Tíminn - 18.01.1981, Qupperneq 13
XI
Sunnudagur 18. janúar 1981
Sunnudagur 18. janúar 1981
21
„Menn hafa löngum velt fyrir sér
þeirri spurningu, hvernig gróöri
var háttaö hér á landi viö upphaf
landnámsins. Um þaö verður
varla deild, aö þá var gróður-
lendið stærra og gróskumeira en
nú gerist”.
Þetta éru orð, sem birt eru til
kynningar á grein, sem Hörður
Kristinsson, prófessor i grasa-
fræði hefur skrifað i timaritið
Týli, sem gefið er út af Bókafor-
lagi Odds Björnssonar i samlög-
um við náttúrugripasafnið á
Akureyri og lýtur ritstjórn Helga
Hallgrimssonar náttúrufræðings
— eins fegursta og vandaðasta
timarits, sem gefið er út hér á
landi, þótt smátt sé i sniðum.
t framhaldi af þessum kynning-
arorðum ersíðan sagt, að i grein-
inni leitistHörður við að gera sér
hugmynd um upprunalegan gróð-
ur heiðanna húnvetnsku og hafi
þar til leiðsagnar gróður þann,
sem dafnar á hólmum fjalla-
vatna, er lengi hafa verið friðað-
ir.
Alkunn eru þau orð Ara fróða
og nálega hverju mannsbarni
munntöm, að landið hafi verið
viði vaxið milli fjalls og fjöru, er
norrænir menn komu hér að
landi. Ekki er þvi þó að leyna, að
nokkuð hefur menn greint á um
það, hversu bókstaflega beri að
skilja þau, en til eru einnig þeir,
er hafa viljað hafna þeim að
miklu leyti. En djarft er þó að slá
sliku fram, núá tuttugustu öld, án
þess að geta fært fram gild rök,
og svo óliku betur var Ari settur
til þess að vita hið sanna, fæddur
aðeins tvö hundruð árum eftir
upphaf landnámsaldar, sem aftur
þýddi, að hann gat á unglingsár-
um hæglega hlýtt á tal þeirra, er
mundu land og fólk á fyrstu árum
kristins siðar. Fáar kynslóðir
geta spannað yfir einkennilega
löng timabil, og er skemmst til
þessaðvitna, aðá afmæli rikisú't-
varpsins á dögunum hlýddi fólk á
Axel Thorsteinsson lesa fréttir —
þann mann, er átti afa á barns-
aldri i móðuharðindunum. Þar
hafa þrjár kynslóðir þvi lifað
nokkurn veginn jafnlangt timabil
og leið frá komu Ingólfs Arnar-
sonar til landsins til fæðingar Ara
Þorgilssonar. Þess vegna virðist
eðlilegt að lita á getgátur nútima-
manna, sem vilja að litlu eða
engu hafa orð fornra sagnfræð-
inga, sem ekki áttu tiðindi um
lengri veg að spyrja en þetta um
atriði, þarsem ekkertvirðist hafa
getað ýtt undir þá að halla réttu
máli, eins og anga af dálitið rang-
snúinni tizku i eltingaleik við það,
sem á að heita frumlegt.
Frjórannsóknir þær, sem Þor-
leifur Einarsson gerði eitt sinn,
bentu og til þess, að hér i ná-
grenni Reykjavikur hefði verið
skóglendi mikið á landnámsöld,
en birkið eyðst fljótt, og kemur
hvort tveggja heim við hina fornu
lýsingu á gróðurfarinu — viðáttu
skóga i öndverðu og þá rýrnun
þeirra, fljótlega eftir að búseta
norrænna manna hófst, er álykta
má af þvi, að þar er skirskotað til
þess, sem var.
Langsennilegast viröist, að
meginhluti láglendis hafi verið
vaxinn birkiskógi, nema mestu
votlendissvæði og sandar með sjó
fram, og þaðan svo hátt til fjalla
sem vaxtarskilyrði voru. Þá er
einnig liklegt, að hálendið hafi
veriö algróið landsfjórðunga á
milli, og má þvi til rökstuðnings
benda á, aö menn hafa tæpast
haft járn undir alla þá hesta, er
þeir þurftu til, þegar hundruð
manna riðu milli Suðurlands og
Norðurlands eins og gerðist til
dæmisi herförum á Sturlungaöld,
en án hestajárna hefðu þeir ekki
komizt leiðar sinnar, ef þá hefði
verið um blásið og ógróið land að
fara.
Raunar þurfum við einskis að
spyrja um þaö, hvaöa áhrif bú-
seta og beit hefur á gróðurfarið.
Þar blasir við augum, þar sem ó-
Kænunes, þrjú hundruö metra frá hólmanum: Skilyrði hin sömu og i
hólmanum að frátekinni friöuninni. Gróöurinn aöeins mosaþembur
og fjalidrapi.
— Ljósmynd: Höröur Kristinsson
ræktarland hefur verið girt og
friðað — allt situr við hið sama ut-
an girðingar, þó innan hennar
hafi gróðurinn þotið upp. Þetta
blasir við norður á Hornströnd-
um, einum harðbýlasta hluta
landsins, þar sem undraverð
blómlendi og blómstóð og kvistur
hefur þotið upp síðan byggð féll
niður. Og úr Viöidal I Stafafells-
fjöllum höfum við vitni um það,
hvernig gróðri hrakaði, þegar þar
var reist bú, oftar en einu sinni,
en tók siðan jafnskjótt við sér,
þegar byggðin lagðist af.
Um þetta er ekki að fara fleiri
leikmannsörðum, en snða sér að
þeirri rannsókn, sem Hörður
Kristinsson, einn lærðasti grasa-
fræðingur landsins, hefur gert á
húnvetnsku heiðunum og niður-
gróðurhnignunin nær svo langt,
að uppblástur siglir i kjölfariö.
Uppblásturinn er aðeins lokastig i
langri röð hægfara gróðurbreyt-
inga — svo hægfara, að þær dylj-
ast auðveldlega einni kynslóö.
Orðugt er að afla áreiðanlegra
upplýsinga um hinn upprunalega
gróður landsins, nema þar sem
svo hagar til, að náttúrulegar að-
stæður hafa varið landið gegn á-
sókn manna og búfjár. Slikir
staðir finnast hér og hvar og
vekja oft undrun og aðdáun
þeirra, sem þar koma. Helzt eru
það hvammar i torsóttum gljúfr-
um, klettasyllur eða hólmar i
vötnum og ám, sem veita innsýn i
náttúrulegan gróður landsins”.
Hann getur þess siðan að þau
svæði, sem friðuð hafa verið á
vestra á Auðkúluheiði, sem er i
440 metra hæð yfir sjávarmáli”,
segir hann. „Hólmi þessi er til-
tölulega flatur og lágur. Nærri
honum gengur lágt nes, Kænunes,
út i vatnið. Virðast þar vera eink-
ar lik gróðurskilyrði og i hólman-
um sjálfum, að þvi undanskildu,
að hólminn hefur ætið verið frið-
aður fyrir bdfjárbeit, en fé og
hestar ganga um nesiö eins og
aöra hluta heiðarinnar.
Við þann samanburð, sem
þarna gat að liía, varð mér ljós-
ara en áður, hversu gifurleg um-
skipti hafa orðið á gróðurfari
landsins i kjölfar þeirrar landnýt-
ingar, sem hér hefur tiðkazt frá
fornu fari”.
Með þvi að hólminn i Frið-
mundarvatni var fremur einhæf-
ur að landslagi, en augljós nauð-
syn þess að afla meiri þekkingar
á beitarfriðuðum gróðri, var ann-
ar leiðangur gerður út frá Akur-
eyri sumarið 1977 til þess að
skoða fleiri hólma, þar sem
landslag var fjölbreyttara. Með
Herði var þá þrettán ára drengur,
Stefán Stefánsson, sem tileinkað
hafði sér mikla þekkingu á is-
lenzkum plöntum. Skoðuðu þeir
þá hólma i þremur vötnum —
Eyjavatni og Lómatjörnum á
Höröur Kristinsson prófessor
lendi. Einkum er það bezti beitar-
gróðurinn, af svipuðu tagi og enn
finnst i hólmanum i Friðmundar-
vatni vestra og i Lómatjörnum,
sem hefur horfið f heiðunum. I
hans stað eru komnar mosa-
þembur með fjalldrapa og þursa-
skeggi, sem hafa margfalt rýrara
beitargildi”.
Hörður segir, að nærri megi
fara um það, hvernig þessar
gróðurbreytingar hafi orðið.
Fullnaðarsönnunum verði að visu
aðeins við komið með tilraunum,
sem hljóta að taka afarlangan
tima. En þá tilgátu, sem hann
telur sennilega, rekur hann á
þessa leið:
,,Ég fjalla hér aðeins um likleg-
ar breytingar á þvi gróðurlendi
(kjarr- og blómlendi), sem áður
var lýst i hólmanum i Friðmund-
arvatni vestra, en gera má ráð
fyrir, að samsvarandi breytingar
hafi orðið á ýmsum öðrum
gróðurfélögum. Við litum fyrst á
hávöxnustu tegundirnar, sem
veita öðrum skjól — hvönn, loð-
viði og gulviði. Féð er afarsólgið i
ætihvönn og gerir henni og burni-
rótinni skil á undan flestum öðr-
um tegundum. Undir Arnarfells-
múlum i Þjórsárverum, þar sem
hvönn og burnirót mynda sums
Bakki hóimans i Friöarmundarvatni, þakinn stórvaxinni burnirót, er fengiö hefur aö dafna i friöi,
sama, hversumikil beitin er, hon-
um verður ekki útrýmt eins og
hvönninni.
Þegar hvönnin er horfin og við-
irinn hefur verið klipptur niður,
hverfa ýmsar aðrar tegundir,
sem háðar eru þeirri vernd, sem
runnarnir gefa. Gildir það liklega
um skrautpunt, reyrgresi, linarfa
ogeski. Þetta-hefur einnig þau á-
hrif, að kjarrið hættir að draga til
sin jafna snjóþekju á veturna,
snjórinn blæs af hávöðum i land-
inu og eftir verður berangur. Þar
með er brostin forsenda þess, að
blágresið geti almennt dafnað
gamburmosi að öðru nafni, sem
þrifst ekki innan um viðikjarrið
og þolir illa snjóþekju á vetrum,
verður fljótlega rikjandi tegund
og myndar mosaþembur, sem
ekki nýtast til beitar. Er og al-
þekkt þau áhrif langvarandi of-
beitar, að lélegum og litt eftir-
sóttum beitarplöntum fjölgar, og
getur það skýrt aukna hlutdeild
þursaskeggs og fjalldrapa á heið-
unum. Samkvæmt rannsóknum,
sem Yngvi Þorsteinsson hefur
gert, er liklegt, að gróðurlendi,
sem búið hefur við langvarandi
beit, hafi einn sjöunda hluta
blómlendi á raklendum stöðum,
þar sem gulviðirinn þreifst, en
þar hafi þá verið þeim mun meira
afstör og grösum. Um útbreiðslu
ætihvannarinnar sé erfiðara að
segja, en hún unir sér bezt við
læki, íindir og vötn, enda dreifist
fræ hennar auðveldiega með
vatni. Hæðir og bungur ætlar
hann alltaf hafa verið með mosa-
þembugróðri og lyngi, þvi að þær
hafi verið of áveðurs fyrir viöinn
og snjór fokið af þeim, en á hitt
bendi rannsóknir, að mosa-
þemban hafi verið flétturikara á
meðan beitar gætti ekki og varizt
Fyrrum átti ég fagurt land
Rannsóknir Harðar Kristinssonar, grasafræðiprófessors á upphaflegum
gróðri á húnvetnskum heiðalöndum
Hvannstóö á friöuöu landi i 440 metra hæö yfir sjávarflöt.
uppiá heiðunum. Viö þá veöráttu,
sem þar rikir, þarf að snjóþekja.
Ef viðikjarrið tryggir ekki slika
snjóþekju, verður blágresið að
láta sér nægja djúpar snjódældir.
Blágresið finnst nú hvergi á Auð-
kúluheiði nema i slikum snjó-
dældum að undanskildum hólm-
unum, þar sem hávaxinn gróður
skýlir þvi og jafnar snjóbreiðuna.
Ekkier vafi á þvi, að blágresið og
fleiri tegundir (mariustakkur,
reyrgresi, klukkublóm, skraut-
puntur) væru mun útbreiddari
um heiðina en nú er, ef gulviðir-
inn fengi að veita þeim skjól”.
Hörður drepur siðan á aðra al-
varlega afleiðingu þess, að snjó -
inn blæs af landinu. Grámosi,
fóðurgildis á við gróðurlendi eins
og er i hólmanum i Friðmundar-
vatni.
Hörður segir, að „þær gróður-
breytingar, sem lýst er aö fram-
an, þegar viðkjarr með blágresi,
hvönn og burnirót breytist i
mosaþembu með fjalldrapa,
þursaskeggiog fléttum”, muni þó
aðeins hafa orðiö á hluta Auð-
kúluheiðar. Fjarri fari, að hún
hafi öll verið þakin gróðurlendi af
þvi tagi, sem nú eru i hólmanum i
Friðmundarvatni vestra. Hann
telur sennilegt, að útbreiðsla gul-
viöisprota i gróðursverðinum
gæti gefið góða visbendingu um
fyrri útbreiðslu kjarrs og blóm-
lendis. Trúlega hafi þó ekki verið
betur uppblæstri. Fióar ætlar
hann, að hafi verið með grósku-
miklum fifu-og stargróðri, svipað
og nú. Þeim er litil hætta búin af
fjárbeit. Aftur á móti getur gæs
gengið nærri þeim eins og kunn-
ugt er úr Þjórsárverum. Flóa-
jaðra og brekkurætur sem nú eru
beztu beitilöndin, hyggur hann
svipaðs eðlis og áður var, enda
snjóskaflar til hlifðar á vetrum,
og ráði hagstæð rakaskilyrði og
skjól eflaust mestu um grasgefni
þessara bletta. Sennilegt er þó, að
viðikjarr hafi jafnað jarðvegs-
rakann og svipað og verður i
skóglendi, og þess vegna hafi
beitin haft áhrif á þá átt að gera
ásana þurrari og flóana blautari
með þeim gróðurfarsbreytingum,
sem þvi eru samfara.
„Þær kenningar, sem hér hafa
verið settar fram um breytingar
gróðurs á Auðkúluheiði, eru
byggðar á athugunum, ályktun-
um, dregnum af samanburði og
grasafræðilegri reynslu viðs veg-
ar um land”, segir Hörður.
„Hægt er að komast lengra meö
ýmsum viðbótarathugunum,
gróðurmælingum, uppskerumæl-
ingum og ekki sizt með þvi aö
kanna beitarfriðaðan gróður, sem
ekki hefur orðið fyrir verulegum
áburðaráhrifum. Þegar hafa ver-
ið undirbúnar framhaldsrann-
sóknir á þessum vettvangi á veg-
um Liffræöistofnunar háskól-
ans”.
Að leiðarlokum vikur Hörður að
þvi, að grasáfræðilegar frum-
rannSóknir hafi setið mjög á hak-
anum hérlendis, liklega vegna
þess að menn hafi ekki talið þær
hagnýtar. Hagnýtar rannsóknir
verði þó að byggjast á uftdir-
stöðuratinsóknum, ef árangur á
að nástán blindrar tiíraunastarf-
semi og mikils tilkostnaðar.
Hann segir:
„Ef svo reynist, aö hinn nátt-
úrulegi gróöur landsins hafi tekiö
stööum þeim, sem hann birti i
Týli.
Upphafsorð hans eru þessi:
„Flestum þeim, sem þekkingu
hafa á islenzku gróðurfari mun
ljóst, að miklar breytingar hafa
orðið á gróðri landsins siðan land-
nám hófst. Mest ber á hnignun
birkiskóganna á láglendi. Hvar-
vetna þar sem birkiskógar heyra
til hinum náttúrulega, uppruna-
lega gróðri, vex birki og viðikjarr
sjálfkrafa upp, ef landinu er gef-
inn friöur til þess. Færri munu
hafa leitt hugann að þvi, að mikl-
ar gróöurbreytingar kunni einnig
að hafa átt sér stað á hálendinu
fyrir ofan skógarmörkin. Afleið-
ingarnar leyna sér þó ekki, þegar
seinni árum vegna skógræktar,
séu flest svo ung, að þar gæti að-
eins fyrsta stigs framvindu i átt
til þess gróðurfars, sem landinu
er eiginlegur án búfjárbeitar við
það loftslag, sem hér er. Og öll
eru þessi svæði á láglendi, þar
sem birkiskógar eru náttúrulegur
gróður.
. Að svo mæltu vikur hann að þvi,
að hann vann sumarið 1976 að
gróðurrannsóknum vegna fyrir-
hugaörar Blönduvirkjunar á Auð-
kúlu- og Eyvindarstaðaheiðum,
ásamt Helga Hallgrimssyni nátt-
úrufræðingi og Þóri Haraldssyni
menntaskólakennara. „Þá gafst
tækifæri til aö kanna gróöur i
hólma einum i Friðmundarvatni
Auðkúluheiði og Bugavatni eða
Aöalmannsvatni austan Blöndu.
Af þvi erskemmstaðsegja, að i
hólmum þessum reyndist hinn
fegursti og þroskamesti gróður,
einkum i hólmanum i Friðmund-
arvatni vestra — gulviðir, loðvið-
ir og hvönn um hálfan annan
metra hæð og breiður af blágresi
og brennisóley og burknirótar-
búskum, puntir, hófsóleyjar, elft-
ing og klukkublóm og stórgerð
stör, þar sem mýrlent er, en lyng
á hæstu bungum.
„Samanburður hólmanna við
heiðalöndin umhverfis þá bendir
eindregið til þess, að gifurlegar
breytingar hafi sums staðar orðið
á gróðurfari heiðanna á liðnum
öldum vegna beitarinnar”, segir
Hörður. „Allar aðstæður virðast
mjög sambærilegar i Kænunesi
og hólmanum i Friðmundarvatni
vestra, svo sem landslag, jarð-
grunnur, nærvera vatnsins og
hæð yfir vatnsborð. Það, sem
skilurá milli, er að hólminn hefur
ætiö verið friðaður fyrir búfjár-
beit, en nesið ekki. Gróðurinn i
Kænunesi virðist vera dæmigerð-
ur fyrir þurrlendisgróður á Auð-
kúluheiðinni, og gróðurinn i
hólmanum er svipaðs eðlis og
friðaður gróður er annars staðar
við sambærilegar aöstæður. Svo
virðist sem beitin verði smátt og
smátt til þess, að ákveðin svæði
bókstaflega skipti um gróður-
staðarsamfelldar breiður, verður
flag eitt eftir, þegar búfé hefur
farið þar um og valið gómsætustu
beitarplönturnar. Ef fé kemst
snemma i hvönnina, nær hún
hvorki að blómgast né mynda
fræ. Þar sem hún er háð fræ-
myndun til að viðhalda stofnin-
um, hverfur hún innan tiðar eftir
mikla árlega beit allt sumarið.
Gulviðirinn þolir beitina betur,
þvi að hún verkar með timanum
eins og klipping, svo að hann
myndar stutta, jarðlæga sprota, i
stað eins til tveggja metra hárra
runna (hærri i innsveitum á lág-
lendi). Hann verður oft svo litið á-
berandi i gróðrinum, að menn
taka varteftir honum. Það virðist
Gróöur í hólma i Friömundarvatni vestra, þar sem engin beit hefur veriö um aldir, vekur undrun og
aödáun. — Ljósmynd: Helgi Hallgrimsson.
t - " ' '
Vatnsbakkinn sjálfur, þar sem búpeningur kemst aö, er ber og nakinn og meö
sama svip og mikill hluti Auökúluheiöar.
verulegum breytingum, sem rýra
beitargildi hans margfalt, vegna
óskipulegrar beitar siöan á land-
námsöid, skiptir sú staöreynd
verulegu máli viö öll framtlöará-
form um endurbætur á beitar-
löndunum. Slíkar niöurstööur
ættu i raun og veru aö vera mikiö
fagnaðarefni landsmönnum öll-
um — og ekki sízt bændum. Þær
myndú I fyrsta lagi þýöa, aö hinn
náttúrulegi gróöur landsins er
margfalt meiri en núverandi útlit
hans gefur visbendingu um. 1
öðru lagi ættu beitarlöndin auð-
veldlega aö geta borið núverandi
fjölda sauöfjár, og liklega tölu-
vert meira, ef þau aðeins fengju
fyrst aö jafna sig aö fullu og
mynda klimaxgróður, og beitinni
yröi siöan stýrt eftir þeim leiöum,
sem hagkvæmastar reynast.
Þótt áburöargjöf, meö eöa án
sáningar grasfræs, muni eflaust
bezt bæta ýmis beitarlönd lág-
lendis, ekki sizt sandana sunnan
lands, og viöar þar sem jarðraki
er nægur, er liklegt aö langvar-
andi friöun væri hagkvæmari
lausn á þeim hlutum hálendisins,
sem enn hafa óskertan jaröveg.
Aö sjálfsögöu yröi slikt aö gerast i
áföngum.
Samkvæmt vistfræðilegum lög-
málum myndast klimax-gróður
af sjálfu sér, ef beitarálagi er af-
létt, án annars tilkostnaðar en
hólfunar beitarlandanna með
girðingum, sem nauðsynleg er til
timabundinnar friðunar og einnig
til að stýra beitinni á þann veg, að
klimax-gróður haldist. Eigi hins
vegar að viðhalda graslendi á öll-
um þessum svæðum til lengdar
með og áburðargjöf, leiðir það til
mikils kostnaðar um ókomin ár.
Að öðrum kosti myndast með
timanum klimax-gróður eða beit-
arklimax eftir þvi, hvernig beit-
arálag er mikið og hvernig þvi er
stýrt.
Auk þess myndi hinn tilbúni
gróður sifellt vera i hættu fyrir
ýmsum skakkaföllum af völdum
veðráttu, kals og uppblásturs,
sem klimax-gróðurinn er betur
lagaður að, vegna langvarandi
erfðafræðilegrar mótunar við is-
lenzkar umhverfisástæður og
önnur staðbundin skilyrði. Það
eina, sem myndi réttlæta ræktun
á hálendinu væri, að imi ræktuðu
lönd gæfu svo mikRrmeiri og
betri uppskeru en klimax-gróður-
inn, að hún væri tilkostnaðarins
og áhættunar virði”.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
sumum atriðanna i hinni merki-
legu grein Harðar Kristinssonar
prófessors. Rannsóknir hans eru
hinar merkustu og timabært að
kenningun hans sé gefinn gaum-
ur. Hann leiðir rök að þvl, að stór-
irhlutarheiöalandanna á hálend-
inu hafi veið vaxnir svo fögrum
gróðri, að menn rekur i roga-
stanz, þegar þeir nú sjá bletti,
sem varðveitzt hafa óspilltir.
Hann leggur á ráðin um það,
hvernig endurheimta megi
nokkuð af þvi, sem tapast hefur,
svo að þessar heiðar verði marg-
falt verðmætari en nú er með
gætilegri notkun, og bendir þar
raunar á hliðstæða leið og farin er
i skiptum við fiskstofnana i sjón-
um nú siðustu ár — að veita þeim
þá vernd, að þeir geti eflzt og
stjórna siöan veiðum þannig, að
þeim sé ekki misboðið eða á þá
gengið.
Hann segir okkur, að heiða-
gróðurinn, sem viða virðist svo ó-
sköp rýr, þegar yfir landið er lit-
ið, leyni á sér, þvi i sverðinum
dyljist sprotar, sem geta náð sér
á legg, ef þeim er ekki sifellt
varnað þess, og orðið öðrum
gróðri til skjóls og hlifðar. Og
hann varar við fálmkenndum að-
ferðunr, sem ekki byggjast á
rannsóknum, og gætu orðið kostn-
aöarsamari leið en vera þyrfti til
þess að ná æskilegum árangri.
Þeir,sem tilhlitar vilja fylgjast
með rannsóknum Harðar á hún-
vetnsku heiðunum og viðar ættu
að verða sér úti um Týliheftið,
þar sem grein hans birtist.