Tíminn - 27.05.1981, Page 13

Tíminn - 27.05.1981, Page 13
Miðvikudagur 27. mai, 1981 rV 17 íþróttir! ■ Grasvöllurinn á aöalleikvanginum i Laugardal er ekki beint álitlegur til aö leika á honum knattspyrnu um þessar mundir. Innfellda myndin er af Jóni Magnússyni og aöstoöardömum hans aö hengja upp auglýsingaspjöld. Timamynci: Róbert Grasvellirnir í Laugardal: Björgunaraðgerdir eru í fullum gangi vellirnir vökvaðir með 14 gráðu heitu vatni - rætt við Björn Kristófersson, garðyrkjumann ■ Til stendur að leikur Fram og Þórs i 1. deild tslandsmótsins i knattspyrnu, sem verður á laugardaginn veröi leikinn á grasvellinum i Laugardal efri vellinum sem svo oft er nefndur Valbjarnarvöllur. Hingaö til hafa allir leikirnir i 1. deild á höfuðborgarsvæðinu verið leiknir á Melavellinum og verður þvl leikur Fram og Þórs fyrsti leikurinn á grasi. Af þvi tilefni brugðu blaðamað- ur og ljósmyndari sér inn i Laug- ardal i gær og ræddu við Björn Kristófersson garðyrkjumann og Jón Magnússon aðstoðar vallar- stjóra. Björn hefur i mörg ár fylgst mjög náið með grasvöllum ekki bara á höfuðborgarsvæðinu held- ur hefur hann einnig farið vitt og breytt um landið og kannað ástand vallanna. Slæmt ástand ,,Ég hef skoðað flest alla vellina alveg frá Vik i Mýrdal, suður vestur og norður til Húsavikur, og ég held ég geti fullyrt það að þetta ár er það jafnversta sem komið hefur um allt land”, sagði Björn. „Flestir vellirnir hafa komið mjög illa undan vetri og ég held að aðalorsökin sé kuldakastið sem kom rétt eftir páskana. Þegar grasið var að taka við sér og rétt byrjað að skjóta upp nálum, þá geröi allt upp i 10 stiga næturfrost dag eftir dag og hafði það mjög slæm áhrif. Hvað varöar vellina hérna i Laugardal þá komu þeir allir illa undan vetri sérstaklega hallar- flötin, en aðalvöllurinn var einna minnst skemmdur. Siðustu vikuna hafa vellirnir tekið stakkaskiptum og sérstak- lega aðalvöllurinn, en hinir tveir, hallarflötin og Valbjarnarvöllur- inn, fara sér hægar. Það er alveg öruggt að það kemur til með að þurfa að skipta um gras á Valbjarnarvellinum i haust, og er mér það til efs aö hann verði nothæfur nema i nokkra leiki. En það varð að fórna einhverj- um velli undir knattspyrnuleikina og þá kom þessi völlur helst til greina. Ef við hefðum farið að leika á hallarflötinni, sem er versti völl- urinn, þá hefðum við eyðilagt stærri grasflöt og aðalleikvang- urinn kom ekki til greina. En með þvi að leika á Valbjarnarvellinum þá fá hinir vellirnir frið til að jafna sig á meðan og ætti að vera hægt að leika á aðalvellinum i kringum 10. júni. Við erum þessa dagana að vökva völlinn hérna á aðalleik- vanginum og við vökvum hann með 12—14 gráðu heitu vatni þannig að viö kælum ekki niður rótina.” Björn sagði að i byrjun mai hefði hann fariö á nokkra staöi á landinu og litiö á ástand valla, á Akureyri væri aðalvöllurinn mjög slæmur, en nýi Þórsvöllurinn væri heldur skárri. Þá hefði hann farið og skoðaö völlinn i Vik i Mýrdal og hefði hann verið algrænn strax um mánaðamótin april-mai og heföi verið hægt að byrja að slá hann fljótlega upp úr mánaðamótun- um. Björn sagðist ekki hafa fariö til Vestmannaeyja en sér hefði veriö sagt það að völlurinn þar væri i ágætu ásigkomulagi. Um Kópavogsvöllinn sagði Björn að hann væri mjög slæmur, grasið á honum væri alið upp við góð skilyrði og væri völlurinn ekki hitaður upp á veturna eins og margir héldu og væri það ekki gert vegna þess að grasið þyrfti að fá hvild. Slæmt ástand vallarins væri þvi einu um að kenna hve veturinn heföi verið slæmur og hefði þaö komið alveg jafnt niður á honum og öörum völlum. Þá sagði Björn að þeir i Kópa- voginum gætu fengið völlin þar fljótar i gang vegna upphitunar- innar og yfirbreiöslunnar. Lán í óláni Jón Magnússon hittum við kóf- sveittan við að hengja upp aug- lýsingaspjöld á grindverkið á aðalleikvanginum, þau þurfa að sjálfsögðu að vera tilbúin fyrir kappleikina ekki siður en gras- völlurinn sjálfur, þvi þessar aug- lýsingar eru aðaltekjulind félag- anna. Jón sagði að fyrsti leikurinn yrði á laugardaginn á milli Fram og Þórs á Valbjarnarvellinum en það væri auljóst að hann yrði orð- inn ónýtur eftir nokkra leiki, ,,en einhverjum vellinum þurfti aö fórna”. „Það er vel skiljanlegt að félög- in vilji sem fyrst á gras.áhorfend- ur skipta miklu og það er alveg á hreinu að það koma helmingi færri áhorfendur að sjá leiki sem eru á mölinni. Hallarflötin er öll kalin og ég hef ekki trú á þvl að hún koriiist I gagnið en ef svo verður þá verður það seint i sumar. Það má eiginléga segja að það hafi verið lán i óláni að enska meistaraliðið Aston Villá kom ekki hingað til lands eins og stóð til. Þeir áttu að koma hingað og leika hér einn leik 22. mai á aðal- leikvanginum og ef svo hefði ver- ið, má nær öruggt telja að aðal- völlurinn væri nú ónýtur og sjálf- sagt þá ekkert leikið á honum meir i sumar”. Markvörðurinn ■ Hvað segja knattspyrnulögin um markvörðinn? í 3. grein seg- ir m.a.... lið skal eigi skipað fleirien 11 leikmönnum og skal einn vera markvörður. 1 4 grein segir... Markvörður skalklæðastlitum sem aðgreina hann frá öðrum leikmönnum og dómara. Markvörðurinn er all oft nefndur i lögunum, þar segir m.a. i 12.grein „Ef markvörður tekur fleiri en fjögur skref með knöttinn i höndunum, skal dæma óbeina aukaspyrnu.” Hvernig túlkar svo dómarinn þetta? Þegar markvörður hleypur eða stekkur á móti knettinum, þá tekur þessi regla ekki gildi fyrr en hann að mati dómarans sé komin i jafnvægi með knött- inn ihöndunum, eftir það stigur hann tvö skref með knöttinn, rúllar honum og tekur hann aftur má hann aðeins stiga tvö skref, ef hann stigur þrjú skref, skal dæma á hann óbeina auka- spyrnu eins og að ofan greinir. Dómurum ber aö framfylgja þessari reglu. Ef markvörðurinn tefur leik- inn óeðlilega að mati dómarans t.d. með þvi að rúlla knettinum fram og til baka i vitateignum skal dómari aðvara hann"fyrir visvitandi leiktöf. Markvörðurinn er vel varinn i markteignum t.d. i horn- spyrnum er oft dæmt á sóknar- ■BHBHBnni leikmann, sem stillir sér upp fyrir framan hann, en um þetta segja lögin, „Hindrar af ásettu ráði andstæðing og knötturinn ekki i leikfæri.” I leiðbeiningum til leikmanna segir: Markverðir verða að hafa það hugfast, að við þeim má stjaka ef þeir hafa yfirgefið markteig. Meðan þú ert innan markteigs Grétar Norðfjörð skrifar. vernda lögin þig, svo íramar- lega sem þú heldur ekki á knett- inum eða hindrar mótherja. Markverði er ráðlagt að losa sig sem allra fyrst við knöttinn.” Enn segir i 12. grein „Hindri markvörður eða haldi mark- vörður á knettinum er leyfilegt aðstjaka við honum jafnvel þótt hann sé innan eigin markteigs.” „Dómarinn skal sjá um að ekki sé óleyfilega ráðist á hann þar sem hann hefur svo litið tækifæri til sjálfsvarnar, þegar athygli hans er bundin við að- steðjandi skot. Samþykktir Alþjóðanefndar (I2.grein). 1 lið nr. 1 segir orðrétt: „Ef markvörðuraf ásettu ráði ræðst á mótherja'annað hvort með þvi að kasta knettinum af afli i hann eða með þvi að ýta honum með knettinum, skal dómari dæma VÍTASPYRNU ef brotið er framið innan vitateigs. Við þetta hefur svo bæst, að markvöröurinn skal áminntur með gulu spjaldi. Ef hann stendur i eigin vitateig en and- stæðingurinn utan hans þegar hann kastar knettinum I hann skal einnig dæma vitaspyrnu. (Akvörðun F.I.F.A. 1980) Fyrir ítrekað brot skal visa honum af leikvelli. Verji markvörður markskot eða stöðvi upphlaup með höndunum fyrir utan eigin vita- teig, skal dæiria beina auka- spyrnu og áminna með gulu spjaldi, fyrir endurtekið brot skal visa honuni af leikvelli. Á þessum fáu punktum ,má sjá að markvörður hefur ýmis sér- réttindi, en hvað varðar almenn leikbrot af hans hálfu gengur það sama yfir hann og aðra leik- menn. rop —.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.