Tíminn - 09.04.1981, Side 15
Fimmtudagur 9. april 1981
19
flokksstarfið 4
Aðalfundur FUF Hafnarfirði verður haldinn mánudaginn 13. aprfl kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kosning til nýrra stjörna önnur mál Stjórnin
Kópavogur Aðalfundur Framness h.f. verður haldinn i Félagsheimili fram- sóknarfélaganna að Hamraborg 5, mánudaginn 13. april n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Viðtalstimar Alþingismanna og borgarfullrúa veröa 11. aprll kl. 10-12 aö Rauðar- árstig 18. Til viðtals verða: Haraldur Ólafsson varaþingmaður og Gerður Steinþórsdóttir formaður Félagsmálaráðs. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna.
Bingó að Hótel Heklu, Rauðarárstig 18, sunnudaginn 12. april n.k. kl. 15. Húsið opnað kl. 14. FUF i Reykjavik.
Árnesingar - Árnesingar Vorfagnaður framsóknarmanna verður i Félagsheimilinu Árnesi siðasta vetrardag 22. april kl.2l. Ræða Haraldur ólafsson lektor Skemmtiatriði, dans. Frábær hljómsveit. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin
Vinarferð Farið verður til Vinarborgar i beinu flugi 14. mai og til baka 28. mai Takmarkaður sætafjöldi. Nánari upplýsingar i sima 24480.
— Helgarferð til London Farið verður til London 24. april og til baka aftur 27. april. Upplýsingar i sima 24480. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna.
ERUM FLUTTIR með alla starfsemi okkar að Smiðjuvegi 3, Kópavogi Sími: 45000 (Beinn sími til verkstjóra: 45314) PRENTSMIÐJAN élAda H F.
_______^
| AUKUM ÖRYGGI i|
í VETRARAKSTRI II
_______________________________J
U.M.F. Asahrepps 70 ára
Afmælisfagnaður verður haldinn að As-
garði laugardaginn 2. mai kl.21.
Allir núverandi og fyrrverandi félagar og
makar þeirra velkomnir.
Æskilegt að þátttaka tilkynnist i sima 99-
5064 eða 99-5075 fyrir 25. april.
Stjórnin.
„Málstaður
kennaraima
ekkí réttur”
segir Jón Böðvarsson
skólameistari
Fjölbrautaskólans
á Suðurnesjum
AB — Þaö hefur vakiö nokkra
athygli, aö kennarar viö
öldungadeild Fjöl-
brautaskólans á Suöurnesjum
og á Akureyri hafa ekki tekiö
þátt I verkfalli þvi sem nú
stendur hjá kennurum viö öld-
ungadeildir fjölbrautaskól-
anna i Breiöholti og á Akra-
nesi. Timinn haföi samband
viö Jón Böövarsson skóla-
meistara Fjölbrautaskólans á
Suöurnesjum og spuröi hann
hverju þetta sætti.
„í upphafi þegar var geröur
öldungadeildarsamningur, þá
var hann bundinn við Hamra-
hliö, og bóknm grinrnar.
Þá var þessi hærri taxti
grundvallaður á þrennu: að
um stærri námshópa en i
venjulegum skólum væri að
ræða, aö farið væri yfir náms-
efni með tvöföldum náms-
hraða og að kennsla færi fram
á óeðlilegum tima.
Þegar komu öldungadeildir
I Keflavik og á Akureyri, þá
var þetta látið ná til þeirra
staða, þó svo að hópastærðirn-
ar væru minni en i Reykjavik.
Þegar kom svo upp kennsla
hjá okkur i verklegum grein-
um i öldungadeild, þá þótti
eknnurunum i verknáms-
greinunum alveg augljóst að
ekki væri hægt að hafa færri
tima en i venjulegri kennslu,
og þótti þaö þvi eðlilegt að
verkleg kennsla i öldunadeild-
um væri aðeins einfaldur taxti
með yfirvinnuálagi. Þvi þá
var aðeins eftir ein af þeim
forsendum sem upphaflega
haföi verið samiö um. Þetta
hefur veriö svona hjá okkur i
tvö ár, og ekki þótt óeðlilegt á
nokkurn máta.
Þó að ég sé fyrrverandi for-
maður Félags menntaskóla-
kennara, þá verð ég að segja
það, að mér íinnst i þessu máli
málstaður kennara við þessar
öldungadeildir i Breiðholti og
á Akranesi ekki vera réttur. t
þessu máli ræðir það sjald-
gæfa viöhorf, að mér finnst
ráðuneytismenn hafa á réttu
aö standa.”
Nemendur
öldunga-
deilda
vilja lausn
í kjaradeilu kennara
AB — Eins og gefur aö skilja
kemur verkfall kennara viö öld-
ungadeildir fjölbrautaskólanna i
Breiöholti og á Akranesi haröast
niöur á nemendum skólanna.
A þriöjudagskvöld boöuöu nem-
endur öldungadeildarinnar i
Breiöholti til fundar þar sem mál
þessi voru rædd.
Að loknum miklum og fjörug-
um umræðum var eftirfarandi
ályktun samþykkt: „Fundur
haldinn i Oldungadeild Fjöl-
brautaskólans i Breiðholti
7.4.1981 samþykkir að skora á
fjármálaráðherra Ragnar Arn-
alds að hann beiti sér fyrir tafar-
lausri lausn á launadeilu kennara
O.F.B. og fjármálaráðuneytisins,
þar sem vinnustöðvun þeirra
veldur þvi að skólavist u.þ.b. 250
nemenda á vorönn verður til
einskis, leysist deilan ekki hið
bráðasta.
Einnig lýsum við fyllsta stuðn-
ingi við það að öllum námsgrein-
um verði gert jafn hátt undir
höfði.”
Fundinn sóttu um 80 manns.
ÞYRILL SF. SS55T
i
SMÍÐI Á
STRANDFERÐASKIPI
Tilboð óskast i smiði 499 tonna strand-
ferðaskips fyrir Skipaútgerð ríkisins. Af-
hending skipsins er áætluð 1. september
1982.
Útboðsgögn á islensku eða ensku eru af-
hent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7 frá
og með 13. april n.k., gegn kr. 2.000.- skila-
tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama
stað fimmtudaginn 4. júni 1981, kl. 11:00
f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts
Odds Jónssonar
Fagurhólsmýri
Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspitalans i Reykja-
vik fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll
Nanna Siguröardóttir
Halldóra Oddsdóttir Helga Oddsdóttir
Sigriöur Oddsdóttir Hróbjartur Agústsson
Guömunda Jónsdóttir og fjölskyida
Sigurjón Jónsson og fjöiskylda
Eiginmaður minn og faðir okkar
Guðbjörn Jakobsson
bóndi Lindarhvoli Þverárhliö
andaðist i sjúkrahúsinu Akranesi 6. april
Útförhans fer fram frá Norðtungukirkju laugardaginn 11.
aprii kl.14.
Jarðsett verður i Hjarðarholtskirkjugarði.
Ferð verður frá Umferðamiðstöðinni kl.ll þann dag.
Cecilia Helgason
Jón G. Guöbjörnsson
Sigurbjörg G. Jóhannesdóttir
Óskar Guöbjörnsson
Fjóla Guðbjörnsdóttir
Huida Guöbjörnsdóttir