Alþýðublaðið - 08.09.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 2499, Austarrrfkismenn (þýzkir) 2289 Rússar 1985 og Norðmenn 1704 — Sprenging varð í enskum tncdurspilli, sem átti að fara að ríía í Kaupmacnahöfn Fór bæði þilfar og önnur hiiðin úr, ea mann tjón v«trð ekkert Árstillög’um til verkamannafélagsins Dagsbrún er veitt móttaka á Iaugardögum kl. 5—7 e m. ( húsinu nr 3 við Tryggvígötu. — Fjármálaritari Dagsbrúnar. — Jón Jónsson. Eitt til tvö heibargi með eldhúsi óskast. Fyrirfrainborg un til mal. Talið við afgreiðslu- manninn 1—2 sólrík heibergi og eldhús óskast í vetur. Húsa leíga greidd fyrir fram. A. v. á. VðrubiUr leigðir f lengri og skemri ferðir. Jón Kr. Jónsson, Norðnrstíg 5. Sími 391. Borgarnes-kjötið fáum vér með »Suðurlandi« í kvöld. A morgun get- , um vér afgreitt kjöt til allra sem vilja fá bezta og ódýrasta dilkakjötið. Kjötið er ódýrara hjá oss en öðrum, og kjötgæðin þekkja allir bæjarbúar. Utið oss sjá um að það bezta verði á borðum yðar. Kaupfólag-ið. Sími 728. Kjötbúðin á Laugaveg 49. LAMBAKJÖT frá Sláturfélagi Borgfirðinga selt með ls’gsta verði ( Kjötverzlun E. Milners, Lsug&veg 20 A. á aðeins 18 kr. Sveinbjörn Árnason. Liugaveg 2 (Jtbreiðið Alþýðublaðið, hvar sem þið eruð og hvert sem þið farið! Ritstjöri og ábyrgðsrmaður: Olafur Fritfrikssox, Prentsmiðjsm Gutenberg. Edgar Rtce Burroughs: Tarzan snýr aftnr. Þau komust klakklaust til gistihússins. Gestgjafinn var orðinn sifjaður, og neitaði ákveðið, að fara að leita að Kadour ben Saden fyrr en næsta niorgun, en gull- peningur breytti ætlun hans, svo þjónn var sendur af stað til þess, að fara um öll gistihús þorpsins. Tarzan fanst nauðsynlegt að finna föður stúlkunnar um nóttina, því ef það drægist gat svo farið, að hann legði svo snemma af stað daginn eftir, að ekki næðist til hans. Þau höfðu varla beðið hálfa stund, þegar þjónninn kom aftur með Kadour ben SadeD. Hinn aldraði höfð- ingi gekk inn með undrunarsvip á höfðinglegu andlitinu. „Herran hefir gert mér þann heiður að —“ byrjaði hann, en þá sá hann stúlkuna. Með útbreiddum faðmi fór hann yfir herbergið og faðmaði hana. „Dóttir mín!“ hrópaði hann. „Allah sé lofaðuil“ og tárin streymdu úr augum hermannsins. Þegar Kadour ben Saden hafði verið sögð saga henuar og björgun að lokurn, rétti Arabinn Tarzan hendina. „Alt, sem Kadour ben Saden á, vinur minn, átt þú líka, jafnvel líf hans“, sagði hann blátt áfram, og Tar- zan vissi, að hér fylgdi hugur máli. Þó þrjú þeirra væru því nær svefnlaus, var ákveðið að leggja snemma af stað daginn eftir og rlða alla leið til Bou Saada á einum degi. Það var tiltölulega auð- velt fyrir karlmennina, en fyrir stúlkuna var það erfið ferð. Hún var þó áköfust i það, að leggja af stað, því henni fanst hún aldrei mundi komast nógu fljótt til ættingja og vina, sem hún ekki hafði séð í tvö ár. Tarzan fanst hann varla hafa lokað augunum, er hann var vakinn, og á næstu stundu var hópurinn á suðurleið til Bou Saada. Vegurinn var góður nokkrar milur, og þeim miðaði vel áfram, en alt í einu komu þau á endalausar sandauðnir, sem hestarnir sukku i upp að hófskeggi í öðruhverju spori. Auk Tarzans, Ab- duls og ioringjans, voru fjórir af mönnum hins síðast talda, sem höfðu íarið með honum alla leið til Sidi Aissa. Þeir óttuðust ekki árásir að degi ti), svo vel vópnaðir, og ef alt gekk vel hlutu þeir að komast til Bou Saada fyrir myrkur. Snarpur vindur þeytti foksandi um ferðafólkið, unz varir Taizans voru skorpnar og aumar af þurki. Það lítið, sem hann gat séð af landinu umhveifis sig var langt frá þvl aðlaðandi — endalausar auðnir, öldumynd- aðar með smákjarrlægðum á einstaka stað. Langt f suðri sást bláma fyrir fjöllum í eyðimörkinni. En hvað þetta var ólíkt þeirri Afriku, sem hann hafði alist upp í Abdul, sem alt af var varkár, leit eins oft aftur og hann leit fram fyrir sig. Á hverri hæð snéri hann hesti sínum við og rannsakaði umhverfið gaumgæfilega. Að síðustu sá hann það, sem hann hafði búist við. „Sko!“ hrópaði hann. „Það eru sex ríðandi mem á eftir okkur". „Vinir þinir frá því í gærkvöldi, vafalaust", mælti Kadour ben Saden við Tarzan. „Enginn efi“, svaraði apamaðurinn. „Mér þykir það leitt, að samfylgd mfn skuli bakatykkur óþægindi. í næsta þorpi verð eg eftir og tala við þessa sómapilta, meðan þið haldið áfram. Mér liggur ekkert á að kom- ast til Bou Saada í kvöld, og allra síst, ef þið gætuð þar með farið leiðar ykkar f friði“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.