þingræðislega stjórn, enda vi"ki hún fyrir stjtírn, er styðst við meirihluta Alþingis. 3. Að forseti hafi frestandi synjunarvald. 4. Að allir alþingismenn verði kjördæmakosnir og þeim fækk- að. Telur flokksþingið núver- andi kjördæmaskipun og kosn- ingatilhögun fráleita, og að skipting landsins i einmenn- ingskjördæmi muni reynast þjöðinni bezt. 5. Að bæta vinnubrögð alþing- is og stytta þinghaldið, t.d. meö þvi að þingmennska verði aðal- starf alþingismanna um þing- timann. Flokksþingið telur ennfrem- ur, að nauðsyn beri til, að sett verði i stjórnarskránni ákvæði um ýms þegnréttindi, t.d. um eignarrétt, veiting rikis- borgararéttar o.fl.” Ályktunin 1950 A 9. flokksþinginu, sem haldiö var 17.-22. nóvember 1950, var gerð eftirfarandi ályktun: „I. Niunda flokksþing Fram- sóknarmanna leggur á það áherzlu, að hraðað sé setningu nýrrar stjórnarskrár. Telur flokksþingið, að hina nýju stjórnarskrá eigi að byggja á eftirtöldum grundvallaratrið- um: 1. Framkvæmdarvald og lög- gjafarvald verði aöskilið meira en nú er, og skipi þjóðkjörinn forseti stjórn rikisins, hafi Al- þingi eigi myndað nýja rikis- stjórn einum mánuði eftir að rikisstjórn hefir verið veitt lausn. 2. Allir þingmenn veröi kjör- dæmakosnir. Kjördæmaskipun- in taki eðlilegt tillit til sérstöðu dreifbýlisins. 3. Skipun æðsta dómsttíls þjóðarinnar verði ákveöin i stjórnarskránni. 4. Héruð landsins njóti meiri sjálfstjórar en nú er. Sérstaða þeirra verði ákveðin i stjórnar- skránni. II. Niunda flokksþing Fram- sóknarmanna skorar á Alþingi að gera þá breytingu á gildandi stjórnarskrá, að ný stjómar- skrá skuli samþykkt á sérstöku stjórnlagaþingi og jSiöan borin undir þjóðaratkvæði. Flokksþingiðtelur eðlilegt, að kosið verði i einmenningskjör- dæmum til stjórnlagaþingsins”, Ályktunin 1953 A 10. flokksþinginu, sem hald- ið var 20.-25.marz 1953 var gerð svofelld ályktun: „Tiunda flokksþing Fram- sóknarmanna endurtekur þá á- skorun siðasta flokksþings til Alþingis að gera þá breytingu á gildandi stjórnarskrá landsins, að sérstakt stjórnlagaþing skuli kosið til þess að setja nýja stjómarskrá. Flokksþingið telur ráðlegt, að þingmenn stjórnlagaþingsins verði allt að 52, og að kosning þeirra farifram eftir riúgildandi reglum um kosningar til Alþing- is. Þá telur flokksþingið einnig við eiga, að stjómmálaflokkar, sem fulltrúa eiga á Alþingi, eða hafa haft fulltrúa i kjöri til Al- þingis, megi ekki bjóða menn fram til stjórnlagaþingsins. Aftur á móti geti samtök fram- bjóðenda til stjórnlagaþings borið fram landslista og fengið jöfnunarsæti eftir sömu reglum og nú gilda um stjórnmála- flokka, sem bjóða fram til Al- þingis”. Ályktunin 1959 A 11. flokksþinginu, sem hald- ið var 1956, var engin ályktun gerð, enda var þá nær eingöngu fjallaðum fyrirhugað kosninga- bandalag við Alþýðuflokkinn. A 12. flokksþinginu, sem hald- ið var dagana 11.-19. marz 1959, var gerð eftirfarandi ályktun með hliðsjón af þeirri breytingu á kjördæmaskipan, sem þá var á döfinni og Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósialista- flokkur höfðu orðið sammála um: „12. flokksþing Framstíknar- manna leggur á það megin á- herzlu að vernda beri rétt hinna sjálfstæðu; sögulega þróuðu kjördæma til þess að hafa sérstaka fulltrúa á Alþingi. Jafnframt telur það rétt að fjölga kjördæmakosnum þing- mönnum fjölmennra byggöar- laga, þó þannig að tekið sé eðli- legt tillit til aðstöðumunar kjós- enda i einstökum byggðarlögum til áhrifa á þing og stjórn. Flokksþingið telur að stefna beri að þvi að skipta landinu i einmenningskjördæmi utan Reykjavikur og þeirra kaup- staða annarra, sem rétt þykir og þykja kann, að kjósi fleiri en einn þingmann. Með hæfilegri fjölgun kjördæmakjörinna þing- manna falli niður uppbótarland- kjörið. Telur flokksþingið að ein- menningskjördæmi sem aðal- regla sé öruggastur grundvöllur að traustu stjórnarfari. Flokksþingið telur að skylt sé að ljúka sem allra fyrst endur- skoðun stjórnarskrárinnar i heild og aö þar þurfi fleiru að breyta, en kjördæmaskipan. Telur flokksþingið þjóðinni hollast að sem viðtækast sam- komulag geti orðið um öll grundvallaratriði stjórnskipun- arlaganna. Flokksþingið skfrskotar til ályktana fyrri flokksþinga Framsóknarmanna um aðæski- legast væri að sérstaklega kjörnu stjórnlagaþingi, sem ekki hefði öðrum málum aö sinna, væri fengið ákvörðunar- vald um gerð stjómarskrárinn- ar og að hin nýja stjórnarskrá tæki siðan gildi, er hún heföi hlotið samþykki við þjóðarat- kvæðagreiöslu”. Ályktunin 1971 A 13. flokksþinginu, sem hald- ið var 1963, og 14. flokksþinginu, sem haldið var 1967, voru engar ályktanir gerðar um stjórnar- skrármálið. Hins vegar var ályktaðum þaðá 15. flokksþing- inu, sem haldið var dagana 16.- 21..apriU97l. 1 inngangi álykt- unarinnar er lagt til, að sér- stakri nefnd verði falinn undir- búningur málsins og ljúki hún störfum fyrir árslok 1972 með það fyrir augum, að ný stjórn- arskrá taki gildi á árinu 1974. Siðan segir i ályktuninni á þessa leiö: „Flokkurinn er þeirrar skoð- unar, að breyta beri núgildandi stjórnarskrárákvæöum um kosningar til Alþingis og kjör- dæmaskipan. Telur hann, að breytingamar eigi m.a. að miða að þvi: að kjósendur hafi við atkvæða- greiðslu sem mesta mögu- leika til að styöja þann eða þá eina, sem þeir vilja helzt fela umboð sitt, aö tryggð verði sem bezt yfirsýn þingmanna yfir kjördæmi si'n og að stuðlaöverði að þvi, að kjós- endureigisem hægast með að koma hugðarmálum sinum á framfæri við þingmenn. Með þetta fyrir augum telur flokkurinn, að skipta beri nú- verandi kjördæmum, án þess þó að þingmannatala i heild hækki, og að alla þingmenn eigi að kjósa í kjördæmum. Flokkurinn telur rétt að heim- ildir stjórnarskrárum þjóðarat- kvæöagreiðslur veröi rýmkaðar frá þvi sem nú er, þar sem það er til þess fallið að efla beina að- ild kjósenda að stjdrn lýðveldis- ins”. Sérstakar ályktanir um‘ stjtírnarskrármálið voru ekki gerðar á flokksþingunum 1974 og 1978. Bezta reynslan A þeiín tima, sem framan- greindar ályktanir flokksþing- anna ná til, hafa i mörgum rikj- um veriö settar nýjar stjómar- skrár og breytingar gerðar á kosningafyrirkomulagi og kjör- dæmaskipan. Einna bezt hefur reynslan orðið i Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi. I Vestur-Þýzkalandi er helm- ingur þingmanna kosinn i ein- menningskjördæmum, en helm- ingurer landkjörinn. Allir þing- menn eru þvi kjördæmakosnir. 1 Frakklandi eru eingöngu einmenningskjördæmi, en kosiö er tvisvar, ef enginn fær meiri- hluta atkvæöa i fyrstu kosningu. Það auðveldar samvinnu flokka i siðari kosningunni. menn og málefni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.