Tíminn - 29.01.1981, Side 11

Tíminn - 29.01.1981, Side 11
IÞROTTIR 15 Fimmtudagur 29. janúar 1981 IÞROTTIR Áhugaleysi í fyrirrúmi í leik íslenska landsliðsins * töpuðu í*gærkvöldi fyrir Frökkum 21:22 i landsleik í handknattleik Stefán Halldúrsson sést hér á myndinni hafa snúið á vörn Frakka og skorað. Islending- ar töpuðu samt viðureigninni gegn Frökkum og hafa i iangan tima ekki leikið eins léiega og í gærkvöldi. Timamynd Rébert. Hugi hefur verið meiddur „Þetta voru mistök á mistök ofan, við lékum langt undir getu. Ég veit ekki skýringuna á þessu. Það var engin stemmning, hvorki i vörn né sókn. Sóknin var mjög gilióppótt. Við átt- um fullt af tækifærum sem við nýttum ekki”, sagði Axel Axelsson, fyrirliði íslenska lands- liðsins i handknattleik. tsland tapaði i gærkvöldi fyrir Frökkum með einu marki, 21:22, eftir að landinn hafði haft yfir 12:10 i hálfleik. island lék einn sinn lélegasta leik i langan tima. Það virtist eins og enginn maður i liðinu hefði áhuga á þvi sem hann var að gera. 1 fyrsta skipti i langan tima fengu leikmennirnir að leika svo- kallaðan frjálsan handknattleik, voru ekki bundnir i leikkerfi, en það virtist ekki skipta máli, ráð- leysið var algjört. Leikurinn var mjög jafn i byrj- un, en um miðjan fyrri hálfleik komust Islendingar tveimur mörkum yfir. Það var sist þeim að þakka, heldur miklu fremur lélegum kafla hjá Frökkum. Fljótlega i siðari hálfleik kom að hruni islenska liðsins. Er 6 min. voru liðnar af hálfleiknum var staðan 15:13, en þá kom enn verri kafli á slæma kafla. Island skoraði ekki mark i 10 min. og staðan breyttist úr 15:13 i 15:17 fyrir Frakka. Bjarni minnkaði muninn i eitt mark en Frakkar svara strax með öðru marki og staðan 18:17. Þá lét Axel verja frá sér viti og Frakkar fengu gullið tækifæri á að komast þremur mörkum yfir en tókst ekki. Brynjar minnkar muninn i eitt mark og Þorbergur jafnar 18:18 og 7 min. til leiksloka. Siðan ná Frakkar tveggja marka forskoti og orðið útséð um hveryrðu úrslitin. Bjarni skoraði siðan siðasta markið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Allir leikmenn islenska liðsins léku undir getu, markverðirnir, þeir Kristján og Einar, vörðu varla bolta. Aðeins eitt skot var varið i fyrri hálfleik. Það er ekkert vafamál, að á góðum degi getur islenska liðið unnið Frakka, en spurningin er hvort og hvenær þessi góði öagur muni koma. Eftir B-keppnina? Þjálfari Frakka var að vonum ánægður meðsigur sinna manna i leiknum og sagði: „Það er alltaf gaman að sigra og þá sérstaklega hér á Islandi. Ég bjóst nú ekki við sigri þar sem liðið hefur verið á erfiöri æfingaferð i Búlgariu undanfarið. Ég veit að islenska liðið getur leikið betur en það gerði i kvöld og þeir eru betri en við, en ég vona að við komumst upp að hlið þeirra i B-keppninni i Frakk- landi”. Flest mörk Islands gerðu Bjarni og Sigurður, 5 hvor, Sig- urður öll úr vitum. Hjá Frökkum var Geoffrey markhæstur með 6 mörk og var hann jafnframt besti maður liðs- ins. röp—. leður æfingaskór Verð kr. 289.00 Póstsendum Sportvöruvers/un INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44, Sími 11783 • snéri sig á fæti Hugi Harðarson sundkappinn snjalli frá Selfossi hefur um nokkurra mánaða skeið dvalið i Sviþjóð með fjölskyldu sinni og æft sund af kappi. Faðir hans Hörður Óskarsson fyrrum formaður Sundsambands Islands starfar þar ytra sem iþróttakennari við iþróttaskóla. Hugi var kominn i mjög gott form og hafði æft af kappi en þá varð smá óhapp, eða eins og faðir hans segir: „Hann álpaðist á handboltaæfingu og sneri á sér löppina”. Hugi hefur þvi undanfarnar vikur haldið sig f jarri lauginni, en er nú á batavegi og býst við að geta byrjað að æfa um mánaða- mótin. röp-. Hugi Harðarson. pumn Hinlr heimsfrægu Vlado Stenzel Sundknattleiksmenn fara að bleyta i sér • Reykjavíkurmótiö hefst í næstu viku Mikil rólegheit hafa verið i sundknattleikn- um undanfarið, ekkert mót hefur verið haldið siðan i vor, er íslands- mótið fór fram i Laug- ardalslauginni. Nú stendur til að halda Reykjavikurmót- ið og mun það hefjast 3. febrúar með leik Ægis og KR, 11. febrúar leika siðan KR og Ármann og fyrri umferðinni lýkur siðan 16. febrúar með leik Ægis og Ármanns. Aðeins þrjú lið taka þátt i mót- inu, Armann, Ægir og KR, eitt sundfélag enn hefur þó haft sund- knattleik á dagskrá hjá sér, Sund- félag Hafnarfjarðar og hafa þeir áttkost á þvi að taka þátt i mótinu sem gestir, en ekki verður að þvi að þessu sinni. Hafnfirðingar hafa misst frá sér aðaldriffjöður sina i sund- knattleiknum, ólaf Gunnlaugs- son. Hann hefur gengið aftur i raðir KR-inga, en með þeim lék hann áður en hann gekk til liðs við SH. Tveir Egyptar, sem búsettir eru hér á landi, þjálfa og leika sundknattleik með KR og Ar- manni. Þetta eru bræður og hafa þeir báðir leikið sundknattleik i Egyptalandiog annar þeirra sem þjálfar og leikúr með Armanni, hefur leikið með egypska lands- liðinu. Allir leikirnir i Reykjavikur- mótinu munu fara fram i Sund- höll Reykjavikur og hefjast kl. 21. Núverandi Reykjavikurmeist- arar eru Ármenningar en þeir urðu einnig tslandsmeistarar sl. sumar. rop—. Það er mikill buslugangur þegar kappleikir fara fram I sundknattleik, menn koma klóraðir og jafnvei skýlulausir upp úr lauginni og dómurum hent út ilaug. Hér er iþróttagrein, sem vert er aö fylgjast með.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.