Tíminn - 29.04.1981, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 29. aprll 1981
Alls bárust 76 umsóknir um
tvær stöður á Hveravöllum
AB — Ilvorki meira né minna en
37 pör eða hjón og tveir ein-
staklingar hafa nú sótt um starf
veðurathugunarmanna á
Hveravöllum sem losnar nú i
ágústmánuði, þannig að um-
sækjendurum þessar tvær stöð-
ur eru alls 7ö.
Flosi Hrafn Sigurðsson,
deildarstjóri áhaldadeildar
Veðurstofunnar tjáði blaða-
manni Timans i gær, aö um-
sóknir um þessi störf hefðu
aldrei verið fleiri en nú. Hann
var að þvi spurður hverjar hann
teldi vera skýringarnar fyrir
þessum þessum mikla um-
sóknafjölda.
„Þvi er nú vandsvarað. Ætli
það sé ekki afskaplega persónu-
bundið. Veigamikið atriði er
náttúrlega að þeir sem hafa
verið þarna hafa látið vel af
dvöl sinni og hefur þeim likað
vel. Þá getur það einnig verið
skýring að þeir sem sækja um
þessi störf geta verið sérstak-
lega hneigðir fyrir útivist og það
að fá að vera einir úti i náttúr-
unni.”
Flosi sagðist ekki telja að
launakjör þau sem boðið er upp
á, væru það sem fólk sæktist
helst eftir. Sagði hann að launin
væru miðuð við 11. launaflokk
opinberra starfsemanna, yfir-
vinna væri engin, en vegna
þeirrar miklu einangrunar sem
veðurathugunarfólkið á Hvera-
völlum byggi við, og vegna þess
að engar samgöngur eru til
Hveravalla allan veturinn þá
fengi það sem eins konar
staðaruppbót fritt allt hráefni i
matinn, en um aðrar launaupp-
bætur væri ekki að ræða.
Flosi Hrafn sagði að sennilega
yrði ákvörðun um það hverjir
hljóta stöðurnar tekin nú um
mánaðamótin.
Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs, flytur ræöu á þinginu. Við hliö hans situr Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra.
Timamyndir: Róbert
„Starfsáætlunin
ekki fullmótuö”
segir Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs
AB — „Þetta nýkjörna Náttúru-
verndarráö hefur enn ekki haldið
neinn fund, þannig að starfsáætl-
un næsta árs hefur enn ekki verið
mótuð,” sagði Eyþór Einarsson
grasafræðingur sem viö setningu
4. Náttúruverndarþings var
endurskipaður formaður
Náttúruverndarráðs til þriggja
ára af Ingvari Gisiasyni mennta-
málaráðherra, þegar Timinn
innti hann eftir hver yrðu helstu
verkefni ráðsins á árinu.
Eyþór sagði að fyrsti fundur
ráösins yrði sennilega eftir tvær
vikur eða svo, en ráöið hittist aö
minnsta kosti mánaðarlega, og
þegar mikið stendur til, hálfs-
mánaöarlega. Sagöi hann aö ráö-
iö myndi móta starfsáætlun slna
fyrir áriö á þessum fundi, og
reiknaöi Eyþór meö þvi aö I þvl
sambandi yröi tekið mikið miö af
hinum ýmsu ályktunum sem
samþykktar voru á Náttúru-
verndarþinginu.
Viö setningu Náttúruverndar-
þingsins lýsti menntamálaráö-
herra þvl einnig yfir aö varafor-
maöur ráösins, Jónas Jónsson,
búnaöarmálastjóri, væri endur-
skipaöur til þriggja ára.
A slöasta degi þingsins voru
þessir kjörnir til setu i Náttúru-
verndarráöi næsta kjörtímabil:
Bjarni E. Guöleifsson, Hjálmar
R. Báröarsonn, Lára Oddsdóttir,
Páll Líndal, Siguröur Blöndal og
Siguröur Þórarinsson.
Sem varamenn voru kjörnir:
Friöjón Guörööarson, Jakob
Jakobsson, Elin Pálmadóttir, Jó-
hann Már Marlusson, Einar E.
Sæmundsson og Agnar Ingólfs-
son.
M.a. voru ályktanir varðandi
villt spendýr og fugla, áhrif
mannvirkjagerðar, flutning
náttúrugripa úr landi, bætt skipu-
lag landnýtingarmála og úti-
vistarsvæði I þéttbýli samþykkt-
ar.
Eyþór Einarsson I ræðustól.
Arnarflugsbréfin gefa
Flugleiðum 355 þúsund
Arnarflugsmenn þinguðu um hugsanleg hlutabréfakaup í gærkvöldi
AM //Sala á þessum
hlutabréfum mun ekki
bjarga fjárhag Flug-
leiða/" sagði Björn Theó-
dórsson/ framkvæmda-
stjóri markaðssviðs
Flugleiða í gæn þegar við
inntum hann eftir hver sú
fjárhæð er, sem félagið
mun fá fyrir bréf Arnar-
flugs/ en mati á bréfun-
um er nú að heita lokið,
aðeins eftir að ganga frá
hvert verðmæti varahluta
skuli teljast, sem Flug-
leiðir eiga vegna viðhalds
á vélum Arnarflugs.
Þaö eru um 355 þúsund ný-
krónur, sem hlutabréf Flugleiða
I Amarflugi eru metin á og mun
eflaust mörgum koma á óvart
aö hér skuli ekki ræöa um hærri
upphæðir, en samt eru þetta
57% heildarhlutafjár i Amar-
flugi, sem á nafnverði var 120
þúsund nykrónur. Svo sem fram
hefurkomiö teljast bréfin nú 5.3
sinnum sú upphæö og sagöi
Björn Theódórsson aö það væri
nærri þvl sem menn heföu bUist
við.
Arnarflugsmönnum hefur
hins vegar veriö það mikið
kappsmál að endurheimta
hlutabréfin aftur, enda telja
þeirsínum hag best borgiö, hafi
þeir full umráð yfir þeim. Þaö
eru starfsmenn Arnarf lugs, sem
rikið krafðist að fengju aö
kaupa bréfin og hefur blaðið
fregnaö aö i gær hafi verið hald-
inn fundur I starfsmannafélag-
inu, sem f eru á annað hundraö
manns.
Árásarmenn-
irnir voru
tilbúningur
einn
AM — t gær sögöum viö frá þvi aö
þrlr menn heföu ráöist aö pilti viö
miöbakka Reykjavlkurhafnar og
hent honum I sjóinn og heföi
piltinum tekist blautum og hrökt-
um aö klifra upp á bakkann aö
nýju.
Nú er hins vegar komiö á dag-
inn aö þessir þrlr menn munu
aldrei hafa verið til nema I hugar-
heimi unga mannsins sjálfs. Hef-
ur hann kannast við fyrir lög-
reglumönnum aö hafa kastaö sér
sjálfur i sjóinn, en spunnið upp
söguna eftir á. Alveg mun þó
óljósthverjar ástæöur lágu til svo
kynlegra tiltækja, en eitthvaö
mun sá gamli Bakkus hafa ýtt
undir hugmyndaflugið, hér sem
oftar.
„Hættulegt skref”
„Fundurinn telur aö stigiö
hafi veriö hættulegt skref meö
þeirri ákvöröun verölagsráös aö
hækka annan og þriöja gæða-
flokk fisks á kostnaö fyrsta
gæöaflokks og meö þessu
geti gæðamálum fiskvinnsl-
unnar verið stefnt i voða”,
segir I samþykktum aöalfund-
ar Fiskiðnar, fagfélags fisk-
iðnaöarins. Dregið er úr hvatn-
ingu til bættrar meðhöndl-
unar hráefnis um borð I
veiöiskipum. Undirstaöa vel-
gengni Islenskra sjávarafurða á
erlendum mörkuðum eru og
hafa veriö fiskgæöin. Sé þeirri
undirstööu kipptundan Islenskri
sjávarafuröaframleiöslu meö
skammtimasjónarmiöum sem
þessum, getur þaö haft ófyrir-
sjáanlegar og óbætanlegar af-
leiöingar sé til lengri tima lit-
ið,” segir ennfremur.
Bragakalfiö
vinnur á
HEI — Kaffibrensla Akureyrar
(Braga- og Santonskaffi) heldur
hlut sinum á innlenda markaöin-
um og vel það, þrátt fyrir aukinn
innflutning á kaffi á siðasta ári.
Kaffibrennsla Akureyrar fram-
leiddi samtals um 1.101 tonn af
kaffil fyrra, sem var 66,7% af þvi
kaffi er framleitt var hér innan-
lands það ár og um 4,6% hærra
hlutfall en árið áöur. Ef innflutn-
ingur er meðtalinn var hlutur
Kaffibrennslu Akureyrar um
57,7% af heildarmarkaðinum sem
varþá 0,5% hærra hluifall en áriö
áður. En hlutur innlendu fram-
leiöslunnar minnkaöi úr 92,2% ár-
ið 1979 i 86,6% árið 1980. Og
söluaukning Akureyringanna er
sögð halda áfram, þar sém
greinileg söluaukning er sögð
fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi
árs miðað við sama tima i fyrra.