Tíminn - 25.03.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.03.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. mars 1981 13 Gunnar Kvaran knéfiðlari og Gisli Magnússon pianöleikari héldu tónleika i Austurbæjarbiói laugardaginn 21. mars. Það voru áttundu hljómleikar Tón- listarfélagsins i vetur. Úti fyrir gnauðaði vindurinn með átta stiga frosti, en inni fyrir söfnuð- ust hraktar sálir, þrúgaðar af lengsta vetri i manna minnum, myrkri, frosti, fjúki og leiðin- legustu umferð i Evrópu. En þarna fundu sálirnar frið og gleði, þvi 5. sónata Vivaldis var fyrst á efnisskránni. Og hún virkar sem balsam á hug og hjarta, sérstaklega þegar hún er jafn fallega flutt og nú. Þvi þeir Gunnar og Gisli spiluðu sérlega fallega. Gunnar Kvaran hefur, finnst mér, likan stil og kennari hans og samkennari Erling Blöndal Bengtsson — hann spilar „innhverft” og leggur meiri áherslu á að flytja innihald tónlistarinnar en að gera veður út af glæstu yfirborði hennar. Og mér likaði þetta afar vel þennan laugardagseftirmið- dag. Næst fluttu þeir Gunnar Kvaran og Gisli Magnússon Só- nötu „Arpeggione” eftir Schu- bert. Um daginn fréttist af manni á matsölustað hér i væri nákvæmlega ekki alltaf að semja sama lagið — þvert á móti var hann frjóasti laga- smiður allra tima — heldur var hann lika merkilegur ævintyra- maður i harmoniu og tónsetn- ingu. Þessi Arpeggione-sónata var annars samin fyrir Vincent nokkurn Schuster, sem skrifaði kennslubók i arpeggione-leik, en arpeggione var hljóðfæri, e.k. sambland af gitar og knéfiðlu, sem átti skammæjum vinsæld- um að fagna um daga Schu- berts. Sónatan er nú til dags leikin á knéfiðlu, enda eina slikt verk skáldsins, en þykir bera keim af þeim tilgangi sinum að sýna getu hljóðfærisins arpeggi- one, þvi hlutur pianósins er litill. En allt um það var gaman að heyra sónötuna hjá þeim Gunnari og Gisla. 1 þriðja stað léku þeir félagar Tólf tilbrigðj Beethovens um stef eftir Handel. Þetta verk mun ekki vera talið i hópi meiri háttar tónsmiða meistarans, en Vesturbænum, sem hélt þvi fram að Schubert hefði ekki verið neitt tónskáld, hann hefði alltaf verið að semja sama lag- iö. Svona herfileg fáfræði og rangar skoðanir eru sem betur fer sjaldgæfar núorðiö — þvi veldur endurbætt tónlistar- menntun þjóðarinnar. Þvi það var ekki einasta, að Schubert Gunnar Kvaran og Gisli Magnússon. Strengleikar heyrist þó endrum og sinnum, enda taka miðlungsverk Beet- hovens fram þvi besta sem minni spámenn gera. En rúsinan i pylsuendanum á þessum tónleikum var hin frá- bæra e-moll sónata Jóhannesar Brahms óp. 38 — mér hefur stundum fundist að það væri næg ástæða til að læra á knéfiðlu að geta spilað sjálfur upphaf þessarar sónötu, og 1. einleiks- samstæðu Bachs. En það er önnur saga. Þessi stórkostlega sónata reynir jafnt á pianistann og knéfiðlarann en höfðar jafn- framt sérstaklega til hins inn- hverfa stils Gunnars Kvaran, sem áöur var nefndur, þvi flest mótif knéfiðlunnar eru i moll og á djúpu tónunum. Þessir tónleikar voru kammermúsik af besta tagi. 23.3. Sigurður Steinþórsson TQNLIST Sigurður Steinþórsson Saga Hull Edward Gillett and Kenneth A. MacMahon: A History of Hull Published for the University of Hull by the Oxford University Press 1980. XI -(- 428 bls. + 4 kortasiöur. Flestir Islendingar munu kannast við nafn ensku hafnar- borgarinnar Hull, eða Kingston upon Hull, eins og hún heitir fullu nafni. Þaðan hafa sjómenn siglt til veiða á Islandsmiðum um langan aldur, og þangað hafa islenskir sjómenn tiðum lagt leið sina á undanförnum ár- um og áratugum. Borgin Hull á sér langa sögu. A vikingaöld lentu sjómenn oft skipum sínum i mynni Humber- fljóts, eða Humru, eins og það heitir á voru máli. I Humru fell- ur áin Huli og heimildir benda til þess að þar við ármótin hafi snemma verið viðkomustaður skipa. Þar voru hafskip affermd og varningi skipað um borð i minni fleytur, flatbotna, sem fluttu hann til borga inni i landi eftir fljótaleiðum. Arið 1210 er með vissu vitað um þéttbýli, þar sem borgin Hull stendur nú og allt til loka miðalda var þar blómleg hafn- arborg, ein hin mesta á austur- strönd Englands. Borgin óx hratt á þessum öldum og vöxt sinn átti hún fyrst og fremst þvi að þakka, hve vel hún lá við siglingum til Hollands og Frakklands. Þar voru markaðir bestir fyrir enska ull og prjón- les, en útflutningur þess varn- ings var mikill frá Englandi á miðöldum. Einnig var mikil sigling frá Hull til hafna við Eystrarsalt. A timabilinu ca. 1550-1800 gætti nokkurrar stöðnunar i Hull. Borgin gat ekki keppt viö Lundúnir og hafnarborgirnar á suðurströndinni um siglingar til nýlendnanna og aldrei urðu Hullbúar að neinu marki þátt- takendur i þrælaversluninni. Stór seglskip áttu erfitt með aö athafna sig i ósum Humru og þvi sneiddu skipstjórar gjarnan hjá Hull. Verslunarsamband Hull-búa við borgir á megin- landinu slitnaði þó aldrei alveg, og um eitt skeið var það blóm- legur atvinnuvegur iborginni að selja þýskum og hollenskum sjómönnum á Norðursjávar- miðum sprútt. A 17. og 18. öld stunduðu Hullbúar hvalveiöar af miklum krafti og sendu hval- veiðiskipsinum langa vegu, ailt tilNýfundnalandsog Grænlands og stundum á miðin norður og vestur af Islandi. Þóttu þær veiðiferðir slarksamar i meira lagi en gáfu mikið i aðra hönd. Þegar leið fram á 4. tug 19. aldar hófst nýtt velgengnisskeið i Hull. Botnvörpuveiðar á Norð- ursjó fóru þá mjög vaxandi og bestu kolamiðin, silfurnáman, lágu skammt undan ósum Humru. Hull varð þá miðstöð útgerðar á austurströndinni og naut þess einnig hve vel hún lá við samgöngum til hélstu fisk- markaða, þ.á.m. London. Af bókum A 20. öld hefur saga Hull ein- kennst öðru fremur af fjörugu athafnalifi. Útgerð fiskiskipa á fjarlæg mið hefur jafnan verið mikil á þessari öld og þó mest á tslandsmið. Þegar mest var mun um 40-50% af öllum fiski, sem iandað var i Hull, hafa komið af tslandsmiðum. Fisk- iðnaður hverskonar hefur jafn- an staðið með blóma i Hull og þaðan er mikið flutt af sjávaraf- urðum til ýmissa borga á meg- inlandi Evrópu. Eftir að gufuskip urðu ráö- andi i'flutningum á heimshöfun- um óx vegur hafnarinnar i Hull að nýju. Borgin varð þá miðstöð viðskipta Breta við meginlandið og nú gegnir hún lykilhlutverki i viðskiptum þeirra við riki Efna- hagsbandalagsins. Bókin, sem hér er til umfjöll- unar, er vel samin og ýtarleg. Höfundar segja sögu Hull frá upphafi og fram á okkar daga Þeir lýsa vel vexti og viðgangi borgarinnar,-atvinnulifi og við- skiptum. Einnig gera höfundar sér far að lýsa kjörum fólksins sem borgina byggði, hvernig þau breyttust frá einni öld til annarrar. Höfundar bókarinnar eru tveir, báðir velþekktir fræði- menn við háskólann i Hull. K.M.MacMahon hóf ritun bók- arinnar og haföi lokið heimilda- söfnun að mestu og samið hluta hennarað fulluerhann léstárið 1972. Þá tók E. Gillett við og lauk verkinu, enhannhafðiáður ritað sögu Grimsby. Þeim hefur tekist að semja læsilegt rit og á- hugavert, þótt islenskum les- endum kunniaö þykja sem ótrú- lega litið sé fjallað um sögu út- gerðar á Islandsmið. Þess ber þó að gæta, að tiltölulega mjög litið er fjallaö um útgerðarsögu Hull 1 þessari bók. 1 lokhvers kafla er heimilda- skrá og registur er að finna i bókarlok. Jón Þ .Þór. Langþráöu takmarki náð: Sundlaug Sjálfsbiargar tekin í notkun BSt — Alþjóðadagur fatlaðra var si. sunnudag, en Alþjóðasamband fatlaðra var stofnað á ltalíu árið 1954. Nú eiga iönd úr öllum heimsáifum aðild að samband- inu, sem hefur aðsetur I Sviss. Sambandið er aöili aö Félags- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra gekk i sambandið árið 1965, og minntist félagið alþjóða- dagsins i ár með opnun sundlaug- ar Sjálfsbjargar við Hátún 12 i Reykjavik. Grunnurinn var steyptur árið 1967, en vegna f járskorts stöðvuð- ust framkvæmdir i tólf ár. Þegar framkvæmdir hófust að nýju var gamla skipulagið endurskoðað og laugin stækkuð i 7 x 16 2/3 m. Sundlaugin er miðuð við þarfir fatlaðra og þar eru hjálpartæki, svo sem lyftur og baðstólar. Útlagöur kostnaöur við sund- laugarálmuna er kr. 3.430.000.-, þar af eru gjafir i sundlaugar- sjóðinn rúmlega 920 þús. Fjár- veitingar til sundlaugarbygg- ingarinnar hafa komið úr erfða- sjóði ásamt árlegum byggingar- styrk frá Alþingi. Vigsla sundlaugarinnar var gleöiiegur viðburður, og tóku margir til máls til að fagna þess- um áfanga, bæði af hálfu forystu- manna Sjálfsbjargar, þau Ólöf Rikarðsdóttir og Theódór A. Jónsson og heilbrigðisráðherra, Svavar Gestsson, Egill Skúli Ingi- bergsson borgarstjóri og GIsli Halldórsson arkitekt hússins. Sigurrós Sigurjónsdóttir vlgir iyftubúnað, sem er notaður til að auðvelda fólki að komast I laugina. (Tfmam. GE) Frá vigsiu sundlaugar Sjálfsbjargar, i ræðustól er Vikar Daviösson, næst honum sitja Ólöf Kikarðsdóttir og Theodór A. Jónsson, formaöur Sjálfsbjargar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.