Tíminn - 27.05.1981, Qupperneq 7

Tíminn - 27.05.1981, Qupperneq 7
Miðvikudagur 27. mai, 1981 erlent yfirlit 7 erlendar fréttir Kosið aftur í Vestur-Berlín? Frjálsir demókratar í miklum vanda ■ HINN 10. þ.m. fóru fram borg- arstjo’rnarkosningar i Vest- ur-Berlin. úrslita þeirra var beð- ið með forvitni, þvi að liklegt þótti, að þau gætu haft meiri hátt- ar áhrif á vestur-þýzk stjórnmál. Sósialdemókratar hafa farið með forustu i borgarstjórn Vest- ur-Berlinar frá striðslokum, fyrst einir, en siðar i samvinnu við frjálslynda demókrata. Forusta þeirra þótti reynast sæmilega lengi vel, en siðustu árin hefur hún orðið fyrir skakkaföllum, vegna ýmissa óreiðumála. Tveir borgarstjórar hafa hrökklazt frá af þessum ástæðum, sá siðari i vetur. Eftir það þótti ljóst, að erfitt yrði að komast hjá þvi að efna til kosninga, þótt talsvert væri eftir af kjörtimabilinu. Kristilegir demókratar hafa verið að vinna á i Vestur-Berlin i undangengnum kosningum. Þvi valda ekki aðeins framangreind óhöpp sósialdemókrata, heldur fólksflutningar, sem hafa verið hagstæðir kristilegum demókröt- um. Ungt fólk hefur flutzt frá Berlin i vaxandi mæli, en meiri- hluti þess hefur fylgt sósialdemó- krötum að málum. Helmut Schmidt taldi óhjá- kvæmiiegt að gripa til róttækra aðgerða, þegar ljóst var aö til kosninga drægi i Vestur-Berlin. Hann sendi vinsælasta manninn i rikisstjórn sinni, Hans-Jochen Vogel dómsmálaráðherra, til Berlinar og lét hann taka við borgarstjórastarfinu. Vogel hafði m.a. unnið sér gott álit sem borg- arstjóri i Munchen. Siðustu árin hefur hann verið talinn manna liklegastur til að taka við for- mennskunni hjá sósialdemókröt- um, þegar Schmidt léti af henni. ÞEGAR Vogel kom til Berlinar, sýndu skoðanakannanir, að sósialdemókratar myndu ekki fá nema 25% atkvæða, ef kosið væri þá. Þegar sú tala er höfð i huga, verður ekki annað sagt en að Vogel hafi orðið nokkuð ágengt. 1 kosningunum 10. mai fengu sósialdemókratar 38.4% greiddra atkvæða, en höfðu fengið 42.7% i siðustu borgarstjórnarkosning- um. Þeir fengu 52 borgarfulltrúa kjörna. Frjálslyndir demókratar töpuðu einnig. Þeir fengu 5.6% greiddra atkvæða, en höfðu feng- ið 8.1% i siðustu borgarstjórnar- kosningum. Avinningurinn varð verulegur hjá kristilegum demókrötum. Þeir fengu 47.9% greiddra at- kvæða en höfðu fengið 42.5% i sið- ustu borgarstjórnarkosningum. Þeir fengu 65 borgarfulltrúa kosna. Þetta nægði þeim þó ekki til að fá meirihluta. Borgarfulltrúarnir eru alls 133. Kristilega demókrata vantaði þvi tvo fulltrúa til viðbót- ar til að fá hreinan meirihluta. Það, sem gerði strik i reikning- inn, var sigur flokks umhverfis- verndarmanna og bandamanna hans, sem voru ýmsir smáhópar vinstri sinna og stjórnleysingja. Þeir fengu 7.2% atkvæða og 9 borgarfulltrúa. 1 siðustu borgar- stjórnarkosningum höfðu þeir fengið 3.5% atkvæða og engan mann kosinn. Til þess að fá full- trúa kosinn, þarf flokkur að fá minnst 5% greiddra atkvæða. Umhverfisverndarmenn og bandamenn þeirra höfðu lýst yfir þvi, að þeir myndu ekki blanda • blóði við aðra flokka á þann hátt að styðja þá til valda. Hinir flokkarnir sóttust ekki heldur eft- ir samstarfi við þá. Strax eftir að úrslit kosning- anna voru kunn, lýstu sósialdemókratar yfir þvi, að þeir myndu verða i stjórnarandstöðu á komandi kjörtimabili og greiöa atkvæði gegn borgarstjóraefni kristilegra demókrata, Richard von Weizacker, Umhverfisvernd- ■ Richard von Weizácker arflokkurinn gaf svipaða yfirlýs- ingu. BONDIN bárust þannig að full- trúum frjálslyndra demókrata. Einn var að hefja formlega sam- vinnu við kristilega demókrata. Annar var að sitja hjá við borgar- stjórakosningarnar og tryggja minnihlutastjórn kristilegra demókrata á þann hátt. Sá þriðji var að hindra kjör Weizö'cker, en það myndi að öllum likindum leiða til nýrra kosninga. Frjálslyndir demókratar voru ósammála um hvern kostinn þeir ættu að velja. Meirihlutinn var mótfallinn öllu samstarfi við kristilega demókrata. Niðurstað- an varð sú, að efna til aukaþings flokksdeildarinnar i Vest- ur-Berlin og leita áður ráða hjá flokksforustunni i Bonn. Frá Bonn komu þau ráð, að fulltrúar flokksins skyldu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um borgarstjóra. Flokksforustan taldi ekki ráðlegt, að frjálsir demókratar stuðluðu að nýjum borgarstjórnarkosningum, þvi að þeir gætu þá hæglega misst alla fulltrúa sina, þ.e. að atkvæðatala þeirra yrði undir 5%. Meirihluti flokksþingsins i Vestur-Berlin hafnaði þessum ráð um flokksstjórnarinnar og lagði fyrir borgarfulltrúa flokksins að greiða atkvæði gegn Weizácker. Aður hafði verið hafnað tillögu um að ganga til samstarfs við kristilega demókrata. Mikill ágreiningur var um þetta og er ekki talið útilokað, að tveir eða þrir af borgarfulltrúum frjálslyndra demókrata sitji hjá við atkvæðagreiðsluna og tryggi þannig kosningu Weizácker sem borgarstjóra. óvist er þó, að það nægi til að afstýra kosningum. Sennilegra er hitt, að verði Weizácker kosinn gripi hann fyrsta tækifæri til að efna til kosn- inga. Borgarstjórakosninganna i Vestur-Berlin er nú beðið með mikilli forvitni um allt Vestur-Þýzkaland. Það, sem kann nú að gerast þar, getur haft mikil áhrif á vestur-þýzk stjórn- mál yfirleitt. ■ Hans-Jochen Vogel óskar Richard von Weizá'cker til hamingju með sigurinn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Hækka olíuna um 2 dollara ■ Fundur oliumálaráðherra aðildarrikja OPEC, samtaka oliuframleiðslurikja, stóð i gær og fregnir af fundinum hermdu að Jiklega myndi samkomulag nást um það að Saudi-Arabar hækkuðu verð oliu þeirrar sem þeir fram- leiða um tvo dollara á tunn- una, gegn þvi að önnur riki hækkuðu ekki oliuverð frá sér. Saudi-Arabar hafa verið harðlega gagnrýndir af öðrum oliuframleiðslurikjum, fyrir að hafa aukið oliuframleiðslu sina töluvert, svo og að hafa selt oliuna á þrjátiu og tvo dollara hverja tunnu, meöan önnur oliuriki höfðu hækkað verð i þrjátiu og sex dollara á hverja tunnu. Oliumálaráðherra Saudi-Arabiu fékkst ekki til að staðfesta við fréttamenn i gær, að samkomulag hefði náðst um þetta. Reyna stjórn- armyndun á ný ■ Tilraunir til myndunar nýrrar rikisstjórnar á Italiu eru nú hafnar, eftir að siðasta rikisstjórn varð að fara frá völdum, i kjölfar mesta stjórnmálahneykslis, sem komið hefur upp þar i landi um langt árabil. Orsök þess að rikisstjórnin varð að fara frá var, að birtur var listi yfir nöfn manna, sem sakaðir voru um aðild að leynilegum félagsskap, sem á- stundaði afbrotastarfsemi af ýmsu tagi og hafði auk þess skipulagt valdarán i landinu. Meðal þeirra sem voru á list- anum voru tveir ráðherrar og fleiri áhrifamenn i stjórn Italiu. Að afloknum rikisstjórnar- fundi i gærmorgun gekk for- sætisráðherra samsteypu- stjórnar Kristilegra Demó- krata, Sósialdemókrata og Lýðveldisflokksins, Arnaldo Forlani, á fund forseta lands- ins og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Adolfo Sarti, dómsmálaráðherra, hafði þegar sagt af sér, þar sem hann var bendlaður við leyni- félagsskapinn. Sú rikisstjórn, sem i gær fór frá völdum á Italiu, var hin fertugasta i landinu frá lokum heimstyrjaldarinnar siðari. Stjórnarkreppa er Itölum þvi ekkert nýtt ástand. Auk ráðherranna tveggja og annarra áhrifamanna i stjórn landsins voru um eitt þúsund þekktir Italir nefndir sem félagar i henni. Þeirra á meðal voru háttsettir menn úr hernum, svo og menn sem ný- lega urðu uppvisir að fjár- málabraski, meðal annars ó- löglegum útflutningi gjaldeyr- is. Frankinn hækkandi ■ Franski frankinn hækkaði nokkuð á gjaldeyrismörkuð- um, eftir að hafa verið i nokk- urri lægð i kjölfar úrslita for- setakosninganna þar i landi, þegar Frakkar kusu sem for- seta sósialistann Mitterand. Talið er að yfirlýsing Helm- ut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, þess efnis að rikisstjórn hans hyggðist styðja frankann, hafi átt mik- inn þátt i þvi að hann rétti úr kútnum i gær. PAKISTAN: Stjórnvöld I Pakistan hafa.aðþvier fregnir herma, > hyggju að draga ekkju Bhuttos, fyrrum forseta Pakistan, svo og dóttur hennar og jafnvel einnig son, fyrir rétt, sökuð um aöild aðráni á pakistanskri flugvéi fyrir um tveim mánuðum. FRAKKLAND: Mitterand, hinn nýi forseti Frakkiands, átti I gær fundi með mörgum af helstu verkalýðsleiötogum landsins. Eru fundir þessir liður i tilraunum hans tii að afla fylgis við hina nýju rikisstjórn vinstri manna i landinu. SOVETRIKIN: Tveir sovéskir geimfarar sneru aftur til jaröar I gær, eftir liðlega tveggja mánaða dvöl i sovésku geimstööinni Saluyt 6. PÓLLAND: Eining', hin óháða verkalýöshreyfing Póllands, sakaði i gær rússneska hermenn I Póllandi, um að hafa barið pólskan borgara til óbóta að ósekju. Maðurinn iiggur á sjúkra- húsi og er málið i rannsókn. SPANN: Forsætisráðherra Spánar sagði i gær.að stjórnvöld landsins hefðu ekki enn upplýsingar um það hverjir heföu staðið að baki töku bankans i Barselóna um siðustu heigi, þar sem vopnaðir menn héldu á annaö hundrað manns i gislingu liðlega sólarhring. Hann sagði að meðal þeirra sem handteknir voru, hefðu ekki verið neinir þjóðvarðiiðar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.