Tíminn - 29.04.1981, Page 3

Tíminn - 29.04.1981, Page 3
Miövikudagur 29. aprll 1981 3 Italskar úrvalsvélar, sem unniö hafa sér stóran markaðshlut hér á landi sökum góörar endingar, ikaog hagstæös verös. Tilkynning frá Sjúkra- liðaskóla íslands Umsóknareyðublöð um skólavist næsta skólaár liggja frammi á skrifstofu skól- ans að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, frá kl. 10 til kl. 12. Umsóknarfrestur er til 20. júni n.k. Skólastjóri. M ZEROWATT ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR Nú búa aliir sig undir sumarið og s.l. mánudagsmorgun var Herjólfur tekinn upp I slipp til botnhreins- unar og málningar. Aætlað er að skipið fari niður eftir hádegið á morgun, ef veður tefur ekki verkið. (Timamynd Róbert) Þvottavél LT-955 Tekurö kg. af þvotti. Sparnaðarkerfi (3 kg.) 9 þvottakerfi. 4 skolkerfi. 1 þeytikerfi (500 sn.). Hámarks orkuþörf 2300 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 48,5 cm. KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT Þurrkari ES-205 Tekur 5 kg. af þvotti. 10 mismunandi kerfi. Belgur úr ryðfríu stáli. Hámarks orkuþörf 2400 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 52 cm. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Guðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður Borgarskipulags Reykja- víkur, kynnir nýju skipulagstil- löguna. Timamynd: Róbert. Sýning á framlengd Kás — Ákveðið hefur verið að framlengja um óákveðinn tima, sýningu sem haldin er að Kjar- valsstöðum á skipulagstillögu svokallaðra Austursvæða, þ.e. framtiðarbyggingarsvæða Reykjavikur næstu 20 árin, en upphaflega átti henni að ljúka i gærkvöldi. Þessi ákvörðun var tekin vegna mikillar aðsóknar, undanfarna daga. T.d. var yfirfullt á tveimur kynningarfundum sem haldnir voru sl. helgi. Um næstu helgi verður boðið upp á svipaða kynningarfundi, þar sem fagmenn Bogarskipu- lagsins munu gera grein fyrir skipulagstillögunni, og svara fyrirspurnum. Siðar verður gestum gefinn kostur á að strætisvagnaferð upp á hin nýju byggingarsvæði við Rauðavatn. Kynningarfundirnir hefjast báðir kl. 16 nk. laugardag og sunnudap Gunnar Thoroddsen á Alþingi: Stefnir í mestu spari- fjármyndun í sjö ár JSG — Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra, skýrði frá þvi á Alþingi i gær að sparifjáraukn- ing hefði aukist svo mjög i land- inu á siöustu mánuðum, að þvi væri nú spáð að innlán næmu á þes u ári i heild sem svaraði 26% af þjóðarframleiðslu. Þetta væri hæsta hlutfall innlána sið- an 1974, eða i sjö ár. Gunnar gaf þessar upplýsing- ar i framsöguræðu fyrir efna- hagsmálafrumvarpi rikis- stjórnarinnar, um verðlagsað- hald og fleira, i neðri deild Al- þingis. Gunnar sagði að þessari óheillavænlegu þróun i spari- fjármyndun fylgdi sú hætta að óhóf yrði i útlánum bankanna. Þvi væri i frumvarpi stjórnar- innar sett ákvæði um tima- bundna heimild til að hækka innlánsbindingu innlánsstofn- ana. Tilgangurinn væri að auka möguleika til markvissrar stjórnar peningamála. Gunnar Thoroddsen sagði i ræðu sinni að höfuðatriði frum- varpsins væru þrjú. 1) Áfram- haldandi aðhald i verðlagsmál- um, en þó sveigjanlegra en að undanförnu. 2) Auknir mögu- leikar til aðhalds i peningamál- um. 3) Niðurskurður fram- kvæmda og rekstrarútgjalda rikisins til þess að skapa svig- rúm til að lækka framfærslu- kostnað. Gunnar rakti nánar ákvæði frumvarpsins um verðlagsmál en vék siðan að heimildar- ákvæði um Jækkun útgjalda rikisins til rekstrar, verklegra framkvæmda, og til sjóða, og sagði: „Hér er um nýja heimild að ræða, sem er óháð heimild- um fjárlaga. Að þessu sinni gengur rikissjóður á undan og dregur úr sinum útgjöldum. Þetta fé verður notað til þess að lækka framfærslukostnað i landinu.” Geir Hallgrimsson gerði i ræðu sinni athugasemdir við allar greinar frumvarpsins. Hann sagði fyrst að lögin um verðstöðvun við áramót hefðu verið ástæðulaus. Með ákvæð- um þessa frumvarps væri Al- þýðubandalaginu hin vegar veitt neitunarvald um allar verðhækkanir umfram verð- lagsmörk, vegna leynisamnings stjórnarinnar. Með lögbanns- valdi verðlagsstofnunar væri „farið inn á braut lögreglu- rikis”. Geir kvað það sitt álit að ekki yrði komist hjá 6—10% gengisfellingu eftir 1. júni. Sighvatur Björgvinsson bað ráðherra að upplýsa ýmis atriði i sambandi við efnahagsmála- auka niðurgreiðslur á búvörur um mánaðamótin. Ekki væri endanlega ákveðið hver aukn- ingin yrði. Kannaðar yrðu leiðir til að hin gifurlega hækkun á áburði, sem rætt væri um, hefði ekki mikil áhrif á búvöruverð. öll rikisstjórnin væri sammála um að stefna bæri að lækkun vaxta þ. 1. júni n.k., en um það myndi Seðlabankinn gera tillög- ur. Þá sagði Gunnar, að verð- breytingingar hjá opinberum aðilum yrðu ákveðnar um þessi mánaðamót, og þær teknar inn i útreiknun framfærsluvisitölu. Gunnar kvaðst undrast orð- færi Geirs Hallgrimssonar, um leiðina til lögreglurikis, yfir heimild til að koma i veg íyrir ólögmæta verðlagningu. Ennfremur tóku til máls Hall- dór Blöndal og Birgir isleiíur Gunnarsson, en siðan var frum- varpinu visað til annarrar um- ræðu og fjárhags- og viðskipta- nefndar. Ekki hefur náðst sam- komulag um frumvarp rikis- stjórnarinnar fyrir næstu mán- aðamót, og gaf Geir Hallgrims- son i skyn i gær að þingmenn Sjálfstæðisflokksins kynnu að tefja afgreiðslu málsins fengju þeir ekki allar þær upplýsingar og gögn sem þeir færu fram á frá stjórnvöldum. Gunnar Thoroddsen. frumvarpið. Einnig um aðgerð- ir sem fylgja ættu i kjölfarið, sem Steingrimur Hermannsson hefði nefnt i viðtölum við Tim- ann og Morgunblaðið i gær. Gunnar Thoroddsen svaraöi nokkrum spurningum og at- hugasemdum sem fram komu i ræðum Sighvats og Geirs, og sagði að rikisstjórnin hygðist Japanir kvörtuðu líka yfir vinnslu í Eyjum segir Eyjólfur ísfeld, forstjóri SH, um loðnuhrognavinnsluna HEI — „Þessi frétt ykkar i gær. um kvörtun Japana vegna dnógrar hreinsunar loðnu- hrogna, gefur ekki rétta mynd af þeim vandamálum sem hafa komið fram við vinnslu hrogn* anna,” sagði Eyjólfur ísfeld forstjóri Sölumiðstöðvarinnar er hann hafði samband við Tímann i gær. Hann sagði niðurlag fréttar- innar þó sérstaklega villandi. Japanir hefðu gert athuga- semdir við hreinsun hrognanna i báðum þeim gerðum hreinsi- tækja er nefnd hefðu verið. Engan marktækan mun á hreinsun væri hægt að rekja til hreinsitækjanna. Nánar spurður sagði Eyjólfur SH hafa borist kvartanir frá Japönum vegna beggja hrognaverkend- anna i Vestmannaeyjum. Eyjólfur var einnig spurður á hvaða forsendum hann hafi bannaö hrognakaupendum notkun svonefndra kreistara, sem notaðir hafa verið viða til að ná meiri hrognum úr loðn- unni. Viktor Helgason hjá Fiski- mjölsverksmiöjunni i Eyjum, sagði þá t.d. hafa beðið heim- ildar i 2 ár til að nota kreistara, þegar siðan nýlega hafi verið fjárfest i þeim, hafi komið mót- mæli frá SH. Þeir hafi þó verið notaðir i fullu samráði við Japanina, er höfðu eftirlit með framleiðslunni. Eyjólfur sagði þetta sérmál, sem hann væri ekkerttilbúinn að ræða að sinni. Hinsvegar sagðist hann heldur dckert sannfærður um að Vest- mannaeyingarnir hefðunotaö þessa kreistara. skipulags- tillögum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.