Tíminn - 09.04.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.04.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. aprfl 1981 13 Norræn samsýning á Kj arvals s töðum Það munu nú liöin þrjú ár sio- an undirbiiningur hófst að stórri, norrænni myndlistarsýn- ingu kvenna. Sýningu á mál- verkum og teikningum, en upp- haflega er hugmynd ao þessari sýningu komin frá tveim lista- kniium, þeim Marianne Agren og Bergljótu Ragnars, en sú fyrrnefnda á heima f Svfþjóð. Ails eiga tæplega 50 konur verk á þessari sýningu, sem er far- andsýning, og byrjaöi i Malmö Konsthall i Sviþjoo, fór þaöan til Finnlands, Noregs og nii til íslands, en ferð sýningarinnar lýkur sioan i Danmörku. Listakonurnar eru frá þessum löndum, en auk þess er þarna a.m.k. ein færeysk listakona, Frida Zachariassen, sem er lát- in vera dönsk. Að mega ekki vera dauð- ur NU hefur þessi sýning sem áð- ur sagði áð á lslandi, að Kjar- valsstöðum þar sem hún mun hanga næstu vikurnar. Tekur hiin upp Vestursal hússins og eins er hengt á útvegg salarins, eða á ganginn. Norræni menningarmála- sjóðurinn veitti 100 þúsund danskar kr. til þessarar sýning- ar, er á að sýna málverk og teikningar eftir „nUlifandi" listakonur. Nánar er myndavalið nU ekki skilgreint, sem sé að listakonan má ekki vera dauð, og einhver sagði, að ekki hefði mátt senda grafik, sem hefur verið mikið i Jónas Guðmundsson MYNDLIST ferðalögum undanfarið eða norræn- grafik og aðrar list- greinar á myndlistarsviði voru einnig Utilokaðar aö þessu sinni. En til f rdðleiks, þá eru myndir eftir sex listakonur frá íslandi, en þær eru: Valgerður Bergs- dóttir, Sigriður Björnsdóttir, Edda Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Bergljót Ragnars og Björg Þorsteinsdóttir, og þetta virðist nokkur breittúrtak og ef gjöra má ráð f yrir svipuðu Urtaki á hinum Norðurlönd- unum, ætti þessi sýning að sýna fleira en það hverjir eru ekki dauðir á Norðurlöndum. Það er ekki auðvelt að segja til um það, hvort þetta sýn- ingarform, eða kyngreina i norræna samsýningu, sé rétt aöferð. Listakonur eru liklega frjálsastar kvenna I samfélagi voru. Þetta er þvi ekki fanga- sýning að neinu leyti, en ef til vill sýnir þetta, eða glöggvar stöðu kvenna I málverki og teikningu þessara landa. En ef sýningin á að vera liður i svo- kallaðri jafnréttisbaráttu kvenna, er hUn ekki sannfær- andi. Mjög svipaðar hömlur eru lagöar á konur og á karla, er vilja vinna aö listsköpun. Baráttan fyrir brauðinu kemur viðlika niður á listinni hjá báð- um kynjunum, og sömu þrá- hyggju verða bæöi kynin að syna.tilþessaðhasla sérvöllog öruggan grundvöll i myndlist. Og oft virðist manni að konunni vegni betur i þvi að helga sig listum, en karlmönnum, en það kann þó að vera á misskilningi byggt. Allavega verður ekkert um þessa sýningu sagt hér Ut frá sjdnarhorni veika kynsins. Þetta eru aðeins myndir eftir 47 myndlistarmenn á Noröurlönd- um. Mynd eftir Valgerði Bergs* dóttur (teikning) en Valgerður er ein þeirra islensku kvenna, e r þátt taka i norrænu sýningunni. Myndirnar Það sem vekur sérstaka at- hygli þeirra er sýninguna sjá, er það, að svokölluð abstraktlist virðist vera á töluverðu undan- haldi. Auðvitað eru abstrakt- myndir á syningunni, en flestar myndirnar eru af einhverju áþreifanlegu, eða sýnilegu. Samt er fjölbreytnin dtrUlega mildl og má segja að sýningin spanni alla undirtóna nUtíma myndlistar. Þó mun óhætt að fullyrða að myndir af i'ólki séu hvað algengastar. Ýmist kynja- verur, eöa maðurinn i sinu dag- lega amstri. Þá er dálitið um landslag og jafnvel frammUr- stefnu. En fyrst og fremst er þetta skemmtileg og áhugaverð myndlistarsýning. Það er vitanlega óhugsandi, að fara að geta um einstakar myndir, eða einstaka mynd- listarmenn, þar sem 47 lista- menn sýna saman, enda verður það ekki gert hér. Vönduð sýningarskrá fylgir myndunum, og þar rita margir lærðir menn um eitt og annað, er syninguna varðar. Mtír skilst að syningin muni standa i 3—4 vikur, sem er ágætt. Tveggja helga reglan á myndlistarsýningum, er að verða býsna hvimleið og er nán- ast afarkostur. En myndlistar- hUs eru dyr og örðugt fyrir ein- staklinga að leigja stærri sali i langan tima, þvi slik Utgerð, eða málverkasýningar, skila ekki alltaf miklum peningalegum arði, þá ekki sist á vorin þegar menn eru að fara af snjósleðum upp á hross sin, eða eru byrjaðir vorverk og orðnir þreyttir á menningU/innisetum og vetrar- ins hrlðum. Stjórn Kjarvalsstaða og starfslið hafa þó áttnokkuð góö- an vetur, þott allt sé undir með- alári i náttUrunnar hegðan. En þessi sýning er lika sum- arkoma og þvi ættu sem flestir að leggja þangað leið sina. Sönglist að Kjarvalsstöðum Anna Júliana Sveinsdóttir og Lára Rafnsdóttir héldu tónleika á Kjarvalsstöðum hinn 2. april. Salarkynnin eru að þvi leyti skemmtileg, að þarna eru ein- tómir Kjarvalar á veggjum, málverk Grethe og Ragnars As- geirssonar. - Hins vegar er hljómburður heldur leiðinlegur þarna, eins og fyrri daginn, auk þess sem hvin I þakinu ef hreyfir vind. En sé kveikt á loft- ræstikerfinu, ýlfrar það. Það er merkilegt með hUsagerðarlist vora, að þvl meira, sem i hana er borið, þeim mun meiri sorgarbörn verða húsin, enda er nútima húsagerðarlist einkum i. þvi fólgin að storka náttúrulög- málunum, sérstaklega þyngdaraflinu. Sýningarsalir eiga ekki að vera fullir af belg- ingi, heldur hlutlausir og nota- gildir, en loftið á Kjarvalsstöð- um þykist vera listaverk sjálft, oghróparisifellu: „sjáðumig! sjáðu mig!", sem væri svosem tiltölulega meinlaust, ef þetta væri einungis á optiskan hátt gert, en þegar hvinurinn, ýlfrið og brestirnir bætast við, er of langt gengið. Svona lagað er þó ekki algert einsdæmi I heimi hér, eins og áður hefur verið frá skýrt i þáttum þessum, þvi fyrir fáeinum árum málaði Chagall leiktjöld við Töfraflautu Móz- arts i Metrópólitan-operunni i New York þannig, að óperan var sem undirspil við leiktjöld- in. Sem var rangt, þvi leiktjöld eiga að styðja óperuna, en ekki vaða yfir hana. Hins er þó að gæta, að af ein- hverri ástæðu eiga Kjarvals- staðir vaxandi vinsældum að fagna sem tónlistarsalur, eins og berlega kemur fram af reynslu siðustu daga og vel kann svo að fara að maður venjist þessu i'lllu saman. Að visu sá ég einu sinni leikrit sem hét „Fólk er ekki tómatar", sem lagði Ut af þeirri frétt, sem birtist fyrir fáeinum árum, að bandariskum garðyrkjumanni hefði tekizt að rækta upp nýtt afbrigði af tómötum, sem væru tenings- laga, og þvi auðveldir i pökkun. En sá böggull fylgdi skammrifi, að tómatar þessir voru vondir á bragðið og hýðið þykkt og leður- kennt, „en menn munu venjast þvi". Eftir frásagnir dagblaða af söngnámskeiði Gerard Souzay, og dómi hans um Onnu Jullönu, er ekki auðvelt að tala um hana eins og hverja aðra söngpiu, en Souzay hrósaði henni á hvert reipi. Anna Júliana á það sam- merkt með t.d. Ólöfu KolbrUnu að hafa tvær raddir, eina á efri nótunum og aðra á hinum neðri. En raddirnar liggja þannig, að neðri og litlausa rödd Ólafar er tiltölulega sjaldan notuð, en hins vegar syngur Anna Júíiana mestmegnis á neðri nótunum — sU rödd er hvorki litlaus né hversdagsleg, ööru nær, en hins vegar mjög óvenjuleg. Það, að hafa tvær raddir, er auðvitað tæknilegur galli, sem þó kann ekki að vera mikið við að gera, en að hafa sérkennilega rödd kann að vera kostur, innan um allar venjulegu raddirnar: fagottið hefur t.d. sérkennilega rödd, og hver vildi missa það Ur fjölskyldu tréblásturshljóðfær- ,anna? Konsert Onnu Júliönu og Láru Rafnsdóttur byrjaði með Gluck (1714-1787), sem Anna flutti frábærlega vel — mér fannst sem hún flytti mér þessa tónlist, en væri ekki að gala i hinum endanum á saln- um: Manúela Wiesler gerir þetta iðulega, og ég tel það vera hið hæsta form tónlistar- flutnings. Næst lék Lára 3 lög eftir E. Grieg (1843-1907) — öll yfirlætislaus, svo sem væru þau valin þannig að þau yfirskyggðu ekki ariu Glucks með eldglær- ingum. Við sem kunnum ekki á pianó teljum jafnan, að það sé auðvelt að spila „róleg lög", en kunnugir segja mér, að það séu einmitt þau lög sem séu erfið — hitt sé bara fingraleikfimi. Og svo söng Anna Júliana Sveinsdóttir lagaflokk eftir Grieg, við texta H.C. Andersens og Henriks Ibsens. í þessum flokki er m.a. Jeg elsker dig, sem Anna telur falla áheyrend- um bezt I geð, þvi hUn endurtók það i lokin — Skandinavar'f engu stuttan frægðartima um alda- mótin, einkum Norðmenn, með sinum stóru skáldum og það er gaman fyrir okkur nUtimamenn að lesa Bernard Shaw tala um Ibsen eins og „hinn stóra": nUna litur heimurinn á Skandi- naviu sem lönd hinna brostnu drauma — misheppnaðan só- sialisma, viti til varnaðar. Mér fannst stúlkurnar flytja þetfa vel, og textinn með islenzku- framburði svo sem réttmætt er: sem minnir mig á það, að 1956 kom Friðrik IX hingað og As- geir Asgeirsson forseti flutti ræður. Þá bar einhver i mennta- skólanum sérlega illa fram og dönskukennarinn Bodil Sahn sagði: „svona má enginn bera fram nema forsetinn." Eftir hlé flutti Lára Rafns- dóttir tvær pianó-Utsetningar á gitarverkum eftir Albeniz (1860- 1909). Lára er frá Isafirði, eins og sivaxandi fjöldi tónlistar- manna vorra, og við tökum ofan fyrir þvi öllu saman. Hins vegar vil ég ekki vera að leggja neina sérstaka dóma á pian- isma Láru á grundvelli þessara tónleika — þetta voru allt smá- verk en vel af hendi leyst — en sem heild voru tónleikar þeirra stallsystra verulega ánægjuleg- ir. Loks fluttu þær spænska söngva eftir Granados (1867- 1916): þarna hefur Anna JUliana sérstætt forskot, þvi hUn er að parti til alin upp i spænska heimi Mið-Ameriku, auk þess sem mér sýnist, að hUn hafi „temperament" sem hæfi þess- ari sönglist. Lauslegar þýðingar á textunum fylgdu i söngskrá, og Anna JUliana „le'k" innihald þeirra. Eins og viö er að búast snUast þeir allir um ástina og samskipti konu og karls — það eru bara Þjóðverjar og þeirra áhangendur sem hafa gert þetta samband óhlutlægt með hjali um rósir og landslag. 7.4. Sigurður Steinþórsson. PASKATILBOÐ: VERÐLÆKKUN A VEGGSKÁPUM OG BORÐSTOFUSETTUM Húsgögn og , . Suðurlandsbraut 18 mnrettingar simi 86 900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.