Tíminn - 29.04.1981, Side 16
VARAHLUTIR
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Sfmi <91) 7 - 75 - 51, <91) 7 - 80 - 30.
HÉDD HF. Skemmuvegi 20 HEDD HF.
Mikiö úrval
Opid virka daga
9-19 * Laugar-
daga 10-16
-Kópavogi.
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Nútíma búskapur þarfnast
BAUER
haugsugu
Guðbjörn Guðjónsson
heildverslun, Kornagarði 5
Simi 85677
Vonandi er nú sá árstimi kom-
inn, þegar byggingaverkamenn
þurfa ekki lengur að kappklæð-
ast við störf sin, en eins og allir
vita getur það verið ansi napurt
að vinna við byggingastörí á
vetrum. Flin er þó sú flik, sem
allir byggingaverkameun þurfa
stöðugt aö bcra, eða ætti maöur
frekar að segja höfuöfat? l>að er
öryggisbjálmurinn góði, sem
bjargaö hefur lifi og heilsu
margs byggingaverkamanns-
ins, siöan menn fóru að gera sér
grein fyrir mikilvægi hans.
Tímamynd — Róbert.
HAGKAUPI SAMKEPPNI
VIÐ JÓN LOFTSSON?
— Vilja opna stórmarkað í skemmu Hafskips vestur á Granda
Kás — A fundi borgarráðs i gær
var lagt fram erindi frá Hag-
kaup, þar sem segir að fyrir-
tækið hafi hug á að kaupa
skemmu sem er i eigu Hafskips
vestur á Eiðsgranda, til að setja
þar upp stórmarkað, og er spurt
um afstööu borgaryfirvalda til
þeirrar hugmyndar.
Borgarráð samþykkti að visa
erindinu til borgarverkfræðings
til umsagnar, en samkvæmt
skipulagi er gert ráð fyrir að
taka það svæði sem skemman
stendur á undir ibúðabyggð,
fyrr en seinna.
Skemma Hafskips á Eiðs-
granda er örstutt frá stórmark-
aði sem Jón Loftsson hefur ný-
lega komið upp i húsnæði fyrir-
tækisins á mótum Hringbrautar
og Eiðsgranda. Það er þvi ljóst
að Hagkaup stefnir að öflugri
samkeppni við Jón Loftsson, nái
hugmyndir þess fram að ganga,
enda að risa upp fjölmennt
ibúðahverfi á Eiðsgranda,
Sameiginleg nýting Norömanna og íslend-
inga á landgrunni við Jan Mayen:
Hefur fengið
frekar jákvæð-
ar undirtektir
að sögn Olafs Jóhannessonar,
utanrikisráðherra
HEI — ,,Það liggja fyrir hug-
myndir um sameiginlega nýtingu
Norðmanna og tslendinga á land-
grunninu milli tslands og Jan
Mayen, sem verið hafa til
kynningar i rikisstjórninni, hjá
flokkunum og i utnarikismála-
nefnd. Ég get þó ekkert sagt um
niðurstöðu að svo komnu máli,
þar sem ég hef ekki fengið nægi-
lega skýr svör ennþá frá þessum
aðilum”, sagði Ólafur Jóhannes-
son, utanrikisráðherra i gær. Að
visu mætti segja, að þessar hug-
myndir hafi fengið heldur já-
kvæðar undirtektir.
Þessar hugmyndir fjalla um 45
þús. ferkilómetra svæði — um 33
þús. i norskri lögsögu og 12 þús. i
islenskri — þar sem helst eru
taldar likur á að olia kunni að
finnast i setlögum. Gengið er út
frá að opinberir aðilar i Noregi
mum sjá um oliuleitina á sinn
kostnað. En finnist hún verði
tekjum skipt þannig, að oliufyrir-
tæki fái 50% en hvor þjóðanna
siðan 25% teknanna. Þetta mun
talið eina svæðið þar sem likur
eru á að olia kunni að finnast.
Ólafur sagði þarna aðeins um
hugmyndir að ræða en endanleg-
ar tillögurnefndarinnar liggi ekki
fyrir. I nefndinni eiga sæti Elliot
Richardson formaður bandarisku
sendinefndarinnar á hafréttar-
ráðstefnu SÞ, Hans G. Andersen,
sendiherra og form. islensku
sendinefndarinnar og Jens Ever-
sen, hafréttarráðunautur norsku
stjórnarinnar. Ólafur sagðist bú-
ast viö þvi að endanlegum tillög-
um verði skilað i fyrrihluta
maimánaðar. Og gert sé ráð fyrir
að Elliot Richardson komi hingað
til lands 18. mai n.k. og fari siðan
til Noregs.
Helgi Ólafsson varð íslandsmeistari i gærkvöldi:
„Þetta gat endað
hvernig sem er”
AB — Helgi Ólafsson varð is-
landsmeistari i skák i gær-
kveldi, en þá kl. 19 átti hann aö
tefla biðskák sina við Asgeir Þ.
Arnason. Ekki varð þó af tafli i
þaö skiptið þvi Asgeir gaf skák-
ina án þess að tefla. llelgi hlaut
þvi 8 vinninga og i öðru sæti
varð Elvar Guðmundsson með
7.5 vinninga.
Timinn náði tali af hinum ný-
bakaða Islandsmeistara i gær-
kveldi og spurði hann hverju
hann þakkaði þennan árangur
sinn.
,,Ég þakka hann engu. Þetta
hefði getað endað hvernig sem
er. Ég tefldi ef til vill af meiri
varkárni en aðrir, og uppskar
þá samkvæmt þvi. Sigurinn gat
i raun og veru lent hjá nokkrum
okkar sem vorum i efstu sætun-
um.”
Helgi var að þvi spurður hvort
einhver skákanna frá þessu
skákþingi væri honum sérsták-
lega minnistæð. „Nei, ekki get
ég sagt það. Það var engin skák
sem skar sig úr og ég held að
allar minar skákir hafi verið
mjög leiðinlegar.”
Aðspurður sagðist Helgi ekki
vera farinn að gera nein plön
um það hvort hann tæki þátt i
skákmótum nú á næstunni, né
hvaða mót þar kæmu til greina.
----------------------►
Helgi var þegar búinn að sjá vinningsleið I biðskákinni sem Asgeir
gaf i gærkveldi. Timamynd — Róbert