Tíminn - 27.05.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. mai, 1081 ©ímtnm '5 fréttir Alvarlegt ástand á leiguíbúðamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu: NÆR EIH ÞÚSIIND LEIGUUM- SÓKNIR HM FELAGSMALARAÐI B„Astandið á leiguibúða- markaðnum hefur verið afskap- lega erfitt i vetur”, sagði Gunnar Þorláksson, hjá Félagsmálaráði borgarinnar. Hjá Félagsmálaráði liggja nú töluvert á fjórða hundrað um- sóknir um ibúðir frá fólki undir 67 ára. Þar við bætast um 500 um- sóknir einstaklinga og um 100 umsóknir hjóna eldri en 67 ára. Astæður hins mikla vanda nú telur Gunnar frekar þær að óvenjulega litið sé um leiguhús- næði heldur en að fólki sem þarf að leigja hafi fjölgað hlutfalls- lega. T.d. hafi umsóknir hjá ráð- inu oft verið álika margar og nú, en þá hafi verið meiri hreyfing á ibúðunum. Þetta komi m.a. til af þvi hve langt sé siðan byggðar hafi verið leiguibúðir i borginni. Á móti hafi að visu komið bygging og sala Verkamannabústaða er leyst hafi mörg mál hjá Félagsmálastofn- un. Talsvert af leigutökum borgarinnar hafi keypt VB-ibúðir og rýmt þá fyrir þeim sem lakar eru settir og hafa ekki tök á að kaupa. Inn i þessa mynd taldi Gunnar lika örugglega koma minnkandi áhuga einkaaðila á að leigja út húsnæði, sem fólk gæti svo ráðið i af hvaða ástæðum sé. En fái fólk einusinni húsnæði hjá bænum, getur þaö þá haldið þvi alla ævina hversu sem hagur þess vænkast, var Gunnar spurð- ur. Hann sagði reglur um leigu- rétt nú nýlega endurskoðaðar m.a. varðandi ákveðin tekju- mörk, sem koma eigi i veg fyrir þann möguleika. A þetta hefði fyrst reynt á s.l. ári er Félags- málaráð hafi sagt 25 aðilum er búa i borgarhúsnæði upp leigunni, til rýmingar á þessu ári, vegna of góðra fjárhagsaðstæðna. Það sé lika alveg ljóst, að leiguibúðir borgarinnar eigi að nýtast sem meðferðarlegt úrræði. Félags- málaráð hefði þá farið sér hægt i uppsögnum að undanförnu vegna þess hve ástandið á leigu- markaðinum hafi verið bágborið. Jafnvel þótt sumir núverandi „Æ fleiri ráða ekki við kaup” — segir starfsmadur Leigjendasamtakanna ■ ,,Við höfum aðeins tekið félagsmenn á skrá, en það gengur ekkert að útvega þeim ibúðir”, sagði Einar Guðjónsson á skrif- stofu Leigjendasamtakanna. Hann sagði ástandið hafa verið mjög slæmt i allan vetur. Þetta ástand sagði hann þá hjá félaginu álita að stafaði af mikl- um hluta af þeirri pólitik er rekin hafi verið að allir eigi að kaupa og eiga sitt húsnæði. Þegar siðan hafi farið að kreppa að og kjörin að þyngjast svo mjög á lána- markaðinum, þá verði sifellt fleiri og fleiri sem ekki ráða við að kaupa. Þeim sem þurfi að leigja hafi þvi fjölgað hlutfalls- lega. Einar sagði auglýsingar eftir húsnæði i blöðunum segja nokkra sögu um kjörin. T.d. sjáist aug- lýst sem svo, ,,get greitt 3 þús. á mánuði og árið fyrirfram fyrir 3ja herbergja ibúð”. Hinsvegar sagði hann að sem betur fer leigðu margir á tiltölulega sann- gjörnu verði. Vildu það sem kalla mætti gott fólk i sinar ibúðir og leigja þær þá til frambúðar. Það sé fyrst og fremst á skammtima- leigumarkaðinum sem ástandið sé nánast djöfullegt. Oft væri þá um að ræða fólk sem væri að slig- ast undan lánum, flytti þá úr ibúðunum og leigði þær með gifurlegri fyrirframgreiðslu i eitt ár eða svo til að bjarga sér. Einar telur lög og reglur þver- brotin i sliku ástandi sem hér riki. Lögin um húsaleigusamninga hafi t.d. átt að leysa einhvern vanda, en þau hafi bara komið áður en aðstaða var fyrir hendi til að fylgja þeim eftir. — HEI „Er verra en oftast ádur” — segir lögfrædingur Húseigendafélagsins ■ „Éghefþaðá tilfinningunni að ástandið á leiguibúðamarkaðin- um sé verra en oftast áður”, sagði Sigurður Guðjónsson, lög- fræðingur Húseigendafélagsins. Framboðið sé nú minna en oft áð- ur. Þá túlkun á veröstöðvunar- lögunum, að húsaleigu mætti ekki hækka, sagði hann hafa komið miklu róti á markaðinn og skapað leiðindaástand. Með þvi væri for- sendunum fyrir mánaðargreiðsl- um eiginlega kippt i burtu. Þetta komi svo harðast niður á þeim er sist skyldi, þ.e. þeim er yfirleitt leigja fyrir sanngjarnar mánaðargreiðslur er hækkað hafi i samræmi við visitölu húsnæðis- kostnaöar. Þegar svo sé komið aftan að þessu fólki á fyrrnefndan hátt, hvekkist það og sjái sér ekki annan kost en að taka aftur upp fyrirframgreiöslurnar, til að tryggja verðgildi leigunnar. Sigurður sagði þær tölur sem heyrst heföu um húsaleigu t.d. i Sjónvarpinu nýlega væru tvöfalt hærri en hann hefði i huga og bor- ið hafi á góma i samtölum viö fjölmargt fólk er haft hafi saman við Húseigendafélagið. Þessir „hörðu” leigusalar hafi greini- lega allt sitt á þurru gegn um eitt- hvað annað. En hvernig stendur á þessari húsnæðiseklu i borg þar sem hundruð ibúða eru byggðar ár- lega en ibúum fjölgar ekki árum saman? Það hlyti að vera rökrétt álykt- un að talsvert af ibúðum standi tómar, sagöi Sigurður. Þannig væri t.d. vitað um mikið af ibúð- um utanbæjarfólks. Ennfremur þyki mörgum orðiö ófýsilegt að eiga ibúðir til aö leigja út og reyni þá frekar að selja þær. — HEI leigjenda búi við verulega betri eigi hjá ráðinu, þýði það ekki almenna markaðinn viö núver- kost en ýmsir þeir sem umsóknir endilega að þeir ráði við að fara á andi aðstæöur. — HEI ■ Langt slöan byggöar hafa veriö leigulbúöir STÚDENTAGJÖFIN í ÁR ER CROSS PENNI Á ÞAÐ FER EKKI A MILLI MÁLA 1 PENNAVIÐGERÐIN Póstsendum. Ingólisstræti 2. Simi 13271.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.