Tíminn - 09.04.1981, Qupperneq 7
Fimmtudagur 9. aprll 1981
7
Frumvarpið um heilbrigöis- og vistunarþj ónustu aldraðra:
Ég tel ástæðu til þess að fagna
þessu stjórnarfrumvarpi um heil-
brigðis- og vistunarþjónustu fyrir
aldraða. Ég tel, að þetta frum-
varp sé vissulega mikilvægur
þáttur til lausnar heilbrigðis- og
vistunarþjónustu fyrir aldraða
sem er án efa mest aðkallandi
vandamál, sem við er að glima i
dag i heilbrigðisþjónustunni hér á
landi. Ég tel sérstaklega mikil-
vægt i þessu frumvarpi að gerð er
tilraun til að skipuleggja og nýta
þá aðstöðu sem er að verða til I
sambandi við heilsugæslustöðvar
viðs vegar um land samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjónustu.
Skipulag og nýting þessarar að-
stöðu hefur til þessa verið i lág-
marki og verulega vannýtt. Eitt
dæmi um þetta er sú staðreynd,
að reglugerðir um starfssvið og
skipulag heilsugæslustöðva hafa
látið á sér standa frá þvi aö lögin
voru sett, þrátt fyrir loforð og
yfirlýsingar núverandi heil-
brigðisráðherra hér á Alþingi.
Ég geri mér hins vegar fulla
grein fyrir þvi að þessi þjónusta
eykur verulega útgjöld sveitar-
félaga i rekstri heilsugæslu-
stöðvanna.
Einn veigamikill þáttur I lögum
um heilbrigðisþjónustu frá 1978 er
I 34. grein laganna að við H 2
heilsugæslustöðvar, þar sem ekki
er sjúkrahús, skuli byggja
hjúkrunarheimili með 85% fram-
lagi rikissjóðs og 15% sveitar-
félaga. Þessi hjúkrunarheimili
eiga m.a. að verulegu leyti að
auðvelda heilbrigöis- og vistunar-
þjónustu fyrir aldraða á þeim
svæðum. Til þessa hefur þessi
þáttur i uppbyggingu heilsu-
gæslustöðva veriö algerlega út-
undan. Hjúkrunarheimilin biða
fullhönnuð við þessar H 2 stöðvar,
en fjármagn hefur enn ekki feng-
ist til byggingar þeirra. Ég nefni
sem dæmi Höfn i Hornafirði, Dal-
vik, Bolungarvik, Ólafsvik og
fleiri staði. En ég vænti þess að
með samþykkt þessa frumvarps
breytist viðhorf til þessara mála.
Efling heim-
ilishjálpar
Ég vil þá segja það að ég tel, að
til greina hefði komið að þetta
frv. yrði sérkafli i lögum um heil-
brigðisþjónustu. En þá hefði um
leið þurft að setja sérlög, sem
raunar þarf að gera, um félags-
lega þáttinn I vistunarþjónustu
fyrir aldraða. Sá þáttur er vissu-
lega viðfeðmur. Þar er i dag
óteljandi vandamál við að eiga,
t.d. tel ég nauðsynlegt að efla
heimilishjálp almennt. Þessi
þjónusta er viða mjög ófullkomin
eða alls ekki til, þrátt fyrir lög nr.
lOfrá 1952. III. kafla frv. tel ég að
Mikilvægt skref
— en mörg vafasöm atriði
— Þ.a.m. veitingahúsaskatturinn, og
hin félagslega hlið
Það var einnig gagnrýnt að það
væri ekki skylda að félagslega
menntaður maður væri i nefnd-
inni og ekki skylda að hafa i
nefndinni félagsráögjafa sbr. 4.
gr. sem margir telja brýna
nauðsyn á miðað við þær kröfur
sem gerðar eru til þessara mála I
dag.
Þá er einnig talað um, að
heilsugæsluhjúkrunarfræðingur
er nánasti samstarfsmaður og
undirmaöur heilsugæslulækna og
þaö yrðu e.t.v. rikjandi of þröng
sjónarmið i nefndinni.
Einnig kom fram i þingflokkn-
um, að e.t.v. ætti að skoða þaö
hvort ekki væri rétt að hluti lif-
eyrisgjalda yrði tekjustofn i
Framkvæmdasjóð. Um þetta má
að sjálfsögðu deila en aðalatriðið
er það að finna á þessu flöt, sem
er öruggt aö gefi þær tekjur, sem
á þarf að halda. Þetta eru aöeins
nokkrar þeirra athugasemda sem
komu fram I þingflokki fram-
sóknarmanna um þetta mál. En
þó að þingflokkurinn hafi margt
við drögin að athuga þá taldi hann
rétt, aö frumvarpið væri lagt
fram og þess freistað að fá um
það umsagnir og umfjöllun
þannig að afgreiðsla náist á þessu
þingi.
Það væri vissulega margt hægt
aö segja um þessi mál almennt og
ekki sist með tilliti til þessa frum-
varps. E.t.v. finnst mörgum
frumvarpið bera of mikinn svip af
sjúkrastofnanaviðhorfiog það má
telja að það sé e.t.v. eðlilegt þar
sem þaö er i beinum tengslum við
sjúkrastofnanir eða aðalefni þess.
Ég vil endurtaka það að ég tel
nauðsynlegt aö taka félagslegan
þátt þessara mála til itarlegrar
endurskoðunar.
En aðalatriði þessa máls er að
minu mati á hvern hátt er hægt að
útvega meira fjármagn til fram-
kvæmda. Þetta frumvarp leysir
ekki það vandamál nægilega vel
nema þvi aðeins að rikisstjórnin
og alþingismenn sjái og finni
möguleika á að stórauka fjárveit-
ingar til þessa verkefnis sérstak-
lega i næstu fjárlagagerð og ég vil
vona að svo verði.
Fjármögnun
aðalatriði
skoða þurfi sérstaklega með tilliti
til eflingar samræmdrar þjónustu
fyrir aldraða i heimahúsum i
samvinnu við sveitarfélögin. Og i
sambandi við þessi mál almennt
tel ég nauðsynlegt að athuga vel
viðhorf og möguleika sveitar-
félaga til að sinna þessu brýna
verkefni svo að viðunandi sé, þvi
að ég tel augljóst, að mörg þeirra
hafa litla möguleika til að leysa
þessi mál nema með auknum
tekjustofnum.
I þessu frv. er ákveðið hvaða
stofnanir rikið byggir og hverjar
sveitarfélögin. Samanber IV.
kafla. 15. gr., en þar stendur með
leyfi hæstv. forseta:
„Sveitarstjórnir annast bygg-
ingar dvalarheimila samkv. 11.
gr. b á eigin kostnað sbr. þó 7. gr.
2. tölul.” 1 11. gr. stendur i b-liö:
„Dvalarheimili aldraðra með
Nokkur gagn-
rýnisatriði
Mér þykir tilhlýöa aö láta þaC
koma fram, að fulltrúi Fram
sóknarflokksins sem fjallar um
samningu þessa frumvarps, hafði
samráö við þingflokkinn sem
gerði ýmsar athugasemdir viC
frumvarpið sem ekki hafa veriC
teknar til greina og ég tel, að
þingflokkurinn hafi þess vegna
vissa fyrirvara um nokkur atriði
frumvarpsins viö frekari umfjöll-
un þess i nefnd. Ég vil i framhaldi
af þvi fara hér yfir nokkur atriöi,
sem þingflokkurinn fjallaði um
eða taldi þurfa að skoða nánar og
það kemur að nokkru leyti saman
við þær persónulegu skoðanir,
sem ég hef hér fyrr látið I ljós.
En I fyrsta lagi kom það fram i
Ræða Alexanders
Stefánssonar við
umræðu í neðri deild
ibúðarherbergjum og snyrtingu
ásamt aöstöðu fyrir tómstunda-
og félagsstarfsemi fyrir vist-
menn”.
Til þessa verkefnis eiga þau að
eiga kost á láni úr Framkvæmda-
sjóði samkv. II. kafla 7. gr. 2.
liðar, en þar stendur, „Að veita
sveitarfélögum og öðrum, sem
starfa eftir lögum þessum, fram-
lag til kaupa eða bygginga á hús-
næði fyrir aldraða”. Það er
skoðun min, að þetta ákvæði i lög-
unum þurfi að athuga vel i sam-
ráði við samtök sveitarfélaga.
Vafasamur
skattur
Þá tel ég að athuga þurfi sér-
staklega kaflann um Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Við fyrstu
sýn virðist mér hann vera of veik-
burða og tekjuöflun til hans vafa-
söm. Það er min skoðun að skatt-
ur á skemmtanahald hverju nafni
sem nefnist eigi tvimælalaust að
renna óskiptur til byggingar
félagsheimila, en ekki dreifa hon-
um eins og nú er eða skattleggja
hann til nýrra verkefna. I minum
huga hefði frekar komið til greina
að ákveða grunngjald til þessa
verkefnis i fjárlögum, þar sem
ákveðiö yröi I lögunum visst ára
bil, t.d. 5-10 ár með verðlags-
hækkunum eins og gert var t.d.
um Framkvæmdasjóð þroska-
heftra. Ég tel, að það sé heppi-
legri aðferð til þess að takast á
við verkefni sem allir virðast
vera sammála um. Þvi ekki að
setja þetta áform þannig i lög, aö
ekki verði frá þvi vikist.
Ég tel einnig rétt að láta þá
skoðun mina koma hér fram aö ég
er ekki sannfærður um að elli-
málanefndirnar hafi möguleika
til að ná yfir allt það verkefni sem
þeim er ætlað i frumvarpinu. Mér
virðist, að þetta verkefni sé það
viðamikið og spanni yfir það
mörg sviö i þessari þjónustu að ég
tel breytingu á þessu koma til
greina.
umfjöllun þingflokksins, að meiri
félagslega sýn vanti I frumvarpiö
þar sem það hlyti aö vera mark-
miðið að tengja félagslega og
heilbrigöislega þjónustu saman
fyrir aldraða. Það kom einnig
fram i þingflokknum aö of mikið
vald væri i höndum ráðherra i
sambandi viö þessi mál, bæði
skipun allra ellimálanefnda og
úthlutun úr Framkvæmdasjóði.
Þetta er eins og allir, sem hafa
lesið frumvarpið sjá, mjög vel
skilgreint og það er i flestum til-
fellum eða öllum greinum
reiknað meö afskiptum ráðherra i
sambandi við þessi lög. Nú er ég
ekki að draga i efa, að nauðsyn-
legt er að yfirstjórn þessara
mála sé i höndum ráðherra eða
ráðuneytis, en þetta er þaö stórt
mál bæði heilsufarslega og
félagslega að þaö kæmi vissulega
til greina að dreifa þessu valdi.
Þá taldi flokkurinn að hlutverk
ellimálanefnda væri of viðtækt og
einnig kom fram gagnrýni á nafn-
ið, ellimálanefndir.
Guðrún Eyjólfsdóttir frá Sólheimum:
Síðasti réttur hvers manns
Skömmu fyrir jól kom á
markaðinn bókv sem marga
hefur fýst að kaupa og keypt þá
dýr væri. Þetta var Ættbók og
saga islenska hestsins á tuttug-
ustu öld, skráð af Gunnari
Bjarnasyni.
Eftir lestur þessarar bókar
Gunnars um hestaskrá fannst
mér að hann hafa gefið sér laus-
an tauminn i fyrri hluta bókar-
innar. Þvi sá hluti bókarinnar
var með öllu óskyldur þvi sem á
að vera i ættbók hesta, þar voru
ættarsögur, þó gripnar úr lausu
lofti að virtist, og gömul dóms-
mál, sem öllum væri best að
gleyma. Á ég þar við erjur,
sem hann nefndi svo. Ég hélt, að
það væri siðasti réttur hvers
manns aðfá að liggja óáreittur i
gröf sinni. Þó Gunnar bæri
rotna veiru i sál sinni eftir við-
skipti þeirra Gunnars og
Sigurðar heitins frá Brún, hefði
hann betur virt þann rétt.
Það var eðlilegt, að Sigurði
væri annt um sitt hrossakyn,
sem hann var búinn að leggja
sitt lifsstarf i við mjög erfiðar
aðstæður, löngum upp á aðra
kominn með land og húsnæði.
Þessi veðurbarði ferðamaður
iskinnklæðum með trippin sin i
taumi eða rekstriátti viða vini i
varpa, og voru þeir fleiri en
telja mætti á fingrum annarrar
handar. Þótt hestakyn Sigurðar
hafi mætt misjöfnun dómum
bar það svip af hans persónu og
smekk, og þetta var arfur hans
til þjóðarinnar og hefði mátt
nýta betur en var gert.
Hann hefur sjálfsagt talið sig
gerabestmeð þvi að koma þvi á
höfuðból feðra vorra, Hóla, i
umsjá Gunnars Bjarnasonar, en
þar fór á annan veg en skyldi.
Sigurður var glöggur maður og
var búinn að gera skrá yfir
hrossakyn sitt og feðra sinna til
skýringar á þeim misfellum,
sem fóru á milli Sigurðar frá
Brún og Gunnars. Ætla ég að
birta smákafla orðréttan úr
skrá úr Stafnsættum:
„Snælda, ætt B 540, dóttur-
dóttir Eldjárnsstaða-Rauðku
um ótamda liði. Eru nú afkom-
endur hennar viða um land og
tryggari vitni en þessi grein
getur orðið, jafnvel þó betur
hefði verið unnin.
Það ber aðeins að muna, að ef
það lið er rannsakað, að það er
allt blandað fleiri ættum, sem
ekki er vist að hafi átt við erfða-
eðli Snældu.
Þannig má til samanburðar
benda á raun Skugga frá
Bjarnanesi ættbók 201. Hest,
sem ekki er kunnugt, að sjálfur
hafi veriö óþjáll i fyrstu, en
blandaðist við borgfiskar ættir
hvaðsem viðar gaf hann mikinn
hluta afkvæma kaldlyndan,
seintekinn og mjög hrekkjóttan.
hann, þótt allmjög hafi hann
minnir þó enn á maiveður,
Þó margt af þeim sýndi
nokkra hæfileika, ef nægilega
var eftir grafið, mega það of
margir reyna heima hjá sér.
Stærstur flokkur Snældu og
skyldastur allra er á kynbóta-
búinu Hólum i Hjaltadal, og
verður þar að svara fyrir sig og
hann, þótt allmjög hafi hann
hausaður verið i Gunnars tið.”
Eftir lestur þessarar greinar
getur maður skilið, að Sigurði
hafi ekki verið sama, hvernig
ráðstafaðvar þessum umdeildu
mertrippum, sem hann taldi
vist, að væri undan hesti með
arfgengan ættargalla.
Kannski Sigurður heitinn hafi
ekki verið viðs fjarri á Kaldár-
melum i sumar, þegar þeir
hausuðu Skuggakynið með að
dæma vönun á Bægifót.
Ekki veit ég, hvernig Gunnari
Bjarnasyni hefur dottið sú fá-
viska i hug að telja Sigurð vina-
snauðan mann. Hann átti viða
vini um allt land og tryggari vin
en Sigurð var varla unnt að
finna. Mig langar að birta hug
Höskulds i Vatnshorni til hans,
er hann kvað eitt sinn.
Beilsið er fúnað, brunnið leður,
brúnar stengur af ryði
minnir þó enn á maiveður,
mettað af fuglakliði.
Fallegar merar, folöld skjótt,
fáka með strengda kviði.
Mér fannst i gær og fram á nótt
sem fram hjá mér þetta liði.
Brúnar rætur, blóm og fræ,
bjartar nætur kvað hann,
Greinarhöfundur með hest úr
eigu Sigurðar frá Brún.
ég I sætið engan fæ,
er mér bæti skaðann.
H.E.
Ég vi taka undir þetta og
þakka S.'g "ði, vini minum frá
Brún, hans margvislegu störf i
þágu islenskra hesta og hesta-
manna og megi hann hvila i friði
fyrir lastmælum óráðvandra
manna.
Guðrún Eyjólfsdóttir
frá Sólheimum.