Tíminn - 29.04.1981, Qupperneq 7

Tíminn - 29.04.1981, Qupperneq 7
Miðvikudagur 29. aprll 1981 . 7 Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku með auglýsingaspjald þar sem fyrsta bók útgáfunnar er auglýst. Tfmamynd Róbert. Sheldon D. Engelmayer og Ro- bert J. Wagman: Gislar f 444 daga. Vaka 1981. 206 bis. Gísladeilan, svonefnda, mál Bandarikjamannanna 52, sem haldið var föngnum i íran eftir töku bandariska sendiráðsins i Teheran 4. nóvember 1979, og þar til nii i janúar siðastliðnum, vakti heimsathygli. Bókin, sem hér er til umfjöllunar og er fyrsta verkið, sem nýtt útgáfu- fyrirtæki gefur út, fjallar um þolraun gislanna, rekur orsakir þess að þeir voru teknir, segir frá tilraunum til þess að fá þá leysta úr haldi, samningavið- ræðum Bandarikjamanna og Irana, misheppnuðum björgunarleiðangri Bandarikja- manna og mörgu fleiru viðvikj- andi þessu máli. Höfundar bókarinnar eru tveir bandariskir blaðamenn og kom bókin fyrst út i Bandarikj- unum I febrúarmánuði siðast- liðnum. Það væri að bera I bakkafullan lækinn að fara að rifja hér upp gísladeiluna sem slika, svomjög sem um það mál var fjallað i f jölmiðlum á sinum tima. Þess I stað ætla ég að snúa mérbeint að einstökum atriðum bókarinnar og treysta þvi að lesendum, sem ekki hafa bókina við hendina, séu þessir atburðir enn i fersku minni. Það verður að segjast eins og er að þessi bók er mjög tvibent. Hún hefur marga góða kosti, en er að mörgu leyti meingölluð. Vikjum fyrst að kostunum. Þarerþá fyrstað telja, að hér kemur fram fjöldamargt, sem ekki kom fram i fjölmiðlum á meðan á deilunni um gislana stóð, a.m.k. ekki i islenskum fjölmiðlum. 1 þessu viðfangi voru einkum þrjú atriði, sem komu undirrituðum á óvart. í fyrsta lagi undarleg hegðun öryggisráðgjafa Carters Bandarikjaforseta, Zbigniew Brezezinski, sem hvað eftir annað gaf forsetanum visvit- andi rangar upplýsingar um stöðu mála i tran, og bókstaf- lega leiddi Bandarikjamenn út i kviksyndi. Abyrgð hans i þessu máli er þung. I öðru lagi var einkar athyglisvert að lesa um tilraunir, sem fram fóru til lausnar deilunni fyrir milli- göngu franskra lögfræðinga. Þar var á margan hátt vel að verki staðið og ekki munaði nema hársbreidd að deilan leystist i þeirri atrennu. 1 þriðja lagi var fróðlegt að lesa um upp haf og ski pulagningu björgunarleiðangursins mis- heppnaða. Eftir á hefur sjálf- sagt flestum Bandarikjamönn- um þóttsem sú ferð hefði betur aldrei verið farin, en kaflinn um þetta mál sýnir, að vona „leið- angrar” eiga aö geta heppnast. Frásögnin af hugsunarhætti þeirra manna, sem leiðangur- inn skipulögðu er hins vegar allt annað en aðlaðandi. Þar byggð- ist flest á þvi að hagnýta hið lægsta I mannskepnunni sér til framdráttar. Enn má nefna að lýsingar gislanna á dvölinni i Iran voru fróðlegar og minnist ég þess ekki að hafa séð jafn- itarlega fjallað um meðferðina á þeim fyrr. Áðrir kostir bókarinnar eru þeir að hún er lipurlega samin og skipuleg og oft á tfðum bráð- spennandi. Gallarnir eru svo aftur á móti helst þeir, að bókin er ósköp snöggsoðin og frásögnin verður af þeim sökum oft yfirborðs- kennd og eins og endaslepp. Sérstaklega á þetta við um kafl- ann um veldi íranskeisara. Það kemur að minni hyggju hvergi nærri nógu vel fram, hve gjör- samlega misheppnaður stjórn- andi sá mikli valdsmaður var að mörgu leyti og hve ósýnt honum var um að halda sambandi við þjóð sina. Þá er frásögnin af byltingu Mossadeghs árið 1952 ósköp losaraleg og ber sannast sagna ekki vitni mikilli þekk- ingu höfunda á þvi máli. Kaflinn um Bani-Sadr forseta Irans er með svipuðu marki brenndur. Hann er alltof yfirborðskenndur og endar eiginlega i miðjum kliðum. Enn mætti nefna kaflann um Khomeini klerk. Þar virðist manni skina I gegn andúð höfunda á klerknum og öllu hans hyski og I frásögninni ber of mikið á dómgimi, eins og t.d. þegar Khomeini er I miður vin- samlegum tón kallaður „mið- Af bókum aldaklerkur”. Lesandinn hlýtur aö spyrja sjálfan sig, hvort höfundarnir hafi minnsta skiln- ing á innri málefnum Irans og hugsunarhætti Múhameðs- trúarmanna yfirleitt. Ekki ætl- ar undirritaður sér að fara aö halda uppi vörnum fyrir stjörnarfar Khomeinis og hans manna, en er dcki búiö að gera of mikið af þvi að dæma annað fólk útfrá evrópskum og ame- riskum viðhorfum? Væri okkur dcki öllum — og Bandaríkja- mönnum sérstaklega, — hollast að reyna að skilja aörar þjóðir en láta þær i friði ella? Bækur sem þessi, þ.e. bækur sem fjalla um nýliðna atburði og kalla mætti fréttabækur, eru allvinsælar erlendis og eiga vissulega fullan réttá sér. Hér- lendis hefur þessi útgáfa lítt verið reynd fram til þessa og má þvi segja aö bókaútgáfan Vaka hafilagt upp á nýja braut. Tilraunin er á margan hátt at- hyglisverð og hefur að ýmsu leyti tekist vel. Hinu ber þó ekki að leyna, að útgefandinn hefði likast til betur gefiö sér eilitið betri tima og reynt að færa bók- ina nær islenskum lesendum, ef svo má að orði komast. Bókin sú arna ber þess nefnilega full- mikil merki að hún er samin handa bandariskum lesendum öðrum fremur og mörg atriði i henni, sem islenskum lesendum gæti fundist að ættu næsta litið erindi tilsin. Um önnur atriði er svo aftur fjallað á þann hátt að gert er ráð fyrir mun meiri þekkingu á bandariskum mál- efnum en ætiast má til að is- lenskir lesendur búi almennt yf- ir. Frágangur bókarinnar er all- ur mjög smekklegur, prent- og málvillur að visu f ullmargar, en þýðingin vel gerð og ber þess Litil merki að þar hafi margir um velkt. Jón Þ. Þór. EIRÍKUR SMITH Málverkasýning Kjarvalsstöðum, Austursal 23. april—10. mai 1981 Vélstjórinn frá Aberdeen A sumardaginn fyrsta, opnaði Eirikur Smith stóra málverka- sýningu i vestursal Kjarvals- staða,en þar sýnir hann um það bil 114 myndir, þar af eru 20 myndir úr þjóðsögum, sem listamaðurinn hefur gert fyrir Oliver Stein forleggjara. Er þar að finna Vélstjórinn frá Aberdeen, Miklabæjar- Sólveigu, Djáknann frá Myrká og ýmsa aðra fræga drauga, en að þessu er vikið, þar sem Eirikur Smith hefur nýverið greint frá þvi i Lesbók Morgunblaðsins, að hann telji að lif séu fleiri en eitt, að huldu- fólk sé til og einhver fyrri tilvist. Hann segir i áðurnefndri grein, aðspurður um það, hvort huldu- fólk sé til: „Já, ég trúi þvi alveg. Samt veit ég ekki til þess að ég hafi séð þvi bregða fyrir. Ég hef ekki þann hæfileika: er ekki skyggn i venjulegum skilningi heldur. En ég hefi sérstaka tilfinningu og stundum er hún á þá leið, að á þessum og þessum stað er eitthvað, sem ég ekki sé, en veit af. Og bæði verð ég var við þægileg og óþægileg öfl i til- verunni, sem á ákveðnum stöðum verka ákaflega sterkt á mig — jafnvel svo að dregur úr mérallan mátt. En þessi tilfinn- ing getur lika verið á hinn bóg- inn: Verkað uppörvandi” (leturbr. Timans) Og á öðrum stað segir Eirik- ur. „Ég get Imyndað mér, að ég hafi verið einhvers konar mynd- listarmaður i öðru lifi, og þegar viðförum að lita i kringum okk- ur, þá er það ekki einleikið, hvað krókurinn beygist snemma hjá sumum og hvað þeir virðast fæddir með ákveðinn farangur. Min lifsaf- staða er sú, að ekkert sé til sem heitir dauði — aðeins lif á mis- Eirfkur Smith á máiverkasýningu sinni að Kjarvalsstöðum. (Tfmamynd Róbert) E3itthvað sem ég ekki sé, en veit af... Sýning Eiríks Smith munandi sviðum, og að öll sú leið liggi til aukins þroska”. Svo mörg voru þau orð. Það er nú ekki venja i skrifum um listir, að leysa lifsgátuna, svona i leiðinni, heldur hitt, að viðlestur á grein, eða viðtali við Eirik Smith, þar sem hann lýsir þessum viðhorfum sinum, þá verður ekki hjá þvi komist, að hafa af þeim nokkra hliðsjón, þvi myndir hans eru bæði dular- fullar og raunsæjar I senn. Minna stundum á vinnu gömlu surrealistanna, I vissri grein að minnsta kosti. Þorpið i nýju ljósi Myndir Eiriks eru raunsæjar, og þær eru frá sjávarsiðunni, margar. Þorpið við sjóinn er viðfangsefni, bærinn á strönd- inni, en það hefur verið á dagskrá bæði i rituðu máli og myndlist hér á landi. Saltur stormur hefur nætt um þessi kvæði og um léreftin. Lifið i þeim skáldskap hefur þá verið atvinnulif, hin hörðu kjör, baráttan við hafið, lifsbaráttan, sem var háð af stigvélafullum mönnum, með sand milli tannanna og salt i augunum. Myndir Eiriks Smith eru um annað, lýsa ekki sjósókn, eða at- vinnu, heldur þvi dularfulla. Við getum þó staðfært þessa stefnu nokkuð, til dæmis i bandariskri raunsæisstefnu þessarar áldar og I hugann koma nöfn eins og Andrew Wyeth, eða nöfn feðganna N.C. Wyeth (1882-1945) og Andrew Wyeth f. 1917, en þeir eru frægir mjög. Og nefna má læriföður hina sfyrrnefnda Howard Pyle, sem frægur var fyrir bóklýsingar, „fréttamyndir”,oliumálverk og Jónas Guðmundsson MYNDLIST vatnsliti, en þessir þrir eru tald- ir höfundar að vissri ameriskri myndlist, sem ber fólk með sér, hrifur það og setur niður á dul- arfulla staði. Myndlist i 40 ár Leið Eiriks Smith að þessu marki hefur verið löng. Hann hefur nú i a.m.k. 40 ár stundað myndlist og um 35 ár eru siðan hann byrjaði að sýna. Má með sanni segja, að hann hafi fljótt komist i fremstu röð islenskra málara. Þær myndir sem þá voru málaðar voru þó öðruvisi. Þær elstu er ég hefi séð, voru stilfærðar myndir af húsum og öðru umhverfi okkar. Veröld okkar var hengd upp á ýmsa þekkta snaga evrópskrar nýlist- ar, eins og gerist og gengur. Þá tók við timabil abstraktmál- verksins, þar sem Eirikur skil- aði miklum afla, þvi verkin leika i höndum hans. Svo fyrir fáeinum árum, er kaldir klausturmúrar abstraktsjónar- innar hrundu á Islandi, byrjaði hann, eins og fleiri, með tvær hendurtómar, að finna list sinni nýjanfarveg.aðþroska með sér list handa fólki, sem hafði feng- ið ný augu. Otkoman er svo á Kjarvals- stööum. Dularfullar myndir, unnar af næstum yfirskilvitlegri nákvæmni, en samt dularfullar og magnaðar þeim óhugnaði, sem ekki sést, heldur er. Sú var tiðin að menn héldu, að fréttamyndir, myndir hinna nákvæmu lýsinga á stöðum og stund, væru alfarið myndefni ljósmyndaranna. Langt er þó siöan þær leiðir greindust i tvær, eða jafnvel fleiri. 1 mynd- um sinum, lýsir Eirikur Smith vissum atriðum i umhverfi okk- ar, er við komum sjaldan auga á, og myndir hans eru persónu- legar, þótt eigi hafi haiin mótað stefnuna einn. Best tekst honum að koma farangri sinum til skila i vatns- litamyndunum, þar er tæknin komin lengst, en efnið fær þó að njóta sin, þ.e. vatnsliturinn og eiginleikar hans. Af oliumálverkunum þóttu mér stærstu verkin áhrifamest.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.