Tíminn - 09.04.1981, Síða 3
Fimmtudagur 9. april 1981
3
44 Banila'«ató'a'
(lugstöövaf
Hpugstöðto.
75%
HV — ,,Við erum þarna að fara
inn á nýja braut hérna, en þetta
kerfi, sem upprunnið er I Eng-
landi, hefur meðal annars gefist
mjög vel f Noregi. Þetta ætti að
leiða tilverulegra launabóta fyrir
allstdran hdp iönverkafdlks sem
nii er á mjög lágum iaunum, eða
sömu grunnlaunum og verkafdlk i
fiskiðnaði”, sagði Bjarni Jakobs-
son, hjá Iðju, félagi iðnverka-
fdlks, í viðtali við Timann i gær,
þegar hann var spurður um sam-
ræmt afkastahvetjandi launa-
kerfi i fataiðnaði á landinu, en
samningar um það standa nú á
milli landssambands iðnverka-
fdlks og vinnuveitenda.
Ganga
lóðir á
Eiðs-
granda
ekki út?
Kás — Heildarfjöldi lóðarum-
sdkna við lóðarúthlutun I
Reykjavik fyrir árið 1981
reyndist vera þegar upp var
staðið á 17. hundraö talsins.
Eru það tæplega 70% fleiri
umsóknir en á sama tíma i
fyrra, og valda þar sjálfsagt
mestu þéttingarsvæðin tvö:
Eyrarland og Suðurhliðar,
sem sérstakra vinsælda nutu.
Þrátt fyrir gifurlegan fjölda
umsókna bendir allt til þess að
um þrjátiu rað- og einbýlis-
húsalóðir á Eiðsgranda
gangi ekki allar út i fyrstu at-
rennu, þar sem svo fáir sóttu
um þær sem fyrsta valkost.
„Umsóknir voru svo fáar
um Eiðsgranda, að þær duga
ekki á lóðirnar að þvi er mér
sýnist”, sagði Hjörleifur B.
Kvaran forstöðumaður Lóða-
nefndar i samtali við Timann.
Það verður þvi að öllum lik-
indum hægt að fá ágætis rað-
húsa- eða einbýlishúsalóð á
Eiðsgranda, þrátt fyrir
punktafæð umsækjenda.
Bónuskerfi í fata-
iðnaði innan skanuns
„verulegar launabætur fyrir stóran hóp”, segir Bjarni Jakobsson
Frétt Timans á þriðjudaginn, þar sem sagt var frá helstu atriðunum
i þeim skýrslum, sem nú hafa verið sendar fjölmiðlum.
Séð ofan á likanið af flugstöðinni eins og hún hefur nú verið endur-
hönnuð.
Skýrslurnar um flugstöðina
sendar fjölmiðlum:
Ekki raunhæft að
hefja byggingu
minni flugstöðvar
Varnarmáladeild utanrikis-
ráðuneytisins sendi i gær til fjöl-
miðla byggingarlýsingu nýrrar
flugstöðvar á Keflavikurflug-
velli og rekstraráætlun hennar,
en skýrt var frá helstu efnis-
atriðum þessara skýrslna i frétt
I Timanum á þriöjudaginn.
Eins og fram kom i þeirri frétt
hefur stærð flugstöðvarinnar
minnkað verulega frá þvi sem
áður var áætlaö. Á starfstima
núverandi byggingarnefndar
flugstöðvarinnar hefur stærðin
t.d. farið úr 23.700 fermetrum i
13. 969 fermetra, og telja þeir,
sem að endurskoðun þessari
hafa unniö, að áætluð stærö
flugstöðvarinnar „hafi náð lág-
marki og telja ekki raunhæft aö
hefja byggingu nýrrar flug-
stöðvar undir þessari stærö”,
eins og segir i niðurlagi bygg-
ingarlýsingarinnar.
„Ætlunin er að þetta nái til
allra fyrirtækja i fataiðnaði, sem
eru innan Vinnuveitendasam-
bandsins”, sagði Bjarni ennfrem-
ur, „sem á okkar svæði hér i
Reykjavik eru um sjö hundruð
manns. Á landinu öllu munu það
liklega vera um tólf hundruð
manns, en ef ullariðnaðurinn
kemur lika inn i þetta, sem gæti
gerst, þá er um mun fleiri laun-
þega að ræða.
Þessi samningur er um margt
likur öðrum afkastahvetjandi
launakerfum, en þó með nokkrum
frávikum, sem ekki eru raunar
endanlega komin i ljós. Það er þó
ljóst, að til að byrja með verður
gildistimi samnTngsins en
almennt gerist, það er hann verð-
ur uppsegjanlegur með mánaðar
fyrirvar-á fyrstu mánuðina. Þeg-
ar reynsla verður komin á hann
mun hann þó hlita sömu venjum
og aðrir slikir samningar.”
Afkastahvetjandi launakerfi
hafa verið i gangi i nokkrum
fyrirtækjum i fataiðnaði hér, en
þega þessi samningur verður
undirritaður, sem búist er við að
verði fyrir næstu mánaðarmót,
munu þau fyrirtæki ganga inn i
hann. Er ætlunin að samningur-
inn sem byggður er á tölvuvædd-
um staðaltimaákvöröunum, jafni
aðstöðu launþega þannig að i mis-
munandi fyrirtækjum fáist sömu
laun fyrir sömu fyrirhöfn.
Finnskur ráðgjafi að störfum i einu af þeim fataiönaðarfyrirtækjum,
sem hyggjast taka upp nýja bónuskerfið.
Mynd: HV
Straumi hleypt á stóriðjuna að nýju
AM — 1 fyrrakvöld var ákveðið að
heimila járnblendiverksmiðjunni
á Grundartanga að fara að keyra
annan ofna sinna að nýju, álver-
inu i Straumsvik að bæta við 20
kerjum eða 9 MW vikulega á
næstunni og loks að heimila Á-
burðarverksmiðju rikisins að
hefja framleiðslu á fullu afli.
Ingólfur Ágústsson, rekstrar-
stjóri Landsvirkjunar sagði okk-
ur i gær að þetta mætti þakka þvi
að fyrir norðan og austan hafa
hlýindi og úrkoma dregið úr raf-
orkunotkun og auk þess hafa
vatnsaflsstöðvarnar fengið nóg
vatn. Þá hefur lokun Þórisvatns
gert það að verkum að vatnsborð-
ið hefur nú hækkað um 54 senti-
metra frá þvi þann 26. sl. mánað-
ar og er það nú aðeins 69 sm undir
þvi sem ætti að gera á þessum
árstima. Enda hefur rennsli mik-
ið aukist i Þjórsá og Tungnaá.
Annar ofn járblendiverksmiðj-
unnar tekur 28 MW i forgangs-
orku, fyrstu 20 ker álversins 9
MW, sem fyrr segir og Aburðar-
verksmiðjan þarf á 18 MW að
halda við full afköst. Heildar-
skerðing til járnblendis nam 52
MW i vetur, járnblendis 66 MW og
Áburöarverksmiöju 11.5 MW.
össur Kristinsson, framleiðslu-
stjdri i ofndeild aö Grundartanga
sagöi okkur i gær að ofninn ætti að
fara i samband kl.19 i gærkvöldi
og mun taka um fimm daga að
þurrka nýjar fóðringar svo að
megi fara að mata hann á hrá-
efni, en byrjað verður að tappa af
kisiljárni, eftir viku. Verksmiðj-
an hefur átt kisiljárn á lager i all-
an vetur og farmur verið fluttur
úr landi, en hráefnisflutningar
hafa legið niðri og hefjast þeir nú
aftur af krafti.
Einar Sigurjónsson, skálastjóri
i Straumsvik, sagði að fyrstu
fjögur kerin yrðu tengd i dag og
siðan fjögur daglega til miðviku-
dags. Alls hafa 98 ker verið úr
sambandi og ætti þvi að taka
mánuð að koma þeim öllum i
gang, ef ekkert kemur upp á, en
hætta verður að tengja fleiri ker,
ef þörf krefur. Mönnum verður
bætt við á næstunni, en nokkrum
var sagt upp i vetur, vegna
skömmtunarinnar.
„Þurfum okkar eigíð fiskiskip”
Sagði Knútur Karlsson framkvæmdastjóri frystihússins Kaldbaks á Grenivik
AB — „Ljóst er, að ef uppagnir
70 manns sem starfa við frysti-
húsið Kaldbak á Grenivik, koma
til framkvæmda nú 13. april, að
algjört neyðarástand myndast I
atvinnumálum Grenivikur.
Timinn hafði samband i gær
við óskar Hallgrimsson i fé-
lagsmálaráðuneytinu og spurði
hann hvort þeim hjá félags-
málaráðuneytinu væri kunnugt
um að slikar fjöldauppsagnir
vegna hráefnisskorts, væru i
uppsiglingu á fleiri stöðum á
landinu.
„Það má sjálfsagt gera ráð
fyrir þvi að hráefnisskorturinn
sé ekki bundinn við þennan eina
stað, enda fara nú i hönd veiði-
takmarkanir, og viða hefur það
gengið brösótt i vetur að tryggja
frystiiðnaðinum hráefni. Þó
held ég að þetta sé ekki al-
mennt, sem betur fer.
Ég lit þannig á að þetta sé ör-
yggisráðstöfun hjá þeim sem
reka Kaldbak, að þeir séu með
þessu að reyna að tryggja sér
hráefni”.
Timinn hafði samband við
Knút Karlsson framkvæmda-
stjóra Kaldbaks i gær og spurði
hann hvort hann ætti von á þvi
að þessar uppsagnir kæmu til
framkvæmda.
„Við vonum að svo verði ekki,
en samt sem áöur höfum við
ekkert öruggt hráefni nú á næst-
unni. Við reiknum með þvi að fá
hráefni eftir u.þ.b. hálfan mán-
uð.
Þetta kemur sér að sjálfsögðu
afskaplega illa fyrir starfsfólk-
ið, þvi frystihúsið er jú aðal
vinnustaður okkar. Hér búa um
250 manns og i sveitunum i
kring um 200, en þaðan fáum við
marga starfskrafta okkar.
Fólkið hefur tekiö þessum
uppsögnum ákaflega vel, enda
veit það að við gerum það sem i
okkar valdi stendur til þess að
útvega hráefni.
Þaö sem verra er, er að þetta
er annaö árið i röð sem bátarnir
fara suður á vertiö, og er það
mjög hættuleg þróun. Við telj-
um alveg nauðsynlegt að vinna
að þvi að frystihúsið eignist sitt
eigiö fiskiskip, þannig aö viö
hefðum lágmarks hráefni allt
árið. Við höfum undanfarið ver-
ið i hráefnissvelti vegna þess að
bátum hérna hefur fækkað”.