Tíminn - 07.03.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. mars, 1981 7 Háskólakóiinn Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar æfingu Háskólakórsins. Mikil hljóðfæri eru blandaðir kórar, ekki sist i nútimamúsik. Það hafa menn heyrt núna upp á siðkastið, fyrst Hamrahliðar- kórinn i Daphnis et Chloé eftir Ravel, og siðar i sömu viku Há- skólakórinn i Félagsstofnun stúdenta. Þessir tónleikar voru á laugardaginn 28. febrúar fyrir fullu húsi, og við mikla gleði og hrifningu, enda var um tón- listaratburð að ræða: Þrjú islensk kórverk, hlutu þarna frumflutning sinn, en nær öll lögin voru yngri en 10 ára. Rut L. Magnússon stjórnaði Háskólakórnum 1973-80, en i haust tók Hjálmar H. Ragnars- son við stjórninni. 1 efnisskrá eruRut færðar þakkir fyrir ,,að koma kórnum til manns”. Og til manns er hann kominn — sterk- astir eru sópranarnir, sem hafa verulega finan tón, en almennt hefur kórinn góðan hljóm, og hann virðist ráða við hin nútfmalegu söngverk með glans. Söngleikarnir hófust með syrpu af stúdentalögum, en sið- ar komu „Islandsvisur” eftir Gylfa Þ. Gislason, i kórútsetn- ingu Jóns Þórarinssonar við TÓNLIST Sigurður Steinþórsson texta Hannesar Hafstein — þetta samdi Gylfi veturinn 35-36 i stil þeirra tima. Þetta var frumflutningur verksins á opin- berum vettvangi, en áður hafði það verið sungið við skólaslit MR 1936, og i þingveislu. Þá var frumflutt „Gamalt vers”, eftir stjórnandann, Hjálmar H. Ragnarsson, sem hefst svo: Mariusonur, mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu — fallegt lag sem fellur vel að textanum. Það var endurtekið i lokin vegna fjölda áskorana. Næst kom „The Sick Rose” eftir Atla Heimi Sveinsson, sem var samið sérstaklega handa Há- skólakórnum 1978 til minningar ' um Benjamin Britten. Þetta verk er mjög kunnáttusamlega samið fyrir kórinn og nýtir á skemmtilegan hátt textann og þá hæfiléika kórs umfram hljómsveit, sem honum eru tengdir. Og siðast fyrir hlé var endur- flutt „A þessari rimlausu skeggöld” eftir Jón Ásgeirsson og Jóhannes úr Kötlum — prýði- legt tónverk við heldur einfeldn- ingslegan texta, eða er það ekki einfeldningslegt að samsama si og æ visindi og strið tækni og atómsprengjur? 1 þessari mynd var þetta verk Jóns Ásgeirsson- ar frumflutt af Háskólakórnum árið 1976, en samið var það fyrir danska tónskáldafélagið og frumflutt af barnakór 1974. Nú komu „Fimm mansöngv- ar” úr ljóðabók Hannesar Péturssonar i sumardölum, sem Jónas Tómasson samdi tónlist við i haust að beiðni Háskóla- kórsins. Yfirleitt finnst mér Jónas ekki eins auðtekinn eins og sum önnur ungskáld — kannski mætti orða það svo, að ég þyrfti að heyra hann tvisvar eins og Brahms og Berlioz. Þá söng kórinn nokkur islensk þjóðlög, i útsetningu valin- kunnra tónskálda — aldeilis er textinn og lagið „Móðir min i kvi, kvi” magnað, og viðeigandi nú til dags. Og loks „A-Mahla Muhru” eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við texta Dunganons „á ókunnri mállýsku Atlantis-tungumáis- ins”. Nýjungagjarn nútiminn gerir stáss með skritna karla eins og Dunganon, og Hjálmar ætlar að semja meiri tónlist við ljóð Hertogans af St. Kildu. Þetta var bráðskemmtilegt verk og vel til kórflutnings fali- ið, og þessir tónleikar raunar hinir skemmtilegustu sem ég hefi lengi sótt. 4.3.1981 Sigurður Steinþórsson. Frá Skákþingi Reykjavíkur 1981 t þættinum fyrir hálfum mán- uði, þegar fjallað var um Skák- þing Reykjavfkur 1981, var að nokkru getið óvæntrar frammi- stöðu Sveins Kristinssonar, en hann gerði sér litið fyrir og sigr- aði i B-flokki og hafði þó ekki tekið þátt i skákmóti i 21 ár. Hér á eftir fer ein af skákum Sveins úr mótinu. Hún var tefld i 5. um- ferð og sýnir að hann hefur litlu gleymt á þessum tveim áratug- um. Hvítt: Sveinn Kristinsson Svart: Torfi Stefánsson Griínfeldsvörn í. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc3 - d5 4. Bg5 (Ein af mörgum leiðum, sem reyndar hafa verið gegn Grunfeldsvörninni. Meginhug- myndin með leiknum er að grafa undan svarta miðborð- inu). 4. - - Re4 5. Bh4. (Þessum leik beitti Taimanov tvivegis gegn Uhlmann i keppn- inni Sovétrikin — Heimurinn 1970. Annar möguleiki er 5. cxd5-Rxg5, 6. h4-Re4, 7. Rxe4- Dxd5, 8. Rc3-Da5, 9. e3-Bg7, 10. h5-0-0, Il.hxg6-hxg6, 12.Bc4-c5 og svarta staðan er vænlegri, Simkin-Spaxxky, 1950). 5. - - c5 6. cxd5 - Rxc3 7. bxc3 - Dxd5 8. e3 - Bg7 (1 fyrri viðureign þeirra Taimanovs og Uhlmanns, sem áður var getið, lék Uhlmann hér 8. -cxd4, en lenti i vandræðum eftir 9. Dxd4-Dxd4, 10. cxd4-- Bg7? 1 stað 10. — Bg7? gat svartur leikið 10.-e6! og þarf þá engu að kvfða. f seinni skákinni lék Uhlmann sama leiknum og Torfi). 9. Df3-Dxf3(?) (En hér skiljast leiðir þeirra Torfa og Uhlmanns. Uhlmann lék 9.-Dd8, sem er vafalaust betra. Uppskiptin eru hvitum hagstæð). 10. Rxf3-Rc6 11. Hcl-Be6 12. a3 - cxd4 13. cxd4 - a6 14. Rd2 (Riddarinn tekur stefnuna á c5. Hvitur stendur nú greinilega betur að vigi). 14. - - 0-0 15. Be2 - Hfe8 16. Bf3 - Hac8 17. 0-0 (Auðvitað ekki 17. d5 vegna Re5 og mannsvinningurinn er tálsýn ein). 17. - - Bf5 18. Re4 18. - - b6? (Mistök. Svörtum hefur yfirsést hinn bráðlaglegi svarleikur hvits. Best var sennilega 18. - Bxe4, 19. Bxe4-E5). 19. Rd6! (Fallegur leikur. Svartur kemst nú ekki hjá liðstapi). 19. - - exd6 20. Bxc6 - He6 21. Bd5(?) (ónákvæmnisem gefur svörtum kost á gagnfærum. Betra var strax 21. Bb7 ekki vegna 21. — Hxcl, 22. Hxcl-He4 og svartur heldur sinu). 21. - - H6e8? (Betra var 21. -Hxcl, 22. Hxcl- He8, 23. Hc7-Be6, 24. Bxe6-fxe6, 25. Hc6 og þótt hvitur vinni peð hefur svartur meira spil en i skákinni). 22. Bc6-He6 23. Bb7 - Hxcl 24. Hxcl - Bd3?? (Taparskiptamun. Nauðsynlegt var 24. - He8, sbr. athugasemd við 21. leik svarts). 25. Hc8+ - Bf8 26. Bd5 - Kg7 27. Bxe6 - fxe6 28. Hc6 - d5 29. Hc7+ - Kg8 ( Nú lokast svarti kóngurinn inni á 8. reitarröðinni, en 29. - Kh6, 30. f4 var ekki fýsilegt fyrir svartan). 30. Be7 - Bg7 31. f4 - b5 32. Ha7 - h6 33. h4 - Bc4 34. Bd6 - Bf6 35. g3 - g5 36. Be5 - Bxe5 37. dxe5 - gxf4 38. gxf4 - Bd3 39. Kf2 (Upphafið að löngu og sigursælu ferðalagi hvita kóngsins. Lokin þarfnast ekki skýringa). 39. - - h5 40. Kel - a5 41. Kd2 - Bc4 42. Kc3 - a4 43. Kd4 - Kf8 44. Kc5 - Kg8 45. Kd6 - Bb3 46. Hb7 - Bc4 47. Ke7 - Ba2 48. Kf6 - Bc4 49. Kg6 - Kf8 50. Kxh5 - Ke8 51. Kg5 og svartur gafst upp. Jón Þ. Þór. Jón Þ. t»ór: SKÁK Minning Ólafur Eggertsson Kvíum, Þverárhlíð Fæddur 28.11. 1888 Dáinn 3.3. 1981 „Engum er ljóst, hvaðan lagtvarafstað, né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst i förina fyrir það, jafn fúsir sem nauðugir, bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fetfyrir fet. Og ferðinni er heitið i dauðann.” Svo yrkir Tómas Guðmundsson i ljóði sinu Lestin mikla. Tómas hefur svo sannarlega rétt fyrir sér: það er sama hvað við aðhöf- umst hér á jörðinni, hvort okkur Hkar að vera hér eða ekki, að lok- um er ferðinni vist heitið i dauð- ann og frá honum getum við ekki fhíið. En það er samt nokkuð erf- itt fyrir okkur sem eigum bara rúmlega tuttugu ár að baki að reyna að imynda okkur hvað dauðinn þýðir. Við viljum helst ekki hugsa út i það, þvi við vonum að hann sé langt i burtu. Nú blasir þó við mér sú stað- reynd að afi er ekki lengur i tölu lifenda. Eftir niutiu og tveggja ára líf her á jörðinni, kveður hann þó ég eigi bágt með að trúa þvi að hann sé farinn. Fyrir mér er hann ennþá lifandi: minning hans mun alltaf lifa, þvi þegarég lit til baka þá rifjastuppfyrir mér allar góðu stundirnar sem ég átti með afa. Afivar gæddurþeim góða kosti, sem okkur skortir svo mörg, að hann gat alltaf töfrað fram skemmtilegustu og jákvæðustu hliðar lifsins, gert hlutina spenn- andi og komið öllum til að hlæja. Meira að segja þegar hann lá fár- veikur á spitala siðustu árin sin, þá átti hann það til að gera að gamni sinu við mig og koma mér til að hlæja. Þegar ég var yngri var mér ekkert meira tilhlökkunarefni en að komast i sveitina til þeirra afa og ömmu og fá að heyra skemmtilegu grýlusögurnar hans afa. Þær voru spennandi en samt saklausar, öðru visi en allt annað sem ég las og heyrði. Hann bjó til spennandi ævintýraheim fyrir okkur barnabörnin, ævintýra- heim sem við munum ekki gleyma þótt við eldumst. Alltaf kom hann okkur i gott skap, og hafði alltaf tima og þolinmæði til að hlutsa á okkur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona sérstakan afa sem gat kennt mér svo margt, þvi. hann tilheyrði þeirri kynslóð sem hefur upplifað mestu breytingar sem um getur i sögu Islands: stökk Ur frumstæðu bændasamfé- lagi upp i tækni nútimans. Um leið og ég kveð afa þá finnst mér við hæfi að birta ljóðir Feður vorir eftir Tómas Guðmundsson. Okkur hættir nefnilega svo oft til að gleyma gamla fólkinu. „Frelsarinn lét sitt lif á krossinum forðum þá lukust upp björg og himnar gengu úr skorðum. Hann dó fyrir okkar, sem velkjumst i veröldinni. Og veitti ei af, að hann gerði það öðru sinni. En fleirum eyddist ævin i fórn og trega og án þess að knötturinn raskáðist verulega. Og Golgatha er til við hvert tún á islenskri foldu Samt trúir þvi enginn, hvað frelsarar vorir þoldu. Þvi það voru bara áar vorir og afar, sem okkar vegna báru sinn kross til grafar.” Sigriður Ragnarsdóttir. Afsláttarkort Alþýðuleikhússins í tilefni af aukinni starfsemi i nýju húsnæði hefur Alþýðuleikhúsið nú tekið upp þá ný- breytni að bjóða ein- staklingum og fyrir- tækjum afsláttarkort. Þessum kortum er þannig hagað, að kort- hafar fá afslátt á allar sýningar leikhússins gegn framvisun þeirra i miðasölu Alþýðuleik- hússins i Hafnarbiói. Gildistimi kortanna er eitt ár og gildir hvert kort fyrir tvo miða. Eins og stendur er Alþýðuleik- húsið með fjórar sýningar á fjöl- unum i gamla Hafnarbíói: Ungl- ingaleikritið Pæld’í’ðl, barna- leikritið Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala, og tvö verk eftir DarioFo: Konaog Stjórnleysingi ferst af slysförum.og áætluö eru fleiri verk fyrir vorið. AlþýðuleikhUsið hvetur fólk til að notfæra sér þessa nýjung i starfseminni og vonar aö þetta verði þáttur í miklu og blómlegu starfi leikhUssins. Upplýsingar um kortin eru veittar I miðasölu leikhússins, en hún er opin daglega kl. 14:00 til 20:30, sími 16444.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.