Tíminn - 29.01.1981, Síða 3
Fimmtudagur 29. janúar 1981
3
Úttekt á A-Grænlands-
þorskstofninum í mars nk.
AM — 1 mars nk. mun á vegum
Alþjóða hafrannsóknarráðsins
fara fram úttekt á þorskstofnin-
um við A-Grænland, en sú
vinnunefnd, sem stjórna mun
rannsókninni, er undir stjórn dr.
Sigfúsar Schopka fiskifræðings.
Sigfús sagði er við ræddum
við hann i gær að þorskstofninn
við A-Grænland væri fremur lit-
ill og það magn ekki mjög stór-
vægilegt sem þar hefur veiðst,
þótt nokkur óvissa riki um
heildartölur siðustu árin. Þessi
stofn hefur samt alltaf haft ein-
hver áhrif á vertiðarfisk Islend-
inga, þar sem samgangur er á
milli islenska og grænlenska
stofnsins og mögulegt að þau
tengsl komi enn betur i ljós við
rannsóknina. Á árunum 1965-72
var ársaflinn um 15-30 þúsund
tonn á ári, en fór minnkandi eft-
ir það og var aðeins nokkur þús-
und tonn til 1977, en fært var út
og EBE setti reglur um að
Grænlendingar einir mættu
stunda þar beinar þorskveiðar,
þótt séð væri i gegn um fingur
við aukaafla með karfaveiðum
annarra þjóða. Skv. skýrslum
fiskifræðinga frá Efnahags-
bankalagslöndum er þó að sjá
sem þarna hafi farið fram tals-
vert meiri veiðar en opinberar
tölur sýna eftir 1977, þannig að
eftir 1977 hafi afli orðið um 20-30
þúsund tonn.
Eðlilegt er að áhugi Islend-
inga á þessum veiðum aukist,
vegna þeirra kröfu V-Þjóðverja,
sem hátt hefur borið að undan-
förnu að mega stunda veiðar á
þessum stofni,hver svo sem úr-
slit verða.
Bátakjaradeilan:
Lifeyris-
málin i
undirnefnd
AB — Fulltrúar sjómanna og út-
gerðarmanna komu saman til
fundarhjá sáttasemjara i gær ki.
16 eftir tæplega hálfs mánaðar hlé
á viðræðum. Á fundinum var
ákveðið að setja lifeyrismálið i
undirnefnd, og tekin ákvörðun um
að ræða aðra samningaliði á
næsta fundi sem hefur verið boð-
aður kl. 16 i dag.
Fulltrúar starfsfólks rikisverk-
smiðjanna og vinnumálanefnd
rikisins funduðu einnig hjá sátta-
semjara i gær til kl. 18.30. Rædd
voru ýmis efnisatriði samnings-
ins, önnur en bein launaflokka-
röðun, en ósamið er um hana hjá
vélstjórunum enn. Halldór
Björnsson sagði i gærkvöldi að
málin myndu sennilega skýrast
talsvert i dag. Næsti fundur
samningsaðila hefst nú kl. 9.30 i
dag.
Frumvarp á Alþingi:
Starfsemi Slökkviliðs Reykjavikur árið 1980:
Útköllum
fækkar um 25%
— enginn stórbruni varö á sl ári
hækkunum
JSG — Þeir Birgir Isleifur
Gunnarsson og Albert
Guðmundsson hafa lagt fram á
Alþingi frumvarp um breytingu á
álagningu aðflutningsgjalda og
söluskatts á bensin. Leggja þeir
til að þessir skattar verði fram-
vegis ekki reiknaðir sem hlutfall
af bensinverði á hverjum tima, en
verði þess i stað miðaðir við
ákveðna grunntölu, og hækki sið-
an i samræmi við hækkun visitölu
byggingakostnaðar.
Tilgangurinn með frumvarpinu
er ekki að minnka skattheimtu
rikisins af bensini, heldur að
koma i veg fyrir að rikissjóður
hagnist sérstaklega af erlendum
verðhækkunum á bensini.
Samtals nema opinber gjöld nú
um 55,1% af útsöluverði bensins.
Kás. — Við samanburð á útkalla-
fjölda Slökkviliðs Revkiavíkur
árin 1979 og 1980 kemur i ljós
að það hefur orðið talsverð fækk-
un á útköllum á sl. ári. Voru þau
474 árið 1979, en aðeins 353 á síð-
asta ári. Er þetta um 25% fækkun
frá árinu 1979.
Fjöldi útkalla þar sem slökkvi-
liðið þurfti að slökkva eld minnk-
aði einnig úr 398 i 271. Ekkert
meiri háttar brunatjón varð á ár-
inu 1980, en þrir menn fórust i
eldsvoða á árinu, á móti fjórum
árið 1979.
Fjöldi sjúkraflutninga var
mjög svipaður árið 1980 og und-
anfarin ár eða rúmlega 10 þús.
Atvinnumálanefnd Suðurnesja:
Atvinnuástand
Ríkið hagn-
ist ekki
af bensín-
Nýr flokkur spariskírteina ríkissjóös
að fjárhæð 20 millj. nýkr.:
Hver vill lána
í „kassann”
okkar allra?
HEI — Enn einu 'sinni vantar
blessaðan kassann okkar allra —
rlkissjóð — góðan skammt af
krónum, og nú að sjálfsögðu ný-
krónum. t tilefni af þvi hefst n.k.
mánudag 2. febrúar sala verð-
ryggðra spariskírteina rikissjóðs
i I. fl. 1981, samtals að fjárhæð
20.000.000 nýkróna. Upphæð þeirri
sem þegnarnir ákveða að lána
rikissjóði með þessu móti á að
verja til opinberra framkvæmda
á grundvelli lánsfjáráætlunar
rikisstjórnarinnar fyrir yfir-
standandi ár.
Samkvæmt tilkynningu Seðla-
bankans eru kjör skirteinanna
svipuð og skirteina i 2. fl. 1980.
Höfuðstóll og vextir eru verð-
tryggðir miðað við lánskjaravisi-
tölu 1. febr., þ.e. 215. Skirteinin
eru bundin fyrstu 5 árin en siðan
innleysanleg hvenær sem er
næstu 17 árin, þ.e. til ársins 2003.
Skirteinin eru framtalsskyld, en
um skattskyldu fer eftir ákvæð-
um skattalaga á hverjum tima.
Samkvæmt núgildandi skattalög-
um eru bæði bextir og verðbætur
taldar til tekna, en eru einnig að
fullu frádráttarbærar frá tekjum
manna og þar með skattfrjálsar,
séu þær ekki tengdar atvinnu-
rekstri.
Skirteinin eru nú gefin út i fjór-
um verðgildum, þ.e. 500, 1.000,
5.000. og 10.000 nýkrónum.
Ótvírætt samband
á milli bensínverðs
og notkunar
— bensfnnotkun fer minnkandi
eftir því sem verðið hækkar
FRI — 1 nýjasta frcttabréfi Verk-
fræðingafélags Islands er birt
könnun yfir samband bensinverðs
og bensinnotkunar hér á landi ár-
in 1971 til 1979. Þar kemur fram
að ótvirætt samband er þarna á
milli og fer notkunin minnkandi
eftir þvi sem verðið hækkar.
I fréttabréfinu segir ma.a:
Til að draga úr bensinnotkun
hefur viða verið beitt sérstökum
aðhaldsaðgerðum, svo sem
skömmtun á bensini og lækkun á
hámarks aksturshraða. Islensk
stjórnvöld hafa ekki gripið til
slikra ráða, en þrátt íyrir það hef-
ur bensinnotkun farið minnkandi,
sé skoðuð meðalnotkun á bil. Við
leit að orsökum minnkandi
bensinnotkunar hér á landi er þvi
eðlilegt að kanna hvort bensin-
verðið sé hér ekki megináhrifa-
valdur.
Athugun, sem gerð var af
hreinni forvitni, leiddi i ljós að
fyrir hendi er ótvirætt samband
bensinverðs og bensinnotkunar.
ekki eins slæmt
og gefið er í skyn
FRI — Atvinnumálanefnd Suð-
urnesja samþykkti bókun á
fundi sinum þann 26. jan. sl. þar
sem kemur m.a. fram, að at-
vinnuástand á Suðurnesjum sé
ekki jafn slæmt og gefið hefur
verið I skyn.
Bókunin er svohljóðandi:
Undanfarið hefur komið fram
i fjölmiðlum að atvinnuástand á
Suðurnesjum sé mjög slæmt og
jafnvelgefið i skyn, að fólk flytji
burt af svæðinu i stórum stil,
vegna atvinnuleysis.
Af þessu tilefni upplýsa full-
trúar i nefndinni, að 23. janúar
1981 voru 49 manns á atvinnu-
leysisskrá i Keflavik, en það er
færra en var fyrir viku og allar
likur á þvi, að þegar vertið
verður komin i fullan gang,
verði ekki um atvinnuleysi að
ræða. Á skrá i Njarðvik eru 9,
Garði 2, Vogum 4, en enginn i
Grindavik, Sandgerði og Höfn-
um.
Margir af þeim sem eru á
skrá eru vörubifreiðastjórar.
Bensínnotkun og bens£nver6 árin 1971 1979.
Ar Framfærslu- vísitala 1. jan.'59= 100 (Ársmeðaltal Bensínnotkun samtals Millj. lítra Bensínnotkun á^bíl og ár. lítrar CMeðaltal) Bensínverð Nýkr./)íter (Ársmeðaltal) Bensínverð verðlag ^1978 Nýkr./)íter (Ársmeðaltal) Bensínkostnaöur á bíl og ár._ verðlag 1978 Nýkr.
1971 334,9 77,5 1 756 0.160 1.14 2 002
1972 369,5 84,9 1. 745 0.160 1,03 1 797
1973 451,5 95,1 1.757 0.214 1,13 1 985
1974 645,7 104,4 1 736 0.363 1,34 2 326
1975 961,9 103,6 1,623 0.565 1,40 2 272
1976 1.271,3 104,5 1 616 0.696 1,31 2.117
1977 1.658,5 114,4 1 685 0.846 1,22 2^ 0 56
1978 2.389,5 121,5 1 670 1.369 1,37 2 288
1979 3.475,7 119,3 1 520 2.733 1,88 2.858
A þessari töflu sjást þau tölfræðilegu frumgögn sem komu viö sögu könnunarinnar. Samanburður á
milli ára er gerður á grunvelli visitölu framfærslukostnaðar (1. jan. 1959-100) og verðlagi ársins 1978.
Reiknað er i n.kr.