Tíminn - 07.03.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.03.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. mars, 1981 Sigurbára VE 249 strandaöi á Skógasandi KL — Laust fyrir kl. 11 i gær- morgun barst Slysavarnafélagi islands tilkynning um að Sigur- bára VE 249 hefði strandað um 10 sjómilur vestan Dyrhólaeyj- ar. Var þess jafnframt getið, að 4 fiskiskip frá Vestmannaeyjum færu fyrir utan strandstað og einnig varðskipið Týr. Strax og kunnugt varð um strandið var björgunarsveit Slysavarnafélagsins Vikverji i Vík í Mýrdal kölluð út. Varð hún að fá veghefil frá Vegagerð rikisins i för með sér þvi að mikil ófærð var þar efst i kaup- túninu. Um kl. 13 bárust Slysa- varnafélaginu fréttir um að kominn væri leki að bátnum og væri hann búinn að missa raf- magn, og þar með væri spil og vél orðin óvirk. Þá var björg- unarsveitin komin á vettvang. Á strandstað var versta veð- ur, norðaustan hvassvirði, varla stætt i hryðjunum og sást varla út úr augum vegna sandfoks. Sigurbára hafði strandað á skeri 250 m frá landi, en skip- verjum tókst að skjóta linu i land. Nokkru seinna losnaði skipið, af skerinu og færðist nokkrar skipslengdir vestur með ströndinni og nær landi. Braut þar mikið á þvi. Var þá, til viðbótar þeim linum, sem koinnar voru i land, festur vir frá skipinu i veghefilinn til að halda við skipið. Voru nú höfð snör handtök við að koma áhöfn Sigurbárau 7 mönnum, i land. Kl. 16.13 var sá siðasti kominn i land. Skipbrotsmenn héldu upp aö Skógum, þar sem þeir gistu I nótt á heimilum kennara viö Skógaskóla. Sigurbára VE 249 er 127 tonna stálbátur, byggður á Seyðisfirði 1978. Heilsugæslustöð Seltjarnarneskaupstaðar: Reykjavík leitar samninga um leiguafnot Kás — Borgarráð sam- þykkti á fundi sínum í gær að leita eftir samningum við Seltjarnarneskaupstað um samnýtingu eða leigu- afnot af heilsugæslustöð sem risin er þar i nýjum miðbæ, með þjónustu fyrir Reykvíkinga í nálægum hverfum borgarinnar. Er borgarlækni og fleiri em- bættismönnum borgar- innar falið að standa að samningsgerðinni. Heilbrigðismálaráð borgarinnar hafði gert þá tillögu að Reykjavíkurborg myndi kaupa hluta heilsu- gæslustöðvarinnar undir þessa þjónustu, en borgar- ráð hafði ekki áhuga á því, og hefur nú óskað eftir samningum um leiguafnot. t gær og i fyrradag var haldið á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu i húsa kynnum sambandsins við Grensásveg nám- skeiö sem fjallaði um skrifstofurekstur og skrif- stofuhald verkalýðsfélaga. Teknir voru fyrir liinir ýmsu þættir sliks reksturs, s.s. skjalavist- un, gevmsla á gögnum, úrvinnsla gagna, út- fylling skýrslna til A.S.t. og fleira. Aðalleiðbein- andi á námskeiðinu var Þorsteinn Magnússon skólastjóri Bankamannaskólans, og sést hann hér leiðbeina áhugasömum nemcndum sinum. Umsjón með námskeiðinu fyrir hönd M.F.A. hafði Lárus Guðmundsson. Timamynd — G.E. \ íerö innlendrar matvöru hagstætt samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar: G etu ir munað 1 LO 0-20( )% á verði — dýrasta og ódýrasta vörumerkisins HEI — Verðlagsstofnun hefur nú gefið út 2. tölublað af Verðkynningu. Að þessu sinni var kannað verð á öllum vörumerkjum sem fundust i 26 verslunum á Stör-Reykjavíkursvæðinu á 10 algengum vörutegund- um. i verðkönnuninni var ekki lagt mat á gæði hinna ýmsu vörumerkja, heldur eingöngu gerður verð- samanburður. Fram kemur hæsta, lægsta og meðal- vöruverð hverrar tegundar og auk þess var verðið umreiknað til kílóverðs til þess að auðvelda saman- burð. t könnuninni kom fram að munað getur 100-200% á kilóverði dýrasta og ódýrasta vörumerkis einstakra tegunda. Þannig var t.d. kilóverð grænna bauna allt fra 11.60 kr. til 26.60 kr., á sinnepi frá 16.55 til 44.75 og á kakói frá 35.12kr. til 89.60 kr. Auk þess kom fram gifurlegur verðmunur á sömu vörumerkjum. Þannig fannst t.d. sama tegund af sinnepi á verði frá 28 kr. til 63 kr. m.v. kfló. Innlent kom vel út Þær vörutegundir i könn- uninni sem framleiddar eru inn- anlands komu yfirleitt vel út i samanburði. Þannig var næst ó- dýrasta saltið m.v. meðalverð frá Kötlu, 3. ódýrasta tómatsósan frá Val, og i sama sæti grænu baunirnar frá Ora, ódýrasta sinn- epið frá Sláturfélaginu og næstó- dýrasta rauðkálið frá Ora og ó- dýrasta kakóið frá Rekord. Mikill sparnaður getur verið fólginn i verðsaman- burði 1 verðkönnun segir, að ljóst sé að neytendur geti aukið hag- kvæmni i innkaupum all verulega meðþvi að bera saman verð á hin- um ýmsu vörutegundum og þá skipti að sjálfsögðu höfuðmáli að bera saman raunveruleg verð, þ.e. kilóverð. Niðurstöður þess- arar könnunar eigi að sýna neytendum hve mikill sparnaður geti verið fólginn i þvi að gefa sér góðan tima til verðsamanburðar. Blaðið verökynning fæst ókeyp- is hjá skrifstofu Verðlagsstofnun- ar i Borgartúni 7 og hjá fulltrúum Verðlagsstofnunar úti á landi. kr. 540-- 520-. 500- • 480- ■ 460- ■ 440- • 420- - 400' • 380-■ 360- - 340' ■ 320-- 300' - 280- - 260- 240-■ 220-■ 200- • Kaupir þú kakó fyrir 34 kr. eða kannski fyrir 108 krónur kílóið? Sem sjá má á þessum súluritum getur veriö gifurlegur munur á þvi hve margar krónur við þurfum að tina upp úr buddunni til greiðsiu á sama magni af sömu vörum. Fyrr- nefndur verðmunur er hæsta og lægsta verð á kakói. En eins og einnig má sjá á súluritinu 108 104 100 96 92 88 84 80' 76 ■ 72- 68- 64 ■ 60- 56- 52- 48- Q KAKÓ. (þverstrikin eru meöalverðiö) er einnig mikill verðmunur á hæsta og lægsta veröi á sömu vöru- merkjum. Þannig kostar t.d. dýrasta vörumerk- ið af kakói allt frá 72 og upp i 108 kr. kilóiö. Þaö sama kemur fram i kaffiveröinu. Þar getur munað allt aö 180 krónum á kilói af kaffi af sama vörumerki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.