Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.01.1981, Blaðsíða 8
8 ®Mtm Minning Hallnr Björnsson hreppstjóri frá Rangá F. 9. jiinl 1902 D. 27. febr. 1981 1 dag, þ. 27. jan. fer fram frá Egilsstaöakirkju útför Halls Björnssonar hreppstjóra frá Rangá i Hróarstungu á Héraöi. Hann veröur greftraöur i heima- grafreit á Rangá þar sem gamlir söngbræöur munu syngja yfir moldum hans. Hallur andaöist á Land- spítalanum þ. 17. jan. eftir nokkra legu, ekki mjög þunga, aö þvi er séö varö. Fyrir tveimur árum haföi hann veriö skorinn upp viö þeim sjúkdómi er nú leiddi hann til bana. Virtist hann þá ná góöri heilsu þangaö til sl. haust aö veik- indin tóku sig upp aö nýju. Hallur var fæddur á Rangá 9. júni 1902, sonur hjónanna Hólm- friöar Eiriksdóttur frá Bót i sömu sveitog Björns Hallssonar, bónda á Rangá og alþingismanns. Hallur bar nafn afa sins, Halls Einarssonar er lengi bjó á Steins- vaöi i Tungu og oft kenndur viö þann bæ. Hann keypti Rangána niöurnidda og breytti i stórbýlis- jörö. Nafni hans, Hallur yngri Björnsson sótti framhaldsnám sitt í Eiöaskóla á árunum 1922-24 og dáöi jafnan siöan skólastjór- ann sr. Asmund Guömundsson, siöar biskup og við aðalkennar- ann, Guögeir Jóhannsson batst hann ævilöngum vináttuböndum. Eftir sköladvölina var Hallur meö fööur sinum er þá rak stórbú á Rangá, en brátt dró aö þvi að hann færi að eiga meö sig sjálfur, eins og sagt var er menn voru i svokallaöri sjálfsmennsku, þ.e. voru útaf fyrir sig meö gripi sina og heyjuðu fyrir þeim. Þennan háttinn höfðu ungir menn gjarnan á, sem höfðu ástæður til og hugöu siöar á sjálfstæðan búskap. Arið 1938 hóf svo Hallur sjálfstæöan búskap á nýbýli er hlaut nafnið Rangá 2 og var byggt útúr landi aðaljarðarinnar. A nýbýli sinu reisti hann sér ibúðarhús sem hann bjó i æ siðan. Arið 1939 gekk Hallur aö eiga heimasætu frá Skeggjastöðum i Fellahreppi, Gunnhildi aö nafni. Var hún dóttir Þórarins bónda þar Jónssonar, eins þeirra þriggja bræöra sem gert höfðu Skeggjastaöi aö stórbýli. Þeim Halli og Gunnhildi varö fimm barna auðiö. Elsta son sinn, Björn, misstu þau aöeins tveggja ára gamlan, hiö mesta efnisbarn. Helga varö næsta barn þeirra, gift Gunnari Axelssyni og hafa þau dvalið I fööurhúsum Helgu. Næstur I barnaröðinni var svo annar Björn, einstakur efnispilt- ur en hann missa þau aöeins 25 ára gamlan, sárt syrgðan af öll- um sem hann þekktu. Þórarinn er fjórða barna þeirra, ógiftur og bjó með fóöur sinum. Yngst er svo Hólmfríður, giftBaldri Sigfússyni frá Krossi i Fellum. Hann er húsasmiöur og eru þau búsett á Hlöðum viö Lagarfljótsbrú. A sinum yngri árum var hrepp- stjórasonurinn frá Rangá með glæsilegri mönnum á Héraöi. Spengilegur á velli, velfarinn i andliti og meö höföingsyfirbragö og var þvi eigi nema von aö hann veldist snemma til forystu. Ung- mennafélag sveitarinnar sem verið haföi lifvana um skeiö endurreisti Hallur ásamt öörum og varö formaður þess um hrið. Þótt Hallur væri sérlega hóglátur i allri framgöngu og ósýnt um að látaá sér bera, völdu sveitungar hans hann snemma til margvis- legrar forgöngu, og tók hann smátt og smátt við flestum þeim störfum i þágu sveitar sinnar sem Björn faöir hans haföi gengt um langa hriö. 1 sýslunefnd var hann valinn 1937 og sat þar óslitiö til 1978, i hreppsnefnd var hann i 20 ár og þar af 8sem oddviti sveitar- innar. Viö hreppstjórastarfinu tók Hallur af föður sinum 1956, en þá hafði Björn gegnt þvi um hálfrar aldarskeiö. Umboösmaö- ur Brunabótafélags fslands var Hallur frá 1948 og fulltrúi sveitar sinnar á aöalfundum Búnaðar- sambands Austurlands frá 1959 svo og á aöalfundum Kaupfélags Héraösbúa sem fulltrúi deildar félagsins i hreppnum. Enn er ótalið eitt trúnaöarstarfið sem oddvitar Fljótsdalshéraös völdu hann til, en það var seta i sjúkra- hússnefnd, sem sér um rekstur sjúkrahússins á Egilsstöðum. Það sem hér hefur verið upptal- iö af trúnaöarstörfum sem Hallur Björnsson var kjörinn til, má sjá i uppsláttarbókum, en upptalning- in sýnir betur og á órækari hátt en meö ööru móti, hviliks trausts hann naut hjá þeim er kynntust honum. Þeir vissu aö einstök samviskusemi hans leyföi honum ekki aö niöast á neinu sem honum var tiltrúaö. Enginn var hann málsskrafsmaður á fundum, málflutningur hans var hógvær og hófstilltur en svo vel studdur rökum að eftir var tekiö. Persónulega kynntist ég ekki Halli fyrr en ég kom út á Héraö i námunda viö hann sem kennari viö Alþýöuskólann á Eiöum, var þaö haustiö 1930. Annan veturinn er ég kenndi viö skólann var ég samkennari Guögeirs Jóhanns- sonar, sem áöur var nefndur. Hann kom aftur aö skólanum um eins vetrar skeiö áöur en hann hvarf þaöan alfarinn. Eftir skóla- slit bauö Guögeir mér meö sér er hann fór til að heilsa upp á og kveöja vini sina og nemendur i Bót og á Rangá. 1 Bót voru tveir nemendur hans þeir Eirikur og Stefán Péturssynir, en á Rangá var það Hallur Björnsson en hann var elstur þeirra Rangárbræöra, yngri voru þeir Björn og Eirikur sem uröu skömmu siöar nemend- ur minir. I þessari fyrstu för minni vest- ur yfir Lagarfljót kynntist ég þessum tveimur höföings- heimilum, i Bót og á Rangá, sem hafa oröiö mér æ siöan ógleyman- leg. t Bót var þaö skörungskonan Sigriöur Eiriksdóttir er réöi hús- um meö tilstyrk sona sinna er áð- ur voru nefndir. Sigriöur i Bót var mikil höföingskona sem stýrt haföi heimili sinu i rúmlega tuttugu ára ekkjudómi með mik- illi reisn, — og á Rangá var það héraöshöföinginn Björn Hallsson er skipaði húsbóndasessinn og Soffia siðari kona hans, Hall- grimsdóttir. Þótt ég, hinn litt þekkti Fljóts- dælingur, nyti i fyrstu vináttu þessa heimilis viö Guögeir, þá varö þessi heimsókn upphaf ævi- langrar vináttu við tvo þessara frænda, þá Stefán i Bót og Hall á Rangá, enda á svipuöu reki. A báöum heimilunum voru til hljóö- færi. Hólmfriöur móðir Halls haföi áöur leikiö á hljóöfæri og nú var þaö Stefán sem lært haföi til hljóðfæraleiks og geröi þaö af leikni og kunnáttu, og hann kenndi siðan Birni yngra, frænda sinum á Rangá. Allir voru þessir frændur frá Bót og Rangá sérlega söngelskir og lagvisir og var þvi ekki nema eölilegt að fljótlega yrði tekiö lag- ið, siöar bættist svo I hópinn frændi þeirra, Pétur Einarsson frá Fjallsseli og Haraldur Þórarinsson frá Skeggjastööum mágur Halls, svo úr varö smákór. I nokkur ár mátti það heita föst venja aö Eiöakennarinn brygöi sér vestur yfir Fljótiö aö aflokn- um skóla á vorin og viö tækjum lagiö saman ýmist á Rangá eöa i Bót, okkur til ánægju og gleöi, og kennaranum til sálubóta og ai- Þriöjudagur 27. janúar 1981 slöppunar eftir erilsamt og lýj- andi vetrarstarf og húsráöendur tóku söngnum með örvandi gleði, þótt nokkurt ónæöi fylgdi. Á eng- an okkar söngfélaganna tel ég hallaö, þótt haldiö sé fram að Hallur á Rangá hafi veriö söng- glaðastur okkar allra. Söngurinn virtist honum hrein lifsnautn, andardráttur til andlegrar vel- liðunar. Langt fram á efri ár sótti hann söngæfingar um langan veg eftir að hann fór að syngja meö karlakór Fljótsdalshéraös sem Stefán frændi hans frá Bót stofnaöi og stýröi eftir aö hann var fluttur á Egilsstaði. Hallur söng af sérstökum innileik og inn- lifun f ljóö og lag, svo gat virst sem draumlynd lund hans fengi einhvers konar útrás i söngnum, slæföi áhyggjur og deyföi sáran harm, sem hann bar ávalt i brjósti eftir horfna ástvini. Jafn- vel á banasænginni rifjaöi hann upp hve söngur okkar félaganna forðum hefðu verið honum mikil sálubót. Eftir aö hafa þekkt þennan horfna vin minn, Hall á Rangá um nærfellt hálfrar aldar skeið finnst mér hann hafa verið einna trygglyndasti og hjartahreinasti maður sem ég hefi kynnst. Vin- átta slikra manna er mönnum vissulega hamingjuauki og verö- ur seint þökkuö. Þegar ég nú viö brottför þessa vinar mins héöan af heimi, rifja upp minningarnar um hann og ýmsa aöra, sem kannski hefur meira borið á, koma mér i hug ummæli þau sem höfö eru eftir Gissuri Hallssyni er hann mælti eftir vin sinn Þorlák Þórhallsson biskup, en þau eru þessi: „En svo mikiö traust höfum vér á hans veröleikum aö ég uggi aö fá- ir muni vonarmenn vera ef hann er ei fullsæll, svo sem vér vitum hann ólikastan veriö hafa öllum mönnum öðrum i sinu góölifi”. Gunnhildi og börnum þeirra Halls vottum við hjónin innilega samúð og biöjum guö aö blessa okkur öllum, vinum hans, minn- ingarnar um þennan dæmafáa dreng. Þórarinn Þórarinsson frá Eiöum. Eiginmaður minn, laöir, tengdafaðir og afi Olivert A. Thorstensen lést i Borgarspitalanum sunnudaginn 25. janúar. Jarðarförin verður auglýst siöar. Katrin llildur Siguröardóttir, Ölvir Thorstensen, Guöbjörg Grétarsdóttir, Rikhard Thorstensen, Anny Berglind Árnadóttir, Agúst Thorstensen, Bergþór Olivert Arnarsson, örn Thorstensen. Sigþór Karl Þórarinsson hreppstjóri Einarsnesi sem lésthinn 23. þ.m. veröur jarösettur að Borg á Mýrum, laugardaginn 31. janúar. Athöfnin fer fram frá Borgarneskirkju kl. 14. Sigriður Guömundsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Guðný Sveinsdóttir frá Sæbóli i Aðalvik andaðist á Sjúkrahúsi tsaíjarðar 25. janúar. Kveðjuathöfn á ísafirði og útför hennar i Reykjavik verð- ur auglýst siöar. Vandamenn. Tapast hefur brún hryssa 10 vetra frá Ragn- heiðarstöðum i Flóa. Þeir sem hafa orðið hennar varir vinsamlegast látið vita að Ragnheiðarstöðum simi 99-6366 eða á skrifstofu Fáks simi 30178. Hestamannafélagið Fákur. 75 ára Andrés Jakóbsson Sjötíu og fimm ára er i dag Andrés Jakobsson fyrrum bóndi I Haga og siðar starfsmaður i prentsm. Eddu. Andrés er fæddur aö Haga i Aöaldal 27. jan. 1906, sonur hjón- anna Jakobs Þorgrimssonar og Sesselju Jónasdóttur er þar bjuggu. Þar ólst Andrés upp. Þau urðu tiu systkinin i Haga og þurftu þau snemma aö neyta krafta sinna til forsjár heimilinu og er þaö gömul saga. Þegar Andrés var tvitugur féll faðir hans frá og þegar á næsta ári tók hann viö þeim parti jaröarinnar er foreidrar hans höfðu búiö á, en Jóna systir hans haföi þá tveimur árum áöur hafiö búskap á fjóröungi jaröarinnar meö manni sinum Jóhannesi Friölaugssyni kennara. í Haga bjó Andrés i 35 ár, eöa frá 1927, til 1962, á móti Jónu og Jóhannesi og siðar Degi syni þeirra eftir fráfall Jóhannesar 1955. Lengi framan af naut Andrés aðstoöar Sesselju móöur sinnar viö búskapinn en Sesselja lést voriö 1953, áttræö aö aldri. Andrés giftist ekki. Hann var heitbundinn Nönnu Eiriksdóttur kennara frá Grasgeira, og var hún ráðin aö Haga til hjúskapar og búskapar er hún lést haustiö 1947. — Siðustu búskaparár sin i Haga, hafði Andrés sambúðar- konu, Sigriði Hjálmarsdóttur. Er Andrés hætti búskap 1962, fluttust þau Sigriöur til Reykjavíkur og hefur sambúð þeirra varaö siöan. Fljótlega eftir suöurkomuna fékk Amdrés vinnu hjá Prentsmiðjunni Eddu og þar vann hann siðan uns hann varö að hætta störfum sök- um heilsubrestsfyrirfáum árum. Andrés hafði aldrei mikiö um- leikis i búskap sinum, enda jarö- næöið fremur litið, en hann bjó laglega. Hann er maður vel gef- inn og veltir ýmsu fyrir sér og nýtur þess að lesa góöar bækur. Hann hefur gaman af að fara með vel orta stöku, enda sjálfur hag- mæltur, þó hann fari dult meö. — Þó að elli sé farin aö sækja aö honum, vænti ég þess að hann fái varist henni enn um stund. Um leiö og ég óska frænda min- um Andrési heilla og góðrar heilsu, vil ég þakka langa og góöa viðkynningu allt frá þvi viö hitt- umst fyrst I leikjum og hlaupum á Laxárbökkum og Gilsgrund, þeg- ar veröldin var ung og ný fyrir sextiu árum siöan. Indriöi Indriöason HURDA- HLÍFAR EIR - MESSING - STÁL Hringiö og við sendum pöntunarseðil með teikningum fyrirmóltöku. BUKKVER BLIKKVER SELFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.