Tíminn - 29.04.1981, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 29. april 1981
5
Fóstrunemar rækta tónlistargáfur sinar af innlifun. Tlmamynd GE
Fóstrur um nauösyn þriggja ára náms vegna starfa á dagvistarheimilum:
Uppeldiö hefur færst
meira frá heimilinum
Hlutverk Fósturskóla islands
er eins og fram kemur i reglu-
gerð um Fósturskóla íslands
,,aö mennta fólk til uppeldis-
starfa á hvers konar uppeldis-
stofnunum fyrir börn frá fæð-
ingu til sjö ára aldurs, s.s.
vöggustofum, dagheimilum,
vistheimilum, forskólabekkjum
barnaskóla og leikvöllum”.
Að ofan sést að nám frá skól-
anum nýtist i þjónustu á hinum
ýmsu stofnunum og reynslan
hefur sýnt að nám frá Fóstur-
skóla islands hefur komið viða
að góðum notum i störfum
þeirra fóstra sem vinna aö upp-
eldi og starfi barna á ýmsum
sviðum. Þrátt fyrir þetta er
aðalstarfsvettvangur fóstra
dagvistarheimili og miðast
námið i skólanum við það.
Inntökuskilyrði
Upphaflega var gagnfræða-
próf eða sambærileg menntun
inntökuskilyrði f Fósturskóla is-
lands. En með lögum frá 1973
voru inntökukröfur auknar i
samræmi við aukinn skilning á
hinu mikilvæga hlutverki fóstr-
unnar i nútimaþjóðfélagi. 1
reglugerð um Fósturskóla is-
lands er kveðið á um að lág-
marks undirbúningsmenntun sé
krafist af þeim sem óska eftir
inngöngu i skólann og er hún
stúdentspróf eða sambærileg
menntun, eða a.m.k. 2ja ára
nám i framhaldsskóla.
Könnun sem gerð var árið
1979 á aldursdreifingu nemenda
við Fósturskóla islands sýnir að
nemendum fer fjölgandi sem
eru 20 ára og eldri en það ár
voru 65% nemenda eldri en 20
ára en til gamans má geta þess
að árið 1971 var aðeins um 28%
nemenda eldri en 20 ára. Þannig
að þróunin er mjög greinileg.
1 samræmi við auknar inn-
tökukröfur og aldurshækkun
nemenda i skólanum hefur hann
tekið á sig nokkuð breytta
mynd. Nemendur eru hæfari til
að taka við auknum náms-
kröfum sem þýðir að betur
menntaðar fóstrur útskrifast
frá skólanum.
Aðalkennslugreinar
og námsfyrirkomu-
lag
Aðaíkennslugreinar víð skól-
ann eru núna: Uppeldisfræði,
sálarfræði, félagsfræði, ýmsar
heilsufræðigreinar, list og verk-
greinar, og móðurmálsgreinar.
Hin siðustu ár hefur hið svokall-
að þema verið tekið upp við
skólann en i þvi felst að kennslu-
greinarnar eru ekki kenndar
hver fyrir sig og siðan tekin
próf, heldur eru þær samhæfðar
eins og kostur er og kennt er i
fyrirlestrarformi. Siðan eru
unnin misstór verkefni sem ým-
ist eru unnin af hverjum nem-
enda fyrir sig eða nokkrum
saman. Þetta námsfyrirkomu-
lag krefst þess að nemendur
vinni sjálfstæðar i námi sinu, en
til þess þurfa nemendur að hafa
öðlast þann þroska sem til þarf
til þess að þetta námsfyrir-
komulag nýtist sem best.
Hver er þróunin?
Ekki er hægt að sjá annað en
að margt af þvi sem fram fer
innan veggja Fósturskóla ís-
lands sé mjög hliðstætt þvi sem
gerist t.d. i Kennaraháskóla is-
lands og Háskóla islands, i upp-
eldisgreinum þar, enda er
þróunin slik i okkar nútimaþjóð-
félagiað þörfin fyrir ábyrgar og
vel menntaðar fóstrur og fólk
sem starfar að uppeldismálum
er alltaf að aukst og er það m.a.
Fósturskóla islands að uppfylla
þessar kröfur.
Varla verður þess langt að
biða að þeir skólar sem mennta
fólktilsvolikra starfa sem raun
ber vitni verði settir á sama
stig, enda er margt sem bendir
til þess eins og á undan er getið.
Þess má geta að nemendur
Fósturskóla islands, eins og
nemendur annarra skóla sem
eru að hluta til eða öllu leyti á
háskólastigi, eiga rétt á náms-
lánum frá lánasjóði islenskra
námsmanna.
Af hverju dagvistar-
heimili?
Þjóðfélagið hefur og er sifellt
að taka breytingum. Fjölskyld-
an fer ekki varhluta af þeim.
Hún er ekki lengur eining sem
ersjálfrisér nóg um allar lifsins
nauðsynjar, hún er ekki lengur
byggð upp á mörgum ætt-
liðum — börnum, foreldrum,
öfum og ömmum, frænkum og
frændum o.s.frv. sem búa öll
undir sama þaki eins og var hér
áður fyrr og þar sem uppeldi
barna fór fram.
Upp úr aldamótum urðu örar
breytingar á öllum lifnaðarhátt-
um fólks. Nýjar framleiðsluein-
ingar mynduðust, fólk flykktist
úr dreifbýli i þéttbýli og ný
myndkom á fjölskylduna. Nú er
fjölskyldan yfirleitt aðeins börn
og foreldrar, hún hefur minnkað
og einangrast og fjölskyldan
sem var svo stór hér áður fyrr
hefur skipst upp i einstaklinga
sem sækja atvinnu, menntun og
félagsskap hver á sinn stað.
Uppeldi barnanna fer þvi fram
á annan hátt en áður, og hefur
færst meira frá heimilunum.
Þannig hafa sveitarfélög og
rikið tekið við ýmsu þvi sem
fjölskyldan sá um áður. Þetta er
gert með þvi að búa til ýmsar
stofnanir t.d. dagvistarheimili
sem má lita á sem einkenni á
þessari þróun og breytingum á
þjóðfélaginu. öllum ætti að vera
ljós þessi þróun, og verður henni
vart snúið við meðan fjölskyld-
an virðist þurfa á þvi að halda
að báðir foreldrar vinni utan
heimilis eins mikið og raun ber
vitni.
Eiga öll börn kost á
að vera á dagvistar-
heimili?
Dagvistarheimili hafa lengst
t handavinnu. Timamynd GE
framan af aðeins verið opin svo-
kölluðum forgangshópum þ.e.
einstæöum foreldrum og náms-
mönnum, þó hafa leikskólar
getað tekið við fleiri hópum. Nú
nýlega var gerð sú breyting að
allir foreldrar, úr hvaða hóp
sem þeir eru, geta sótt um rými
fyrir börn sin á dagheimili, en
til að byrja með er um að ræða
10% rými af heildarfjölda.
Dagvistarheimili eiga að
sjálfsögðu að vera opin öllum
börnum og eiga að miðast við
]>að að þau séu rekin barnanna
vegna sem góðir uppeldisstaðir.
Hvert er aðalmark-
mið með dagvistar-
heimilum?
í lögum um rekstur og bygg-
ingu dagvistarheimila segir að
markmið með starfsemi dag-
vistarheimila sé ,,að gefa börn-
um kost á að njóta handleiðslu
sérmenntaðs fólks i uppeldis-
málum og búa þeim þau upp-
eldisskilyrði er efli persónu-
legan og félagslegan þroska
þeirra”. Löggjöfin leggur
áherslu á að dagvistarheimili
eigi að vera uppeldisstofnun en
ekki geymslustofnun fyrir börn
meðan foreldrar þeirra eru við
önnur störf.
i fóstrumenntuninni er lögð
áhersla á að uppeldisstarfið á
dagvistarheimilum örvi alhliða
þroska barna þ.e. tilfinninga,
félags, vitsmuna og hreyfi-
þroska og búa börnin þannig
sem best undir þá framtið sem
biður þeirra.
Hvernig er hægt að
tryggja að mark-
miðin séu haldin?
Ekki er nóg að fóstran geri sér
grein fyrir hlutverki sinu og að
lögin séu jákvæð i garð barn-
anna á dagvistarheimilum.
Skilningur þarf einnig að vera
fyrirhendi, bæði hjá almenningi
og rekstraraðilum. Tryggja
þarf að nóg sé af menntuðu
starfsfólki og vinnuskilyrði séu
þannig að hægt sé að uppfylla
þær kröfur sem gerðar eru til
þessara staða.
Skilningur atvinnurekenda á
þátttöku foreldra þarf að vera
fyrir hendi þvi ekki má gleyma
þvi að dagvistarheimili eru
rekin sem viðbót við uppeldis-
hlutverk foreldranna. Það þarf
að gera foreldrum kleift að hafa
góð samskipti við dagvistar-
heimiii barnsins. Þessir tveir
aðilar eiga að sjá um uppeldi og
velferð barnsins og það er þjóð-
félaginu mikilvægt að vel takist
til. Til þess að foreldrar geti
þetta þurfa þeir að hafa
sveigjanlegan vinnutima án
þess að tekjur þeirra skerðist.
Nú er búið að leggja fyrir
borgarstjórn tillögu um að á
næstu 10 árum eigi að reisa 3 ný
dagvistarheimili á ári hverju
hjá Reykjavikurborg. Ekki er
nóg að vera með fagrar áætlanir
i gangi ef ekki fæst faglært fólk
til starfa. Þess vegna þarf að
bæta kjör fóstra og huga betur
að starfsaðstöðu þeirra ef við
viljum búa sem best að þeim
einstaklingum sem erfa eiga
landið okkar, þvi lengi býr að
fyrstu gerð.
Starfshópur innan Fóstru-
félagsins.
Þingsályktunartíllaga:
Embættí
hernaðar-
ráðunauts
stofnað
JSG — „Arum saman hafa hinir
hernaðarlegu þættir sem móta
það ytra umhverfi, sem ísland
býr við, verið á vitorði tiltölulega
fárra. Stjórnvöld hafa litt sinnt
þvi a& fræ&a þjóðina um stað-
reyndir þessara mála,” segir
m.a. I greinargerð meö tillögu til
þingsályktunar, sem þrir þing
menn, Friðrik Sóphusson, Jón
Baldvin Hannibalsson, og Jóhann
Einvarðsson, hafa bo&að flutning
á um stofnun sérstaks embættis
rá&unauts rikisstjórnarinnar i
öryggis- og varnarmálum. Skal
gert ráð fyrir kostnaði i þessu
skyni á fjárlögum ársins 1982.
Um tilganginn meö stofnun
þessa embættis, og þar meö öflun
herfræðiþekkingar innan stjórn-
kerfisins, segir i greinargerð að
sé til að „treysta ákvarðanir
stjórnvalda á þessum sviðum” og
„eyða tortryggni og ásökunum i
garð þeirra sem með þessi mál
fara.” Embættið yrði aö hafa á
að skipa starfsliði „sem bæði
hefði herfræðilega þekkingu
(strategiska þekkingu) og al-
menna hernaðarþekkingu.”
Siðar segir: „Verkefni þessa
embættis væru að annast mat á
herfræðilegri stöðu Islands,
varnarþörfum landsins og aö
gera tillögur um hvernig öryggi
Islands væri best tryggt. Emb-
ættið myndi annast öll samskipti
islands við Atlantshafsbandalag-
ið og varnarliðiö á sviði hermála
og öryggismála.”
Þingsályktunartillagan verður
formlega lögð fram I dag, þriðju-
dag.
Tónleikar til
styrktar Vernd
Tónleikar til styrktar Vernd
verða haldnir i Laugardalshöll-
inni föstudaginn 1. mai kl. 4. Þeir
sem þar koma fram eru m.a.
Pálmi Gunnarsson, Gunnar
Þórðarson, Björgvin Halldórsson,
Magnús Kjartansson. Siöan verö-
ur John Lennon prógramm en það
voru margir sem þurftu frá aö
hverfa er það var flutt i Austur-
bæjarbió á sinum tima.
Auk þess kemur fram ný-
bylgjuhljómsveit og Eirikur Fjal-
ar verður kynnir.
Allur ágóði af tónleikunum
rennur til fangahjálparinnar
Verndar en listamennirnir gefa
vinnu sina.
Dr. Gunnar
og frú til
Sviþjóðar
i frétt frá forsætisráðuneyti til
fjölmiðla segir aö rikisstjórn Svi-
þjóðar hafi boðið dr. Gunnari
Thoroddsen, forsætisráðherra og
konu hans, frú Völu Asgeirsdótt-
ur, að koma I opinbera heimsókn
til Sviþjóðar, dagana 7.-10. mai
nk. Þau hafa þegiö þetta boð.
Fyrsti nemínn
Handmenntaskóli Islands hefur
nú innritaö fyrstu nemendur sina.
Sú sem fyrst lét innrita sig var
Guömunda Eliasdóttir, söngkona.
I byrjun hvers mánaðar utan
júli og ágúst hefst ný önn i teiknun
og málun i Handmenntaskólan-
um. Næsta önn hefst i mai og er
enn hægt að bæta nemendum við
þar.
Handmenntaskólin^